Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sfmi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Farmannadeilan Síðastliðin tvö til þrjú ár hefur ríkt meiri friður á íslenzkum vinnumarkaði en um langa hríð. Hagstæð ytri skilyrði, farsæl efnahags- stefna og þjóðarsátt á kjara- vettvangi hafa sett niður verðbólgu, sem fært hafði at- vinnuvegi þjóðarinnar að mörkum rekstrarstöðvunar, komið á sæmilegu jafnvægi í atvinnu- og efnahagslífí, eytt viðskiptahalla og aukið kaup- mátt ráðstöfunartekna. Nýlega gerðir samningar ASÍ og VSI mótuðu framhald friðar á kjaravettvangi. Þeir vóru gerðir á ábyrgð samn- ingsaðila. Ríkisvaldið hafði þó hönd í bagga. Niðurstöður heildarsamninga kostuðu ríkissjóð 1.800 m.kr. 1986 og kosta ríkissjóð líklega 3.000 m.kr. 1987 í minni skatttekj- um og auknum útgjöldum. Þanþol ríkissjóðs að þessu leyti er sennilega þrotið. Á tímabili horfði það illa í kjaradeilu útvegs- og físki- manna að stjómmálamenn, sumir hverjir, töldu ástæðu til að grípa inn í leikinn með lög- gjöf. I stað þess að grípa til bráðabirgðalaga, eins og oft hefur verið gert, var Alþingi kallað saman fyrr en áætlað var. Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, greip þá inn í framvindu mála með þeim hætti, að horfíð var frá lögþvingun. Þorsteinn sagði ekki fullreynt, hvort samningar tækjust, og virða ætti samningsrétt í lengstu lög, enda mikilvægt, að aðilar vinnumarkaðarins öxluðu sjálfír ábyrgð á samningum sín í milli. Samningar tókust síðan í kjaramálum fískimanna á nokkrum dægmm. Öðru máli gegndi um kjara- deilu útgerða og farmanna. Þar hafði lengi lítið þokast til réttrar áttar. í gærdag lagði sáttasemjari fram sáttatillögu, sem ganga átti til atkvæða í samtökum deiluaðila í gær- kveldi, án þess að samninga- nefíidir þyrftu fyrst um að flalla. Ekki var vitað um efnis- atriði sáttatillögunnar, þegar þessi orð eru saman sett, svo ekki er hægt að leggja dóm á þau. En vona verður að sátta- tillagan leiði þessa deilu, sem nokkur þvermóðska sýndist hlaupin í, farsællega til lykta. Ekki er hægt að loka augum fyrir því að deilan svarf illa að heildarhagsmunum, það er söluhagsmunum sjávarvöru á mikilvægustu mörkuðum okk- ar erlendis, ekki sízt á freð- fískmarkaði í Bandaríkjunum. Ef okkur tekst ekki að standa við sölusamninga á þessum mörkuðum, vegna þess að ekki er hægt að flytja freðfísk til kaupenda ytra, er hætt við að stærstu kaupendumir flytji viðskipti sín yfír á samkeppnis- aðila, til annarra fískveiði- þjóða, til dæmis Kanada- manna, sem leggja vaxandi kapp á Bandarílg'amarkað. Meta verður hinsvegar að far- menn gáfu vissa undanþágu til útflutnings á freðfíski á þennan mikilvæga markað. Hér verður ekki fjallað um ágreiningsefni farmannadeil- unnar. En samningsaðilar í deilu sem þessari verða að gera sér ljóst að samnings- rétti, sem vissulega verður að virða í lengstu lög, fylgir mik- il ábyrgð. Sú ábyrgð felst ekki sízt í því að virða heildar- hagsmuni. Og það eru þjóðar- hagsmunir að varðveita söluaðstöðu undirstöðugreinar atvinnulífs okkar, sjávarút- vegsins, á mikilvægustu mörkuðum hennar erlendis. Heildarsamningar ASÍ og VSÍ, sem eru skammt að baki, vóm gerðir í trausti þess, að þær starfsstéttir, sem síðar semdu, virtu þau höfuðmark- mið um hjöðnun verðbólgu og jafnvægi í atvinnu- og efna- hagslífí er höfð vóru að leiðar- ljósi. Meginmarkmið þessara samninga var að treysta til frambúðar ávinninga kjara- sáttarinnar, sem gerð var í febrúar á liðnu ári. Það er fyrst og fremst nauðsynlegt til þess að fyrirbyggja að kjarabætur, sem um semst, brenni ekki jafnharðan á báli verðbólgu, heldur verði varanlegar. Það er ekki síður nauðsynlegt til þess að skapa forsendur í þjóð- arbúskapnum til þess að byggja upp trausta, tækni- vædda atvinnuvegi, er risið geti undir batnandi lífskjörum í landinu. Þess vegna er mikil- vægt að tiltekin meginatriði verði virt af ríkisvaldi, vinnu- veitendum og einstökum starfsstéttum þjóðfélagsins. Andreas Schn íslensku óper eftirHalldór Hansen Það gerist ekki oft, að fram komi ungur söngvari, gæddur þvílíkum hæfileikum af Guðs náð, að þeir skipi honum svo til strax á bekk með fremstu listamönnum heims á sviði söngsins. Þetta gerðist þó rétt upp úr síðari heimsstyijöldinni, þegar Dietrich Fischer-Dieskau og Gérard Souzay skaut upp á himin frægðarinnar, hvor um sig svo sérstæður, að allur samanburður var í raun út í hött, en báðir svo ungir, að náttúrugáfan sjálf hlaut að ráða mestu. Og þetta gerðist aftur fyrir nokkrum árum, þegar Andreas Schmidt kom fram á sjónarsviðið og var svo til fullmótaður listamað- ur á þeim aldri, sem flestir eru að hefja átök við listagyðjuna. Andreas Schmidt er rejmdar einn af örfáum nemendum Fischer- Dieskaus og á það sameiginlegt með læriföður sínum að vera mótað- ur af hinni þýzku hefð og jafnvígur á ljóða- og óperusöng. Engu að síður er Andreas Schmidt svo sjálfstæður og skap- andi listamaður, að hann er einn af örfáum ljóðasöngvurum nútím- ans, sem hefur ekki orðið eins og endurómur af Fischer-Dieskau, heldur reynzt algjörlega frumlegur í list sinni eins og þeim einum er eðlilegt, sem þjóna sönggyðjunni af innri nauðsyn og geta ekiri verið endurómur af neinu öðru en innstu fylgsnum sinnar eigin sálar. Mér þykir líklegt, að þetta sé einmitt það atriði, sem heftir laðað ítalska hljómsveitarstjórann Carlo Maria Giulini alveg sérstaklega að Andreas Schmidt, en Giulini er sem kunnugt einn af andrikustu hljóm- sveitarstjórum samtíðarinnar og einn af þeim fáu raunverulegu inn- blásnu. Og vafalítið er það þetta atriði sem vakti athygli Fischer- Dieskau á Andreas Schmidt á sínum „Engu að síður er Andreas Schmidt svo sjálfstæður o g skap- andi listamaður, að hann er einn af örfáum ljóðasöngvurum nútím- ans, sem hefur ekki orðið eins og enduróm- ur af Fischer-Dieskau, heldur reynzt algjör- lega frumlegur í list sinni eins og þeim ein- um er eðlilegt, sem þjóna sönggyðjunni af innri nauðsyn og geta ekki verið endurómur af neinu öðru en innstu fylgsnum sinnar eigin sálar.