Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987 Byggðastofnun: 77 milljónir til fimm fyrirtækja 1 sjávarutvegi STJÓRN Byggðastofnunar samþykkti í þessari viku lánveitingar að upphæð 77 milljónir króna til fimm fyrirtækja í sjávarútvegi. Lán- veitingarnar eru fyrst og fremst vegna vandkvæða á hráefnisöflun og til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Hæstu lánin fá Hrað- frystihús Grundarfjarðar, 30 milljónir króna vegna kaupa á skipunum Gauti GK og Skipanesi SH og Hraðfrystihús Keflavikur, 20 milljón- ir, til fjárhagslegrar eKdurskipulagningar. Hér fer á eftir frétt frá Byggða- Bjama Heijólfssyni á uppboði, stofnun um þessar lánveitingar og starfsáætlun þessa árs: Hinn 28. janúar 1987 hélt stjóm Byggðastofnunar 27. fund sinn. Helstu mál til ákvörðunar voru lán- veitingar og starfsáætlun stofnun- arinnar. Lánveitingar Vandkvæði í hráefnisöflun físk- vinnslunnar hafa skapast á hinum ýmsu stöðum á landinu vegna þess að skip hafa verið seld burtu eða fyrirsjáanlegt er að svo verði. A síðasta ári tók Byggðastofnun þátt í lausn slíkra vandamála á nokkrum stöðum. Enn em þó eftir útgerðar- staðir þar sem ástand er slæmt eða stefnir í óefíii. Til þess að leysa úr þeim málum sem hvað brýnust em vom eftirfarandi lánveitingar vegna skipakaupa samþykktar á fundin- um: 1. Hraðfrystihús Grundarfjarð- ar hf. 30 m.kr. Lánið er veitt til kaupa á tveimur skipum, Gauti GK-224, sem er 296 rúmlesta skuttogari, og Skipanesi SH-608, sem er 137 rúmlestir. Gmndarflörður missti skuttogar- ann Sigurfara n á uppboði 1985. Þessi lánveiting er að hluta tekin af 100 m.kr. erlendri lántöku sem tekin var sérstaklega á árinu 1985 og ætluð til að hjálpa stöðum til að halda skipum. 2. Hraðfrystihús Keflavíkur hf. 20 m.kr. Stjómin heimilaði forstjóra að lána fyrirtækinu eða hluthöfum þess til þess að koma í veg fyrir sölu togara fyrirtækisins frá Suður- nesjum. Þann 16. desember 1986 var samþykkt að lána fyrirtækinu 20,6 m. til fjárhagslegrar endur- skipulagningar. 3. Suðurvör hf. Þorlákshöfn 10 m.kr. Stjómin heimilaði forstjóra að breyta lánsloforði til Suðurvarar hf., Þorlákshöfn sem veitt var vegna kaupa á raðsmíðaskipi þann- ig að fyrirtækið geti keypt þrjú skip. Suðurvör hf. hefur nú yfírtek- ið rekstur Hraðfíystihúss Eyrar- bakka. Eyrarbakki missti á sínum tíma sinn hluta úr togaranum 4. Þorsteinn og Öm Erlingssynir sf. Keflavík 10 m.kr. Stjómin heimilaði forstjóra að lána til kaupa á 70—80 rúmlesta skipi sem gert verður út frá Suður- nesjum. Þaðan hafa mörg skip farið á undanfömum árum. 5. Straumnes hf. Patreksfirði 7 m.kr. Hráefnisskortur hefur háð rekstri fískvinnslu á Patreksfirði og staðurinn hefur misst burtu skip. Starfsáætlun 1987 Þá var á fundinum samþykkt starfsáætlun Byggðastofnunar fyr- ir árið 1987. Mikill hluti starfsemi Byggðastofnunar er dagleg önn sem ekki er gerð sérstök starfsáætl- un um. Þar fyrir utan berast stofnuninni verkefni sem ekki eru fyrirsjáanleg og sinna þarf. Forsæt- isráðuneytið og ráðuneyti atvinnu- málanna leita mikið til Byggða- stofnunar vegna athugana og úttekta á sínum sviðum en einnig önnur ráðuneyti; sveitarfélög og samtök þeirra og ýmsir aðrir aðilar. Mikilvæg verkeftii fyrir byggða- þróun sem stofnunin hefur áhuga á að vinna hafa þvi oft þurft að sitja á hakanum vegna aðkallandi