Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 12
12__________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987_ Hvað er að gerast á myndbandamarkaðmum eftir Guðmund * Agústsson Eins og fram hefur komið í frétt- um var hinn 22. desember sl. lagt hald á 12 þúsund myndbönd með samræmdri aðgerð af hálfu lög- reglu í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og á Suðurnesjum. Með sams konar að- gerð var á 5 myndbandaleigum lagt hald á tæp þijú þúsund myndbönd hinn 14. janúar sl. Margar spurningar spretta af vörum fólks af þessu tilefni bæði varðandi lögmæti aðgerðanna og framkvæmd svo og um nauðsyn slíkra aðgerða. Tilgangurinn með grein minni er ekki sá að svara öll- um þeim áleitnu spurningum, sem vaktar hafa verið, heldur reyna að varpa ljósi á grundvöll aðgerðanna, reyna að skýra ástæður þær, sem liggja þeim að baki, og upplýsa, hvað raunverulega er að gerast á myndbandamarkaðinum. Með bréfi dómsmálaráðuneytis- ins dags. 9. desember 1986 var þess farið á leit við lögreglustjórann í Reykjavík, að eftirlitsátak skvldi gert með myndbandaleigum á höf- uðborgarsvæðinu auk Suðurnesja. Var honum falið að skipuleggja og hafa yfirumsjón með þeim aðgerð- um. Samkvæmt nefndu bréfi var tilgangurinn með aðgerðinni að hafa eftirlit með klám- og ofbeldis- myndum, tilvist verzlunarleyfa og bókhaldi myndbandaleiga. Þá kem- ur fram i bréfinu, að athugað verði í samráði við samtök rétthafa á íslandi, hvort höfundarlög hafi ver- ið brotin. A grundvelli þessa bréfs var eft- irlit stórlega hert og það ákveðið að því er virðist að kröfu fram- kvæmdastjóra og lögmanns sam- taka rétthafa að öll myndbönd, sem ekki bæru íslenzkan texta, skyldu tekin af leigunum, án tillits til þess, hver væri hinn raunverulegi rétt- hafi þeirra. Af þessu tilefni útbjó framkvæmdastjóri samtaka rétt- hafa leiðbeiningar til lögreglu- manna um útlit og gerð þeirra myndbanda, sem lagt skyldi hald á hjá myndbandaleigunum. Á íslenzkum myndbandamarkaði hagar svo til, að rétturinn til fjöl- földunar og dreifingar myndbanda er í höndum margra aðila. Flestir þessara íslensku dreifingaraðila eru í samtökum rétthafa, en nokkrir myndbandadreifendur standa fyrir utan samtökin. Flestir þeirra, er standa utan samtakanna, eru smáir utan einn, sem án efa er stærstur á markaðinum, með 20—25% af öllum útgefnum titlum. Fóru hinir síðargreindu aðilar eigi fram á, að hald yrði lagt á myndbönd, enda þeim ókunnugt um, að til aðgerða skyldi gripið með þeim hætti, sem raun varð á. I aðgerðinni var tekið jafnt efni þessara rétthafa sem og annarra rétthafa innan vébanda samtakanna, enda segir í þeim leið- beiningarreglum, sem lögreglunni voru afhentar, undirritaðar af fram- kvæmdastjóra samtaka rétthafa, að öll ótextuð myndbönd séu ólög- leg. Á myndbandaleigum eru einnig myndbönd, sem enginn íslenzkur rétthafi getur sýnt fram á, að hann eigi rétt á að fjölfalda og dreifa. I þeim tilvikum er rétturinn til dreif- ingar og fjölföldunar enn í höndum framleiðanda viðkomandi mynda. Mér er tjáð, að rneginhluti þeirra myndbanda, sem tekin voru af myndbandaleigunum með aðgerð- Guðmundur Ágústsson „Eðlilegt hefði því ver- ið, áður en til svo umfang'smikilla að- gerða kom og menn sviptir eigum, sem tald- ar eru metnar á nokkrar milljónir króna, að á brotið skyldi fyrst látið reyna fyrir dómstólum.44 um lögreglu, sé þess háttar myndbönd. Að því er talið er munu af þeim tólf þúsund myndböndum, sem hald var Iagt á með aðgerðum hinn 22. desember, hafa verið á