Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987
Minning:
Bjarni Halldórs
son, Uppsölum
*m\
Fæddur 25. janúar 1898
Dáinn 15. janúar 1987
í dag er lagður til hinstu hvflu í
Blönduhlíðinni afí okkar Bjarni
Halldórsson fyrrum bóndi á Uppsöl-
um. Hann var fæddur 25. janúar
1898 og átti því fáa daga eftir í
afmælið sitt er hann lést þann 15.
janúar sl.
Við áttum því láni að fagna að
alast upp með fulltrúum þeirrar
kynslóðar sem nú er óðum að ganga
sín hinstu spor. Það verður okkur
ómetanlegt veganesti á lífsleiðinni
að hafa fengið að fylgjast með og
skilja gang lífsins á þann hátt.
Það sem einkenndi afa var m.a.
stoltið. E.t.v. hafa æska hans og
uppvöxtur mótað þann þátt í fari
hans. Hann var fæddur utan hjóna-
bands og ólst upp með móður sinni
Helgu Sölvadóttur. Afi var góðum
gáfum gæddur en átti þess aldrei
kost að láta drauma sína um skóla-
göngu rætast. Hann minntist þess
oft um leið og hann hvatti okkur
til að læra og „verða eitthvað" í
lífinu. Hann var mikill fjölskyldu-
maður og hélt mikið upp á sitt fólk.
Jafnframt vildi hann að afkomend-
urnir væru ætt sinni til sóma. Hann
var vinur vina sinna en gat verið
þungur í garð þeirra sem gerðu á
hans hlut.
Afi var bóndi af lífi og sál og
undi sér hvergi betur en heima:
Yls og geisla eru mér
ýmsar leiðir kunnar,
en bjartast, hlýjast alltaf er
við arin fjölskyldunnar.
B.H.
Af bjartsýni keypti hann jörðina
Uppsali árið 1925 og hóf þar bú-
skap með ömmu Sigurlaugu. Oft
voru erfiðir tímar en dugnaður og
atorka þeirra beggja fleyttu þeim
áfram. Hann sá fyrir sér mikla
möguleika með jörðina og með hjálp
ömmu, sem ávallt var stoð hans og
stytta, svo og barna sinna sá hann
drauma sína rætast smátt og smátt.
Síðustu æviárin gat hann ánægð-
ur litið til baka yfir afrakstur sinn
og afkomendanna. Frá því við mun-
um eftir honum var hann sístarf-
andi og tók þátt í búskapnum svo
lengi sem orkan leyfði og vel það.
Oft fannst honum við systkinin full-
værukær þegar mikið lá við.
Hann var fræðimaður og hagyrð-
ingur góður, en ekki vildi hann
gera mikið úr kveðskap sínum.
Sjálfur sá hann til þess að flest ljóð-
in hans kæmust ekki lengra en til
hans og ömmu Sigurlaugar. Nokkur
gullkorn eigum við þó og geymum.
Og nú er kveðjustundin komin,
minningarnar sækja á. Afi var okk-
ur eitthvað sem enginn e.t.v. skilur
— eitthvað svo traust og gott. Við
sjáum það best þegar kallið er kom-
ið og hann þarf að halda á brott.
Við biðjum hann bera kveðju til
ömmu, við vitum það verða fagnað-
arfundir. Við þökkum af alhug
elsku afa fyrir allt sem hann gaf.
Við minnumst hans ávallt með gleði
og hlýju.
Megi góður Guð varðveita hann
þar til við hittumst að nýju.
Eyþór, Elín Sigurlaug,
Drífa, Anna Sólveig
Hinn 15. þ.m. barst sú frétt að
bændahöfðinginn Bjarni Halldórs-
son á Uppsölum í Blönduhlíð hefði
látist í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki
tæplega 89 ára að aldri.
Bjarni fæddist á Auðnum í Sæ-
mundarhlíð 25. janúar 1898. Þar
var móðir hans þá vinnukona. Að
honum stóðu góðar ættir.
Foreldrar hans voru Halldór Ein-
arsson frá Krossanesi, bóndi og
járnsmiður, lengst af á ípishóli í
Seyluhreppi, og Helga Sólvadóttir
frá Hvammskoti á Skaga.
