Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 31 Frá aðalfundi kjördæmisráðs Vesturlandskjördæmis sem haldinn var í Stykkishólmi. Morgunbinðií/Bemhard Stykkishólmur: Aðalfundur kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokks- ins í Vesturlandskjördæmi Stykkishólmi. AÐALFUNDUR Kjördæmis- ráðs Vesturlandskjördæmis var haldinn í Stykkishólmi föstudagskvöldið 16. janúar síðastliðinn. Formaður kjördæmisráðs, Hörð- ur Pálsson, bakarameistari, Akra- nesi, setti fundinn og gerði grein fyrir tilefni hans, en það var auk venjulegra aðalfundarstarfa að ganga frá framboðslista Sjálfstæð- isflokksins á Vesturlandi fyrir kosningar til Alþingis nú á vordög- um. Greindi formaður frá því mark- verðasta sem gerst hefir á starfsár- inu og Sigurður Rúnar Friðjónsson, gjaldkeri, gerði grein fyrir fjármál- um sem standa nú með blóma. Voru þeim báðum þökkuð góð störf. Þá fór fram stjórnarkjör og kjör í ýmsar nefndir. Hörður Pálsson gaf ekki lengur kost á sér sem for- maður og var í hans stað kjörinn Kristófer Þorleifsson, héraðslæknir í Ólafsvík. Aðrir í stjóm voru kjömir: Jón H. Jónsson Borgamesi, Sigurður Rúnar Friðjónsson Búðardal, Vífill Búason Ferstiklu og Guðni Hall- dórsson Akranesi. Til vara: Þorkell Fjeldsteð Feiju- bakka, Margrét Vigfúsdóttir Ól- afsvík, Jónína Ingólfsdóttir Akranesi, Sigurrós Sigtryggsdóttir Dalasýslu og Anton Ottesen Ytra Hólmi. í flokksráð: Guðjón Guðmunds- son Akranesi, Bjöm Arason Borgamesi, Davíð Pétursson Gmnd, Kristjana Ágústsdóttir Búð- ardal og Ámi Helgason Stykkis- hólmi. Til vara: Guðrún Víkings- dóttir Akranesi, Jófríður Sigfúsdóttir Borgamesi, Vilborg Pétursdóttir Geirshlíð, Sæmundur Kristjánsson Búðardal og Helgi Kristjánsson Ólafsvík. Formaður kjömefndar var kjör- inn Rúnar Pétursson, Akranesi. Formaður Skipulagsnefndar: Guð- mundur Smári Guðmundsson Grundarfirði. Formaður fjáröflun- amefndar: Friðrik Jónsson Akra- nesi. Á fundinn mætti Friðrik Sophus- son, varaformaður flokksins, og ræddi viðhorf stjómmálanna og flölda margir tóku til máls. Mikil eining ríkir um framboðslistann og vom ræðumenn allir hvetjandi markvissrar og dugmikillar baráttu fyrir framgangi hans. Þessi fundur er gott upphaf væn- legrar baráttu. Ártii Stjórn kjördæmisráðsins, talið frá vinstri: Vífill Búason, Guðni Halid- órsson, Jón H. Jónsson, Kristófer Þorleifsson og Sigurður BAnar Friðjónsson. Grindavík: Nýtt útibú Lands- bankans f okhelt Grindavík. LANDSBANKI íslands er að hyggja nýtt 670 fm hús undir útibú bankans í Grindavík og er það fokhelt um þessar mundir. Að sögn Hafsteins Hannessonar útibússtjóra var orðin brýn þörf á að leysa húsnæðisvandræði bank- ans en núverandi aðstaða er 120 fm, þar af er hluti af henni innrétt- uð í bílskúr. Sem dæmi um þrengsl- in er skrifstofa skrifstofustjórans 3,5 fm og verður hann að fara fram á gang til að hleypa inn viðskipta- vini sem á við hann erindi. „Nýja húsið er 670 fm á tveim hæðum," sagði Hafsteinn, „af- greiðslusalurinn á neðri hæðinni verður 170 fm þannig að öll að- staða fyrir starfsfólkið og viðskipta- vinina mun batna stórlega." Áætlaður byggingarkostnaður er tæpar 17 milljónir króna og á smíðinni að vera lokið í júní en reiknað er með að hægt verði að taka húsið í notkun næsta haust. Arkitekt hússins er Jósep Reynis en verktaki er Fjarðarsmiðjan í Hafnai-firði. Útibú Landsbankans í Grindavík var fyrst stofnað 1963 en í núver- andi húsnæði hefur bankinn verið frá 1972. í dag starfa 15 manns í útibúinu. Kr.Ben. Hafsteinn Hannesson útibús- stjóri með teikningar af nýja húsnæðinu. Lítil loðnuveiði NÁNAST engin loðnuveiði var síðasta sólarhring eftir góða afla daga þar á undan. Á f immtudags- kvöldið dreifði loðnan sér og og dýpkaði á sér og varð ekki veið- anleg. Veiðin aðfaranótt fimmtu- dagsins og fram eftir degi varð alls 8.790 lestir af 14 bátum, en aðeins einn fékk afla á föstu- dagsmorgun. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið í Morgunblaðinu, voru eftir talin meða alfa á fimmtudagí Dagfari ÞH 500, Gullberg VE 620, Magnús NK 530, Harpa RE 620, Húnaröst ÁR 620, Júpíter RE 1.150, Gígja VE 770, Bergur VE 500 og Höfrungur AK 660 lestir. Aðeins Guðrún Þorkelsdóttir SU fékk afla á föstudagsmorgun, 600 lestir. Samúel Jóhannsson við eitt verka sinna. Morgunblaðið/Bjami Listasafn ASÍ: Samúel Jóhanns- son opnar sýningu f DAG kl. 14.00 opnar Samúel Jóhannsson einkasýningu á mál- verkum og teikningum í Lista- safni Alþýðusambands íslands. Samúel er sjálfmenntaður lista- maður og hefur haldið þijár einka- sýningar fram til þessa. Auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda sam- sýningum, m.a. á Akureyri, Kjarv- alsstöðum og í Norræna húsinu. Flestar myndir Samúels á þessari sýningu vann hann á síðasta ári, en sem fyrr segir er þar bæði um málverk og teikningar að ræða. Sýningin verður opin milli klukk- an 14 og 20 um helgar, en frá 16-20 á virkum dögum. Listasafn ASÍ er að Grensásvegi 16. (Fréttatilkynning). Morgunblaðið/Kr.Ben. Nýja húsnæði Landsbankans í Grindavík í smíðum. Fremst á mynd- inni er sá hluti hússins sem afgreiðslusalurinn er f. þrfnSlingífÍrleg^6'08111 * húsnæði bankans en l)ar ern
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.