Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987
Davíð Oddsson um fjárhagsáætlun 1987:
Framsækin ogþróttmikil en gætt
hæfilegrar varfæmi og hagsýni
Útsvar 10,2% - Tvær af sameigin-
legum breyting’artillögnm minni-
hlutans samþykktar
FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar var afgreidd snemma á
föstudagsmorgni á aukafundi borgarstjórnar. Fjárhagsáætlun hljóð-
ar upp á um fimm og hálfan milljarð og er gert ráð fyrir því að
útsvar verði óbreytt eða 10,2%. Fundurinn hófst á því að Davíð
Oddsson, borgarstjóri, gerði grein fyrir þeim breytingum sem höfðu
orðið síðan fyrri umræða fór fram en síðan tók Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgarfulltrúi Kvennalistans, til máls og gerði grein
fyrir sjónarmiðum minnihlutans. Að því loknu gerðu borgarfulltrúar
minnihlutans grein fyrir breytingartillögum sinum og rökstuðningi
við þær en formenn nefnda og ráða því sem efst var á baugi hjá þeim
á síðasta ári og atriði varðandi fjárhagsáætlun ásamt afstöðu sinni
gagnvart breytingartillögum minnihlutans. Síðan tók við atkvæða-
greiðsla og stóð hún á aðra klukkustund. Fundinum lauk klukkan
rúmlega fimm um föstudagsmorguninn.
„Fjallgarðurinn tók
jóðsótt“
Borgarstjóri minntist einnig á
sameiginlegar breytingartillögur
minnihlutaflokkanna. Sagði hann
það reyndar ekki vera venju að
fjalla efnislega um þær, fyrr en
fyrir þeim hefði verið mælt af hálfu
talsmanna minnihlutaflokkanna, nú
hefði hins vegar orðið sú nýbreytni
á, að tillögurnar hefðu verið kynnt-
ar á bláðamannafundi, áður en þær
voru kynntar borgarfulltrúum.
Davíð sagðist ekki hafa getað séð
þegar þessar tillögur voru fyrst
bomar upp í borgarráði að þær
mörkuðu slík tímamót, né heldur
að í þeim kæmi fram svo nýstárieg
stefna, að ástæða myndi þykja til
að kalla saman skyndifund blaða-
manna. Enda væm það líklega ekki
tillögumar sem forystummönnum
minnnihlutaflokkanna þættu slík
nýjung heldur það „fagnaðarundur"
að þeim hefði tekist að ná saman
um breytingartillögur, þó að visu
ekki að fullu og öllu.
Minnihluti borgarstjómar flutti
70 sameiginlegar breytingartillögur
og voru tvær þeirra samþykktar.
Hækkun á framlagi til félagsstarfs
aldraðra að Lönguhlíð 3 og 30.000
króna framlag til Guðrúnar Nielsen
vegna íþróttaiðkana aldraðra.
109 milljóna hækkun
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
sagði við upphaf umræðunnar að
tillögur meirihluta borgarráðs, sem
komið hefðu fram síðan fyrri um-
ræða um fjárhagsáætlun fór fram,
myndu hafa í för með sér hækkun
á niðurstöðutölum reikningliða
borgarsjóðs sem næmi um 109
milljónum króna. Þar af næmi
hækkun rekstrargjalda tæplega
75,9 milljónum en eignabreytinga-
gjöld um 33,1 milljón króna. Davíð
sagði að einnig mætti gera ráð fyr-
ir því að útsvarstekjur yrðu 80
milljónum hærri og hluti borgarinn-
ar í tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga 29 milljónum króna hærri en
reiknað hefði verið með við fyrri
umræðu um frumvarpið í borgar-
stjóm.
Davíð sagði hækkun styrkveit-
inga nema tæplega 33 milljónum
króna og munaði þar mest um
hækkun á styrkjum vegna fram-
kvæmda við íþróttavelli á vegum
einstakra íþróttafélaga í borginni.
Sá liður hækkar úr 4,9 milljónum
í 20 milljónir. Þetta væri liður í
þeirri stefnu að draga úr framlögum
til framkvæmda við íþróttamann-
virki á vegum borgarinnar sjálfrar
en hækka í staðinn umrædda styrki
og gera hverfisbundnum félögum
kleift að flýta frágangi mannvirkja
sinna og vallargerð.
