Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987
|Hí>r0iw Útgefandi itMitfrifr Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið
Umræða
utan dagskrár
Málsatvik vegna brott-
vikningar Sturlu Krist-
jánssonar úr embætti
fræðslustjóra í Norðurlands-
kjördæmi eystra hafa skýrst
eftir umræður um málið á
Alþingi á þriðjudag og
fímmtudag. Af þeim skýrsl-
um, sem Sverrir Hermanns-
son, menntamálaráðherra,
hefur flutt um málið er ljóst,
að samband fræðslustjórans
fyrrverandi við yfirboðara
sína í menntamálaráðuneyt-
inu hefur verið orðið með þeim
hætti, að óviðunandi var. Þá
hafa fyrirmæli Alþingis um
meðferð opinberra fjármuna
verið höfð að engu.
Þegar hvellurinn varð, gaf
Steingrímur J. Sigfússon,
þingmaður Alþýðubandalags-
ins í Norðurlandskjördæmi
eystra, sem hafði forystu um
gagnrýnina á hendur mennta-
málaráðherra í þingsölum, til
kynna, að hann ætlaði að
flytja vantraust á mennta-
málaráðherra. Steingrímur
féll hins vegar frá þeim áform-
um, áður en hann hóf
umræður um málið utan dag-
skrár í þingsölum. Þá hafa
einnig komið fram raddir um,
að þingmenn kjósi rannsókn-
amefnd til að kanna málið.
Engin formleg tillaga um það
hefur þó verið lögð fram á
Alþingi. Að þessu Ieyti stend-
ur menntamálaráðherra með
pálmann í höndunum eftir
þingumræðurnar í þessari
viku. Málið er enn utan dag-
skrár á þingi. Steingrímur J.
Sigfússon hefur verið á stöð-
ugu undanhaldi. Fram hefur
komið, að hann nýtur ekki
einu sinni óskoraðs stuðnings
meðal eigin flokksbræðra á
Alþingi. Málefnaleg afstaða
Guðrúnar Helgadóttur hefur
til að mynda vakið verðuga
athygli og kemur hún betur
frá þessu máli en flokksbróðir
hennar, Steingrímur J. Sig-
fússon.
Það sem eftir stendur af
ágreiningi að loknum maraþ-
on-umræðum um málið i
þingsölum eru einkum tvö at-
riði: aðferðin, sem mennta-
málaráðherra beitti, og
gagnrýni á orðaval ráðherr-
ans. Sverrir Hermannsson
hefur hvatt til þess, að á það
verði látið reyna fyrir dóm-
stólum, hvort hann hafí brotið
lög, þegar Sturlu Kristjáns-
syni var vikið frá störfum.
Verði höfðað mál á hendur
ráðherranum, fæst úr því
skorið, hvort aðferðin var
formlega rétt.
Raunar þurfti engan að
undra, að þingmenn brugðust
við þessu máli á þann veg, sem
nú liggur fyrir. Engum stend-
ur nær en þeim, að sjá til
þess að farið sé að fjárlögum.
Það er rétt, sem fram hefur
komið, að víða er pottur brot-
inn í því efni. Umræðurnar
vegna reksturs fræðsluskrif-
stofunnar í Norðurlandskjör-
dæmi eystra hafa beint
athyglinni að því, hvort nægi-
legs aðhalds sé gætt við
meðferð þeirra ijármuna, sem
deilt er út á fjárlögum. Hið
sérstaka í deilu menntamála-
ráðherra við fræðslustjórann
er það, að hinn síðamefndi
sýnist hafa talið grunnskóla-
Iögin víkja flárlögum til hliðar;
það væri á valdi fræðsluyfir-
valda á hveijum stað að
framfylgja „skólastefnu“
samkvæmt eigin skilningi á
grunnskólalögunum.
Eftir að Sverrir Hermanns-
son tilkynnti óvænta ákvörðun
sína um brottrekstur fræðslu-
stjórans, hófst mikill darrað-
ardans í flölmiðlum, ekki síst
ríkisfjölmiðlunum. Var at-
hyglisvert að á fyrstu stigum
málsins lögðu fréttamenn
hljóðvarps ríkisins sig fram
um að gera málið að einhvers
konar innanflokksmáli sjálf-
stæðismanna og veltu fyrir sér
í spumingum, hvort það
myndi ekki leiða til sérfram-
boðs! Jafnframt var leitast við
að ýta undir ríg milli lands-
hluta og byggðarlaga af þessu
tilefni. Atvik málsins sjálfs
kalla hvorki á sérframboð eða
landshlutaríg.
Miklu skiptir að sá endir
finnist á þessu máli, sem veld-
ur minnstum sársauka hjá
öllum aðilum þess. Forvígis-
menn skólamála í Norður-
landskjördæmi eystra hljóta
að telja brýnast að skólahald
þar hafí eðlilegan framgang í
samræmi við fjárlög og önnur
lög og reglur. Vilji mennta-
málaráðherra stendur til hins
sama. Á vettvangi mennta-
málaráðuneytisins þarf að
skapast gmndvöllur undir
eðlilegt samstarf, svo að þeir
beri ekki skaða, sem síst
skyldu, nemendur í skólum
fræðsluumdæmisins.
