Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987
31
Svíþjóð:
Þriðja dauðsfallið af
völdum menffaðs víns
Stokkhólmi. AP. ^
LÆKNAR í borginni Eskilstuna í Svíþjóð sögðust á fimmtudag hafa
grunsemdir um, að þriðja dauðsfallið, sem þar varð með voveiflegum
hætti nýverið, tengdist neyslu ítalsks rauðvins. Við rannsóknir hafa
engin merki fundist um etýlenglýkól (uppistaða i frostlegi) í óseldum
birgðum af þessum víni.
Niðurstöðum rannsóknanna, sem
framkvæmdar voru að fyrirskipan
stjómvalda, ber saman við þær fiill-
yrðingar stjómar sænsku ríkiseinka-
sölunnar, að útilokað sé, að átt hafi
verið við flöskumar, áður en þær
vom seldar.
Egon Jacobsson, forstjóri áfengis-
einkasölunnar, sagði TT-fréttastof-
unni, að loku væri fyrir það skotið,
„að aðskotaefnið í víninu, sem lög-
reglan fann, sé frá okkur komið".
Stjóm áfengiseinkasölunnar hefur
stöðvað dreifíngu rauðvínsins „( ör-
yggisskyni".
Nils Eriksson, lögreglustjóri í
Eskilstuna, sagði á miðvikudag, að
það hefði verið sameiginlegt með
fyrstu fómarlömbunum tveimur, að
„báðir höfðu drukkið „ítalskt
rauðvín" eða eitthvað úr flöskum,
sem merktar voru á þann veg.
Dánarorsök þriðja mannsins, sem
fannst látinn á heimili sínu á mið-
vikudag, var, samkvæmt niðurstöð-
um líkkrufningar, eitmn af völdum
etýlenglýkóls, að sögn TT-fréttastof-
unnar.
Henry Kissinger um íransmálið:
Segir stórhækkanir
á olíu huersanleffar
New York. AP. '—' V—7
VOPNASALA
Bandaríkjanna til
írans var aðalor-
sök kúvendingar
Saudi-Araba í
olíumálum og
getur, þegar til
lengri tíma er lit-
ið, leitt til gífur-
legrar hækkunar
olíuverðs, að því Henry Kissinger
er Henry Kissinger, fyrrverandi
utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sagði nýlega í viðtali
við bandaríska sjónvarpsstöð.
Það var vopnasalan, sem vó
þyngst hjá Saudi-Aröbum, þegar
þeir ákváðu að víkja Ahmed Zaki
Yamani olíuráðherra úr embætti 29.
október í fyrra og gjörbreyta stefn-
unni í olíumálunum, að mati Kiss-
ingers.
„Milliganga saudi-arabíska
vopnasalans Adnan Khashoggi við
að koma þessum viðskiptum í kring
hefur ekki farið fram hjá stjóm-
völdum í Saudi-Arabíu," sagði
Kissinger í viðtalinu. „í Riyadh hefur
ekki verið verið talið fært að líta á
vopnasöluna öðmvísi en sem merki
þess, að bandarísk stjómvöld annað-
hvort gerðu ráð fyrir eða beinlínis
óskuðu eftir, að íranar þæm sigur-
orð af írökum í Persaflóastríðinu. í
framhaldi af þessu hófu Saudi-
Arabar, sem staðið hafa með Irak í
stríðsátökunum, að leita eftir sam-
vinnu við írana í viðleitni sinni til
að hækka olíuverðið," sagði utanrík-
isráðherrann fyrrverandi, sem er
virtur sérfræðingur í utanríkismál-
um bæði innan og utan Banda-
ríkjanna.
„Vopnasala Bandaríkjamanna til
írans kom Saudi-Aröbum auðvitað
til að halda, að við óskuðum þess,
að Iranir færu með sigur af hólmi
í stríðinu við íraka. Og sigur írana
hlyti augljóslega að leiða til þess,
að áhrif þeirra í samtökum olíuút-
flutningslandanna, OPEC, ykjust að
mun, á kostnað Saudi-Araba. Af
þessu drógu Saudi-Arabar þá
pólitísku ályktun, að óhjákvæmilegt
væri að leita eftir samstarfi við Ir-
ana,“ staðhæfir Kissinger og heldur
áfram:
„Saudi-Arabar töldu, að réttast
væri að losna við Yamani, fyrst
svona væri í pottinn búið, og láta
írönum þá þegar í té það, sem þeir
mundu hvort eð er gera kröfu til,
þegar stríðinu væri lokið: Minni olíu-
framleiðslu og hærra olíuverð."
Kissinger telur, að olíuverð muni
hækka gífurlega, ef íranar vinna
sigur í Persaflóastríðinu, „því að það
kemur þá í hlut íranskra stjómvalda
að skera og skammta írökum fram-
leiðslukvóta, fyrir utan það að íranir
munu þá ná sterkri valdaaðstöðu
innan OPEC."