Föðurbræður Bjarna voru þeir
Indriði Einarsson, leikritaskáld, og
sr. Gísli, prestur í Hvammi í Norður-
árdal.
Halldór var orðinn aldraður mað-
ur er Bjarni fæddist.
Foreldrar Bjarna bjuggu aldrei
saman. Bjarni ólst upp með móður
sinni á hálfgerðum hrakningi á
milli bæja, þar sem hún var vinnu-
kona á ýmsum bæjum. M.a. dvaldi
hann á Brautarholti í Seyluhreppi,
Sjávarborg í Skarðshreppi og á
Völlum í Vallhólmi.
Tæplega tvítugur braust hann í
því af litlum efnum að fara til náms
í alþýðuskólann á Hvítárbakka
haustið 1917. Þar stundaði hann
nám í tvo vetur undir handleiðslu
hugsjónamannsins Sigurðar Þór-
ólfssonar. Margir nemendur Sig-
urðar hrifust af þeim mannbóta-
og mannræktarhugsjónum, sem
hann barðist fyrir og komnar voru
frá dönsku lýðskólahreyfingunni.
Þær hugsjónir féllu vel að umbóta-
yilja aldamótakynslóðarinnar á
íslandi.
Ungmennafélögin voru að rísa á
legg um land allt. Búnaðarfélögin
efldust og tóku sterka forystu um
að rækta landið og klæða það skógi.
Æskufólkið fylltist bjartsýni og trú
á Iand sitt og framtíð þess og beitti
sér ákaft í baráttu fyrir fullu sjálf-
stæði þjóðarinnar. Bjarni varð
hugfanginn af þessum hugsjónum
og tók fljótlega eftir að hann kom
frá námi virkan þátt í þeim samtök-
um í heimahéraði sínu sem átaka-
mest voru í þessum efnum.
Bjarni varð einn þeirra manna,
sem urðu í forystusveit Skagfirð-
inga í mörgum félagsmálum. Hann
var áhugamaður í ungmennafélagi
Akrahrepps og í stjórn þess um
skeið. Hann var lengi í stjórn Bf.
Akrahrepps og var fulltrúi þess á
búnaðarsambandsfundum um
fjölda ára og var lengi í stjórn bún-
aðarsambandsins. Hann var í stjórn
lestrarfélags sveitarinnar og áhuga-
maður um varðveislu sögulegra
minja í héraðinu og lengi í stjórn
Sögufélags Skagfirðinga. Einnig
var hann í sóknarnefnd og skóla-
nefnd lengi.
í hreppsnefnd Akrahrepps var
hann í 13 ár og í sýslunefnd um
skeið. Hann var lengi varamaður
Jóns á Reynistað á Búnaðarþingi
og sat nokkur Búnaðarþing.
Hann stýrði fasteignamatsnefnd
Skagfirðinga á árunum 1962—
1967. Hann var kosinn annar aðal-
fulltrúi Skagfirðinga á stofnfundi
Stéttarsambands bænda á Laugar-
vatni sumarið 1945 og átti sæti á
aðalfundum þess samfellt í 30 ár.
Hann var kosinn í stjórn Stéttar-
sambandsins í stað Jóns Sigurðs-
sonar á Reynistað árið 1961 og sat
í stjórninni samfellt í 14 ár til
haustsins 1975. Öll sömu ár var
hann fulltrúi í Framleiðsluráði land-
búnaðarins. Afar oft á þessum árum
var hann fundarstjóri á aðalfundum
sambandsins. Honum fórst það vel
úr hendi og var þó oft vandasamt
að stjórna umræðum og afgreiðslu
mála þannig að niðurstaða fengist
úr fundarstörfum á þeim skamma
tíma sem fundunum var skammtað-
ur á tveimur dögum. Fundarmenn
voru viðkvæmir fyrir takmörkun á
ræðutíma og vildu fá tækifæri til
að setja fram sjónarmið sín um
úrlausn mála. Þá komu skýrt fram
sterkustu skapgerðareiginleikar
Bjarna.