Upphlaupið utan dagskrár
á Alþingi hefur einkennst af
því pólitíska þrefí, sem
menntamálaráðherra sagðist
vilja forðast í þessu máli.
iMsitíMaiáD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 372. þáttur
Stofn nafnorða er sá hluti
þeirra sem sameiginlegur er öll-
um föllum og kemur skýrast
fram í þolfalli. Þannig er stofn
orðsins hestur hest, stofn orðs-
ins gleði gleði og stofn orðsins
land land. Stofn nafnorðanna
Baldur, akur og hafur er hinn
sami og hér var skráð, þessi orð
eru, með öðrum orðum, eins í
nefnifalli og þolfalli. Enn má
orða þetta svo, að r-ið sé stofn-
lægt í þessum orðum, komi fyrir
í öllum föllum.
Einu sinni heyrði ég á tal
barna sem voru að koma af dýra-
sýningu 17. júní (ekki „á sautj-
ándanum" eins og mörgum er
nú títt að segja, svo sem eins
og „á þrettándanum"). Eitt
bamanna sagðist hafa séð haf
á sýningunni. Ég skildi ekki
strax hvað um var að ræða, átt-
aði mig ekki á því að hafíð sæist
á þvílíkri sýningu. En svo rann
upp fyrir mér ljós. Bamið hafði
séð á dýrasýningunni bónda
geitarinnar (höðnunnar), hinn
homprúða hafur. Það hafði
beygt orðið hafur með sama
hætti og við beygjum hestur og
gestur. Hafur er hins vegar
eins í nefnifalli og þolfalli, í
þágufalli hafri og eignarf. haf-
urs.
Heyrðir þú í Hafrsfirði
hvé hizig barðisk
konungr enn kynstóri
við Kjötva enn auðlagða,
orti Þorbjöm hornklofi um
Hafursfíarðarorustu hina sögu-
frægu.
Við tölum einnig um hafra-
mjöl og hafragrjón, ekki
♦hafamjöl eða *hafagrjón. Allt
hið sama er að segja um akur.
Enginn sáir í *ak óvinar síns,
en suma hendir að sá í þvíllkan
akur, og við myndum orð eins
og akurhæna og Akratorfa.
Þá hafa menn frá fomu fari
beygt svo nafn hins hvíta ásar
(áss) Baldurs, það er að segja:
Baldur, um Baldur, frá Baldri,
til Baldurs. Enda þótt skilríkir
menn hafi heyrt einhver dæmi
þess að sagt væri um Bald,
datt alveg ofan yfir mig að heyra
þessi ósköp í dagskrárkynningu
sjónvarpsins 11. þessa mánaðar,
en þá var boðað viðtal við sr.
Bald Vilhelmsson!
★
Baldur er talið merkja hinn
sterki, voldugi, erfiði viðureign-
ar. Má margt tína fram til
styrktar þeirri uppmnaskýringu.
Til er sams konar lýsingarorð,
baldur, sem merkir erfiður, sbr.
baldinn. Lýsingarorðið ballur
er og til og merkir svipað: djarf-
ur, erfiður, sterkur. Þá má
minna á sögnina að bella, þá
sem er veik og beygist bella,
belldi, bellt. Hún merkir að
beita, bregða fyrir sig, hafa í
frammi, heldur í neikvæðri
merkingu, og þar af kemur enn
lýsingarorðið bellinn = brögð-
óttur, hrekkjóttur. Grettir
Ásmundarson var þegar í
bemsku bellinn bæði í orðum
og tiltektum. Enn má minna á
viðskeytið — beldi, svo sem í
ofbeldi, og nafnorðið belli-
brögð.
Baldur samsvarar í engil-
saxnesku bealdor = herra, þjóð-
höfðingi og mun vera sama
tóbakið og bold = hugrakkur.
Það var í fomháþýsku bald, það
bald sem lifír í mannanöfnum
út um allar jarðir, svo sem Bald-
vin, Garibaldi, Frescobaldi
o.s.frv.
Ég gleymdi að geta þess áð-
an, að sögnin að bella getur
þýtt að dynja eða hrína á ein-
hveijum. Svo títt var að kenna
Hallgerði langbrók um allar
vammir og skammir, að til varð
orðtakið: A Hallgerði bellur.
Reyndar er vafi á því, í þessu
orðtaki, hvort bellur er af veiku
eða sterku sögninni að bella.
Sterka sögnin kemur ekki fyrir
í öllum kennimyndum, en virðist
hafa verið eftir þriðju hljóð-
skiptaröð: bella, ball, *bullum,
*bollinn. Þessi sögn merkti að
glymja, smella, skella, en líka
að hitta og jafnvel særa. Honum
ball, merkti hann særðist, „hitt-
ist“, var „hittur". Sögnin er
vafalítið skyld nafnorðinu og
sögninni bjalla, þar með e. bell;
þ. bellen = gelta.
