Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987 Rannsóknaráð auglýsir styrki úr Rannsóknasjóði RANNSÓKNARÁÐ ríkisins hef- ur lýst eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir árið 1987, og er umsóknarfrestur til 15. mars nk. Á fjárlögum ársins 1987 eru veittar 60 m.kr. í Rann- sóknasjóð, en voru 50 m.kr. á síðastliðnu ári. Til viðbótar því veitti Framkvæmdasjóður 10 m.kr. af rekstrarafgangi sínum á því ári og var því ráðstöfun- arfé sjóðsins alls 60 m.kr. á árinu 1986. Á síðastliðnu ári voru veittir styrkir til 33 verkefna, þar af 9 framhaldsstyrkir til verkefna, sem fengu styrk árið 1985. Stærstur hluti styrkjanna hefur farið til verk- efna á sviði líf- og lífefnatækni, fiskeldis og upplýsinga- og tölvu- tækni. Flestir styrkir fóru til verkefna þar sem samstarf stofn- ana við fyrirtæki og einkaaðila er þáttur í framkvæmd rannsóknanna. Þannig voru fyrirtæki og einstakl- ingar þátttakendur í 28 af þessum 33 verkefnum og á móti 60 m.kr. styrkveitingu ú Rannsóknasjóði kemur nánast jafnmikið fé frá öðr- um aðilum til þessara verkefna. GENGIS- SKRANING Nr. 19 - 29.janúar 1987 Kr. Kr. ToU- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 39,000 39,120 40,580 St.pund 60,990 60,174 59,145 Kan.dollari 29,049 29,139 29,400 Dönskkr. 5,7735 5,7913 5,4561 Norsk kr. 5,6249 5,6422 5,4364 Sænskkr. 6,0611 6,0797 5,9280 Fi.mark 8,6821 8,7088 8,3860 Fr.franki 6,5601 6,5803 6,2648 Belg. franki 1,0553 1,0586 0,9917 Sv.franki 25,9861 26,0661 24,7326 HoII. gyUini 19,3982 19,4578 18,2772 V-þ. mark 21,8818 21,9492 20,6672 ít. lira 0,03068 0,03078 0,02976 Austurr. sch. 3,1129 3,1225 2,9416 Port. escudo 0,2816 0,2825 0,2742 Sp.peseti 0,3065 0,3074 0,3052 Jap.yen 0,25675 0,25754 0,25424 Irsktpund 57,853 58,031 56,123 SDR(Sérst) 50,0813 50,2350 49,2392 ECU, Evrópum. 45,0431 45,1816 42,9296 Þannig hefur tilkoma Rannsókna- sjóðs bæði leitt til aukins samstarfs milli opinberra aðila og fyrirtækja um rannsóknir og laðað fé til ann- arra hluta. Vonast er til að þetta leiði til aukinna heildarumsvifa í rannsóknum og þróunarstarfsemi hér á landi, en það er mikilvægt markmið á stefnuskrá Rannsókna- áðs ríkisins vegna þeirra breytinga, sem eru að verða á atvinnulífí lands- manna, m.a. með tilkomu nýrrar tækni og áforma um uppbyggingu nýrra atvinnugreina. Gert er ráð fyrir því að ákvörðun um styrkveitingar liggi fyrir innan tveggja mánaða frá því að umsókn- arfrestur rennur út, eða fyrir 15. maí nk. Eyðublöð og reglur um sjóð- inn fást á skrifstofu Rannsókna- ráðs. Leiðrétting í VIÐTALI í Morgunblaðinu 25. janúar sl. við höfunda söngleiksins, „Halló litla þjóð“ sem Leikfélag Hafnarfjarðar hefur æft að undan- fömu, var ranglega farið með nafn annars tveggja höfunda tónlistar í sýningunni. Hann heitir Jón Stein- þórsson og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Siglufjörður; Fyrsta loðnan eftir áramót Siglufirði. TIL Siglufjarðar barst í fyrradag fyrsta Ioðnan á þessu ári. Það var Eldborgin, sem kom með 1.488 tonn. Skipið hafði verið á miðunum fyrir austan land. Loðnuskipið Börkur kom í gær með um 1.200 tonn og eru nú 8 til 10 skip á veiðum á miðunum fyrir norðan. Þau fengu sæmilegan afla í fyrrinótt en ekkert þeirra er á leið í land fyrr en betur aflast. Sjómenn- imir telja loðnuna, sem þama fæst, mjög góða. Matthías Söfnun vegna jarð- skjálfta að ljúka í DESEMBER sl. hóf E1 Salvador- nefndin á íslandi fjársöfnun til styrktar fórnarlömbum jarð- skjálftanna sem urðu í E1 Salvador í október 1986. Ein helsta ástæða þess, að nefnd- in ákvað að leggja þessu verkefni lið, voru síendurteknar ásakanir á hendur ríkisstjóm Napoleons Du- arte um mistnotkun á fé því sem til landsins barst í kjölfar náttúru- hamfaranna. Það sem ekki fór beint í stríðsreksturinn gegn þjóðfrelsis- hreyfíngunni, mun mestmegnis hafa runnið til auðmanna sem orðið höfðu fyrir skakkaföllum. Fátækl- ingamir sem misstu sínar fáu