bilinu 500—1000 klám- ogofbeldis- myndir, nokkur hundruð eftirtökur (kópíur), en afgangurinn ótextuð, innflutt myndbönd. Af þeim tíu til ellefu þúsund myndböndum er áætl- að, að í 20—25% tilvika, þ.e. tvö til þijú þúsund myndbönd, sé réttur- inn til dreifingar í höndum hinna íslenzku dreifingaraðila bæði innan og utan samtaka rétthafa. Af því, sem eftir stendur, þ.e.a.s. efni á myndböndum, sem enginn íslenskur aðili hefur samning til að fjölfalda og dreifa hér á landi, eru því um 7 til 8 þúsund af þeim 12 þúsund, sem hald var lagt á með fyrri aðgerð- inni. í síðari aðgerðinni mun lítið sem ekkert hafa verið af klám- og ofbeldismyndum, hins vegar örfáar eftirtökur, en mestmegnis efni, sem enginn hefur rétt til að fjölfalda og dreifa hér á landi. Ef athugað er nánar, hvaða myndefni er verið að taka af leigunum, kemur í ljós, að hið erlenda ótextaða efni er einkum barnaefni, sígildar kvikmyndir og alls konar sérefni s.s. íþróttaefni, tónlistarefni af ýmsu tagi, kennslu- efni og efni, sem íslenskir dreifing- araðilar hafa engan áhuga á 'að kaupa réttinn á og fjölfalda og dreifa hér á landi. Hver er réttarstaðan? ísland er aðili að tveim alþjóða- samningum um verndun höfundar- réttinda, Bernarsáttmálanum og Universal Copyright Convention, og hafa þeir báðir verið lögfestir hér á landi. Hinn fyrrgreindi á árinu 1971 og hinn síðargreindi árið 1956. Með aðild að samningum þessum skuldbatt íslenzka ríkið sig til að virða rétt höfunda í hinum aðildarríkjunum. Með því að lög- leiða sáttmála þessa, eins og hér hefur verið gert, ber íslendingum að virða rétt höfunda hinna aðild- arríkjanna. Sáttmálarnir leggja ekki aðrar skyldur á herðar aðildarríkjunum en að virða efni sáttmálanna og með lögfestingu þeirra, að aðild- arríkið skuldbindi þegnana af ákvæðum þeirra. Sáttmálarnir leggja sem slíkir engar skyldur á herðar einstökum aðildarríkjum að höfða mál á hendur þegnum sínum, gerist þeir brotlegir við einstök ákvæði samninganna. Telji erlendur höfundur, að á sér hafi verið brotið hér á landi, er það í hans valdi að leita réttar síns. Er honum þá rétt að vísa til sáttmálanna máli sínu til stuðnings, en hann verður eins og íslenzkir höfundar við rekstur málsins að fara eftir þeim réttar- farsreglum, sem á íslandi gilda um brot af þessu tagi. Eins og rakið var hér að framan var rétturinn til meirihluta þein-a myndbanda, sem tekin voru á myndbandaleigunum, í höndum ,er- lendra aðila. Þessir aðilar hafa ekki, svo vitað sé, kært eða farið fram á, að lögreglan geri átak í því, að myndbandaleigur á Islandi verði sviptar þeim myndböndum, sem þær eiga réttinn á að dreifa. Raun- ar hafa íslenzkir rétthafar eigi heldur kært myndbandaleigurnar vegna þeirra myndbanda, sem þeir hafa fengið réttinn á að fjölfalda og dreifa hér á landi. Hins vegar hafa samtök rétthafa lýst yfir að þau eða meðlimir þeirra komi til með að kæra, reynist eitthvað að þeim myndböndum, sem hald var lagt á með aðgerð lögreglu, vera ólöglegt. Eftir því sem mér virðist eru tvær leiðir tiltækar, svo að opinber rann- sókn geti farið fram á meintum höfundarréttarbrotum. Annars veg- ar kæri höfundur og þá eftir atvikum rétthafi („sá, sem misgert er við“) hina óheimilu notkun. á hugverkinu og hins vegar, ef telja má, að mikilvægir almannahags- munir krefjist opinberrar rannsókn- - arisji hér. 59, _gr. höfundalaga nr. 73/1972 sbr. breytingu á þeim lög- um frá 1984). Ef ofangreind túlkun fær staðizt virðist aðgerð lögreglu byggjast á hinu síðargreinda, að það