Sr. Ólafur Einarsson í Kirkju-
bæ (d. 1651) kvað í lýsingu á
drykkjuveislu:
Kviknar hljómur
og heiladómur
í hverri krá,
vöknar gómur
og varastrá.
Blandast ómur,
en bikarinn tómur
bellur yfír í rá,
inter poculá.
Níels Jónsson skáldi (1782—
1857) þekkti líka sterku sögnina
að bella. Hann kvað í reiði sinni
um sakamann við veisluborð
höfðingja, þegar hann sjálfur
mátti snapa gams:
Bestía satans stóð við stall,
strembnum fyllt glæpasúr.
Réttarins lúður greitt við gall,
greiddi frá augum dúr,
skálki forþénað brigsli ball
brjóstfylgsnum mannkyns ún
Andskotinn vitnar einsamall:
ísleifur var mér trúr.
★
Getur verið halli á viðskipta-
jöfnuði? Er ekki halli eða ábati
á viðskiptum? Er ekki jöfnuður
í utanríkisviðskiptum, þegar inn-
flutningur og útflutningur
standast á? Er ekki jöfnuður það
ástand, að jafnt sé? Er til nei-
kvæður eða jákvæður jöfnuður?
Svari nú hver sem betur getur.
P.s.
í kvöld myndi kannski einhver
taka undir með vinnukonunum
sem voru að koma heim um
helgi eftir vikupuð á útengjum.
Onnur orti þijár fyrri braglín-
urnar, en hin greip fram í og
botnaði:
Laugardags er komið kvöld,
kætist því minn hugur.
Svona líður sérhver öld.
Ó, guð minn almáttugur!
Þorsteinn Pálsson um staðgreiðslukerfi skatta:
„Gerum þessa til-
raun af fullri alvöru“
ÞORSTEINN PÁLSSON fjár-
málaráðherra segir að það sé
ásetningur ríkisstjórnarinnar
að reyna af fullri alvöru að
koma í gegn frumvarpi um
staðgreiðslukerfi skatta fyrir
þinglok. Hann sagði i samtali
við Morgunblaðið að hann
hefði tekið þetta mál upp á
ríkisstjórnarfundi á fimmtu-
dag, eftir að Halldór Ásgríms-
son hafði sagt í viðtali við
Tímann að hann efaðist um að
staðgreiðslukerfi skatta kæm-
ist á í byijun næstaárs, þar sem
ríkisstjórnin væri i miklu tíma-
hraki.
„Það hefur alltaf verið ljóst að
tfminn væri knappur. Við ákváð-
um hins vegar að gera þessa
tilraun af fullri alvöru og við höf-
um unnið að því aiveg markvisst
með það að markmiði að þetta
gæti orðið í ársbyijun 1988,“
sagði Þorsteinn. Hann sagði að í
desembersamningunum hefði
ríkisstjómin gefíð aðilum vinnu-
markaðarins ákveðin fyrirheit um
þetta og er hann hefði séð þessa
yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra
í Tímanum hefði hann tekið málið
upp á ríkisstjómarfundinum til
þess að fá ótvíræða afstöðu sam-
starfsflokksins.
„Niðurstaðan er sú að ríkis-
stjómin ætlar áfram að vinna að
málinu með þetta markmið í huga,
sem hún hefur verið að vinna
að,“ sagði Þorsteinn, „og við mun-
um að sjálfsögðu gera allt sem I
okkar valdi stendur til þess að
þetta geti orðið og mín skoðun
er sú að það sé hægt. Ef menn
ætla hins vegar að snúa öllu þessu
tali upp í úrtölur, þess efnis að
það sé ekki hægt, þá er auðvitað
hægt að drepa málinu á dreif, en
það er ekki okkar ætlun."
Þorsteinn var spurður álits á
ummælum Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, sem voru á svipaðan
veg og Halldórs Ásgrimssonar:
„Það sem stendur eftir að þessum
bollaleggingum um það hvort
þetta er hægt eða ekki er þetta:
Formaður Alþýðuflokksins ætlar
greinilega að nota öll brögð til
þess að koma í veg fyrir að þetta
nái fram að ganga. Það er aug-
ljóst að það er verulegur ágrein-
ingur á milli flokksforystu
Alþýðuflokksins og verkalýðs-
forystunnar, sem hefur lagt mikla
áherslu á að þetta sé hægt. Verka-
lýðsforystan taldi nú að þetta
væri framkvæmanlegt, þegar á
miðju þessu ári, en við höfnuðum
því og töldum okkur þurfa heilt
ár til undirbúnings. Það er greini-
legt að þetta upphlaup formanns
Alþýðuflokksins sýnir mikið sam-
bandsleysi á milli flokksfoiystunn-
ar og verkalýðsforystunnar,“
sagði fyármálaráðherra.