Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 61 Skfði: HM í alpa- greinum sett á morgun - Daníel á meðal keppenda Heimsmeistaramótið í alpa- greinum sktðaíþrótta verður sett við hátíðlega athöfn í Crans- Montana í Sviss á morgun. Allt er til reiðu og snjóalög þar eins og best verður á kosið. Danfel Hilmarsson frá Dalvík er eini íslenski keppandinn á mótinu. Heimamenn búast við góðum árangri sinna manna á mótinu eins og lið þeirra hefur sýnt í heims- bikarkeppninni í vetur. Svisslend- ingar hafa sigrað í 25 heimsbikar- mótum af 41 í karla og kvennaflokki. Keppendur verða frá 34 þjóðum og eru þeir nú að *streyma til Crans-Montana. Mikið undirbúningsstarf hefur farið fram vegna keppninnar og hefur svo til ný brunbraut verið lögð og segja forráðamenn móts- ins að hún sé ein sú erfiðasta. Hingað til hefur Hahnenkamm- brunbrautin í Kitzbuehel verið talin sú erfiðasta en sagt er að þessi slái hana út. Setningarathöfnin fer fram á morgun í Crans-Montana sem í 1500 metra haeð yfir sjávarmáli. Keppnin hefst síðan á þriðjudaginn og verður þá keppt í svigi sem er liður í alpaþríkeppni. Mótinu lýkur síðan 8. febrúar. Daníel Hilmarsson keppir í svigi 4. febrúar og stórsvigi 8. febrúar. Knattspyrna: Dregið í Evrópu- keppninni í dag DREGIÐ verður í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu í Köln í dag. Uli Höness, fram- kvæmdastjóri Bayern Miinchen, sagðist óttast mest að fá Dynamo Kiev eða Real Madrid í næstu umferð í Evrópukeppni meistara- liða. „Ég vona að við drögumst ekki á móti Dynamo Kiev í 8-liða úrslit- um. Þeir eru það sterkir að við vildum helst ekki mæta þeim fyrr en í úrslitaleik keppninnar. Lið Real Madrid er líka mjög sterkt en við eigum meiri möguleika að slá þá út sérstaklega ef við fengjum fyrri leikinn gegn þeim á útivelli," sagði Uli Höness. Liðin sem eftir eru í Evrópu- keppninni eru þessi: Evrópukeppni meistaraliða: Real Madrid (Spáni), Porto (Portúgal), Rauða Stjarnan (Júgóslavíu), Bayern Munchen (V-Þýskalandi), Anderlecht (Belgiu), Dynamo Kiev (Sovétríkjunum), Bröndby (Danmörku) og Besiktas (Tyrk- landi). Evrópukeppni bikarhafa: Lokomotiv (A-Þýskalandi), Real Zaragoza (Spáni), Vitosha Sofia (Búlgaríu), Torpedo (Sovétríkjunum), Sion (Sviss), Bordeaux (Frakklandi), Malmö (Svíþjóð) og Ajax (Hollandi). UEFA-keppnin: Dundee United (Skotlandi), Gautaborg (Svíþjóð), Vitoria Guimaraes (Portúgal), Inter Milan (Ítalíu), Swarovski Tyrol (Aust- urríki), Barcelona (Spáni), Torinó (italíu) og Boruissia M.GIadbach (V-Þýskalandi). Nykanen fær annað tækifæri HEIMSMEISTARINN í skíða- stökki, Matti Nykanen frá Finn- landi, var í gær áminntur af finnska skíðasamandinu vegna hegðunnar sinnar á móti í Inns- bruck fyrr í þessum mánuði. Stjórn finnska skíðasambands- ins aðvaraði hann og sagði að þetta yrði í síðast sinn sem það yrði gert. Hann fengi nú tækifæri á að sanna getu sína í finnska meistaramótinu í næstu viku og ná sæti sínu aftur í liöinu fyrir HM. Nykanen, sem hefur unnið bæði heims- og Olympíusigur í skíðastökki, er besti skíöastökk- vari Finna og mega þeir varla við því að missa hann úr liöi sínu ætli þeir sér að eiga möguleika á verð- launasæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Oberstdorf í næsta mánuði. Nykanen er 23 ára og kom í gær til Finnlands úr brúökaupsferð frá Sri Lanka með konu sinnTinu, sem er aðeins 19 ára. Þróttur AÐALFUNDUR knattspyrnu- félagsins Þróttar verður í Þrótt- heimum mánudaginn 26. janúar og hefst kl. 20. Símamynd/Reuter • Gúnther Bosch fókk Iftin frið fyrir blaðamönnum er hann yfir- gaf Ástralíu í gær. Hann vildi lítið láta hafa eftir sér um ákvörðun sína að hætta sem þjálfari Beckers. Bosch hættir