Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1987 Minning: Björn J. Blöndal rithöfundur Fæddur 9. september 1902 Dáinn 14. janúar 1987 Veturinn heflir liðið áfram og nýtt veiðiár nýlega hafið, en um miðjan janúar kom sorgarfréttin, veiðimenn setti hljóða, Björn J. Blöndal, ritsnillingurinn frá Laug- arholti, var látinn, þessi lang besti íþróttamaður orðsins listar. Hann hafði reyndar átt við langa sjúk- dómslegu að stíða. Björn var á áttugasta og sjöunda aldursári. Veiðimenn glöddust nú um jólin, þegar ennþá ein bókin kom frá honum um Grímsá í Borgarfirði. Enn eitt ritverkið í glæsilegt veiði- bókasafn veiðimanna. Björn fæddist í Stafholtsey -í Borgarfirði 9. september 1902, ólst þar upp og hóf búskap í Laugar- holti í Borgarfirði 1931. Ennþá man maður það glöggt er við heimsóttum Björn í Laugar- holt. Þetta var í upphafí góu 1983 til að taka viðtal við hann. Hann sagði að við hefðum mátt koma mörgum árum fyrr, þegar hann var hressari og þá hefði hann getað sýnt okkur marga veiðistaði, en með stöngina og pennann var hann jafn fímur. Hve oft hafa veiðimenn ekki sest niður og lesið bækurnar hans aftur og aftur. Bækurnar hans voru þrettán og hver annarri betri, mest hélt hann upp á bókina Vatna- nið, enda er hún eingöngu um veiði. Veiðimenn komast í annan heim við að lesa það sem hann hafði sett á pappír, lýsingar hans á landinu, náttúrunni, fiskunum, fuglunum og öllu í kringum hann eru ótrúlegar. Heimsóknin til hans í upphafi góu tók á marin, að heyra þennan snill- ing segja frá sínum veiðiheimi. Veiðiárnar í Borgarfirði þekkti hann manna best og um landið gekk hann vel, þótti svo vænt um það. Björn J. Blöndal var sómi veiði- manna og fyrirmynd. Eitt er það svar Björns sem eftir situr úr þessu viðtali við hann, er við spurðum hvort hann væri hætt- ur að veiða. Hann svaraði fljótt: „Ég er ekki hættur að veiða, góði. Ég veiði á næturnar. Stundum veiði ég vel, um jólin veiddi ég þrjá laxa og tvo stóra rétt áðan. Kallarðu þetta að maður sé hættur að veiða? Svo er einn vinur minn, sem ætlar að finna fyrir mig á, þegar ég verð kominn hinum megin." Já, nú er Björn kominn hinum megin og hans verður sárt saknað meðal veiði- manna. En hann finnur sér vonandi veiðiá sem kannski líkist Svart- höfða? En bækurnar lesa veiðimenn og þá kemur hann upp í hugann, hans góði andi mun verða með veiði- mönnum við veiðiskapinn um aldur og ævi. Sendi Jórunni Blöndal og sonum þeirra innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning veiði- mannsins og ritsnillingsins frá Laugarholti. G. Bender Óvíða er fegurra og víðsýnna en í miðjum Borgarfirði, þar sem Hvítá rennur til sjávar, móðurelfan mikla, sem þá hefur safnað í faðm sinn fjölda bergvatna og jökulkvísla, Norðurá, Þverá, Norðlingafljóti, Geitá, Grímsá og svo mætti lengi telja. Á bökkum hennar, með útsýn til fjallahringsins mikla, allt frá Snæfellsjökli í vestri um Baulu, Eiríksjökul, Okið, Skjaldbreið og til þverhníptrar Skarðsheiðar og Hafn- arfjalls í suðri, fæddist Björn .1. Blöndal og þar ól hann allan sinn aldur. Þar lærði hann að lesa öll undur hinnar fjölbreyttu náttúru þessa fagra héraðs öðrum mönnum betur, hvort sem það voru leyndar- dómar fiskanna í djúpum hyljum, lifnaðarhættir fuglanna eða blóm- skrúðið á árbakkanum. Árið 1951 kvaddi Björn sér hljóðs á rithöfundaþingi með bókinni Hamingjudagar, sem gefin var út á kostnað og fyrir áeggjan frænda hans, Lárusar Jóhannessonar, síðar