Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 52
8<3 52 V8eí HAUHAT. US tfUDACIflAOTJA.I .GIGAJaWJDHOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 + fclk í fréttum Jóhannes og tertan morgun verður gengið til ^kosninga í Vestur-Þýskalandi Johannes Rau við kökuna góðu. og telja flestir að að Kristilegir demókratar (CDU), með Helmut Kohl kanzlara í broddi fylkingar, muni vinna sigur á jafnaðarmönn- um (SPD), en fyrir þeim fer Johannes Rau. Menn hafa kvartað undan dauf- legri kosningabaráttu, en þó hafa flokkarnir haldið miklar kosninga- hátíðir, en með ólíku sniði þó. Kristilegir demókratar hafa verið íhaldseðlinu trúir og var allt með mjög hefðbundnum hætti á þeim bæ. Græningjar hafa á hinn bóginn haldið hinar stórfenglegustu drykkjuveislur þar sem rokkstjörn- ur hafa verið skör framar en frambjóðendumir. Jafnaðarmenn hafa farið hin gullna meðalveg eins og vera ber og hafa fundir þeirra helst þótt bera keim af vendilega undirbúnum sjónvarpsþáttum, þar sem jafnaðaruppar stýra öllu styrkri hendi. Meðfylgjandi mynd var tekin í Bonn á miðvikudag, en kratar þar í borg færðu Johannesi Rau þessa köku að gjöf. Hún er marsipan- hjúpað líkan af Godesberg-kastala, sem er eitt helsta tákn Bonnar. Ekki fer sögum af því hvort Rau lagði kökuna sér til munns. Sarah orðin spengilegri Sarah, hertogaynja af Jórvík, hefur eins og lesendur þessara síðna kannast við, verið gagnrýnd að undanfömu fyrir vonlausan fata- smekk og þá staðreynd að til þessa hefur hún verið ansi mjúklega vax- in. Þetta hefur breyst, því síðastlið- inn miðvikudag þóttust menn merkja breytingu til batnaðar á hvorutveggja, fatasmekknum og fítunni. Þá opnaði hún sýningu í Park Lane-gistihúsinu, sem ber nafnið „Heimur teikninga og vatn- slitamynda". Meira en fimmtíu listamenn af gervallri hnattkúlunni taka þátt í sýningunni, en hún er eina alþjóðlega söluáyningin, þar sem einungis teikningar og vatn- slitamyndir eru til sölu. Reyndir hirðblaðasnápar þóttust sjá á svipstundu að Sarah hefði ráðið til sín smekkmann í klæða- burði, en jafnframt að hún hefði grennst um nokkur kg. Telja menn að það sé Díana prinsessa, sem standi á bak við breytingu þessa, en að sögn hallarheimilda er henni mjög umhagað um að „ímynd“ kon- ungsfjölskyldunnar sé slétt og felld, en jafnframt í takt við tímann. Reuter Hertogaynjan kemur til sýningar. Bylej an heimsott Frá því að útvarpsstöðin Bylgjan hóf útsendingar fyrir nokkrum mánuðum hefur hún áunnið sér miklar vinsældir eins og hlustenda- kannanir hafa leitt í Ijós. Segja má að velflestir starfsmenn hennar séu orðnir „heimilisvinir" ríflega helm- ings þjóðarinnar, en færri þekkja hins vegar fólkið í sjón, svo blaða- maður brá sér í gömlu Ostagerðina við Snorrabraut og svipaðist um. Fyrstan hittum við Pétur Stein, sem var í óða önn að leita að plötu í safni stöðvarinnar, en á meðan snerist önnur á fóninum inni í hljóð- námunni. Hann sagði okkur að fara inn og bíða eftir honum. Við fórum inn og tylltum okkur, en ókyrrð- umst nokkuð þegar við heyrðum að lagið var að verða búið og eng- inn Pétur Steinn. Sem það er að klárast snarast Pétur Steinn inn fyrir, sest við hljóðnemann, kynnir næsta lag og setur af stað. Þegar rauða ljósið slokknar á ný hvessir hann sjónirnar á okkur og segir með yfirvegaðri röddu: „Allt undir kontról." Vinnurðu alltaf svona? „Já og nei. Eg er með bunka af plötum tilbúinn hérna inni hjá mér, en stundum dettur manni eitthvað í hug og þá verður maður að vera fljótur að hlaupa. Þetta er bein út- sending, það getur allt gerst og þannig á það að vera.“ í næsta herbergi við hljóðnámuna sat Hallgrímur Thorsteinsson íbygginn við tölvuna. Hvað sýslar þú Hallgrímur? „Ég er að undirbúa mig fyrir þáttinn „í Reykjavík síðdegis. Það er margt sem þarf að vera á hreinu, Pótur Steinn smellir smelli á fóninn. Morgunblaðið/Bjarni Hallgrímur Thorsteinsson viö tölvuna í Reykjavík síödegis. svo allt gangi snurðulaust fyrir sig.“ Nú ertu alltaf með ný og ný efni til umfjöllunar. Eru þau óþijótandi? „Já það held. Að minnsta kosti hefur mér gengið ágætlega að fínna þau. Vitaskuld lendir maður öðru hverju í því að gúrkutíðin þreytir mann nokkuð, en þá snýr maður sér að öðrum viðfangsefnum en þeim „hefðbundnu", þannig að manni leggst nú alltaf eitthvað til. Svo minnst mér voða gaman að tala við athyglisvert fólk. Það er nóg af því. Margir slættir á dag.“ Næst undum við okkur að Ingi- björgu Marteinsdóttur, sem sat og svaraði í símann linnulaust. Hún gaf sér samt tíma milli hringinga til þess að eiga örstutt spjall. Fyrst spurðum hveijir hringdu svona mik- ið. „Það er hálf þjóðin held ég. Ingibjörg Marteinsdóttir svarar í símann, en í gegn um símtækiö viA hliA hennar fer nú öll umferAin. Margir hringja og biðja um lag, en aðrir vilja segja manni ævisöguna og þá verður maður að vera kurteis- in sjálf, en reyna með einhveijum hætti að komast úr þeirri úlfa- kreppu. Þá er að sjálfsögðu mikið hringt vegna flóamarkaðarins; að minnsta kosti ijórir kattaeigendur Auglýsingarnar eru geymdar á sórstökum segulbands- spólum, sem síöan eru leiknar hver á fætur annarri. hringja dag hvern vegna horflns kattar. Sumir hringja og leggja á, krakkar gera símaöt og einu sinni var spurt hvemig ísskáp við værum með!“ Greinilegt er að Ingibjörg er í líflegu starfl. Loks hittum við útvarpsstjórann, Einar Sigurðsson, og spurðum um álit hans á stöðinni. „Hlustendur eru ánægðir og ég því líka. Hlustendakannanir hafa allar farið á sama veg og ekki um neinar sveiflur að ræða þar. Fyrst eftir að við byijuðum útsendingar útskýrðu menn hlustunina með því að segja fólk hrífast af nýjabmm- inu. Það má rétt vera, en ég held að það hafí aðallega hrifíst af „kar- akter" stöðvarinnar. Innan þessara veggja er mikil starfsgleði og hún smitar út frá sér.“ Og á að halda áfram á sömu braut? „Þegar við fórum á stað gerðum við það með ákveðna dagskrár- byggingu í huga. Hún var greini- lega rétt hugsuð, svo það er engin ástæða til þess að breyta henni. Vitaskuld erum við ekki enn búin að sníða alla vankanta af, en ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.