sem þjálfari Boris Becker GUNTER Bosch, þjálfari tennis- stjörnunnar vestur-þýsku Boris Becker, sagði f viðtali við þýska dagblaðið Bild að hann væri hættur sem þjálfari Beckers. Bild segir að Bosch hafi verið mjög argur yfir framferði Beckers er hann tapaði fyrir Wally Masur í Opna ástralska meistarmótinu á þriðjudaginn. „Boris var bæði mér og íþróttinni til skammar með framferði sínu eftir tapleik- inn,“ sagði Gunter Bosch í samtali við Bild. Becker var sektaður um 2000 dollara vegna þessa óláta og minnti framkoma hans helst á John McEnroe þegar hann lét sem verst. Hann þoldi ekki að tapa fyrir áður óþekktum tennis- leikara, Masyr, sem er númer 71 á lista yfir bestu tennisleikara heims. Wimbledonmeistarinn sló fyrst nokkra bolta upp í áhorf- endastúku og barði síðan spaða sínum margsinnis í völlinn með þeim afleiðinum að hann brotn- aði. Skíði: Guðrún í 19. sæti GUÐRÚN H. Kristjánsdóttir skíðakona frá Akureyri varð í 19. sæti í svig á alþjóðlegumóti á ítalfu í gær. Guðrún varð 19. sæti af 70 keppendum og fékk tímann 1.40,88 mín. Sigurvegari var sviss- nesk stúlka, Heydi Andremotton, sem fékk tímann 1.33,50 mín. Guðrún keppti einnig í svigi á sama stað á fimmtudaginn og hafnaðr - þá í 20. sæti, var um 10 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Paoletta Magoni frá Ítalíu. Daníel Hilmarsson frá Dalvík keppti í svigi um síðustu helgi og hafnaði í 22. sæti. Hann fékk tímann 1.46,74 mín. Sigurvegari var Okabe frá Japan á 1.39,98 mín. Austurríkismaðurinn, Franz Gruber, varð þriðji. Daníel keppir í svigi í heims- bikarnum í Kitzbuhel á morgun. Síðan tekur hann þátt í tveimur svigmótum á Ítalíu í næstu viku. Hann verður síðan meðal kepp- enda á HM í Crans-Montana og keppir þar í svigi og stórsvigi. Knattspyrna: Brasilíu- menn til Evrópu LANDSLIÐ Brasilíu í knattspyrnu mun leika fjóra æfingaleiki í Evrópu í sumar við Engiendinga, íra, Skota og Finna. Brasilíumenn áætla að leika fyrst gegn Englendingum á Wem- bely 19. maí, síðan gegn írum í Dublin 23. maí. Leikið verður gegn Skotum í Glasgow 26. maí og loks gegn Finnum 28 maí í Helsingi. Knattspyrna: Guðmundur tilVals GUÐMUNDUR Baldursson, markvörður úr Fram, hefur gengið til liðs við Val. Hann er gamalreyndur landsliðs- markvörður en hefur ekki fengið tækifæri með Fram sfustu tvö árin. Guðmundur að baki 8 lands- leiki og var einn besti mark- vörður íslands fyrir nokkrum árum. Hann gekk frá félaga- skiptum yfir í Val í gær og mun keppa við þá Stefán Arnarsson og Guðmund Hreiðarsson um markmannstöðuna í sumar. Knattspyrna: Þróttur fær liðsstyrk ÞRÓTTUR Reykjavík sem leikur í 2. deild íslandsmótsins i knatt- spyrnu hefur fegnið liðsstyrk. Fimm leikmenn hafa gengið til liðs við félagið á síðustu dögu. Þessir leikmenn eru Geir Ingi Geirsson, Val Reyðarfirði, Theódór Jóhannsson, sem lék í Færeyjum í fyrra, Valgeir Matthíasson, Hvöt, Sverrir Jónsson, Þór og Haraldur Leifsson, sem lék í fyrra með dönsku iiði en áður með ÍBÍ. Allar líkur eru á því að Haukur Magnússon, einn besti leikmaður ÍBÍ í fyrra, gangi aftur til lið við Þrótt. Jóhann Hreiðarsson hefur einnig í hyggju að taka fram skóna að nýju eftir meiðsli og leika með liðinu í sumar. Áður hafði Kristján Svavarsson, Austra Eskifirði, gengið í Þrótt. Leiðbeinendanámskeið 5.-8. febrúar nk. efnir íþróttasamband fatl- aðra til A-stigs leiðbeinendanámskeiðs í vetraríþróttum. Bæði námskeiðin verða hald- in í Reykjavík. Tilkynna þarf þátttöku á námskeiðið fyrir mið- vikudaginn 28. jan. nk. Allar nánari upplýsing- ar er unnt að fá á skrifstofu íþróttasambands fatlaðra, íþróttamiðstöðinni Laugardal, í síma 91-83388.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.