vandamála. Áfram verður unnið að því að sinna flárhagslegri endurskipulagn- ingu fískvinnslufyrirtækja í sam- starfí við viðskiptabanka og Fiskveiðasjóð. Helstu verkefni sem unnin verða að beiðni forsætisráðuneytisins em tillögugerð um aðgerðir í framhaldi af skýrslu Byggðanefndar þing- flokkanna; úttekt á vanda verzlun- ar á landsbyggðinni; úttekt á rekstrarafkomu landbúnaðar á jað- arsvæðum; úttekt á útgerðarstöð- um sem höllustum fæti standa með tilliti til hugsanlegra aðgerða til að afla aukins hráefíiis eða á öðrum sviðum atvinnumála. Helstu verk- efni að beiðni annarra ráðuneyta eru þátttaka í nefndarstarfí vegna jarðgangagerðar og um skipulag sauðQárbúskapar. Unnið verður að athugun á möguleikum stofnunarinnar til að efla vöxt þjónustugreina og hvem Botnsskáli ■ S'Botnsdalur Mulafjall Brynjudalur Hugmynd að bru yfir Botnsvog og aðkeyrsiur beggja vegna. 2 km MorgunUaAð/ Gót Brú yfir Botnsvog VEGAGERÐ ríkisins hefur va- lið brúarstæði yfir Botnsvog í Hvalfirði frá Miðjanesi yfir í Þerney, að Þyrli. Brú yfir vog- ínn er 30% hagkvæmari en varanleg vegarlagning inn vog- inn samkvæmt útreikningum vegagerðarinnar. Að sögn Jóns Rögnvaldssonar tækniforstjóra Vegagerðar ríkis- ins er brú yfír voginn mun fysi- legri kostur en vegur, ekki síst með umferðaröryggi í huga. Gerð- ar hafa verið líffræðilegar athug- anir í voginum en samkvæmt áætlun vegagerðarinnar verða talsverðar uppfyllingar að brúar- hafinu. Með tilkomu brúarinnar mundi leiðin um Hvalijörð styttast um 6 km. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort af brúarsmíðinni verði. þátt stofnunin getur átt í ftekari umhverfisúrbótum í þéttbýlisstöð- um landsbyggðarinnar þegar lokið verður því átaki sem nú stendur yfír í lagningu bundins slitlags. Verkefni Byggðastofnunar á ein- stökum landsvæðum eru tvenns konar. Annars vegar er um að ræða verkefni sem unnin verða innan stofnunarinnar en hins vegar verk- efni sem unnin verða á hveijum stað fyrir sig af lausráðnum starfs- mönnum með stuðningi og undir stjóm stofnunarinnar í samráði við heimaaðiia. Það er markmið stofn- unarinnar að flest eða öll stað- bundin verkefni verði unnin sem næst vettvangi og er vinna á Út- Héraði og Vestfjörðum þegar hafin, á hvorum stað fyrir sig. Undirbúningur að opinberri þjón- ustumiðstöð á Akureyri mun fara fram hjá stofíiuninni sjálfri til að byija með. Undirbúningur á öðrum stöðum mun fylgja í kjölfarið. Úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur, Þar sem Djöflaeyjan rís Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir: Þar sem djöflaoyjan rís LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir næstkomandi sunnudag „Þar sem Djöflaeyjan rís. Leikritið er byggt á sögum Einars Kárasonar, Þar sem Djöflaeyjan ris og Gulleyjan, en Kjartan Ragnarsson hefur skrifað leikgerðina. Eijöflaeyjan verður sýnd í nýju leikhúsi sem Leikfélag Reykjavíkur hefur fengið fyrir starfsemi sína við Meistaravelli og hefur verið gefíð nafnið LR—skemman. Þessi nýja leikskemma er gömul birgða- skemma, braggar, og var áður í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur, síðar Granda. Braggamir hafa nú verið gerðir upp, þar hefur verið komið fyrir þægilegum áhorfenda- pöllum og annarri aðstöðu fyrir áhorfendur. í sjálfu sýningarrýminu hefur þess þó verið