Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987
33
Horsham skreiðin að hluta seld
en engir peningar komnir
SKREIÐARÆVINTÝRIÐ, sem stóð sem hæst í upphafi þessa
áratugar, þegar yfir 100.000 lestir af fiskafla okkar fóru í þá
verkun, er nú orðið martröð líkast. A þeim tíma voru tugþúsund-
ir lesta af skreið fluttar til Nígeríu með góðum hagnaði og var
landið orðið þriðja stærsta útflutningsland okkar á þeim tíma.
Síðustu ár hefur allt gengið á afturfótunum. Venga slæms efna-
hagsástands og skorts á gjaldeyri hefur kaupgeta Nígerúmanna
minnkað og birgðir hlaðizt upp hér á landi. Ennfremur eigum
við verulegar fjárhæðir útistandandi í Nígeríu vegna skreiðarinn-
ar. Tíðar byltingar og innlands ófriður hefur einnig gert þessi
viðskipti mjög ótrygg og viðskiptahættir í Nígeríu byggjast að
miklum hluta á mútum, sem gjarnan eru kallaðar umboðslaun.
Þáttur „umboðslauna" í skreiðarsölum hefur farið vaxandi og
jafnframt hefur orðið að greiða þau fyrirfram. Af ýmsum orsök-
um hefur salan engu að síður ekki gengið og útflytjendur sitja
eftir með aukinn skuldabagga.
Fjárhagsstaða skreiðarfram-
leiðenda hér er því orðin vægast
sagt slæm og í mörgum tilfellum
standa birgðir þeirra tæpast undir
skuldum. Vegna þess hefur orðið
vart talsverðar örvæntingar, sem
fram hefur komið í tilraunum til
útflutnings og sölu, sem tæplega
getur talizt með eðlilegum hætti.
Síðasta dæmi þess er útflutningur
á 60.000 pökkum af skreið, sem
metin er að verðmæti öðru hvoru
megin við 300 milljónir króna með
flutningaskipinu Horsham. Saga
þessa útflutnings er ákaflega snú-
in og hefur útflytjandinn Bjarni
V. Magnússon, framkvæmdastjóri
íslenzku umboðssölunnar, flækzt
þar í dómsmál, sem byggt hefur
verið á deilum um eignarrétt hluta
skreiðarinnar. Hér á eftir verður
fjallað um það mál í stórum drátt-
um:
BJARNI V. Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Islenzku umboðs-
sölunnar, segir að hann áætli að
9 milljónir dala, 360 milljónir
króna, fáist fyrir skreiðina, sem
síðastliðið sumar var send til
Nígeríu með flutningaskipinu
Horsham. 4 milljónir hafi fengizt
fyrir 26.000 pakka, sem þegar eru
seldir og áætlað verð fyrir þá
35.000 pakka, sem óseldir eru,
sé um 5 milljónir dala. Hann telur
ennfremur, að peningarnir muni
fljótlega fara að berast heim.
Ýmsir aðrir aðilar telja þetta tæp-
lega standast. Bankamir reikna
með að skreiðarfarmurinn skili
um 240 milljónum króna heim og
aðrir telja, að verulegur dráttur
geti orðið á greiðslu vegna vand-
kvæða við að skipta gjaldmiðli
Nígeríu, naira, yfir í dali og vegna
fleiri atriða.
Bjami V. Magnússon er nú
staddur í Nígeríu, þar sem Morg-
unblaðið náði símasambandi við
hann. Hann var þá bjartsýnn á
gang mála og taldi að fljótlega
yrði langt komið eða búið að
ganga frá sölu á allri skreiðinni
á hæsta verði, sem fæst um þess-
ar mundir. Hann sagði, að með
því fengju framleiðendur hér
heima það, sem áætlað hefði ver-
ið í upphafi.
Hjá Landsbankanum, sem lán-
að hefur út á um helming þessara
60.000 pakka af skreið, fengust
þær upplýsingar, að talið væri að
alls skilaði þessi farmur um 240
milljónum króna heim, en skreiðin
er veðsett fyrir megnið af þeirri
upphæð. Jónas Haralz, banka-
stjóri Landsbankans, sagði að
útflutningur þessi væri fyllilega á
ábyrgð framleiðenda. Þegar út-
flutningurinn hefði verið fyrir-
hugaður, hefði framleiðendum
verið sent skeyti, þar sem það
hefði verið ítrekað. Bankinn hefði
ekki viljað leggjast gegn þessari
tilraun, en myndi að sjálfsögðu
innheimta lánin án tillits til þess,
hvort einhverjir peningar kæmu
heim eða ekki.