hæstaréttardómara. Þessi bók vakti þegar athygli fyrir ljóðrænan og fágaðan stíl, en þó ekki sízt fyrir næmleika höfundar á samskipti manns og náttúru. Þótt undirtitill bókarinnar væri Úr dagbókum veiðimanns, var efni hennar miklu frekar óður til alls hins fagra í ríki náttúrunnar, ofið frásögnum af mannlegum örlögum og eftirminni- legum persónulýsingum. Hér var ekki aðeins kominn til sögunnar nýr rithöfundur, heldur í rauninni ný bókmenntagrein, sem ekki hafði verið mikil rækt lögð við hér landi. Þegar á næstu árum sendi Björn frá sér fleiri bækur, sem stað- festu yfirburði hans í þessari grein bókmennta, Vinafundi 1953, Vatna- nið 1956, svo að dæmi séu tekin, auk skáldsagna, smásagna og þjóð- legs fróðleiks, sem allt ber merki þeirrar ástar á umhverfi sínu bland- inni góðlátri glettni, sem einkennir öll rit Björns Blöndals. En þótt heillandi sé að lesa frá- sagnir Björns var þó ennþá skemmtilegra að hlusta á hann sjálfan segja frá, þar sem hann blandaði snilldarlega saman fróð- leik um íslenzka náttúru, þjóðsög- um og lifandi frásögnum af liðnum atburðum og eftirminnilegum per- sónum, sem hann hafði kynnzt á lífsleiðinni. Það var því eklri furða þótt margir sæktu hann heim til að læra af honum og njóta frásagna hans. Eitt dæmi langar mig til að nefna því til sönnunar. í kringum 1960 kom Jörgen Jörgensen, menntamálaráðherra Dana, og einn helzti stuðningsmað- ur við málstað íslands í handrita- málinu, í heimsókn til íslands. Faðir minn fékk það skemmtilega hlut- verk að fara með þennan vin sinn í ferð um söguslóðir Borgarfjarðar, í Reykholt, að Borg og til að sýna honum þetta fagra hérað. En nú fór verr en skyldi, þegar veðrið snerist í hellirigningu og dimmviðri svo að varla var hundi út sigandi og hvergi til fjalla að sjá. í þessum vanda datt föður mínum það snjall- ræði í hug að fara óboðinn með ráðherrann í heimsókn til Björns í Laugarholti. Þar sátu þeir síðan lengi dags í góðum fagnaði og nutu þess að hlýða á mann, sem ekki kunni síður að segja frá en þeir forfeður hans, sem færðu íslend- ingasögurnar í letur. Og ég hef það fyrir satt, að Jörgen Jörgensen hafí ekki þótt annað merkilegra í heim- sókn sinni til íslands að því sinni en þessi dagstúnd í Laugarholti né betri sönnun þess, að handritin ættu bezt heima hjá slíku fólki. Sjálfur kynntist ég Birni Blöndal ekki að ráði fyrr en nokkrum árum síðar, og það með nokkrum óvænt- um hætti. Haustið 1967 kom ég til fóður míns síðari hluta dags, og var þar staddur Björn Blöndal. Sögðu þeir mér það þá í tíðindum, að þeir hefðu verið að ræða um mig og- komizt að þeirri niðurstöðu, að mér gæti verið hollt að taka upp lax- veiðar, því ekkert mundi verða mér betri hvíld og tilbreyting frá arga- þrasi efnahags- og bankamála. Bauð Björn mér að koma með sér að veiða við Svarthöfða að áliðnu næsta sumri og mundi hann þá leiða mig fyrstu sporin á braut veiði- mannsins. Þótt ég hefði til þess tíma staðizt allar freistingar um þátttöku í veiðitúrum, varð nú ekki lengur vörnum við komið, þegar tveir slíkir lógðust á árar. Var fastmælum bundið, að ég kæmi í Laugarholt á tilskildum tíma í ágústmánuði árið eftir, og lagði Björn þegar á ráð um veiðibúnað, er ég þyrfti að afla mér til ferðarinnar. Þó gerði ég mér þá litla grein fyrir því, hve örlagarík þessi ákvórðun átti eftir að reynast mér. Eftir þetta naut ég þeirrar gæfu að veiða með Birni Blöndal við Svarthöfða tvo til þrjá daga á sumri hverju, á meðan hann