gætt að færa bragg- ann ekki í of nútímalegt horf, enda á verkið að gerast í gömlum bragga, og raunar er leikmjmd verksins, að ytra búningi, að mestu leyti bara bragginn „eins og hann kemur af sfeepnunni." Leikritið segir frá hjónunum Tomma og Lfnu, bömum þeirra, tengdabömum, bamabömum og öðmm sem þau hafa á sínu fram- færi. Eins og sögur Einars Kárason- ar, gerist leikritið á sjötta áratug þessarar aldar. Kjartan Ragnars- sonar hefur fléttað tónlist saman við söguþráðinn og em það að mestu leyti slagarar frá sjötta ára- tugnum. og hefur hann notið aðstoðar Jóhanns G. Jóhannssonar við tónlistarflutning. Leikmynd og búningar em í höndum Grétars Reynissonar. Tækni— og ljósastjóri er Egill Amason. Kjartan Ragnarsson er einnig leikstjóri sýningarinnar og leikend- ur em Margrét Ólafsdóttir, Guðmundur Pálsson, Hanna María Karlsdóttir, Margrét Ákadóttir, Harald G. Haraldsson, Edda Heiðr- ún Backmann, Guðmundur Ólafs- son, Helgi Bjömsson, Þór Tulinius og Kristján FYanklín Magnús. Á frumsýningardaginn, sunnu- daginn 1. febrúar, opnar veitinga- húsið Torfan nýtt veitingahús í nýinnréttuðu rými í skemmunni. Þar verður opið sýningardaga frá klukkan 18.00 til 01.00. Þar verður boðið upp á kræsingar bæði fyrir og eftir sýningar, auk þess sem hægt verður að kaupa léttar veit- ingar í hléi. Borðapantanir em á veitingahúsinu Torfunni í síma 13303. Hugmyndasamkeppni Álafoss hf.: Tíu prjónakonur hlutu verð- laun og viðurkenningar TÍU pijónakonur fengu viður- kenningu og verðlaun frá Álafossi hf. í gær fyrir hugmynd- ú* að peysum. Álafoss eftidi til hugmyndasam- keppni í nóvember sl. og skyldu þátttakendur skila inn handpijón- uðum peysum. Undirtektir vom góðar, því 99 peysur bámst og því ærinn starfí fyrir dómnefnd að velja úr þær 10 sem bestar þóttu. Ingjald- ur Hannibalsson, forstjóri Álafoss, sagði ástæðu þess að efnt var til slíkrar samkeppni vera þá, að nauð- synlegt væri að bregðast við minnkandi eftirspum eftir hand- pijónabandi. Það væri ein af mikilvægustu framleiðsluvömm Álafoss, en markaðurinn í Evrópu hefði dregist saman um 60% og um 40% í Bandarikjunum. Það yrði því að sýna að hægt væri að pijóna nýtískulegar og fallegar peysur úr bandinu. Davíð Sch. Thorsteinsson, for- stjóri Sól, Guðrún Gunnarsdóttir, hönnuður og Brynhildur Sverris- dóttir, starfsmaður Álafoss, skip- uðu dómnefnd. Þau skiptu hugmyndum eftir munstri og gerð og völdu loks tíu peysur. Átta kon- ur fengu viðurkenningar og tvær hlutu verðlaun. Fyrstu verðlaun Mor^unblaðið/Ární Sæberg Prjónakonumar, sem Alafoss veitti viðurkenningu og verðlaun i gær, brugðu sér í peysur sínar fyrir Ijósmyndarann. Þær eru f.v.: Auður S, Sigurðardóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Lizzý Baldvins- son, Halla Bergþóra Pálmadóttir, Helga Guðmundsdóttir, Sigrún Eldjára og Ásdís Ósk Jóelsdóttir, ásamt Ingjaldi Hannibalssyni for- stjóra Álafoss, sem heldur á peysu Höllu Einarsdóttur, sem var fjarverandi. Fyrir framan eru verðlaunahafarnir tveir, Guðrún Schmidhauser, sem hlaut 1. verðlaun, og Aðalbjörg Erlendsdóttir. vora ferð með ferðaskrifstofunni Atlantik til Mallorca um páskana og önnur verðlaun vom heigarferð til Amsterdam. Af þessum tíu peys- um verða sumar fiöldaframleiddar, en munstur annarra seld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.