séu mikilvægir almannahags- munir, að málið verði rannsakað af opinberum aðilum. Ef aðgerðir lögreglu eru taldar byggjast á hinu fyrrgreinda er ólíklegt annað en rétthafarnir hefðu þurft að sýna fram á réttmæti beiðni sinnar. Af orðalagi lagaákvæðisins verður ekki annað ályktað en að lögreglan hefði átt að krefjast þess að fá í hendur lista frá hveijum einstökum rétt- hafa bæði innlendum og erlendum yfir þau myndbönd, sem sá telur myndbandaleigurnar hafa ólöglega í útleigu, og síðan hver einstakur þurft að kæra sérstaklega þær myndbandaleigur, sem á markaðin- um eru og rannsóknin beindist að. Eigi verður fallist á þann skýringar- kost, að fyrst skuli farið í aðgerðina og síðan á grundvelli hennar athug- að, hvort kærugrundvöllur sé fyrir hendi á einstaka aðila og á þeim gögnum, sem lagt hefur verið hald á með lögregluaðgerðinni. Athuga verður í þessu sambandi, að í að- gerð lögreglu felst leit að sönnunar- gögnum vegna ætlaðs brots en ekki að með aðgerðinni sé verið að skapa grundvöll fyrir ákveðna aðila til að kæra, komi það í ljós, að á honum hafi verið brotið. Af ofangreindu verður því að telja, að aðgerðir lögreglu byggist á því, að mikilvægir almannahags- munir krefjist þess, að myndbönd þau, sem hald var lagt á með áður- greindum aðgerðum, verði gerð upptæk. Þótt líta megi þannig á, að innflutningur myndbanda til út- leigu á myndbandaleigum feli í sér brot á höfundarrétti, þá er dregið í efa, að það sé réttlætanlegt og krafa almennings, að til svo rót- tækra og umfangsmikilla aðgerða skuli gripið til upprætingar á þessu meinta broti. Eigi er ætlun mín að setjast í dómarasæti og meta hags- muni almennings, en eigi verður hjá því komist að draga í efa nauð- syn þessara aðgerða. Fallast má á aðgerðirnar að því er klám- og of- beldismyndir varðar, en ekki er varðar hin ótextuðu myndbönd. Að því er virðist voru hin fyrrgreindu myndbönd aukaatriði í aðgerð lög- reglunnar, slíkur var ákafinn við að hreinsa myndbandaleigurnar af ósómanum, er fólst í ótextuðu myndböndunum. Er hagsmunir al- mennings eru metnir verður ekki hjá því l.omist að athuga, hver sé á rannsóknarstigi hæfur að meta þessa hagsmuni og síðan, hver kem- ur til með að skera úr um þá hagsmuni að lokum. Ljóst er, að það eru dómstólar, sem eiga loka- orðið, en erfiðara er að gera sér grein fyrir, hver sé bær til að meta hagsmuni þessa á frumstigi. Telja verður þó, að það sé í höndum dóms- málaráðuneytisins. Athyglisvert er, að frá því að myndbandaleigur tóku til starfa hér á landi upp úr 1980 hafa innflutt ótextuð myndbönd verið á myndbandaleigunum til út- láns og ekki fyrr en nú hafa yfirvöld amast við þessum innfluttu mynd- böndum og útleigu þeirra. Hins vegar hefur einstaka rétthafi kært eða farið sjálfur í mál vegna ólög- mætrar fjölföldunar á einstökum myndum, sem sá hefur keypt rétt- inn á að fjölfalda og dreifa hér á landi. Svo vitað sé hafa dómstólar ekki fengið til umfjöllunar kæru- efni, sem rekið er á grundvelli verulegra almannahagsmuna. Eðli- legt hefði því verið, áður en til svo umfangsmikilla aðgerða kom og menn sviptir eigum, sem taldar eru metnar á nokkrar milljónir króna, að á brotið skyldi fyrst látið reyna fyrir dómstólum. Af hverju aðgerðir nú? Rétt er í tengslum við ofan- greinda umfjöllun að gera sér grein fyrir, hvað virkilega er að gerast á hinum íslenska myndbandamark- aði. FYá því myndbönd komu fyrst á markað hér á landi fyrir hartnær sex árum síðan hafa ótextuð mynd- bönd óhindrað verið flutt inn til landsins