Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 Frumraun Tónlist Jón Ásgeirsson Gréta Guðnadóttir er ungur og efnilegur fiðluleikari sem hélt sína fyrstu einleikstónleika hér á landi en hún mun ljúka meistaragráðu næsta vor við Manhattan-tónlist- arskólann í Bandaríkjunum. Þessir fyrstu tónleikar Grétu voru um margt góðir þó undirrit- aður telji að hún hafí látið metnað ráða um of í vali verkefna. Tón- leikamir hófust á Preludíum og Allegro eftir Kreisler, sem í huga manna hefur hljóman þá sem „virtúósar" í fíðluleik hafa staðl- að. Ýmislegt var fallega gert hjá Grétu þrátt fyrir einstaka slys. Annað verkið var Sónata í G-dúr eftir Brahms og þar mátti heyra að verkið náði ekki að syngja, en í þessu verki eru tónhendingar sem geta fengið hlustendur til að grípa andann á lofti. Eftir hlé voru tæknilega metnaðarfull verk eins og Sónata eftir Ysaye og Tzigane Ravels. Það mátti heyra að Greta er vel á vegi með kunn- áttu í fíðlutækni þó enn skorti hana jafnvægi á ögurbrún þeirri er skilur á milli þess að vera meistari eða_ þurfa að treysta á heppni sína. í leik Grétu má fínna kraft og einlægni og einnig tækni- kunnáttu, sem hún mun geta unnið úr, þegar hún hefur yfír- unnið hræðslu byrjandans við hlustendur sína. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH Þ0RÐARS0N HOL Til sýnis og sölu m.a. eigna: Nýtt glæsilegt steinhús á útsýnisstað ofarlega í Seljahverfi 102 + 75 fm auk kj./jarðhæðar um 84 fm. Húsið er ibúðarhæft, ekki fullgert. Góöur bílsk. Nánari uppl. aðeins á skrifst. Skipti mögul. á minni eign. 6 herb. séríbúð við Stórholt á neðri hæð og ( kj. Á hæöinni er 4ra herb. ib. f kj. eru 2 herb. og rúmgóð geymsla. Sérinng. Sérhltaveita. Nýtt gler. Nýir póstar. Eign- inni fylgir mjög stór bílsk. (verkstæði). Skuldlaus eign. Laus fljótl. í lyftuhúsi við Sólheima Stór og góð 4ra herb. íb. 110,3 fm nettó á 4. hæð. Ágæt sameign. íb. er laus í júní nk. Raðhús — hagkvæm skipti Raðhús við Látraströnd á þremur pöllum 195 fm nettó. Litla sérib. má gera á 1. hæö. Góður bílsk. Stórar svalir. Mikið útsýni. Skipti æskileg á 3ja-4ra herb. íb. á 1. hæð eða í lyftuhúsi. Bílsk. eða bílhýsi þarf að fylgja. Hagkvæm skipti Til kaups óskast 3ja herb. nýl. íb. í borginni. Má vera í Breiðholtshverfi í skiptum fyrir 4ra herb. aðalhæð í tvibhúsi við Miötún um 90 fm nettó. Bílsk. fylgir. Hjálmholt — Vatnsholt — nágrenni Fjársterkur kaupandi óskar eftir góöri sérhæð. Skipti mögul. á úrvals steinhúsi um 180 fm á einni hæð með tvöf. bílsk. á einum vinsælasta stað borgarinnar. Þurfum að útvega m.a.: 2ja herb. góða íb. Rétt eign borguð út. Sérhæð eða raðhús undir trév. í borginni. Miklar greiðslur. 4ra herb. ib. með bilsk., nýlega. Miösvæöis i borginni. Skipti mögul. á 5 herb. úrvalsib. í Hlíöunum. Opið í dag laugardag kl. 11.00 til kl. 16.00. AIMENNA FASIEIGHASALMI LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Askrifendur AÐEINS EITT SÍMTAL 691140 691141 Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikning mánaðarlega. Jóhann Hjartarson á millisvæðamót Skák Margeir Pétursson Það er nú loksins orðið alveg ljóst, viku eftir að svæðamótinu í Gausdal lauk, að Jóhann Hjartarson á frátekið sæti