Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 47 Kristín B. Borgþórs- dóttir — Kveðjuorð um parta af Hvítá hvert sumar og þeir höfðu húsnæði og fæði hjá ungu hjónunum í nýja húsinu, sem á þeim tíma var nefnt Laugarhóll, eftir litlum hól við bæinn, en rétt fyrir neðan hlaðvarpann var heit laug. Seinna var bærinn nefndur Laugarholt. Ég tel mig þó ævinlega hafa verið í sveit á Laugarhóli eins og bærinn var nefndur þau þijú sumur sem ég var þar léttadrengur. Bjöm Blöndal var sonur Jóns Blöndals, sem verið hafði læknir í Stafholtsey, dmkknaði í Hvítá, og kunni móðir mín að segja mér sögu af þeim lækni, þegar hann dró úr henni tönn ungri. Hann gékk til hennar þar sem hún beið og bað hana að leyfa sér að sjá tönnina, en hún hafði ekki fyrr opnað munn- inn en hann hafði skellt tönginni (sem hann hafði falið í lófa sínum) á tönnina og dregið hana úr án þess hún hefði nokkum tíma til að átta sig fyrr en allt var um garð gengið. Hann hlýtur því að hafa verið snöggur í hreyfingum, þegar því var að skipta, en þannig var Bjöm einmitt sjálfur. Mikil and- stæða við hann þótti mér Sigfús Blöndal bókavörður, frændi hans, sá sem orðabókin er kennd við, en hann kom eitt sumarið ásamt seinni konu sinni, Hildi, og þau vom þarna líklega í nokkra daga. Sigfús var ákaflega virðulegur og nokkuð stór og hægur í hreyfingum, fínnst mér hafa verið, en auðvitað sé ég þetta með augum drengsins sem þá var, og langt er nú um liðið. Vel getur það hafa verið eftir þessa heimsókn eða meðan á henni stóð sem hús- bóndi minn léði mér bók eftir þennan frænda sinn. Hún hét Drottningin í Algeirsborg og var langur kvæðabálkur um Tyrkjarán- ið eða réttara sagt íslenska konu sem rænt hafði verið. Mér þótti skáldverkið áhrifamikið, en þyngslalegt nokkuð, enda var þetta ekki beinlíns lesefni fyrir börn. En Bjöm lánaði mér fleiri bækur að lesa og fyrir það hef ég ævinlega verið honum þakklátur. Það var nú að vísu einn enskur reyfari, sem ég held að hafi ekki verið ýkja merkilegur, en gat feng- ið hárin til að rísa á höfði manns af spenningi. En þama vom fleiri bækur sem Bjöm benti mér á, að ég gæti lesið, ef ég vildi, svo sem Sögur herlæknisins eftir Topelius og Ævintýri og sögur eftir H.C. Andersen. Ég hætti við Sögur her- læknisins eftir að hafa byijað á þeim, komst ekki á sporið en varð þeim mun hugfangnari af ævintýr- um Andersens. Þar hlaut einnig snilldarleg þýðing Steingríms að vekja tilfínningu nu'na fyrir góðu íslensku máli. En á heimilinu var líka móðir Jómnnar og hún kenndi mér kvæði og lét mig lesa fyrir sig, svo ég hlaut ekki aðeins þroska í starfi þau sumur sem ég var í vist hjá þeim hjónum, heldur menntaðist ég líka og þroskaðist andlega. Og ég lærði að láta mér þykja vænt um lítinn dreng sem ég þurfti stund- um að annast. Það var frumburður hjónanna. Og allir á þessu heimili vom mér góðir. Þess er mér skylt að minnast nú, þegar Bjöm er allur. Bjöm Blöndal var glaðlyndur maður og skemmtilegur, en helst til mikill fuglaveiðimaður fyrir ung- an dreng sem þurfti að vera með honum á ferðum hans, en einnig það var ný lífsreynsla, og gaman var að heyra Bjöm segja frá ýmsu því sem náttúmnni viðkom, fuglum og blómum, því hann var fróður vel, en. mest var gaman að heyra hann segja ýmsar kátlegar sögur. Það var hans sérgrein. Bjöm var vel fær í að tala ensku, hann fór jafnan með þeim hvem morgun, Englendingunum tveimur, og