Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987 19 Ráðstefna Verkfræðingafélag Islands: Nesjavallavirkj- un er rétt lausn í ályktun sem samþykkt var í lok fjölmennrar ráðstefnu Verk- fræðingafélags íslands um virkjun jarðhita á Nesjavöllum segir, að allir virðist vera sammála um að Nesjavallavirkjun sé „hin rétta lausn“ og þörf sé fyrir hana. Hins vegar er nokkur skoðanamunur og óvissa hversu fljótt er þörf á orku þaðan og hvort brúa mætti orkuþörf með öðrum hætti í skamman tima, 2 til 3 ár. í umræðum í lok ráðstefnunnar vallavirkjun er gert ráð fyrir 100 benti Jóhannes Zoéga hitaveitu- stjóri á, að létta þyrfti álagi af Laugardalssvæðinu, sem gæfi um 130 MW, en í fyrsta áfanga í Nesja- MW. Nokkrar umræður urðú um aðrar leiðir til að sinna orkuþörf Reykjavíkur, til dæmis með sam- nýtingu hitaveitu og rafveitu þar Morgiinblaðid/Ámi Sæberg Meðal þátttakenda í pallborðsumræðum á ráðstefnu Verkfræðingafé- lags Islands um virkjun jarðhita á Nesjavöllum voru f.v: Jakob Björnsson, Árni Gunnarsson, Jóhannes Zoéga, Davíð Oddsson, Viðar Ólafsson stjórnandi umræðunnar, Guðni Jóhannesson og Jónas Elías- Sljórnmálafundur á Akranesi: Þorsteinn Páls- son ræðumaður ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður ræðumaður á hádegisverðar- fundi sem fulltrúaráð sjálfstæð- isfélaganna á Akranesi efnir til klukkan 12 n.k. laugardag, 31. janúar, i veitingahúsinu Stillholti þar í bæ. Þorsteinn mun ræða stjórnmála- viðhorfið nú þegar aðeins eru tæpir þrír mánuðir til kosninga. Á eftir verða almennar umræður og fyrir- spurnir. Á fundinn mæta þingmenn sjálfstæðismanna í Vesturlands- kjördæmi, Friðjón Þórðarson og Valdimar Indriðason, og frambjóð- endur í næstu kosningum. Fundar- stjóri verður Guðjón Guðmundsson bæjarfulltrúi. Fundurinn er opinn öllu sjálfstæðisfólki og gestum þeirra. sem Landsvirkjun er aflögufær. Davíð Oddsson borgarstjóri sagðist ekki vilja treysta á rafmagn til húshitunar frá Landsvirkjun ef til kuldakasts kæmi. Ljóst væri að þá er rafmagnsframleiðsla í lágmarki og að auki gæti Landsvirkjun ekki keppt við hitaveituna í orkuverði. Eggert Jónsson borgarlögmaður benti á, að hvað sem öllum orku- spám liði þá væri ljóst, að þörfín fyrir heitt vat færi vaxandi. Heita vatnið hefur á undanfömum ámm verið nýtt æ meira í hitalagnir í götur og gangstéttir, gróðurhús og garðskála. Hann taldi ekki ósenni- legt að á næstu árum yrði það nýtt enn frekar og benti á fískeldi og iðnað í því sambandi. í ályktun ráðstefnunnar segir og: „Nesjavallavirkjun er fyrir margra hluta sakir einstæð og gott dæmi um hvað verkfræðileg og jarðvís- indaleg þekking og kunnátta er á háu stigi hér á landi. Rannsókn á svæðinu og öll undirbúningsvinna er mikil, ítarleg og til fyrirmyndar. Tæknilegar lausnir og útfærslur geta verið all nokkrar og erfítt að skera úr hver sé sú eina „besta“ og af því er sveigjanleiki í útfærslu í hávegum hafður við hönnun og áætlanagerð. Ekki er óeðlilegt að huga nánar að hvaða áfangaskipting og tíma- setning einstakra verkhluta er eðlilegastur og hagkvæmastur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, þegar jafnframt er tekið tillit til rekstrar- öryggis í kuldaköstum. Það ber að hafa í huga að Nesjavallavirkjun geti skapað möguleika til iðnþróun- ar og ylræktar sem ekki er séð fyrir í dag. Hins vegar er margt órætt t.d. ýmsar tæknilegar útfærslur en þær bíða betri tíma.