Morgunblaðið - 24.01.1987, Síða 61

Morgunblaðið - 24.01.1987, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 61 Skfði: HM í alpa- greinum sett á morgun - Daníel á meðal keppenda Heimsmeistaramótið í alpa- greinum sktðaíþrótta verður sett við hátíðlega athöfn í Crans- Montana í Sviss á morgun. Allt er til reiðu og snjóalög þar eins og best verður á kosið. Danfel Hilmarsson frá Dalvík er eini íslenski keppandinn á mótinu. Heimamenn búast við góðum árangri sinna manna á mótinu eins og lið þeirra hefur sýnt í heims- bikarkeppninni í vetur. Svisslend- ingar hafa sigrað í 25 heimsbikar- mótum af 41 í karla og kvennaflokki. Keppendur verða frá 34 þjóðum og eru þeir nú að *streyma til Crans-Montana. Mikið undirbúningsstarf hefur farið fram vegna keppninnar og hefur svo til ný brunbraut verið lögð og segja forráðamenn móts- ins að hún sé ein sú erfiðasta. Hingað til hefur Hahnenkamm- brunbrautin í Kitzbuehel verið talin sú erfiðasta en sagt er að þessi slái hana út. Setningarathöfnin fer fram á morgun í Crans-Montana sem í 1500 metra haeð yfir sjávarmáli. Keppnin hefst síðan á þriðjudaginn og verður þá keppt í svigi sem er liður í alpaþríkeppni. Mótinu lýkur síðan 8. febrúar. Daníel Hilmarsson keppir í svigi 4. febrúar og stórsvigi 8. febrúar. Knattspyrna: Dregið í Evrópu- keppninni í dag DREGIÐ verður í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu í Köln í dag. Uli Höness, fram- kvæmdastjóri Bayern Miinchen, sagðist óttast mest að fá Dynamo Kiev eða Real Madrid í næstu umferð í Evrópukeppni meistara- liða. „Ég vona að við drögumst ekki á móti Dynamo Kiev í 8-liða úrslit- um. Þeir eru það sterkir að við vildum helst ekki mæta þeim fyrr en í úrslitaleik keppninnar. Lið Real Madrid er líka mjög sterkt en við eigum meiri möguleika að slá þá út sérstaklega ef við fengjum fyrri leikinn gegn þeim á útivelli," sagði Uli Höness. Liðin sem eftir eru í Evrópu- keppninni eru þessi: Evrópukeppni meistaraliða: Real Madrid (Spáni), Porto (Portúgal), Rauða Stjarnan (Júgóslavíu), Bayern Munchen (V-Þýskalandi), Anderlecht (Belgiu), Dynamo Kiev (Sovétríkjunum), Bröndby (Danmörku) og Besiktas (Tyrk- landi). Evrópukeppni bikarhafa: Lokomotiv (A-Þýskalandi), Real Zaragoza (Spáni), Vitosha Sofia (Búlgaríu), Torpedo (Sovétríkjunum), Sion (Sviss), Bordeaux (Frakklandi), Malmö (Svíþjóð) og Ajax (Hollandi). UEFA-keppnin: Dundee United (Skotlandi), Gautaborg (Svíþjóð), Vitoria Guimaraes (Portúgal), Inter Milan (Ítalíu), Swarovski Tyrol (Aust- urríki), Barcelona (Spáni), Torinó (italíu) og Boruissia M.GIadbach (V-Þýskalandi). Nykanen fær annað tækifæri HEIMSMEISTARINN í skíða- stökki, Matti Nykanen frá Finn- landi, var í gær áminntur af finnska skíðasamandinu vegna hegðunnar sinnar á móti í Inns- bruck fyrr í þessum mánuði. Stjórn finnska skíðasambands- ins aðvaraði hann og sagði að þetta yrði í síðast sinn sem það yrði gert. Hann fengi nú tækifæri á að sanna getu sína í finnska meistaramótinu í næstu viku og ná sæti sínu aftur í liöinu fyrir HM. Nykanen, sem hefur unnið bæði heims- og Olympíusigur í skíðastökki, er besti skíöastökk- vari Finna og mega þeir varla við því að missa hann úr liöi sínu ætli þeir sér að eiga möguleika á verð- launasæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Oberstdorf í næsta mánuði. Nykanen er 23 ára og kom í gær til Finnlands úr brúökaupsferð frá Sri Lanka með konu sinnTinu, sem er aðeins 19 ára. Þróttur AÐALFUNDUR knattspyrnu- félagsins Þróttar verður í Þrótt- heimum mánudaginn 26. janúar og hefst kl. 20. Símamynd/Reuter • Gúnther Bosch fókk Iftin frið fyrir blaðamönnum er hann yfir- gaf Ástralíu í gær. Hann vildi lítið láta hafa eftir sér um ákvörðun sína að hætta sem