Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR OG LESBOK
STOFNAÐ 1913
19. tbl. 75. árg.
LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Júgóslavía:
Milovan Djilas
fær fararleyfi
Belprad, AP.
Andófsmaðurínn þekkti, Milov-
an Djilas, hefur fengið leyfi
stjórnvalda í Júgóslavíu til að
ferðast til Vesturlanda. Djilas var
í eina tíð varaforseti Júgóslavíu
en snerist gegn stjórnvöldum árið
1953. Þekktasta rit hans, „Hin
nýja stétt“, hefur verið gefið út á
íslensku.
Djilas hefur fengið vegabréfsárit-
Lögreglu-
rannsókn
á norskum
bönkum?
Ösló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara
Morgunbladsins.
KOMIÐ hefur í ljós við um-
fangsmikla könnun norska
seðlabankans, að i september-
lok höfðu viðskiptabankarnir
lánað nærri 30 milljörðum nkr.
meira en opinberar tölur gáfu
til kynna. Gunnar Berge, fjár-
málaráðherra, telur, að e.t.v.
verði nauðsynlegt að efna til
lögreglurannsóknar á þessu
máli.
Það hefur verið stefna stjóm-
valda í nokkuð langan tíma að
takmarka bankaútlánin til að
halda aftur af einkaneyslunni og
þess vegna voru bankarnir skyld-
aðir til að binda ákveðna fjárhæð
í seðlabankanum ef útlánaaukn-
ingin færi yfir ákveðið mark. Nú
virðist ljóst, að í mörgum bönkum
hefur bókhaldinu verið hagrætt
og raunveruleg útlán miklu meiri
en lesa má um í opinberum
skýrslum.
Seðlabankinn kannaði stöðuna
í 43 bönkum og reyndust 15
þeirra hafa brugðið á leik með
tölurnar. Meðal þeirra eru stóru
bankarnir Kreditkassen og abc-
bank.
un til Bretlands en þar er sonur hans
búsettur. Undanfarin 18 ár hefur
hann freistað þess að fá fararleyfi
án árangurs.
Aðspurður kvaðst Djilas, sem er
75 ára gamg.ll, ekki hyggja á fyrir-
lestraferðir en sagðist reiðubúinn að
veita viðtöl. Sagðist hann hafa feng-
ið fararleyfi með því skilyrði að hann
léti ógert að gefa yfirlýsingar um
stöðu mála í Júgóslavíu.
Árið 1953 ritaði Djilas fyrstu grein
sína þar sem hann hélt því fram að
kommúnistar hefðu náð markmiðum
sínum í Júgóslavíu og því væri tími
til kominn að lina tökin á landsmönn-
um. Ári síðar var hann sviptur öllum
embættum. Honum tókst að smygla
bók sinni, „Hin nýja stétt“, úr landi
til Vesturlanda og vakti hún mikla
athygli. Árið 1956 var Djilas hand-
tekinn og sat hann í fangelsi til 1961.
Hann hélt áfram að smygla endur-
minningum sínum til Vesturlanda og
var handtekinn að nýju í maímánuði
árið 1962. Tító, þáverandi Júgó-
slavíuforseti, náðaði hann óvænt í
desember árið 1966.
Frá þeim tíma hafa stjórnvöld
reglulega sakað Djilas um að hafa
svert kommúnismann með skrifum
sínum auk þess sem honum og syni
hans hafa borist nafnlausar morð-
hótanir.
Reuter
Götuóeirðir íMadrid
NÁMSMÖNNUM og lögreglu lenti saman í Madríd,
höfuðborg Spánar, í gær er tugþúsundir náms-
manna efndu til mótmæla gegn stefnu stjórnvalda
i menntamálum. Fólkið grýtti lögreglu, kveikti
elda og velti bilum en lögreglumenn dreifðu
óeirðaseggjunum með táragasi og gúinmikúlum.
Að minnsta kosti fjórir námsmenn voru hand-
teknir og nokkrir slösuðust að sögn sjónarvotta.
Undanfarna fjóra daga hafa námsmenn mótmælt
niðurskurði á fjárveitingum til menntamála auk
þess sem þeir hafa krafist þess að inntökupróf í
framhaldsskóla verði afnumin. Að sögn lögreglu
hófust ólætin er hægrisinnaðir öfgamenn úr röð-
um námsmanna hófu að grýta lögreglumenn.
Líbanon:
Fjórir Vestur-Þjóðveijar
í höndum mannræninsia
Beirút, Bonn, London, AP, Reuter.
VOPNAÐIR menn rændu tveim-
ur mönnum, sem talið er víst að
séu Vestur-Þjóðverjar, í Beirút í
gaer. Eru nú fjórir Vestur-Þjóð-
verjar í höndum mannræningja
í Líbanon. Terry Waite, sérlegur
sendimaður ensku biskupakirkj-
unnar, sendi í gær frá sér boð
um að hann stæði enn í samn-
ingaviðræðum við öfgamenn,
se.m halda nokkrum Bandarikja-
mönnum í gíslingu í Líbanon.