var þeim til aðstoðar við laxveiðina, og hann snæddi alltaf með þeim í sér- stöku herbergi þær krásir sem Jómnn bjó til handa þeim og mið- aði við þeirra smekk. Þá var oft glatt á hjalla, meðan snætt var, og ekki annað að heyra en Björn kynni vel að skemmta gestum sínum á enska tungu með skoplegum sög- um. Oft er það svo um menn, sem gæddir em slíkri frásagnargleði, að þeir hafa ekki hæfileika til rit- starfa, þar sem maðurinn er einn með sjálfum sér, hefur enga áheyr- endur, en verður að leitast við að hnitmiða og fága mál sitt. Það sýndi sig þó, að þennan hæfileika hafði Björn Blöndal, því hann gerðist rit- höfundur á miðjum aldri, gaf út Hamingjudaga 1950 og síðan hveija bókina af annarri, og ekki gat það farið framhjá neinum sem vit hafði á, að höfundurinn kunni að skrifa af listfengi og bar djúpa virðingu fyrir íslenskri tungu, enda urðu bækur hans vinsælar, hvort sem um var að ræða skáldlegar frásagnir eða lýsingar á vatnsföll- um Borgarfjarðar sem Bjöm þekkti hvetjum manni betur. En þann mikla gáska sem í honum bjó lesa menn ekki af bókum hans, hnyttni hans og skopstíl þekkja þeir einir sem heyrðu hann á góðu dægri segja sögur af skrítnum körlum í Borgarfirði. Og þegar ég kasta á hann nokkrum kveðjuorðum, er mér Ijúft að hugsa mér, að hann hafi nú hitt einhveija af þessum körlum sem hann kunni svo snillilega að segja frá, og að þeir geti brosað saman. Jórunni sendi ég hugheila samúð mína og konu minnar. Jón Óskar Fædd 18. september 1926 Dáin 15. janúar 1987 Það var bjartur vetrarmorgunn þann 15. janúar eða eins og þeir gerast fegurstir í Neskaupstað. Fjöllin spegluðust í fírðinum og sólin gyllti efstu fjallatoppana. Þá kom helfregnin. Hún Kristín okkar er dáin. Það var sem allt myrkvað- ist og fyrsta hugsunin var, það getur ekki verið. Það var svo ótrú- legt að þessi glaða og orkuríka kona væri fallin fyrir manninum með Ijáinn löngu fyrir aldur fram. Ég ætla ekki að rekja æviferil Kristínar heitinnar, það verða aðrir til þess, sem betur til þekkja. Mig langar bara að þakka henni fyrir þann tíma sem við þekktumst og unnum saman. Hún fluttist hingað í Neskaupstað með manni sínum og dóttur árið 1981. Haustið 1984 kom hún til starfa í Hótel Egilsbúð og þá lágu leiðir okkar saman. Dagfar Kristínar einkenndist af elju og atorku og alveg einstakri skyldurækni, bæði á vinnustað og heima fyrir. Heimili sitt og §öl- skyldu annaðist hún af svo mikilli kostgæfni að sjaldgæft má teljast. Hún var ein af þeim manneskjum sem gleymist ekki þeim sem þekktu hana. Ég vil með þessum fátæklegu kveðjuorðum votta eftirlifandi eig- inmanni hennar, Guðmanni, dóttur þeirra, Báru, svo og börnum hennar af fyrra hjónabandi, tengdabörnum og barnabörnum mína dýpstu sam- úð. Megi guð styrkja þau og styðja í sorginni. „Drottinn blíður bregst ei mér, bijóst nær kvíðinn þreytir. Reynslutíðin fram hjá fer, frið hann síðan veitir." (Brynjólfur frá Minna-Núpi). Sjöfn Magnúsdóttir Wterkurog Ll hagkvæmur auglýsingamiðill! fttetgtmlilfifrifc UM HELGINA í HEKLUBÍLASALNUM LAUCAVEC1170 - LAUGARDAG OC SUNNUDAG KL. 13-17 KYNNUM SÉRSTAKLEGA MITSUBISHI LANCER SkUtbíU með sítengt aldrif— BUIinn sem beðið er eftir. rance rover vogue með nýtt yfirbragð. ffl HEKLA HF Laugavegi 170-172 Sími 695500 Kynning á sykurskertu sítrónu Auöi r AUDI80 — Þýski gæðingurinn með gullstýrið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.