Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
24.tbl. 75. árg.
Friðar-
áskorun
hafnað
Teheran, Reuter, AP.
ALI Khamanei, forseti írans,
vísaði í gær á bug áskorun þeirri,
sem samþykkt var á fundi
íslömsku ríkjanna í Kuwait, um
að endi yrði bundinn á stríðið
við Irak.
Samtímis skýrði útvarpið í Teher-
an frá því, að íranir hefðu náð
nýjum landsvæðum á sitt vald við
borgina Basra eftir harða bardaga,
þar sem yfir 2000 íraskir hermenn
hefðu verið felldir eða teknir til
fanga.
Haft var eftir heimildum í banda-
ríska utanríkisráðuneytinu í gær,
að um 45.000 íranskir og um
20.000 íraskir hermenn hefðu fallið
eða særzt, síðan bardagar hófust
um borgina Basra í desember sl.
Var talið, að íranir héldu enn 5
km2 landsvæði, sem þeir náðu á
sitt vald fyrir austan Basra fyrir
einni viku, en annars staðar á þessu
svæði hefðu íranir orðið að hopa
undan áköfum gagnárásum íraka,
einkum síðustu daga.
FOSTUDAGUR 30. JANUAR 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fundur 5
helztu iðn-
ríkjanna ?
Washington og Frankfurt, Reuter, AP.
SÁ orðrómur komst á kreik í
Japan í gær, að fulltrúar fimm
helztu iðnríkja heims hygðust
koma saman i Paris strax i næstu
viku til þess að reyna að koma á
meira jafnvægi i peningamálum
í heiminum og finna leiðir til
þess að stöðva frekara fall
bandariska dollarans.
Bruce Smart, aðstoðarviðskipta-
málaráðherra Bandaríkjanna sagði
í gær, að Japanir stæði frammi
fyrir mikilli efnahagskreppu, ef þeir
breyttu ekki um stefnu í efnahags-
málum. Þeir yrðu að leggja sitt af
mörkum til að efla efnahagslíf anh-
arra þjóða.
í Vestur-Þýzkalandi var það haft
eftir efnahagsmálasérfræðingum í
gær, að sflækkandi gengi dollarans
væri farið að hafa afar neikvæð
áhrif á efhahagslíf þar í landi. Svo
kynni að fara að hagvöxtur yrði
nánast enginn þar á þessu ári, ef
ekkert yrði að gert til að stöðva
fall dollarans. Stjómvöld í Vestur-
Þýzkalandi hafa gert ráð fyrir því,
að þar verði hagvöxtur um 2,5% á
árinu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Farmannadeilan enn óleyst
Ríkissáttasemjari lagði i gær fram miðlunartillögu í farmannadeilunni. f atkvæðagreiðslu deiluaðila
i gærkvöldi var tillagan felld nær einróma. Myndin er tekin er sáttasemjari, Guðlaugur Þorvalds-
son, tilkynnir þá niðurstöðu. Sjá nánar á baksíðu
Marcos hugðist
snúa aftur heim
Þota beið tilbúin á flugvellinum í Honolulu
Manilla, Reuter, AP.
FERDINAND Marcos, fyrrverandi forseti Filippseyja, hugðist snúa
aftur frá Hawaii til heimalands síns i fyrrinótt, eftir að uppreisnartil-
raun var gerð gegn Corazon Aquino forseta og stjórn hennar. Var
þetta haft eftir Teodor Benigno, talsmanni Aquino, i gær. Sagði hann,
að aðalræðismaður Filippseyja í Honolulu hefði komið í veg fyrir áform
Marcosar.
þar sem „hættuástand ríkir nú í
heimalandi mínu. Mér er hins vegar
meinað að stíga upp í allar flugvél-
ar, sem fljúga til Filippseyja."
Þota af gerðinni Boeing 707 beið
tilbúin á flugvellinum í Honolulu og
átti hún að flytja Marcos og Imeldu
konu hans auk fylgdarliðs þeirra til
Filippseyja. Voru þau tilbúin til brott-
ferðar, er tveir fulltrúar bandaríska
utanríkisráðuneytisins, Carl Taylor
og Elwood J. Macguire, komu til
heimilis þeirra og stóðu þar við í
hálfa klukkstund.
Haft var eftir verzlunareiganda í
Honolulu, sem selur m. a. herfatnað,
að Imelda hefði keypt hjá honum
alls konar fatnað svo sem herstígvél
fyrir um 2000 dollara (tæpl. 80.000
ísl. kr.). Síðar hefði það sézt til
lífvarða Marcosar, að þeir voru
komnir í herbúninga líkt og þeir
væru að búa sig undir orrustu.
Salvador Laurel, varaforseti
Filippseyja, sagði í útvarpsviðtali í
gær, að tekizt hefði að koma í veg
fyrir, að Marcos stigi um borð í flug-
vélina og héldi til Filippseyja. Sagði
hann, að bandaríska utanríkisráðu-
neytið léti nú fylgjast náið með ölium
ferðum Marcosar.
í gærmorgun gáfust síðustu upp-
reisnarmennirnir upp, er þátt tóku í
valdaránstilrauninni á Filippseyjum.
