Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 Skýringar Verzlunarbankans á því að hætt var við sameiningn: Hag hluthafa betur borgið á þann hátt Verzlunarbankinn ákvað eins og kunnugt er að draga sig úr viðræðum um sameiningu Iðnað- arbanka, Verzlunarbanka og Utvegsbanka. I Morgunblaðinu i gær var skýrt frá því hveijar ástæður hefðu legið að baki þess- ari ákvörðun stjórnenda Verzl- unarbankans. Hér á eftir verður birt í heild fréttabréf Verzlunar- bankans til hluthafa bankans, þar sem sjónarmið bankans eru skýrð: „í síðasta Fréttabréfi til hluthafa, sem kom út 10. desember sl., var í stórum dráttum rakin sú umræða um endurskipulagningu bankakerf- isins, sem hófst í desember 1985, þegar viðskiptaráðuneytið sendi bankastjórninni álit bankamála- nefndar. í framhaldi af áliti bankamálanefndarinnar hafði við- skiptaráðherra í ágúst 1986 falið bankastjóm Seðlabankans að skila greinargerð og tillögu um „Endur- skipulagningu bankakerfisins og lausn á íjárhagsvanda Útvegs- bankans“. Tillaga Seðlabankans var birt 10. nóvember 1986 og fólst í því, að stofnaður yrði nýr hlutafé- lagsbanki með samruna Útvegs- banka, Iðnaðarbanka og Verzlunar- banka og væntanlegri aðild sparisjóða og einstaklinga. Mál þessi hafa síðan verið rædd ítarlega á fjölmörgum fundum þess- ara aðila eins og vikið var að í síðasta Fréttabréfi og staðið allt fram í þriðju viku í janúar 1987. Lögð hefur verið mikil vinna í að kanna sem flestar hliðar málsins og hafa ýmsir sérfræðingar bank- anna, endurskoðendur þeirra og ýmsir aðrir komið þar við sögu. Arni Gestsson formaður bankaráðs- ins og Höskuldur Olafsson banka- stjóri hafa tekið þátt í þessum viðræðum frá upphafi. Einnig hefir Guðmundur H. Garðarsson banka- ráðsmaður tekið þátt í sumum fundanna. Þá hafa bankaráðsfundir verið mjög tíðir því aliir bankaráðs- menn hafa verið með í ráðum. í framhaldi af umfjöllun banka- ráðs um rnálið á funaum sínum þann 9. og 15. janúar sl. var Seðla- banka íslands send svohljóðandi ályktun: „Með vísan til umræðna, sem fram hafa farið á vegum Seðla- banka íslands um hugsanlega stofnun nýs hlutafélagsbanka með samruna Útvegsbankans, Iðnaðarbankans og Verzlunar- bankans, og á grundvelli þeirra gagna, sem lögð hafa verið fram um stöðu Útvegsbanka íslands, ályktar bankaráð að ekki sé grundvöllur fyrir frekari umræð- um af hálfu Verzlunarbankans. Því hefír bankaráðið á fundi sínum þann 9. janúar 1987 ákveðið að draga sig út úr frek- ari viðræðum um þetta mál og felur formanni og bankastjóra að tilkynna Seðlabanka og Iðnað- arbanka þessa niðurstöðu sína.