Aðrar styrkveitingar sagði Davíð
nema tæplega 17,8 milljónum
króna, en það er nær tvöföldun frá
frumvarpsfjárhæðum, sem voru
óbreyttar fjárhæðir fjárhagsáætl-
unar 1986. Mest munar þar um
styrki til félagsmála, en þeir hækka
um 9-10 milljónir króna umfram
verðlagsforsendur og styrkir til
ýmis konar menningar og fræðslu-
starfsemi, sem hækka um 3 milljón-
ir umfram verðlagsforsendur
frumvarpsins.
Kostnaður við nýjar stöður
hækkar samkvæmt tillögum borg-
arráðs um 10,6 milljónir og kostn-
aður vegna ýmissa annarra
breytinga á rekstri hjá borgarsjóði
um tæplega 32,3 milljónir króna
en þar munar mestu um leiðréttingu
launakostnaðar vegna ræstingar í
skólum.
Hækkun á eignabreytingagjöld-
um nemur 33,2 milljónum og munar
þar mest um hækkun á stofnkostn-
aði heilbrigðismála um rösklega
10,2 milljónir og 10 milljóna fram-
lag til stofnunar sjóðs, sem ætlað
er að standa undir lánum til þeirra
er ráðast í umtalsverðar viðgerðir
og endurbætur á húsum sem talin
eru hafa sérstakt varðveislugildi.
Frá borgarstjórn
Davíð sagði það fyrsta sem hefði
komið upp í hug hans þegar hann
heyrði „gauraganginn í kringum
þennan samruna vinstri flokkanna"
hafa verið orðtakið „Fjallið tók jóð-
sótt- fæddist mús", en við nánari
athugun hefði komið komið í ljós
að kannski væri rétt að endurbæta
orðtakið „Fjallgarðurinn tók jóð-
sótt- fæddist lús“. í raun hefðu
fulltrúar minnihlutaflokkanna þurft
að gera lúsarleit til að marka sjáan-
legan ágreining við meirihluta
borgarstjómar.
Þetta væri að vísu hagræðingar-
og fagnaðarefni og óneitanlega
hagfelldara en þegar þeir væru að
„flytja 150 tillögur út og suður og
koma sér ekki saman nema um eina
eða tvær af slíkum tillögum, eins
og gerðist á síðasta ári“.
Davíð sagði að ef menn hefðu
ekki kynnt sér tillögur meirihluta
borgarstjómar áður en til kynning-
ar kom á breytingartillögum
minnihlutans væri hægt að ímynda
sér að stærsti hlutinn af fram-
kvæmdafé borgarsjóðs rynni til
bílastæðahúsa og að þar gætu „góð-
ir“ borgarfulltrúar seilst í endalausa
sjóði. Þetta sagði hann minna á til-
burði á síðasta kjörtímabili að vilja
framkvæma allar skýjaborgir með
því fé sem átti að renna til gervigra-
svallarins.
Engin stefnubreyting-
Þegar tillögumar væru skoðaðar
nánar stæði aftur á móti ekkert
eftir sem gæti talist vera stefnu-
breyting. Það að vilja fresta ráðhúsi
markaði engin stórpólítísk tímamót
og upphæðimar sem um væri að
ræða breyttu ekki miklu. Þama
væri að miklu leyti um að ræða
talnaleiki, sem væru afar auðveldir
þegar menn væru í minnihluta, en
kæmu að engu gagni fyrir þá sem
væru ábyrgir fyrir fjármálum og
stæðu að meirihlutanum.
Borgarstjóri sagðist hafa sann-
færst um að engin heilindi fylgdu
þessum breytingartillögum þegar
hann hefði heyrt hvemig þær vom
kynntar og túlkaðar af hálfu minni-
hlutaflokkanna. Ekki hefði verið
gerð minnsta tilraun til þess að
kynna Reykvíkingum margt sem
hefði verið gert í þágu þeirra borg-
Málflutningi í Kaffibaunamáli lokið:
Dóms að vænta inn-
an þriggja vikna
MÁLFLUTNINGI í Kaffibauna-
málinu lauk í Sakadómi
Reykjavíkur í gær. Sverrir Ein-
arsson, sakadómari, og meðdóm-
endur hans, endurskoðendurnir
Sigurður Stefánsson og Jón Þ.