Voru þeir fluttir í hópferðabflum
burt frá sjónvarpsstöð þeirri í Man-
Marcos skýrði sjálfur fréttamönn-
um í Honolulu svo frá, að tveir
bandarískir embættismenn hefðu
komið á heimili hans þar og gefíð
honum þau fyrirmæli að fara ekki
frá Hawaii. Sagði Marcos, að farið
væri með sig sem „fanga", en hann
hefði hug á því að snúa aftur heim,
Hótuðu
að lífláta
fjóra gísla
Beirút.^Reuter, AP.
SAMTÖKIN „Heilagt stríð fyrir
frelsun Palestínu" hótuðu því í
gærkvöldi að myrða fjóra gisla
í Líbanon — þijá Bandaríkja-
menn og einn Indveija — ef
Bandaríkjamenn gripu til hern-
aðaraðgerða gegn samtökunum.
Ekki var greint frá þvi, hvar
slíkra hernaðaraðgerða af hálfu
Bandaríkjamanna væri að vænta.
Tilefni þessarar hótunar er talin
sú, að Bandaríkjamenn hafa sent
flugmóðurskip nálægt Líbanon og
fimm önnur herskip til Persaflóa.
Hafa þau tekið sér stöðu ekki fjarri
bardagasvæðunum á strandlengj-
unni milli írans og íraks.
illa, sem þeir höfðu haft á valdi sínu.
Enda þótt þessi uppreisn hafi verið
kveðin niður, þá er hún talin fela í
sér mestu ógnun við stjóm Aquino
forseta til þessa. Sjálf lýsti hún því
yfir í gær, að hún myndi taka hart
á uppreisnarmönnum og láta leiða
þá fyrir herrétt.
Uppreisnin á Filippseyjum var endanlega brotin á bak aftur í gær-
morgun, er allir þátttakendurnir í henni höfðu gefizt upp. Þessi
mynd var tekin nokkru áður og sýnir þijá úr hópi uppreisnarmanna
á þaki sjónvarpsstöðvarinnar í Manilla, en stöð þessari náðu uppreisn-
armenn á sitt vald i upphafi valdaránstilraunarinnar.
Aragrúi af Græniands-
sel við Noregsstrendur
nnrclror 1/rnnin* furir buom col
- Sljórnvöld íhuga ráðstafanir
Osló, Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins.
NORSKA sjávarútvegsráðu- allt suður á Skagerrak.
neytið er hlynnt því, að gripið
verði til ráðstafana til að fækka
sel. Einnig hefur það til athug-
unar að lengja selveiðitímann,
að því er Gunhild Öyangen
landbúnaðarráðherra upplýsti
í Stórþinginu í gær.
í fjarveru sjávarútvegsráðherr-
ans svaraði Gunhild Öyangen
einnig fyrirspumum tveggja þing-
manna um aðgerðir hins opinbera
gegn selafárinu við strönd Mið-
og Norður-Noregs.
Aragrúi af Grænlandssel hefur
komið upp að Noregsströndum
síðustu vikur, allt frá Finnmörku
til Hörðalands. Slær fjöldinn öll
met frá því rétt eftir aldamót, en
1902 og 1903 náðu selagöngumar
Öystein Wiig, haffræðingur hjá
hafrannsóknastofnuninni í Björg-
vin, segir, að það sé Grænlands-
selur frá svæðunum í kringum Jan
Mayen sem nú hópast til Noregs.
Selurinn veldur hundruðum sjó-
manna gífurlegu veiðarfæratjóni,
og dauðir selirvalda mikilli meng-
unarhættu. Ástandið er svo
slæmt, að selurinn hefur jafnvel
gengið á land og stöðvað umferð
á einstöku strandvegi.
í sjávarútvegsráðuneytinu er
nú verið að vinna að áætlun um
að bæta sjómönnum tjónið. Búist
er við, að hafður verði á svipaður
háttur og í fyrra, en bótagreiðslur
nái til fleiri rétthafa og sunnar. í
fyrra vom greiddar allt að 400
norskar krónur fyrir hvem sel,
sem færður var á land eftir að
hafa gert usla í netum. Fjárveiting
til þessa nam 1,7 millj. n. kr. og
varð fljótt uppurin.
Wiig haffræðingur segir, að
selurinn, sem hér um ræðir, sé
að langmestu leyti ung dýr í ætis-
leit. Þegar dýrin verða kynþroska,
halda þau aftur í átt að ísjaðrinum
við Jan Mayen. Þannig er ljóst,
að Norðmenn verða að sitja uppi
með þennan vanda mánuðum
saman. Wiig segir, að flökkuselir
þessir skipti tugum þúsunda.
Jafnvel Grænfriðungar velta nú
fyrir sér, hvort þeir eigi að styðja,
að gripið verði til grisjunar. Áður
en af því verður, vilja þeir láta
rannsaka, hver sé orsökin fyrir
ásókn selanna. Hver sem útkoman
verður, munum við aldrei sam-
þykkja Qöldadráp á dýrunum,
segir talsmaður Grænfriðunga.