“ Þessi tillaga var einróma sam- þykkt. Alyktanir Verzlunarbankans og Iðnaðarbankans um stofnun nýs hlutafélagsbanka voru kynntar formlega á lokaviðræðufundi þess- ara aðila með Seðlabankanum þann 19. janúar 1987. í framhaldi af því var fjölmiðlum send svohljóðandi fréttatilkynning frá Verzlunar- bankanum: „Undanfarna tvo mánuði hefír Verzlunarbanki íslands hf. tekið þátt í viðræðum um hugsanlega stofnun nýs hlutafélagsbanka með sameiningu Iðnaðarbanka, Verzlunarbanka og Útvegs- banka. Eftir ítarlegar umræður og ná- kvæmar athuganir, sem meðal annars byggja á gögnum, sem lögð hafa verið fram um stöðu Útvegsbanka íslands, hefír bankaráð einróma komist að þeirri niðurstöðu, að af hálfu Verzlunarbanka íslands hf. sé ekki grundvöllur fyrir að gerast þátttakandi í nýjum banka þeirr- ar gerðar, sem hugmyndir voru um. Bankaráð Verzlunarbanka íslands hf. hefír því ákveðið að draga sig út úr umræddum við- ræðum og hefír tilkynnt Seðla- banka Islands og Iðnaðarbanka íslands hf. þá ákvörðun." Eins og við sögðum í síðasta Fréttabréfi til hluthafa hafði Verzl- unarbankinn mótað sér þá stefnu í endurskipulagningarmálum banka- kerfisins, að við værum tilbúnir að taka þátt í þeim viðræðum. Niður- staða þeirra viðræðna myndi þó alfarið ráðast af þeim kostum, sem kynnu að vera fyrir hendi, og við myndum meta þá eingöngu út frá viðskiptalegu og bankalegu sjónar- miði, þar sem hagur hluthafa, starfsfólks og viðskiptamanna yrði hafður að leiðarljósi. Athuganir sýndu vissulega, að hægt yrði að ná töluverðri rekstrar- legri hagkvæmni við sameiningu þessara þriggja banka að gefnum ákveðnum forsendum. Starfs- mannaþörf slíks sameinaðs banka væri um það bii 30% lægri en núver- andi fjöldi starfsmanna bankanna þriggja. Einnig væri hægt að fækka afgreiðslustöðum og selja fasteign- ir. Inniánsfé í bönkum er að mestu óbundið og ekki vitað hve miklum hluta innlánsfjárins hinn nýi, sam- einaði banki kynni að halda. Útlán eiu aftur á móti samningsbundin. I greinargerð Seðlabankans um út- lánasamsetningu bankanna þriggja segir meðal annars, að bankarnir þrír hafi lagt fram sundurliðaða skýrslu um skuldbindingar við- skiptamanna sinna, er færu yfir 20 milljónir. Var þess jafnframt getið, ef endurskoðendur bankanna teldu rétt að afskrifa eitthvað af þessum skuldum ef innheimta þeirra reynd- ist vafasöm. Að sjálfsögðu var engra nafna getið en atvinnugrein þeirra nefnd samkvæmt leyfi við- skiptaráðuneytisins. Skýrslan um útlán Útvegsbankans náði til 63 HLUTFALL EINSTAKRA RÁÐUNEYTA í GJÖLDUM A-HLUTA R/K/SSJÓÐS Á ÁRINU 1986 Fjarlaga- og hagsyslust.p% (5j6) Æösta stjorn rikisins 0<8% (03) Forsætisraöuneyti& 0.5% (0.5) RikisendurskoðunO.1% (OJ) Hagstofa Islands0.1%(0.1)_ Viöskiptaráðuneytiö: IÖnaöarráöur»eytiÖ3.4% (< Samgönguráöuneytió 75% (84) Fjármálarábuneytiö 33% (35) Menntamalaraöuneytiö 15.9% 163 Tölur frá 1985 innan sviga Heilbr. og tryggingamálaráðuneytið 36.9% (36.8) Utanrikisraöuneytiö 1.2% (1.1) Landbunaðarraðuneytið 4.6% (4 2) Sjavarutvegsraðuneytið 2.6% (31) Doms- og kirkjumalaraöuneytið 4.8% (5.5) Félagsmalaraöuneytiö 4,6% (5.4) HLUTFALL EINSTAKRA TEKJUFLOKKA í HEILDAR TEKJUM A-HLUTA RÍKISSJÓÐS Á ÁRINU 1986 Óbeinir skattar. arðgreiðslur 11,0% (5,7) Skattar af bifreiðum 1.7% (1,6)« Ymsir skattar af framl. og þjónustu 8,5% (10,6) Hagnaöur ÁTVR 6,4% (6,9) Skattar af launagreiöslum ^0% (7,2) Tölur fra 1985 innan sviga Tekju- og eignarskattar 13,4% (11,4) Aörirbeinirskattar 1,0% (1,0) Gjöld af innflutningi 13,2% (15,8) Sölu- og orkujöfnunargj. 