í einu af millisvæða- mótunum sem fram fara í sumar. Urslit á svæðamótinu urðu þau að Svíinn Thomas Emst hlaut sex og hálfan vinning og sigraði, en þeir Jóhann Hjartarson, Svíinn Ferdin- and Hellers og Jón L. Ámason hlutu sex vinninga. Jóhann reyndist hæstur þeirra á stigum, þ.e. hann hafði fengið erfíðasta andstæðinga og var því úrskurðaður í annað sætið. Það var síðan ekki fyrr en nokkrum dögum eftir að mótinu lauk að það fékkst staðfest frá FIDE að tveir keppendur kæmust áfram af Norðurlandasvæðinu en ekki bara einn og hálfur eins og vænta mátti fyrir mótið. Þótt Alþjóðaskáksambandið hafí með þessari ákvörðun sinni loksins viðurkennt þær miklu framfarir sem orðið hafa á Norðurlöndunum undanfarin ár, og þá sérstaklega íslandi, var óvissunni um sæti Jó- hanns þó ekki Iokið. Fyrr í vikunni var hringt til Einars S. Einarsson- ar, ritara norræna skáksambands- ins, frá sænska skáksambandinu og honum tjáð að Svíar teldu það brot á reglum FIDE um heims- meistarakeppnina að stig réðu úrslitum, þeir vildu túlka reglumar þannig að keppendur sem væm jafnir að vinningum yrðu að tefla til úrslita, í þessu tilviki þeir Jó- hann, Jón og Svíinn Hellers. Þetta kom mönnum hér heima mjög spánskt fyrir sjónir, því kepp- endum var skýrt frá því fyrir mótið að stigin ættu að ráða. Reynslan af stjóm svæðisforsetans, Finnans Eero Helme, er þó á þann veg að það hefði ekki komið á óvart þó hann hefði gefið út þá tilskipun í trássi við reglur FIDE. Það var ekki fyrr en daginn eftir þegar Svíar hringdu aftur í Einar og báðu hann og Jóhann afsökunar á þessu frumhlaupi sínu að hægt var að slá því föstu að sætið væri í höfn. Jóhann er vel að því kominn eft- ir góða frammistöðu á ólympíumót- inu og er til alls vís á millisvæða- móti. Þátttaka á IBM-mótinu í febrúar er örugglega góður undir- búningur fyrir þá raun. Þetta er í fjórða sinn sem ísland á fulltrúa á millisvæðamóti. Friðrik Ólafsson tefldi 1958 og 1962 og komst í fyrra sinnið á áskorendamót. Eftir þetta tók við langt hlé þar til undir- ritaður komst á millisvæðamótið í Biel 1985 og Jóhann teflir í ár. Vonandi kemur að því að við íslend- ingar komum tveimur eða fleiri mönnum áfram. Okkar stigahæstu menn skortir nú t.d. 30—40 stig upp á að komast beint áfram á stig- um án þess að þurfa að tefla á svæðamóti. Úrslit á svæðamótinu í Gausdal: 1. Emst (Svíþjóð) 6 'Av. af 9 mögu- legum. 2. Jóhann Hjartarson 6 v. (37,5 stig). 3. Hellers (Svíþjóð) 6 v. (34,5 stig). 4. Jón L. Ámason 6 v. (33,5 stig). 5. Karlsson (Svíþjóð) 5'/2 v. 6.-9. Agdestein (Noregi), Mortensen (Danmörku), Ögaard (Noregi) og Hector (Svíþjóð) 5 v. 10.—11. Yrjölá (Finnlandi) ogTiller (Noregi) 4'/2 v. 12.—14. Guðmund- ur Siguijónsson, Kristiansen (Danmörku) og Rantanen (Finn- landi) 4 v. 15. Höi (Danmörku) 3’/2 y. 16.