Davíð Oddsson, borgarstjóri, býður Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seta, velkominn í Höfða; á milli þeirra stendur (dökkhærður) Nikolay
Uspensky, túlkur Mikhails Gorbachev, sem nú hefur verið skipaður
yfirmaður þeirrar deildar sovéska utanrikisráðuneytisins, sem fjall-
ar um málefni Norðurlanda og Bretlands.
Fyrir breytingamar var sérstök
Norðurlandadeild í sovéska utanrík-
isráðuneytinu. Hefur jafnan verið
töluverður samgangur milli hennar
og þeirra, sem hafa fjallað um
málefni Bretlands og fyrrum ný-
lendna Breta, svo sem Ástralíu og
Nýja Sjálands. Hin nýja skipan
staðfestir gamalgróna afstöðu
Rússa til Norðurlanda og Bret-
lands, þeir hafa löngum litið á þessi
ríki saman.
V
\
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐMUND HEIÐAR FRÍMANNSSON
Guinness-fyrirtækið
í vandræðum
í sl. viku voru engar fréttir umfangsmeiri i brezkum fjölmiðl-
um en af vandræðum Guinness-fyrirtækisins, sem fyrst og fremst
framleiðir hið fræga Guinness-öl og heimsmetabókin fræga dreg-
ur nafn sitt af. Sumir þeirra, sem málinu eru kunnugir, taka
jafnvel svo til orða, að þessir erfiðleikar Guinness-fyrirtækisins
séu mesta hneyksli í fjármálaheimi Lundúna í áratugi. Þetta mál
teygist i margar áttir og er farið að valda brezku stjórninni erfið-
Ieikum.
Um mánaðamótin nóvember-
desember á síðasta ári voru
rannsóknarmenn frá iðnaðarráðu-
neytinu sendir á skrifstofur
Guinness-fyrirtækisins, en ráðu-
neytið hefur vald til þess sam-
kvæmt lögum að rannsaka
reikninga fyrirtækja, sem það
hefur ástæðu til að ætla, að séu
vafasamir. Enginn hafði hugmynd
um að þetta stæði til og getgátur
voru margvíslegar næstu vikumar
á eftir. Verð á Guinness-hluta-
bréfum féll.
Fljótlega bauð mönnum í grun,
að rannsóknin á Guinness-fyrir-
tækinu stæði í sambandi við
rannsókn á bandaríska fjármála-
manninum Ivan Boesky í New
York, en sú nefnd, sem á að sjá
um að lögum sé fylgt á fjármála-
mörkuðum í Bandaríkjunum,
Securities and Exchange Com-
mission (SEC), hafði komizt að
raun um að Boesky hafði græðst
stórfé á því að hafa upplýsingar
um það fyrirfram, að bjóða ætti
í hlutabréf fyrirtækja. En vitn-
eskja af þessu tagi er gífurlega
verðmæt í fjármálaheimi á Vest-
urlöndum. Ástæðan er einföld.
Eftir að vitað er, að gert hefur
verið tilboð í mikið magn hluta-
bréfa einhvers fyrirtækis, stíga
þau í verði. Kaupendur á hluta-
bréfamarkaði sjá, að veruleg
eftirspum er eftir þessum bréfum,
sem eykst við þessa vitneskju. Ef
einhver veit fyrirfram um, að gera
á slíkt tilboð, getur hann notfært
sér vitneskju sína, keypt hlutabréf
á verðinu fyrir tilboðið og selt
þau, þegar þau hafa hækkað í
verði.
SEC kallaði Ivan Boesky fyrir
sig og hann féllst á að greiða
yfirvöldum þegar í stað 100 millj-
ónir dollara vegna lagabrota
sinna. Einnig féllst hann á, að
upplýsa nefndina um heimildar-
menn sína innan fyrirtækja, hvaða
aðferðir hann notaði við kaup á
hlutabréfum til að komast hjá
grunsemdum, hvaða samninga
hann hefði gert við viðskiptavini
sína og fleira. Áður en það var
gert opinbert, að Boesky hefði
samið við nefndina, fékk hann
ráðrúm til að selja ýmsar eignir
sínar, þar á meðal hlutabréf, til
að afla fjár til að geta greitt 100
milljónirnar.
Nú er vitað, að Boesky tók
þátt í því, þegar Guinness-fyrir-
tækið yfirtók Distillers, skozka
viskífyrirtækið, á fyrri hluta þessa
árs. Brezka iðnaðarráðuneytið
fékk upplýsingar um þátttöku
hans frá SEC og á grundvelli
þeirra upplýsinga var ákveðið að
hefja rannsókn á reikningum
Guinness-fyrirtækisins. í maí sl.
lagði fyrirtæki í eigu Guinness
100 milljónir dala í einn fjárfest-
ingarsjóða í eigu Ivans Boesky.