Gangur þessa máls er sá í
stuttu máli, að Horsham hélt frá
íslandi í ágústmánuði síðastliðn-
um með um 60.000 pakka af
skreið og hafði útflytjandinn þá
fengið útflutningsleyfi fyrir um
helmingi þess magns. Eftir langan
tíma var gengið frá sölu á 25.000
pökkum fyrir um 18,8 milljónir
naira. Raunverð þess í dölum er
nokkurri óvissu bundið, þar sem
verð á dölum í Nígeríu er fremur
óstöðugt. Ennfremur er ekki ljóst
Morgunblaðið/Sigurgeir
Skreiðin veldur mönnum nú meira amstri en hagnaði og því óviða
sem hjallarnir eru svona hlaðnir
hve mikill kostnaður mun dragast
frá þessari upphæð, sem er um
5,7 milljónir dala miðað við að
hver dalur kosti 3,20 naira, en
Bjami V. Magnússon segir endan-
lega upphæð verða um 4 milljónir
dala.
Sérstakur gjaldeyrismarkaður
er í Nígeríu, þar sem ákveðin
upphæð dala er seld í hverri viku
og geta bankamir einir keypt þá
á eins konar uppboði. Nokkuð er
um sölu dala á svörtum markaði,
en þung viðurlög em við slíkum
viðskiptum. Hvað varðar sölu
skreiðarinnar, takist hún á endan-
um, fylgir sá böggull skammrifi,
að féð, sem fyrir hana fæst verð-
ur ekki gjaldgengt á gjaldeyris-
markaðnum til dalakaupa. Þegar
skreiðin var flutt út á sínum tíma,
voru fylgiskjöi dagsett með það í
Flutningaskipið Horsham við festar á Akureyri í ágústmánuði síðastliðnum.
Morpinblaflið/HG
huga að koma henni inn í landið
miðað við ákveðna dagsetningu,
en eftir hana giltu innflutnings-
leyfi ekki. Gjaldeyrismarkaðurinn
var stofnaður síðar og fé, sem
fæst úr viðskiptum fyrir þann
dag, er ekki gjaldgengt á mark-
aðnum. Því er vandséð hvemig
nairum verður skipt í dali og á
hvaða verði dalimir verða keyptir.
Ólafur Egilsson, nýskipaður send-
irherra Islands í Bretlandi hefur
fengið viðurkenningu sem sendi-
herra íslands í Nígeríu og stefnt
er að því, að hann geti afhent
trúnaðarbréf sitt þar á næstunni.
í ferð sinni til Nígeríu mun hann
jafnframt vinna að því við þarlend
stjómvöld að greiða úr viðskiptum
landanna og mun hann þá ræða
skreiðarmálin.
35.000 pakkar af skreiðinni em
enn óseldir. Á haustmánuðum
kom upp deila um eignarrétt á
þeirri skreið. Nígeríumaður að
nafni Kanu gerði tilkall til skreið-
arinnar og sagðist hafa greitt 15
milljónir naira inn á hana. Það
var véfengt af Bjama V. Magnús-
syni, en málið fór þannig, að
Bjama var vísað úr landi um tíma,
skipið kyrrsett um langan tíma
og skreiðin síðan sett í gáma og
flutt í land í vörslu dómsyfirvalda.
Jafnframt ákváðu dómsyfirvöld
að skreiðin skyldi seld á fijálsum
markaði fyrir hæsta fáanlegt verð
og greiðslum skyldi skilað inn á
ákveðinn banka. Fyrir réttinum
kom svo í ljós að Kanu hafði að-
eins greitt 3 milljónir naira inn á
skreiðina og mun honum væntan-
lega verða skilað þeirri upphæð,
sem er um ein milljón dala. Mál
þetta er hvergi til lykta leitt og
telja menn, kunnugir viðskiptum
í Nígeríu, að það geti tekið mörg
ár að fá þessa peinga heim, takist
að selja skreiðina.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir HJÖRT GÍSLASON
• •
Orvæntingin knýr menn
til vafasams útfiutnings
Vilja varaflug-
völl á Blönduósi
Blönduósi
Á FUNDI hreppsnefndar síðast-
liðinn fimmtudag var samþykkt
með öllum greiddum atkvæðum
tillaga um að Blönduós skyldi
vera inn í myndinni við val vara-
flugvallar fyrir millilandaflug.
Tillagan hljóðar þannig:
„Hreppsnefnd Blönduóss lýsir undr-
un sinni yfir því að við athugun á
staðsetningu varaflugvallar fyrir
millilandaflug skuli ekki hafa verið
skoðaðir fleiri möguleikar en þeir
§órir sem nefndir eru í skýrslu flug-
málanefndar. í því sambandi vill
hreppsnefnd vekja athygli á að allar
aðstæður eru til staðar til að gera
varaflugvöll fyrir millilandaflug á
Blönduósi. Samkvæmt upplýsing-
um sérfróðra manna er veðurfar,
aðflug og lega vallarins eins og
best verður á kosið. Fjarlægð frá
Reykjavík er minnst miðað við aðra
staði sem nefndir hafa verið, en það
skiptir miklu fyrir þá sem hlut eiga
að máli. Skorar hreppsnefnd á sam-
gönguráðherra og þingmenn kjör-
dæmisins að hlutast til um að fram
fari athugun á hagkvæmni þess að
varaflugvöllur fyrir millilandaflug
verði á Blönduósi."
Jón Sig.
Frá Blönduósi
sasBi
•WXSXl-ai?*»;?KtMMiaWIWIM■■■ in v «a?