—17. Sævar Bjamason og Östenstad (Noregi) 3 v. 18. Hansen (Færeyjum) */2V. Aðdragandi svæðamótsins var mjög sögulegur, og margir mjög óánægðir með framkvæmd þess. Ákveðið var að halda það í Gausdal í janúar með aðeins tveggja mánaða fýrirvara og þess eru einnig fá eða engin dæmi að undanrás í heims- meistarakeppninni sé tefld eftir svissnesku kerfí, yfírleitt teflir hver þátttakandi við alla hina. Svissneskt kerfí býður hins vegar upp á það að keppendur mæti missterkum ekki er hægt að kenna, en er bergmál af þeirri djúpstæðu göfgi tilfínninga mannsins, sem róm- antíkerar eins og Schumann töldu vera bergmál af hljóðfalli og blæ- brigðum æðra tungumáls. Aðeins Guði væri gefið að skilja en mönn- um að njóta, ef þeir ræktuðu með sér göfgi og undirgefni við fegurð- ina. Þessi viðhorf voru rómantík- erum sá boðskapur sem listsköpun þeirra spratt upp úr og spámenn þessa tímabils töldu sig fínna í verkum Beethovens. Eitt þeirra verka er tendraði eftirmenn hans var sú sjöunda, eða „Dansasinfón- ían“ eins og hún er oft nefnd. í Sinf óníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: A. Roussel: Veisla köngulóar- innar Schumann: Píanókonsert í a-moll Beethoven: Sjöunda sinfón- ian Einleikari: Anna Áslaug Ragnarsdóttir Stjórnandi: Gerhard Deckert Veisla köngulóarinnar er ball- etttónlist. Textinn er dýrafantasía af þeirri gerðinni sem tíðkaðist er enn bjarmaði fyrir sólstöfum hnignandi sólar rómantíkurinnar og beðið var nýs dags með birtu og skerpu er bauð upp á endur- mat alls er var og nýja lífssýn. „Impressionisminn" tengir saman þá þróun er hófst með „rómantík- inni“ og vísar leiðina til „modem- ismans" og því eru menn eins og Debussy og Ravel, ásamt þeim er fylltu flokk þeirra, í raun upp- haf þess nútíma, sem nú á seinni hluta aldarinnar er kominn til endurmats sem liðin tíð. Það er harla lítið nýtt að heyra í verkum Roussels en þau eru frábærlega vfel unnin og má segja að það sé hans eina afsökun. Þessi vinnu- brögð komu mjög vel fram í ágætum leik hljómsveitarinnar og auðheyrt að hljómsveitarstjórinn hafði lagt mikla vinnu í að fín- pússa ýmis skemmtileg tækni- atriði í rithætti tónskáldsins. Aðalviðburður kvöldsins var flutningur píanókonserts í a-moll eftir Schumann og við píanóið var Anna Áslaug Ragnarsdóttir. í heild var flutningur konsertsins nokkuð hægur og þar af leiðandi hlutlaus en að öðru leyti mjög vel fluttur. Anna Áslaug Ragnars- dóttir lék fagmannlega vel og það var aðeins í síðustu töktunum sem heyra mátti hana aðeins fípast, sem hér er minnst á, til að leggja áherslu á hversu hrein og vönduð spilamennska hennar að öðru leyti var. Skáldleg tök eru eitthvað sem flutningi Sinfóníuhljómsveitar ís- lands var sinfónían ágætlega flutt og með frísklegheitum danslags- ins en í öðrum þættinum, Allegr- etto, vantaði þá alvöru, sem ávallt býr að baki gleðinnar, sem ráð- legging um að „ganga hægt um gleðinnar dyr og gá að sér“, og í prestóþættinum vantaði eftir- væntinguna og þann hálfbælda spenning er að lokum brýst fram í óhaminni dansgleði lokaþáttar- ins. í þeim þætti var ekki gott jafnvægi á milli radda, t.d. var trompettinn í „eftirslögunum" á móti aðalstefínu allt of sterkur og á nokkrum stöðum, þar sem önnur fíðla (í takti 104 og 333 ásamt öðrum lágradda strengjum) aftur á móti náði ekki að halda í við önnur hljóðfæri. Slíkt misvægi á sér trúlega rætur í ónógri um- fjöllun um viðkomandi atriði, sem því miður var nokkuð af í þessum flutningi sinfóníunnar, þó hún væri að öðru leyti vel og frísklega flutt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.