Talið er, að það fé hafi verið nokk-
urs konar greiðsla fyrir aðstoð
Boeskys Við yfirtökuna á Distill-
ers.
Yfirtaka Guinness á viskífyrir-
tækinu voru viðskipti upp á tæpa
þijá milljarða enskra punda, eða
hundrað og áttatíu milljarða
íslenzkra króna. í apríl á síðasta
ári var Distillers í eigu Guinness
og þá var Guinness-fyrirtækið
metið á ríflega þijá milljarða
enskra punda. Argyll-fyrirtækið
Þótt Saunders virðist hafa beitt
ólöglegum aðferðum við yfirtöku
Distillers, neitar því enginn, að
hann hafði gert Guinness að stór-
veldi í drykkjariðnaði. Þegar hann
tók við því 1981 átti fyrirtækið í
verulegum erfiðleikum, salan á
Guinness-ölinu dróst stöðugt sam-
an og allar tilraunir til að koma
í veg fyrir það mistókust. Fyrir-
tækið er írskt að uppruna og var
stofnað 1759 og hefur verið í eigu
og undir stjóm sömu fjölskyldunn-
ar frá upphafí og þar til Saunders
var fenginn til að taka við því.
hafði boðið á móti Guinness í Dist-
illers og átökin á milli þessara
tveggja fyrirtækja vom mjög hörð
og virðist flestum brögðum hafa
verið beitt. Eitt ráðið, sem Emest
Saunders, fyrrverandi stjómar-
formaður Guinness, greip til
ásamt aðstoðarmönnum sínum til
að gera sitt tilboð fysilegra fyrir
hlutabréfaeigendur Distillers en
tilboð Argyll, var að fá ýmsa að-
ila til þess að kaupa hlutabréf í
Guinness-fyrirtækinu fyrir fé,
sem þeir fengu að láni frá Guinn-
ess. Þetta varð til þess að hluta-
bréf Guinness stigu mjög í verði
einmitt á þeim tíma, sem Distill-
ers var að ákveða, hvom tilboðinu
ætti að taka. En samkvæmt
brezkum lögum er fyrirtæki
óheimilt að kaupa eigin hlutabréf
og einnig að veita einhveijum
aðstoð til þess með beinum eða
óbeinum hætti.
Talið er að Boesky hafí einmitt
keypt hlutabréf á þessum tíma,
að undirlagi stjómar Guinness-
fyrirtækisins. En þeir vom fleiri.
Leu-bankinn í Ziirich gerði það
einnig og á föstudaginn í síðustu
viku varð stjómarformaður hans,
Dr. Furer, sem einnig sat í stjóm
Guinness, að segja sig úr stjóm
þess fyrirtækis. Stjórnarformað-
urinn sjálfur, Ernest Saunders,
vék úr stöðu sinni 9. janúar sl.
vegna rannsóknar iðnaðarráðu-
neytisins. Og hann sagði sig úr
stjóminni sl. föstudag. Tveir aðrir
stjómarmenn sögðu af sér í
síðustu viku vegna þessa máls.
Þá var það metið á 90 milljónir
punda. Nú er það metið á tæpa
þtjá milljarða.
Vegna þessa máls og þess, að
mjög hefur farið í vöxt að fyrir-
tæki séu yfírtekin á hlutabréfa-
markaði í LundUnum með
misjöfnum hætti, varð forsætis-
ráðherrann, Margaret Thatcher,
að gefa í skyn að það kæmi til
greina að setja lög um sérstaka
yfírstjóm fjármálahverfisins í
Lundúnum, en nýjar reglur gengu
í gildi á sl. ári um það efni, sem
ekki eru taldar nógu strangar, að
mati gagnrýnenda. Stjómin segir
hins vegar, að ekki hafi verið
reynt á þessar reglur til fullnustu
og þegar það gerist, muni koma
í ljós, að þær séu mun strangari
en til að mynda í Bandaríkjunum.
En hvað sem um það má segja,
hefur þetta fjármálahneyksli og
önnur umsvif í City skaðað mál-
stað stjómarinnar. Nú er ljóst, að
stjómin mun beita sér fyrir því,
að lögfest verði þyngri viðurlög
við ólöglegri fjármálastarfsemi.
Talið er að í kosningayfirlýsingu
sinni muni Ihaldsflokkurinn taka
mjög eindregna afstöðu gegn
ýmis konar starfsemi Qármála-
manna. Um Guinness-málið hafa
ónefndir ráðherrar jafnvel látið
hafa eftir sér, að fljótlega þyrfti
að taka einhvem fastan til að
stjórnin byði ekki meiri skaða en
orðið er.
Höfundur er fréttaritari
Morgunblaðsins í Skotlandi.