hafði heilsu til. Þær stundir, sem við áttum saman á þessum stað, sem honum var sem helgireitur, munu lifa í minningunni til- ævi- loka. í húmi síðsumarkvöldanna og eftir ævintýri veiðidagsins, eignað- ist ég kæran vin og fræðara, sem hefur auðgað líf mitt meira en ég fæ með orðum þakkað. Af honum lærði ég meira en nokkrum öðrum, ekki aðeins um veiðiskapinn sjálfan, heldur um líf laxins og þá undraver- öld, sem býr í djúpi fljótsins og umhverfi þess. Án þess skilnings, er ég nam af vörum Björns, efast ég um, að laxveiði hefði nokkurn tíma hrifið mig með þeim hætti, sem orðið hefur. Fyrir Birni fólst í veiði þátttaka mannsins í því eilífa sam- spili náttúrunnar, sem er grund- völlur alls lífs á jörðinni. í upphafi bókarinnar Vatnaniðar lýsir hann henni með eftirfarandi orðum: „Nálægt hálfri öld hef ég stundað veiðar, fálmandi barn í fyrstu og með frumstæðum veiðarfærum. En þá er sannast sagt, er ég viður- kenni, að margt er það, sem ég kann ekki í hinni frábæru íþrótt, stangarveiðinni. Þessari goðum- bornu íþrótt má líkja við konu- hjarta. Hún er gjöful og heillandi, hjúpuð fegurð, vafin í hamingju- drauma. En svo er hún líka vanþakklát og torráðin. Enginn, er gengur henni á hönd af heilum huga, á afturkvæmt frá dular- heimum hennar. Og enginn mun heldur óska þess. Endurminningin fylgir unnendum hennar, hvert sem þeir fara. Hún er þeim leiðarljós á dimmum dögum og svali á eyði- mörkum mannlegs lífs." Á tímum vaxandi kapps og græðgi í veiðiskap sem á öðrum sviðum er okkur hollt að leita sem oftast til bóka Björns og teyga hinn heilnæma ástardrykk hans til íslenzkrar náttúru. „Á æskuárum bar ég þá þrá í brjósti að verða náttúrufræðingur," segir Björn í bókinni Vinafundum. En þótt sú ósk rættist ekki, og hann væri bóndi alla sína starfsævi, auðnaðist hon- um samt að rita af svo mikilli snilld, innlifun og þekkingu um margt í náttúru landsins, að hinir lærðustu vísindamenn mættu vera hreyknir af. Náttúrunnar numdir mál, numdir tungur fjalla, segir Grímur í kvæði sínu um Jónas Hallgrímsson, og þau orð finnst mér eiga vel við Björn. Hann átti listaskáldsins sanna skilning á það mál, sem náttúran talar til okkar á, en aðeins fáum er gefíð að nema og túlka fyrir öðrum. í dag verður Björn til moldar borinn. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Dóra og fjölskylda okk- ar til Jórunnar, sonanna tveggja og fjólskyldna þeirra, og þökkum allar samverustundir með þeim Birni á liðnum árum. Við munum ekki oftar hitta hann brosandi á hlaðinu í Laugarholti eða eiga með honum ferð um ævintýraheima frá- sagnarlistarinnar. En það er huggun harmi gegn, að hann hefur með bókum sínum skilið okkur öll- um eftir ómetanlegan sjóð, sem ekki mun fyrnast, á meðan við unn- um landi okkar og tungu. Jóhannes Nordal „Það er hamingja að unna jörð- inni og vera íslenzkur sveitamaður alla ævi." Þannig komst Björn J. Blöndal, bóndi og rithöfundur, að orði í fyrstu bók sinni, „Hamingju- dagar", sem kom út árið 1950. Björn var þá á miðjum aldri. Hann vakti þá þegar mikla athygli sem rithöfundur og síðan hefur hann skrifað margar bækur, er allar bera vitni um stílsnilld hans, einlæga ást hans á íslenzkri náttúru og afburða þekkingu á lífríkinu. Það var ham- ingja hans að unna jörðinni, vera íslenzkur sveitamaður, fá að anda við náttúrubarm og una ævidögum í faðmi og við fegurð Borgarfjarðar. Nú þegar þetta náttúrubarn, þessi sanni sonur Borgarfjarðar, er fallinn að foldu, langar