þjálfari Beckers. Bosch hættir sem þjálfari Boris Becker GUNTER Bosch, þjálfari tennis- stjörnunnar vestur-þýsku Boris Becker, sagði f viðtali við þýska dagblaðið Bild að hann væri hættur sem þjálfari Beckers. Bild segir að Bosch hafi verið mjög argur yfir framferði Beckers er hann tapaði fyrir Wally Masur í Opna ástralska meistarmótinu á þriðjudaginn. „Boris var bæði mér og íþróttinni til skammar með framferði sínu eftir tapleik- inn,“ sagði Gunter Bosch í samtali við Bild. Becker var sektaður um 2000 dollara vegna þessa óláta og minnti framkoma hans helst á John McEnroe þegar hann lét sem verst. Hann þoldi ekki að tapa fyrir áður óþekktum tennis- leikara, Masyr, sem er númer 71 á lista yfir bestu tennisleikara heims. Wimbledonmeistarinn sló fyrst nokkra bolta upp í áhorf- endastúku og barði síðan spaða sínum margsinnis í völlinn með þeim afleiðinum að hann brotn- aði. Skíði: Guðrún í 19. sæti GUÐRÚN H. Kristjánsdóttir skíðakona frá Akureyri varð í 19. sæti í svig á alþjóðlegumóti á ítalfu í gær. Guðrún varð 19. sæti af 70 keppendum og fékk tímann 1.40,88 mín. Sigurvegari var sviss- nesk stúlka, Heydi Andremotton, sem fékk tímann 1.33,50 mín. Guðrún keppti einnig í svigi á sama stað á fimmtudaginn og hafnaðr - þá í 20. sæti, var um 10 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Paoletta Magoni frá Ítalíu. Daníel Hilmarsson frá Dalvík keppti í svigi um síðustu helgi og hafnaði í 22. sæti. Hann fékk tímann 1.46,74 mín. Sigurvegari var Okabe frá Japan á 1.39,98 mín. Austurríkismaðurinn, Franz Gruber, varð þriðji. Daníel keppir í svigi í heims- bikarnum í Kitzbuhel á morgun. Síðan tekur hann þátt í tveimur svigmótum á Ítalíu í næstu viku. Hann verður síðan meðal kepp- enda á HM í Crans-Montana og keppir þar í svigi og stórsvigi. Knattspyrna: Brasilíu- menn til Evrópu LANDSLIÐ Brasilíu í knattspyrnu mun leika fjóra æfingaleiki í Evrópu í sumar við Engiendinga, íra, Skota og Finna. Brasilíumenn áætla að leika fyrst gegn Englendingum á Wem- bely 19. maí, síðan gegn írum í Dublin 23. maí. Leikið verður gegn Skotum í Glasgow 26. maí og loks gegn Finnum 28 maí í Helsingi. Knattspyrna: Guðmundur tilVals GUÐMUNDUR Baldursson, markvörður úr Fram, hefur gengið til liðs við Val. Hann er gamalreyndur landsliðs- markvörður en hefur ekki fengið tækifæri með Fram sfustu tvö árin. Guðmundur að baki 8 lands- leiki og var einn besti mark- vörður íslands fyrir nokkrum árum. Hann gekk frá félaga- skiptum yfir í Val í gær og mun keppa við þá Stefán Arnarsson og Guðmund Hreiðarsson um markmannstöðuna í sumar. Knattspyrna: Þróttur fær liðsstyrk ÞRÓTTUR Reykjavík sem leikur í 2. deild íslandsmótsins i knatt- spyrnu hefur fegnið liðsstyrk. Fimm leikmenn hafa gengið til liðs við félagið á síðustu dögu. Þessir leikmenn eru Geir Ingi Geirsson, Val Reyðarfirði, Theódór Jóhannsson, sem lék í Færeyjum í fyrra, Valgeir Matthíasson, Hvöt, Sverrir Jónsson, Þór og Haraldur Leifsson, sem lék í fyrra með dönsku iiði en áður með ÍBÍ. Allar líkur eru á því að Haukur Magnússon, einn besti leikmaður ÍBÍ í fyrra, gangi aftur til lið við Þrótt. Jóhann Hreiðarsson hefur einnig í hyggju að taka fram skóna að nýju eftir meiðsli og leika með liðinu í sumar. Áður hafði Kristján Svavarsson, Austra Eskifirði, gengið í Þrótt. Leiðbeinendanámskeið 5.-8. febrúar nk. efnir íþróttasamband fatl- aðra til A-stigs leiðbeinendanámskeiðs í vetraríþróttum. Bæði námskeiðin verða hald- in í Reykjavík. Tilkynna þarf þátttöku á námskeiðið fyrir mið- vikudaginn 28. jan. nk. Allar nánari upplýsing- ar er unnt að fá á skrifstofu íþróttasambands fatlaðra, íþróttamiðstöðinni Laugardal, í síma 91-83388.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.