37,8% (39,8) Afkoma A-hlutaríkissjóðs 1986 Rekstrarhallinn 505 milljónmn kr. lægri en árið 1985 TEKJUR ríkissjóðs námu alls 38.235 milljónum króna á liðnu ári á móti 40.111 milljóna króna gjöldum. Þessar upplýsingar koma fram í fréttatilkynningn frá fjármálaráðuneytinu, og er hún birt hér á eftir í heild: Greiðsluafkoma A-hluta ríkis- sjóðs í árslok 1986 að meðtalinni hreyfíngu við Seðlabanka Islands var jákvæð um 725 milljónir króna, en var í árslok 1985 mæld á sama hátt neikævð um 1.107 milljónir króna. Greiðsluafkoma er því betri á síðasta ári sem nemur 1.832 millj- ónum króna. Rekstrarafkoma A-hluta ríkis- sjóðs á greiðslugrunni sýnir gjöld umfram tekjur að íjárhæð 1.876 milljónir króna. A árinu 1985 voru gjöld umfram tekjur 2.381 milljón króna. Rekstrarafkoma A-hluta ríkissjóðs hefur því batnað um 505 milljónir króna frá fyrra ári. Greidd gjöld námu 40.111 millj- ónum króna sem er 10.851 milljón króna hærri fjárhæð en á árinu 1985 eða hækkun um 37%. Inn- heimtar tekjur námu 38.235 millj- ónum króna sem er 11,346 milljónum krnoa hærri fjárhæð en á árinu 1985 eða hækkun um 42%. Heildarlaunagreiðslur A-hluta ríkissjóðs á árinu 1986 námu 10.460 milljónum króna, sem er 2.906 milljónum króna hærri fjár- hæð en á árinu 1985 eða hækkun um 38,5%. Rekstrarafkoma A-hluta ríkis- sjóðs sem hlutfall af gjöldum í árslok 1986 var neikvæð um 4,7% í samanburði við 8,1% á árinu 1985. Síðan 1978 hefur rekstrarafkoman verð lakari árin 1983 og 1985. Á þessu árabili var rekstrarhalli á A-hluta ríkissjóðs á árunum 1978 til 1980 og eins á árunum 1983 og 1985. Lána- og viðskiptareikningar sýndu innkomið fé umfram útgreitt að fjárhæð 2.601 milljón króna. Á árinu 1985 sýndu sömu reiknings- flokkar inngreiðslu umfram út- greiðslur að fjárhæð 1.264 milljónir króna. Eftirfarandi tafla sýnir niður- stöður ofangreindra þátta ríkisfjár- <4%- REKSTRARAFKOMA A-HLUTA RÍKISSJÓÐS á greidslugrunni sem hlutfall af gjöldum. -2 — 1978 1973 IflfiQ I I 1981 -3,1 ■ I 1983 1981 1982 -<4% 1985 1986 --2 - -8 -8% Hækkun Áætlun Frávik Heimildir Frávik Reikningur milli júlí frá sbr. Iög frálögum Fjárh. 1 mkr.__________1986 1985 ára 1986 áæUun nr. 3/1986 nr, 8/1986 Gjöld 40.111 29.260 37% 39.177 2% 36.830 8,9% Tekjur 38.235 26.889 42% 37.000 3% 35.344 8.2% Gjöldumframtekjur 1.876 2.371 2.177 1.486 Lána/viðskiptareikn. nettó 2.601 1.264 2.177 1.506 Greiðsluafgangur 725 (1.107) 0 20 mála samkvæmt yfirlitum frá ríkisbókhaldi í árslok 1986. Jafn- framt er sýndur samanburður við áætlanir um afkomu ársins 1986. Annars vegar vegna ráðstafana í ríkisíjármálum skv. 1. nr. 3/1986 og hins vegar endurskoðun áætlun- ar sem gerð var um mitt ár 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.