“ Rostungur á f lakki ROSTUNGURINN sem sást á Pollinum á Akureyri í fyrradag var að öllum líkinduin ungt karldýr i ævintýraleit, að sögn Sólmundar Einarssonar hjá Hafrannsóknarstofnun. Það mun vera að aukast að rost- ungar fari á flæking af þessu tagi. Skemmst er að minnast þess þegar Valli víðförli, sem svo var nefndur, fannst við Skegnes á Ermarsundi. Honum var komið aftur til heim- kynna sir.na við Grænland. Þá urðu menn varir við ferðir rostungs við Arnarfjörð ári síðar og gátu sumir sér til um að þar væri Valli kominn í annari tilraun sinni til sð slást í hóp sólarlandafara. Fyrir rúmu á»-i bárust svo fréttir um að sést hefði til rostungs á Faxaflóa, en þær fréttir voru ekki staðfestar. Sólmundur sagði að þau dýr sem legðu af stað í ferðir sem þessa væru að öllu jöfnu ung karldýr. Þau væru orðin all algeng við strendur Noregs, færu gjaman sunnar, allt til Hollands. „Lítil æstæða er til að óttast um afdrif þessara dýra. Þau sækja aftur á heimaslóðirnar þegar náttúran fer að segja til sín,“ sagði Sólmundur að lokum. Haukur Ingibergsson í Bifreiðaeftirlitið Verður framkvæmdastjóri fjármála- og starfsmannahalds HAUKUR Ingibergsson hefur verið ráðinn frankvæmdastjóri hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins. Þetta er nýtt starf og mun Guðni Karlsson áfram gegna stöðu forstöðumanns Bifreiðaeftirlitsins. Þorsteinn Pálsson. Haukur verður framkvæmda- stjóri fjármála- og starfsmanna- halds og mun sinna enduskipulagn- ingu á afgreiðslu eftirlitsins. Bifreiðaeftirlitið heyrir undir dóms- málaráðuneytið. Morgunblaðið innti Þorstein Geirsson, ráðuneytisstjóra, nánari frétta af málinu. Hann sagð- ist ekki geta tjáð sig um það að svo stöddu, þar sem ætlunin hefði verið að kynna starfsfólkinu ráðningu Hauks og þær breytingar á starf- seminni, sem hún hefði í för með sér. Haukur Ingibergsson starfaði áður hjá Ríkismati sjávarafurða. Skatt- skýrslur sendar út SKATTSKÝRSLUR hafa nú verið sendar út og er skila- frestur sem fyrr fyrir ein- staklinga 10. febrúar næstkomandi. Einstaklingar með sjálfstæð- an atvinnurekstu hafa frest til að skila skattskýrslum til 15. mars og lögaðilar, hlutafélög og sameignafélög, sem eru sjálfstæðir skattaðilar hafa frest til 31. maí næstkomandi. Eins og undanfarin ár mun Félag viðskiptafræðinema gangast fyrir skattframtalsað- stoð fyrir almenning. Er þar um að ræða þjónustu bæði fyrir ein- staklinga og smærri fyrirtæki. Þessi þjónusta verður rekin frá Bjarkagötu 6, þar sem félag viðskiptafræðinema hefur að- stöðu. Samkvæmt viðmiðunargjald- skrá Lögmannafélags íslands er gjald fyrir einfalt skattfram- tal 2.215 krónur. £ GULLFOSS AÐALSTRÆTI9 SIMI12315

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.