mig að minnast hans fáeinum orðum með þakklæti fyrir það, sem ég tel mig hafa numið af honum í bernsku. Hann var ávallt fræðandi og gef- andi af þekkingu sinni, vitsmunum og hlýja hjarta. Hann var óvenju málnæmur, bar mikla ást til íslenzkrar tungu og bókmennta og var snillingur í meðferð málsins. Allt frá því ég man til mín fyrst, hef ég þekkt Björn og metið hann mikils. Foreldrar mínir voru leigj- endur hjá honum í Langholti fyrstu fimmtán ár búskapar síns. Jörðin er stór og kostamikil, en var í þá daga erfið til búskapar, votlend mJög og lá illa við samgöngum. Afí Björns, Páll Jakob Blöndal, læknir í Stafholtsey, keypti Langholt á sínum tíma. Björn segir frá því í eftirminnilegum kafla, sem nefnist „Faðir og sonur", að sem unglingur hafi hann lofað föður sínum því, að jörðin yrði ekki seld, og við það stóð hann. Árið 1931 reistu hann og kona hans, frú Jórunn Svein- bjarnardóttir frá Efstabæ, nýbýli í landi Langholts og nefndu Laugar- holt. Heimili þeirra var mikið menningarheimili. Þangað lá leiðin oft í bernsku, enda voru synir þeirra tveir, Sveinbjörn og Jón, jafnaldrar okkar bræðranna og leikfélagar okkar systkinanna. Þeir búa nú báðir á jörðinni, sem langafi þeirra hafði keypt. Báðir eru þeir stúdent- ar að menntun, vel gefnir menn og góðir drengir og traustir. Frá bernskuárunum á ég góðar minningar um heimilið í Laugar- holti. Þar var ávallt vinum að mæta. Þangað átti ég mína fyrstu skóla- göngu í farskóla sveitarinnar. Ekki var þó Björn kennari minn, en samt lærði ég mikið af honum. Honum var umhugað um að kenna hinum ungu að bera ást og virðingu gagn- vart móðurmálinu, ættjörðinni góðu og lífínu öllu. Hann var sífræðandi um fugla og jurtir, bar mikla lotn- ingu fyrir lífinu og umgekkst það af nærfærni og góðvild hins glögg- skyggna og hlýja manns. Ég hygg, að fáir menn hafi verið fróðari um grös og fugla en hann. Fróðleikur hans í þessum efnum kemur glöggt fram í bókum hans. Nefna má þátt hans um „lækningamátt jurtanna" í bókinni „Sagnir og sögur". Hann gjörþekkti íslenzka fugla og lifnað- arhætti þeirra. Um þá skrifaði hann víða og segir meðal annars: „Það veitir hverjum manni auðugra líf að umgangast góða fugla með vin- arhug og vinsemd. Þeir eru þjónar Guðs á góðri jörð." Þessu trúði hann og sú var reynsla hans sjálfs. Björn Blöndal var einn kunnasti og snjallasti veiðimaður þessa lands. Hann skrifaði bækur um veiðar og veiðiár, sem bera vitni um mikla þekkingu hans á þessu sviði og innlifun. Hann taldi ekki ráðlegt fyrir nokkurn mann að ger- ast veiðimaður, nema hann ynni friði og fegurð og hefði yndi af samfélagi við náttúruna. Hann sagði, að veiðiíþróttin lyfti mannin- um á æðri svið og væri vel til þess fallin að vekja félagsanda og samúð manna á meðal. í bókinni Vatnanið- ur segir hann meðal annars: „Veiðimenn og skáld eru af einum stofni. Á hljóðum stundum reika þeir um draumalönd sín, fjarri glaumi jarðar." Þessi orð eiga við um hann sjálfan. Hann var veiði- maður og skáld og átti sitt draumaland, sitt helga og hljóða friðland við Svarthöfða, þar sem hann undi löngum við veiðar, allt frá sjö ára aldri og fram á ævi- kvöld. Þar átti hann tvímælalaust auðugustu og hamingjuríkustu stundir lífs síns og fann glöggt til gleðinnar og hamingjunnar, sem fylgir því að unna fegurð og friði. Alla ævi átti Björn Blöndal heima í Bæjarsveit. Hann fæddist í Staf- holtsey 9. september árið 1902. Foreldrar hans voru Jón Blöndal, héraðslæknir