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, vildi í gær ekki stað-
Geimvarnaráætiun Bandaríkj astj órnar:
Stjómvöld íhuga að
hraða framkvæmdum
Colorado Springs, Colorado, AP.
CASPAR Weinberger, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
sagði á fimmtudag að stjórn
Reagans forseta íhugaði nú að
flýta framkvæmd geimvarnar-
áætlunarinnar. Sagði Weinberger
að með þessu vonuðust Banda-
ríkjamenn til að rugla sovéska
hernaðarsérfræðinga í ríminu og
flýta fyrir takmörkun vígbúnaðar.
Weinberger lét þessi orð falla á
ráðstefnu vísindamanna í Colorado
í Bandaríkjunum. Sagði hann að
ákvörðunar væri að vænta innan
skamms og að í fyrstu yrði komið
fyrir búnaði á jörðu niðri og í geimn-
um. Nokkrir bandarískir embættis-
menn hafa sagt að unnt verði að
hrinda fyrsta stigi áætlunarinnar í
framkvæmd eftir fimm eða sex ár.
Áður hafði verið talið að þetta /æri
ekki gerlegt fyrr en eftir átta til
tíu ár.
Weinberger sagði að búnaður
þessi myndi ekki geta eytt öllum
kjarnorkuflaugum Sovétmanna,
sem hugsanlega kynni að verða
skotið að Bandaríkjunum, en kvaðst
sannfærður um að með þessu yrði
unnt að bjarga mannslífum og efla
fælingarmátt vopnabúnaðar
Bandaríkjamanna. „Tilraunir okkar
með hátæknibúnað og árangursrík-
ar geimferðir hafa gert okkur kleift
að gera hluti sem áður voru óhugs-
andi,“ sagði Caspar Weinberger.
Með því að flýta framkvæmd
áætlunarinnar kvaðst Weinberger
telja að Sovétmenn glötuðu yfir-
burðum sínum á sviði kjamorku-
flauga. Taldi hann víst að
Sovétstjórnin yrði þá reiðubúin til
samninga. „Áætlunin mun verða til
þess að flýta fyrir árangursríkum
samningaviðræðum um takmörkun
árásarflauga," sagði varnarmála-
ráðherrann.
festa að tveimur vestur-þýskum
ríkisborgurum hefði verið rænt í
Beirút í gærmorgun. Kvaðst hann
óttast að yfirlýsingar stjórnvalda
gætu stefnt lífi gíslanna í hættu.
Kohl sagði að stjórnvöld reyndu nú
hvað þau gætu til að ná samningum
við menn þá er rændu tveimur
Vestur-Þjóðveijum í Beirút í síðustu
viku. Talið er víst að mannránin í
Beirút undanfarna viku standi í
sambandi við fangelsun Líbanans
Mohammeds Ali Hamadei, en hann
var handtekinn í Frankfurt í Vest-
ur-Þýskalandi í síðustu viku
sakaður um að hafa tekið þátt í
flugráni þar árið 1985. Fréttir frá
Beirút herma að bróðir Hamadeis
hafi staðið að baki mannránunum.
Bandaríkjamenn hafa farið fram á
að fá Hamadei framseldan þar sem
hann er sakaður um að hafa myrt
bandarískan hermann í flugráninu.
Hins vegar þykir margt benda til
þess að Hamadei verði dreginn fyr-
ir dómstóla í Vestur-Þýskalandi og
hafa menn leitt getum að því að
stjórn Kohís kanslara óttist frekari
mannrán og ofbeldisverk ef hann
verður framseldur til Banda-
ríkjanna.
Terry Waite, sendimaður ensku
biskupakirkjunnar, sendi í gær frá
sér boð um að hann stæði enn í
samningaviðræðum við mannræn-
ingja í Beirút. Voru menn farnir
að óttast að honum hefði einnig
verið rænt. í fréttum útvarpsstöðv-
ar einnar í Beirút sagði í gær að
Waite hefði tekist að frelsa tvo
Bandaríkjamenn, sem haldið hefur
verið gíslum í Líbanon. Þær fréttir
fengust þó ekki staðfestar.
Indland:
Hernum skip-
að að vera í
viðbragðsstöðu
Nýju Delhí, Reuter.
INDVERSKUM hersveituni
var í gær skipað að vera í
viðbragsstöðu á landamær-
um Indlands og Pakistan.
Að sögn talsmanns varnar-
málaráðuneytisins hafa Pakist-
anir enn ekki kallað herlið sitt
til baka frá landamærunum
eftir heræfingar í október og
nóvember. Sagði hann 14 her-
deildir Pakistana við landa-
mærin. Stjórnvöld í Pakistan
hvöttu í gærkvöldi til viðræðna
til lausnar deilunni.