Hann var skarpgreindur og setti
skoðanir sínar fram mjög ljóst í
stuttu máli. Hann gerði þær kröfur
til annarra að þeir gerðu það einn-
ig. Hann var skoðanafastur maður
og setti sér föst markmið. Hinsveg-
ar tók hann fullt tillit til skoðana
annarra manna og átti auðvelt með
að hliðra til þannig að ekki yrðu
harðir árekstrar. Þessi lipurð hans
og tillitssemi við aðra menn gerðu
honum auðveldara að stjórna fund-
unum og að sætta menn við
takmörkun umræðna.
Fyrstu tvö árin, sem Bjarni var
í stjórn Stéttarsambandsins, var
frændi hans, Sverrir í Hvammi, for-
maður þess. En 1963 tók sá, sem
hér heldur á penna, við formennsk-
unni. Við Bjarni áttum því 12 ára
samstarf í stjórn sambandsins og í
Framleiðsluráði og vorum áður góð-
kunningjar af samstarfi á aðalfund-
unum um mörg ár.
Bjarni var kosinn á stéttarsam-
bandsfundi af sjálfstæðismönnum í
Skagafirði, því hann var þess flokks
maður alla tíð. Ég var aftur á móti
Framsóknarflokksmaður og hafði
staðið nærri pólitískum eldi áður
en ég var kosinn formaður í stjórn
Stéttarsambandsins. Þetta kom
ekkert að sök. Báðir höfðum við
það meginmarkmið að vinna að al-
hliða framför landbúnaðarins og að
efla samtök bændastéttarinnar og
vinna að bættri menningaraðstöðu
í sveitunum.
Bjarni var mikill félagshyggju-
maður og samvinnumaður í þess
orðs bestu merkingu. Honum voru
markmiðin ljós í öllu félagsstarfi
og þeim fylgdi hann í öllu. Eg hefi
stundum orðið þess var að ýmsir
menn telja að pólitísk markmið séu
öllum öðrum markmiðum æðri og
að forystumenn í stéttarfélagsmál-
um hljóti alltaf að stjórnast af
slíkum markmiðum séu þeir flokks-
bundnir, fremur en stéttarlegum
sjónarmiðum. Þetta tel ég rangt.
Þau kynni, sem ég hefi haft af
mönnum í stéttarfélögum, úr ólík-
um stjórnmálaflokkum, sanna mér
að langflestir þeirra taka stéttar-
sjónarmiðin fram yfir þröng flokks-
sjónarmið. Stundum ætlast stjórn-
málamenn til þess að forystumenn
stéttarfélaga taki meira mið af
pólitískri dægurbaráttu en stéttar-
íegum sjónarmiðum. Slíkt hefði
verið víðs fjarri Bjarna. Hann hefði
aldrei brugðist trúnaði við þau
málefni sem honum var trúað fyrir
af stéttarbræðrum sínum.
Bjarni var afar góður samstarfs-
maður. Hann var hreinskiptinn,
glöggur á aðalatriði mála, tillits-
samur við skoðanir annarra manna
og drenglundaður í öllum samskipt-
um. Hann ávann sér því mikið
traust samstarfs- og samferða-
manna sinna.
Vorið 1921 kvæntist Bjarni Sig-
urlaugu Jónasdóttur frá Völlum í
Vallhólmi.
Fyrstu fjögur hjúskaparárin voru
þau í sambýli við tengdaforeldra
hans á Völlum. En árið 1925 keyptu
þau Uppsali og fluttu þangað og
bjuggu þar alla tíð eftir það á með-
an bæði höfðu heilsu.
Síðustu árin voru þau í sambýli
við börn sín. Halldór bjó þar í sam-
býli með þeim í nokkur ár og Árni
hefur búið þar frá árinu 1953.
Uppsalir eru fallegt býli, sem
stendur hatt, innarlega í Blöndu-
hlíðinni. Á þeirri jörð varð mikil
breyting í búskapartíð Bjarna og
fjölskyldu hans. 011 hús hafa verið
byggð úr steini, en voru áður öll
úr torfi, eins og víða í Skagafirði.
Vegna legu túnsins í hlíðinni var
fremur erfitt að rækta, bæði vegna
brattlendis og þess að vatnsagi var
mikill undan hallanum. Skurðgröf-
urnar komu þar eins og víðar í
góðar þarfir og björguðu því að
túnræktin gat heppnast að fullu.