í Borgarfjarðarhéraði, og fyrri kona hans, Sigríður Mar- grét Björnsdóttir. Að Birni stóðu sterkir stofnar og mikið gáfu- og mannkostafólk í báðar ættir. Enn lifír og mun lengi lifa í Borgarfirði mirtningin um hinn mikilhæfa og vinsæla lækni, Jón Blöndal, sem drukknaði í Hvítá 2. marz 1920. Foreldrar hans voru Páll Jakob Blöndal, læknir, og kona hans, Elín Guðrún Jónsdóttir Thoroddsen, skálds og sýslumanns á Leirá. For- eldrar Sigríðar Margrétar móður Björns voru Björn Lúðvíksson Blöndal, smiður og sundkennari, og kona hans, Guðrún Sigfúsdóttir. Sigríður Margrét var systir Sigfús- ar Blöndal, bókavarðar í Kaup- mannahöfn. Þau hjónin Jón læknir og Sigríður Margrét voru að öðrum og þriðja að frændsemi. Forfaðir Blöndalsættarinnar, Björn Auðuns- son, sýslumaður í Hvammi, var afí Jóns og langafi Sigríðar Margrétar. Björn Blöndal ólst upp í Staf- holtsey asamt fjórum bræðrum sínum, sem allir eru látnir. Hann stundaði nám í Bændaskólanum á Hvanneyri og lauk þaðan búfræði- prófi árið 1923. Hann var um skeið barnakennari í heimasveit sinni, Andakílshreppi. Þó að Björn hefði ekki langa skólagöngu að baki, var hann prýðilega vel að sér, mjög vel sjálfmenntaður, ágætlega greindur og gæddur listrænum hæfileikum. Björn var afar skemmtilegur mað- ur, glaður og góðviljaður. Hann var gæddur góðu skopnæmi, kunni ógrynni af sögum og sagði manna bezt frá. Eftir að Björn lét af búskap og synir þeirra hjóna tóku við, helgaði hann sig einkum ritstörfum og vann ómetanleg störf á því sviði. Björn var gæfumaður í einkalífí. Saga hans er saga hamingjumanns, saga góðs drengs og göfugmennis, sem lætur eftir sig verk og minningu, sem munu lifa og gróa, þó að hann sé hniginn til moldar. í fyrstu bók sinni spyr Björn meðal annars: „Glatast nokkru sinni það, sem er göfugt? Eru ekki allar sálir dropar úr einu hafi?" Sjálfur var hann ekki í neinum vafa um svarið. Hann vissi, að fegurð, göfgi og tryggð munu lifa, þó að menn og málleysingjar deyi. Bók sinni Svanasöngur lýkur Björn með þessum orðum: „Svo kemur hópur af svönum, sem stefna að löndum sólarlagsins. Bak við útsæinn mikla. Þeir syngja kveðju- óð. Söngur þeirra er í fyrstu þrótt- mikill. En dofnar í fjarlægð og hverfur í nóttina, þar sem aðeins ein stjarna skín." Þessi orð rifjast upp, þegar hann er kvaddur. Lífið, sem hann unni hér á jörð, syngur honum kveðjuóð og biður honum fararheilla inn í land sólarlagsins, þar sem aðeins ein stjarna skín, stjarna lífsins og ljóssins, stjarna Jesú Krists, Drottins upprisunnar, sem gefur líf í dauða og lætur sólar- lagið vera undanfara nýs morguns nýrrar dögunar. Frú Jórunni Blöndal, bræðrunum Sveinbirni og Jóni og fjölskyldum þeirra vottum við hjónin okkar dýpstu samúð. Jón Einarsson, Saurbæ Björn J. Blöndal, rithöfundur að Laugarholti í Bæjarsveit, er fallinn frá á níræðisaldri. Ég var á ellefta ári, að mig minnir, þegar hann réð mig snattastrák til sín, var þá ung- ur maður og nýlega kvæntur Jórunni Svéinbjarnardóttur frá Efstabæ í Skorradal og þau voru búin að byggja sér nýtt steinhús í Langholtslandi í Bæjarsveit. Það var nýtískuhús og þægindi eins og best varð á kosið á þeim tíma, tvær hæðir, eldhúsið á neðri hæðinni en rúmgott baðherbergi á efri hæð, hús sem hægt var kinnroðalaust að bjóða útlendingum gistingu í, jafnvel þó þeir væru af hærri stig- um, og það var einmitt gert, því Björn leigði enskum laxveiðimönn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.