Hilmarsson, kveða upp dóm inn-
an þriggja vikna.
Jónatan Sveinsson saksóknari
andmælti í gær ýmsum fullyrðing-
um sem fram hefðu komið í
vamarræðum verjenda ákærðu.
Hann sagði að veijendur slitu málið
úr samhengi og kvörtuðu yfír ein-
földun málsins. Fyrir utan þá
sýknuástæðu sem veijendur héldu
fram, að ekki væri um umboðsvið-
skipti að ræða, þá segðu þeir einnig
að ekki hafi verið um launung gagn-
vart Kaffíbrennslu Akureyrar að
ræða, þótt gögn sýni annað. Rök
þeirra fyrir því séu þau að SÍS
hafí ekki verið skylt að upplýsa
Kaffíbrennsluna um ágóðann af
viðskiptunum.
Þessu næst vék sækjandi stutt-
lega að vamarræðum hvers veij-
anda um sig. Hann sagði að í máli
Jóns Finnssonar, veijanda Erlendar
Dómur fellur i Kaffi-
baunamálinu innan
þriggja vikna. Málið
dæmir Sverrir Einars-
son, sakadómari, sem
hér sést fyrir miðri
mynd og meðdómendur
hans, Sigurður Stefáns-
son og Jón Þ. Hilmars-
son, endurskoðendur.
Fremst á myndinni er
dómritari, Hildur
Melsted.
Einarssonar, hafi komið fram það
álit að SÍS hafí, vegna viðskipta-
sambanda sinna, öðlast rétt til
avisos-greiðsla og Kaffíbrennslan
hafi ekki getað samið um slíkt beint
við seljendur í Brasilíu. Þetta væri
alrangt, enda hefði það komið fram
í vitnisburði forstjóra O. Johnson &
Kaaber fyrir dóminum að t.d. það
fyrirtæki naut sömu réttinda. Þá
hafí það hvergi komið fram í málinu
að óhjákvæmilegt hafi verið að nota
tvöfalda vörureikninga, en því hafí
verið haldið fram af veijanda Er-
lendar að Brasilíumenn hafi viljað
hafa viðskiptin með því móti.
Sækjandinn sagði að Guðmundur
Ingvi Sigurðsson, veijandi Hjalta
Pálssonar, talaði um misskilning
hjá ákæruvaldi og væri með dylgjur
um annarlegar ástæður fyrir
ákæru. Það væri fráleitt af veijand-
anum að tala um að ekki hafi verið
tveir reikningar í gangi fyrir hveija
kaffísendingu, því sjálfur gæti hann
ekki skilið hvemig reikningur sem
hljóðaði upp á 500 þúsund dollara
væri samhljóða öðrum upp á 250
þúsund dollara. Bæði skjölin séu
merkt sem reikningar og hafí þetta
kerfí þjónað þeim eina tilgangi að
gefa SÍS færi á að ná undir sig
tekjunum.
Trú Kaffibrennslunnar
áSÍS ótrúleg
Þegar sækjandi gerði athuga-
semdir við vamarræðu Eiríks
Tómassonar, veijanda Sigurðar
Áma Sigurðssonar, sagði hann
meðal annars að veijandinn dragi
þá ályktun að grófleiki launungar
Morgunblaðið/Þorkell
við Kaffibrennsluna hafí verið lítill.
Sjálfur telji hann launungina hins
vegar grófa, enda miklir fjárhags-
legir hagsmunir í húfí. Aðstöðu-
munur fyrirtækjanna hafi verið
mjög mikill og traust Kaffibrennsl-
unnar á SÍS ótrúlegt. Þess vegna
hafí aldrei hvarflað að fram-
kvæmdastjóra Kaffibrennslunnar
að kynna sér kaffiviðskipti í heimin-
um. Þá sé það alls ekki rétt að
stjóm Kaffíbrennslunnar hafi verið
sammála framkvæmdinni og hafí