Þar er nú bæði stórt og grasgefið
tún. Framfarir urðu einnig miklar
í búfjárræktinni og fénaðurinn varð
afurðamikill.
Þau Bjarni og Sigurlaug eignuð-
ust átta börn. Sjö þeirra eru á lífi.
Þau eru Helga, kennari í Varmahlíð,
gift Konráð Gíslasyni frá Frosta-
stöðum; Egill, ráðunautur á
Sauðárkróki, kvæntur Öldu Vil-
Minning:
Arni G. Magnús-
son vélstjóri
Fæddur 3. nóvember 1914
Dáinn 18. janúar 1987
Sunnudaginn 18. janúar barst
mér sú sorgarfregn að æskuvinur
minn, Árni. Guðjón Magnússon,
hefði orðið bráðkvaddur þá um nótt-
ina.
Kransæðarnar voru búnar að
hrjá hann í mörg ár. Andlátið kom
því vandamönnum og vinum vart
að óvörum, en þegar umskiptin
verða með svo skjótum hætti, sem
hér varð raun á, þá verða menn
fyrst magndofa.
Árna og Guðrúnu konu hans
hafði verið boðið til þátttöku í sam-
eiginlegum fundi ^ björgunarsveita
Slysavarnafélags Islands á Suður-
nesjum, er björgunarsveit Þorbjarn-
ar stóð fyrir í samkomuhúsinu Festi
í Grindavík. Þar voru þau hjónin
heiðruð fyrir mikið og gptt starf í
þágu slysavarna. Hann var félagi í
þeirri sveit frá unglingsárum. Gjald-
keri hennar í 40 ár og álíka lengi
skytta björgunarsveitarinnar. Hann
var því oft i sviðsljósinu þegar sveit-
in vann sín landskunnu afrek.
Meðan samkvæmið stóð magnað-
-isfe veður, -en¦ veðurofsi-er eitt það i
erfiðasta sem kransæðasjúkir þurfa
að ganga í gegnum. Að vísu var
ekki langt í bílinn, sem stóð við
húsvegginn, og þangað komust þau
hjónin, en það varð Arna um megn,
stormur næturinnar hafði yfirbugað
lífsþrótt hans, hann var varla sestur
undir stýri er dauðann bar að.
Hvernig má það verða að svo
stutt sé milli fagnaðar og fráfalls?
Spurningar um eilífðarmál og vegi
almættisins eru margar sem seint
verður að fullu svarað.
Árni fæddist 3. nóvember 1914
á Húsatóftum í Grindavík, sonur
hjónanna Kristínar Gísladóttur,
ættaðri af Álftanesi, og Magnúsar
Árnasonar, formanns í Grindavík,
en hann drukknaði ásamt tveimur
bræðrum sínum og átta öðrum skip-
verjum í apríl 1915, tæpu hálfu ári
eftir að Árni fæðist.
Árni Jónsson á Vindheimum stóð
á fjörukambinum og horfði á bát
sona sinna hlekkjast á út af Gerðis-
töngum og hverfa í djúpið. Karl-
mennið þjóðkunna, bændahöfðing-
inn frá Krísuvík, þá búsettur í
Grindavík, var ekki að flíka hugar-
kvöl sinni þótt hann ætti „þann
^Bríl^g þ#sj;ni 3 sjq", En kannskjij;
hefur brimið út af Gerðistöngum
og það djúpa hrollvekjandi brim-
hljóð, sem þaðan barst stöðugt að
eyrum gamla mannsins, átt drjúgan
þátt í því að hann flutti þremur
árum síðar á Grímstaðaholtið við
Reykjavík, átti þar eldsmiðju og
hrognkelsaveiðiútgerð, sem sonar-
sonurinn og nafninn fékk að taka
þátt í meðan hann var enn í
bernsku. Hann var nokkur.sumur
hjá afa sínum og átti þaðan góðar
minningar.
