Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 15 SNIGILLINN og baráttan gegn honum Fyrir nokkru sátu á rabbi sam- an umsjónarmaður þessa þáttar og undirritaður og að sjálfsögðu var umræðuefnið sameiginlegt áhugamál beggja, garðyrkjan, og þá alveg sér í lagi skrautjurtir í heimilisgörðum. Þar kom að talið barst að meindýrum, sem ásækja sumar jurtir, m.a. sniglum. í því sambandi tjáði undirritaður við- mælanda sínum, að hann væri að mestu leyti horfinn frá eitrinu, en notaði í þess stað heita vatnið á snigilinn hjá sér, með góðum árangri, og í framhaldi af spjalli þessu kom fram sú ósk, að hann sem leikmaður segði lítillega frá því í hveiju þessi aðferð væri fólg- in. Á hveiju hausti má sjá, ef grannt er skoðað, egg snígilsins í klösum í moldinni og þá sér í lagi utan í steinum og við rótar- háls ýmissa plantna og varðveit- ast þar alveg til næsta vors. Hugmyndin með að nota heita vatnið er því sú að „sjóða" eggin, ef svo má að orði komast. Tímann til þessa velur undirritaður gjarn- an seinnihluta vetrar t.d. febr./ mars, þegar þannig viðrar að snjór er horfinn og efsta yfírborð mold- arinnar þítt. Æskilegt er að enginn lifnun sé komin í þær plöntur, sem skola skal með heita vatninu. Maður tengir sem sagt garðslönguna einfaldlega við heita vatnið, best þegar inntaks- hitinn er sem mestur 80 0 eða meira, því að sjálfsögðu tapast alltaf eitthvað af hitanum við að renna gegnum langa garðslöng- una. Gott er að ætla sér ekki of stórt svæði í einu, en reyna heldur að skola það samviskusamlega og beina vatnsbununni á alla þá staði, þar sem sniglaeggin eru líkleg til að leynast. Undirritaður notar mikið af gijóti í garði sínum, en einmitt innundir þessum stein- um virðist snigillinn helst fela egg sín, svo hjá mér er aðferðin bara sú að skola rækilega kringum alla steina og í skorur á milli þeirra svo að vatnið nái til eggjanna. Hvað varðar skolum beint á hinar ýmsu plöntur, sem sérstaklega sníglasæknar eru, svo sem alls- konar lykla (primulur) og klukkur (campanulur) svo eitthvað sé nefnt, þá hefur það komið undir- rituðum mjög á óvart, hversu lítinn skaða, ef nokkum, þessi skolun með heitu vatni gerir þeim. Satt að segja kannast hann ekki við að hafa drepið nokkra plöntu með þessu. Þar kemur að sjálf- sögðu frostið í jörðinni að góðu gagni, og hindrar það að heita vatnið komist lengra ofan í jörðina eða niður með plöntunum en góðu hófí gegnir. Auðvitað notar maður þessa aðferð á vermi- og geymslu- reitina áður en byijað er að koma hinum ýmsu „perlum" og við- kvæmu plöntum þar fyrir til geymslu yfír veturinn. Einnig er gott að spara ekki heita vatnið þegar skolað er niður með veggj- unum kringum allt húsið. Aldrei að vita nema maður nái þá líka til ranabjöllunnar, sem þar kynni að leynast. Þórhallur Jónsson Fyrirlestur um náttúrufar í Costa Rica Hið íslenska náttúrufræðifélag gengst fyrir fyrirlestri mánu- dagskvöldið 26. janúar í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Há- skólans, og hefst hann kl. 20.30. Það er Agnar Ingólfsson vist- fræðingur sem mun greina í máli og myndum frá náttúrufari á Costa Rica og fjölbreyttu lífríki í regn- skógum og þurrum skógum, hátt til fjalla sem og í leiruskógum sem vaxa við strendur landsins. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst eins og áður segir kl. 20.30. ÖRUGG, HÁ ÁVÖXTUN SPARIFJÁR AÐEINS EINN BANKI Undir áhrifum Bók um alkóhól- isma komin út ísafoldarprentsmiða hefur sent frá sér bókina Undir áhrifum eftir James R Milam, Ph.D. og Katherine Ketcham, í þýðingu Arnar Bjarnasonar og Þorgerðar Ásdísar Jóhannsdóttur. I bókinni er eðli sjúkdómsins rak- ið, þróun hans í frum-, mið- og hástigsalkóhólisma, hvemig bera megi kennsl á einkennin og á hvem hátt sé hægt að bregðast við þeim. Þá er lýst skammtíma- og langtíma fráhvarfseinkennum og af hveiju þau stafa. í viðauka aftast er tafla yfír æskilegt fæðuval í þeirri við- leitni að viðhalda óvirkni. Bókin lýsir því einnig hvernig ættingjar, vinir, vinnuveitendur, löggæslumenn, læknar prestar og fleiri geta komið hinum sjúka til aðstoðar og stuðlað að því að hann leiti til sérhæfðra sjúkrastofnana. Bókin er 200 blaðsíður í kilju- formi og kostar 995 krónur. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Sjúkrastöðinni Vogi veitti faglegar ráðleggjngar við þýðingu og útgáfu bókarinnar. Lokaprédik- anir í dag ÞRÍR guðfræðistúdentar flytja lokaprédikun sína í Kapellu Há- skólans í dag, laugardag. Guðfræðistúdentamir em Hulda Hrönn Helgadóttir, Karl V. Matt- híasson og Kristján Bjömsson. Athöfnin hefst kl. 14.00 og er opin öjlum. 0 Háa vexti. 0 Fyllstu vexti straxfrá innleggsdegi. 0 Úttekt án vaxtaleiðréttingar eða annarrar skerðingar áður áunninna vaxta. ATH! KF VKROBÓl.GA KYKST, HÆKKA ÞKSSAR TÖLUR. ifínlánsreikningur með Ábót Lotusparnaður 1. stig 2. , “ 0 Vaxtauppbót á höfuðstól, mánaðarlega. 0 Enga bindingu innlánsfjár. ÁVÖXTUNIN (ÁNVERÐBÓTA) ER Þessar tölur eru allar í gildi í ársbyrjun ’87 og við vekjum athygli á að MEÐ VERÐBÓTUM GAF ÁBÓTARREIKNINGURINN AF SÉR ÁVÖXTUN SEM NAM YFIR 20% ÁRIÐ 1986! KOMDU OG RÆDDU VIÐ RAÐGJAFANN ------------J i_______t__________ UPPLÝSINGAR í SÉRSTÖKU KYNNINGARRITI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.