“ tíma og veldur því að enn fleiri postular ljóðasöngsins sjá von framtíðarinnar, hvað þessa listgrein varðar, í Andreas Schmidt. Það nægir að minna á söngkonumar Elly Ameling og Christu Ludwig, svo að ég nefni einungis tvö nöfn, en mér er persónulega kunnugt um afstöðu þeirra. Svo skemmtilega vill til, að Andreas Schmidt er mikill aðdáandi íslands og hefur heimsótt landið oftar en einu sinni. Fyrsta sjón- varpsprógramm, sem hann söng á lífsleiðinni, var hjá íslenzka sjón- varpinu árið 1982, þegar hann var aðeins 22ja ára gamall og sama ár söng hann tvær einsöngskantötur eftir Bach í Hallgrímskirkju með hljómsveit og tveimur árum síðar var hann gestur Mótettukórs Hallgrímskirkju á vortónleikum í Andreas Schmidt söngvari. Kristskirkju í Landakoti. Og einhvem mun ef til vill reka minni til, að Andreas Schmidt söng undirbúningslaust og óforvarandi nokkur Schubert-ljóð í lok „Schub- ertiade“-tónleika austurríska píanóleikarans Jörg Demus á veg- um Tónlistarfélagsins í maí 1984, en Jörg Demus er einmitt einn af elstu og einlægustu aðdáendum Andreasar Schmidt, þó að tilviljun réði því þá, að þeir hittust hér á landi. Og loks nú gefst íslendingum tækifæri til að heyra Andreas Schmidt á sjálfstæðum einsöngs- tónleikum í íslenzku óperunni, Gamla bíói, mánudaginn 2. febrúar kl. 20.30 við undirleik Thomasar Palm. Á tónleikunum mun Andreas Schmidt syngja lög eftir Mozart, Beethoven og Schumann en uppi- Myndlist Bragi Ásgeirsson Ungur listamaður, Halldór Dungal að nafni, sýnir um þessar mundir verk sín í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg. Dungal hefur verið búsettur á Spáni í tæpan áratug en heimsækir þó heima- slóðir reglulega og er hreint ekki á því að setjast þar að fyrir fullt og allt. Dungal nam við MHÍ í einn og hálfan vetur, en hélt þá ekki út lengur að eigin sögn vegna þess að hann var ekki sáttur við þau sjónarmið, sem þá voru ríkjandi í skólanum og hugmyndafræðilegu listina (konseptið). Það er rétt, að þetta var erfiður tími, en hins vegar skal vfsað til þess, að engin einstefna ríkti þar né ríkir og nemendur eiga skilyrð- islaust að fá tækifæri til hvers konar tilrauna sem hugur þeirra stendur til, að loknu tilskildu und- irbúningsnámi. Hins vegar er þetta enginn leikskóli og á ei held- ur að kenna línudans. Dungal kaus ekki að setjast í listaskóla á Spáni heldur hefur hann dvalið á sólarströndum og líkað þar vel. Hefur þó ferðast víða og skoðað listasöfti jafnframt því sem hann hefur málaið. Ferill Dungals er þannig nokkuð sérstæður, að ekki sé meira sagt, og myndir hans bera einnig með sér, að hann hafi ekki ennþá fast land undir fótum f myndlistinni — er nokkuð hik- andi og tvístígandi. Dungal fer vel með liti þegar best lætur svo sem í myndunum „Kómeta" (10), „Dagbrot" (11) og „Heimþrá" (12). í hinni síðast- töldu teiknar hann á artitfskan hátt f flötinn ekki ósvipað Kjarval og um leið bregður þar fyrir ljóð- rænum streng. Einföld og stór form eiga hug Dungals allan um þessar mundir en hann gæðir þau safa og vaxtar- magni með margvíslegum smágerðum tilbrigðum í lit og teikningu. Þessi þijú verk sem ég taldi upp orkuðu vel á mig við fyrstu 8ýn og komu á óvart því að í þeim býr innri kraftur, sem er einmitt aðalsmerki sannrar listar. Hefði ég gjaman viljað að öll hin verkin ásýningunni værujafnáhugaverð. ]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.