Kristín, móðir Árna, hélt áfram
búskap, réð til sín ráðsmann, Guð-
mund yngri Jónsson frá Hópi, og
giftist jionum eftir nokkur ár. Hann
gekk Árna í föðurstað og eignaðist
tvö börn með Kristínu, þau Magnús
og Guðfinnu. Guðmundur dó úr
lungnabólgu eftir fárra ára sambúð.
Kristín hélt þó áfram búskap af
miklum^dugnaði, við .erfiðar að-
stæður, í nokkur ár.
Þegar Árni er 12 ára flutti hún
með börnin austur í Járngerðar-
staðahverfi. Bæði var það vegna
skólagöngu barnanna og svo var
þar meiri von um vinnu, sem hent-
aði hennar aðstæðum. Árni var þá
farinn að geta unnið við fískverkun
og línuvinnu, sem var eitt af fyrstu
verkefnum drengja í sjávarplássum
á þeim árum. Af ómældu vinnu-
álagi, dugnaði og hagsýni tókst
Kristínu að koma upp litlu húsi, er
hún nefndi Hellur, og bjó þar síðan.
Árni var traustur og tápmikill
drengur. Skömmu eftir fermingu
var hann því kominn í gott skiprúm
hjá Guðjóni Klemenssyni og var
hann með honum nokkrar vertíðir.
Á öðrum árstímum var hann við
sjómennsku á ýmsum stöðum á
landinu. Tvítugur fór hann í mótór-
vélstjóranám, sem Fiskifélag ís-
lands stóð fyrir í Reykjavík. Eftir
það var hann vélstjóri á fiskiskipum
þar til að hann réðst til Hraðfrysti-
húss Grindavíkur. Þar var hann
fyrsti vélstjóri í 42 ár.
Af kynnum mínum við Árna er
mér ljóst, að þessu starfi hafi hann
ætíð sinnt af öryggi og trú-
mennsku. Þá skoðun staðfesti
Þórhallur Einarsson, samstarfs-
maður hans við vélgæslu í 13 ár.
Þórhallur taldi hann „úrvals vél-
stjóra og úrvals mann". Undir þessi
ummæli trúi ég að allir geti tekið
sem einhver samskipti höfðu við
Árna. Hvað er betra leiðarljós um
ókunna stigu til æðra tilverusviðs?
Árni hóf búskap í Keflavík 1942
með Guðrúnu Jónsdóttur, ágætri
konu i.i ættaðri ¦:. norðan frá
Steingrímsfirði. Þau giftu sig svo
18. desember 1943 og fluttu þá inn
,í nýtt hús er þau höfðu byggt í
Grindavík og nefndu það Tungu og
hafa æ síðan verið kennd við Tungu.
Guðrún var áður gift Guðmundi
Guðmundssyni, skipstjóra, sem
drukknaði í mars 1938, er Fossnes
fórst við Færeyjar. Þau höfðu eign-
ast eina dóttur, Ernu, og gekk Arni
henni í föðurstað og varð afar kært
milli þeirra, en ekki eignuðsut þau
Guðrún barn saman. Það varð því
sár söknuður á heimili þeirra er
Erna féll frá aðeins þrjátíu og eins
árs gömul.
•Hjónaband Guðrúnar og Árna
hefur alla tíð verið með ágætum.
Þau áttu svo margt sameiginlegt —
áttu margar ánægjustundir við frið-
sælar laxveiðislóðir, en sennilega
var sameiginlegur áhugi þeirra á
slysavarnamálum þyngstur á met-
um hjá þeim, en að þeim málum
unnu þau bæði í forustusveitum í
marga áratugi, í slysavarnadeildun-
um Þorbirni og Þorkötlu. Heimili
þeirra — Tunga — bar því einnig
vott, bæði úti og inni, að þar voru
samtaka, smekkvísir húsráðendur
að yerki.
Árna þakka ég tryggð og vináttu
allt frá æskudögum og ótal ánægju-
legar samverustundir sem aldrei
bar skugga á. Hann setti svip á
fæðingarbæ okkar — Grindavík —
og mun lengi verða minnst og sakn-
að af samstarfsmönnum. Guðrúnu
verður ljúf minning styrkur í sorg.
Henni, systkinum hans og öðrum
ættingjum sendum við hjónin inni-
legar samúðarkveðjur.
"¦¦'¦v- RagnaogJónTómasson