af myndbandaleigum og leigð almenningi. í upphafi var þessi leið sú eina, sem tiltæk var, en fljót- lega sáu ýmsir aðilar sér hag í því LÍÚ óskar tilboða í flot- búninga í öll f iskiskip Pantanir á 2.200 hafa þegar borizt, en búizt er við að alls verði þörf um 5.000 búninga LANDSAMBANDI íslenzkra út- gerðarmanna hafa nú borizt pantanir á um 2.200 flotbúning- um til notkunar um boð í islenzk- um fiskiskipum, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær. Inn- kaupadeild LÍÚ sendi um miðjan mánuðinn út bréf til félags- manna sinna, þar sem hún kynnti þá ákvöðrun sina að standa að útboði fyrir flotbúninga fyrir öll íslenzk fiskiskip. Stefnt er að því að opnun tilboða verði eigi síðar en fyrsta marz og búningarnir verði komnir um boð í skipin fyrir lok septembermánaðar næstkomandi. Gert er ráð fyrir þvi að útboðið nái til allt að 5.000 flotbúninga og verður það vænt- anlega stærsta einstaka pöntun slíkra búninga í heiminum til þessa. Gylfi Guðmundsson, forstöðu- maður Innkaupadeildar, sagði í samtali við Morgunblaði, að pantan- ir streymdu inn á hveijum degi og ætlunin væri að ýta við þeim, sem ekki hefðu sent inn pöntun í lok vikunnar. Hann sagði þetta mjög merkt framtak í öryggismálum sjó- manna og áhuginn væri eftir því. Flotbúningar kostuðu á venjulegum markaði 8.000 til 14.000 krónur, en væntaniega fengizt verðlækkun í svo stóru útboði. í bréfi innkaupastofnunar LÍÚ til félagsmanna segir, að vegna , hinna. jniklu. aósLysa,. sem. orðið. hafi við strendur landsins og á hafi úti síðustu vikurnar, hafi margir útvegsmenn talið rétt að búa öll fiskiskip út með flotbúningum fyrir hvern og einn í áhöfn. Það sé álit margra að flotbúningar séu eitt öruggasta hjálpartæki, sem völ sé á og tryggt geti björgun mannslífa úr sjávarháska. Vegna þessa hafi stjórn Innkaupadeildar samtakanna ákveðið að hlutast til um útboð. Ennfremur segir í bréfinu, að Á VEGUM Iðnþróunarfélags Suðurnesja er þessa dagana ver- ið að velja 24 fyrirtæki í verslun, iðnaði og þjónustu í sérstakt árs- námskeið sem gengur undir nafninu: Framfarasókn fyrir- tækja á Suðurnesjum. Námskeiðið hefst um mánaða- mótin febrúar-mars næstkomandi. Gerð er sú krafa að þátttakendur hafi lágmarksþekkirigu á bókhaldi og vilja og getu til að leggja á sig mikla vinnu. Fyrirtækið sem þeir koma frá þarf að vera í vexti eða .hafa. yaxtarmöguJeika..______ . þýðingarmikið sé að ein tegund verði fyrir valinu. Með því móti þekki sjómenn flotbúninginn og kunni að umgangast hann á grund- velli fyrri björgunaræfinga, þó þeir skipti um skipsrúm. Ennfremur verði eftirlit, viðhald og þjónusta auðveldari með þeim hætti. Tilboðin verða opnuð í viðurvist fulltrúa Siglingamálastofnunar, Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands, Sjómannasambands íslands, Slysavarnafélags íslands og LÍÚ og er áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Grunnhugmyndin með námskeið- inu er að auka þekkingu stjórnenda þeirra fyrirtækja sem hafa vaxtar- möguleika þannig að efla megi markvisst starfsemi fyrirtækjanna og skapa grundvöll fyrir ný störf. Námskeiðið tekur í heild þijá daga í mánuði allt árið. Kennsla fer fram annan hvern laugardag og síðan fara tveir hálfir dagar í verk- legar æfingar þar sem þáttakendur með aðstoð ráðgjafa leysa verkefni sem höfða beint til þarfa fyrirtækja þeirra. ___________________d&JBfU.___ Iðnþróunarfélag Suðurnesja: Námskeið fyrir fyrirtæki með vaxtarmöguleika Grindavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.