eigur eða hlutu varanleg örkuml, fengu enga aðstoð. Alþýðusamband E1 Salvador, UNTS, hóf því mikla fjársöfnun til aðstoðar þeim sem verst höfðu orð- ið úti. Þau munu sjá um að koma hinu íslenska söfnunarfé til skila, en lokadagur söfnunarinnar hér á landi er fostudagurinn 6. febrúar. Nú hafa safnast rúmar 130 þús- und krónur, og er stefnt að því að ná 200 þúsund króna markinu áður en lýkur. Þeim sem leggja vilja þessu verkefni lið, er bent á reikn- ing söfnunarinnar; tékkareikning 10401 í Búnaðarbankanum við Hlemm. Brian Pilkington ásamt verkum sínum, en sýninguna í Gallerí Borg nefnir hann „Ský og landslag“. Brian Pilkington sýnir í Gallerí Borg BRLAN Pilkington opnaði sýn- ingu fimmtudaginn 29. janúar í Gallerí Borg við Austurvöll. Sýninguna nefnir hann „Ský og landslag". Brian fæddist í Liverpool á Englandi árið 1950. Hann stund- aði nám við Liverpool College of Art í um 5 ár og síðan í 3 ár við Leicester College of Art. Að námi loknu kom Brian til Islands og hefur búið hér síðan. Er þetta sjötta einkasýning hans, en einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum bæði hér á landi og erlendis. Eins og nafnið bendir til er myndefni Brians skýjafar og landslag á íslandi. Verkin eru 50 talsins, unnin í olíupastel á síðast- liðnum tveimur árum. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.00-18.00 nema á mánudög- um frá kl. 12.00-18.00 og frá kl. 14.00-18.00 laugardaga og sunnudaga. Sýningin stendur til 10. febrúar. Víkingur AK með 1. RÓLEGT var yfir loðnuveiðun- um seinni hluta miðvikudagsins og fram eftir degi á fimmtudag eftir mjög gjöfulan sólarhring á undan. Tvö skip fengu afla á miðvikudagskvöld og fjögur fyrri hluta fimmtudagsins. Nokkur skip voru komin á mið- in norður af Rauðanúp í gær. Ekkert þeirra hafði þá tilkynnt um fullfermi, en þau voru að fá 100 til 150 lesta köst. Vestan kaldi var þar og gerði skipunum erfitt fyrir. Dágott kropp var hjá skipunum út af Berufirðinum að- faranótt fímmtudagsins en yfír- Fj öl sky 1 duganga vegna dagvistunarmála FORELDRASAMTOK barna á dagvistunarheimilum í Reykjavík óttast þá þróun sem átt hefur sér stað í dagvistunar- málum barna í Reykjavík. Hyggjast samtökin vekja athygli borgaryfirvalda á ríkjandi ófremdarástandi með því að efna til fjölskyldugöngu mánudaginn 2. febrúar kl. 16.30. Á undanfömum árum hafa verið tíðar skiptingar á starfsfólki dag- vistarheimila í borginni og hefur það haft slæm áhrif á starfsemi heimilanna, og þá um leið bömin og þjóðfélagið í heild. Vakin er at- hygli á því að um 80% fóstra hyggjast leggja niður vinnu þann 1. maí næstkomandi að því er segir í fréttatilkynningu. Gengið verður frá lögreglustöð- inni við Hlemm að Höfða, þar sem fulltrúi borgarstjómarinnar mun taka á móti göngufólki. Samtök um kvennaathvarf: Það kem- ur ekkert fyrir mig -bæklingur um nauðgunarmál Ráðgjafarhópur um nauðgunar- mál hefur starfað á vegum Samtaka um kvennaathvarf siðan í nóvember 1984. í hópnum eru uml 10 konur sem veita ráð- gjöf og aðstoð þeim konum sem hefur verið nauðgað. Ráðgjafarhópurinn' hefur einnig gefið út bæklinginn „Það kemur ekkert fyrir mig,“ og er hann þátt- ur í fyrirbyggjandi aðgerðum og til þess gerður að fræða almenning um afbrotið nauðgun og þolendur þess. Bæklingurinn hefur þegar verið sendur víða um land, til dæm- is til sveita— og bæjarstjóma, heilsugæslustöðva, lögreglustöðva, svo og til skóla og hefur hópurinn farið þess á leit að bæklingurinn liggi frammi á þessum stöðum. Oski fólk eftir frekari upplýsing- um eða að fá bæklinginn sendan, er því bent á að snúa sér til skrif- stofu Samtaka um kvehnaathvarf, Vesturgötu 3, Reykjavík, í síma 91—23720. Skrifstofan er opin alla virka daga miili klukkan 10 og 12. í Kvennaathvarfínu sjálfu er sólar- hringsvakt í síma 91—21205. 350 lestir leitt ekki nóg í fullfermi. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið í Morgunblað- inu, fengu Víkingur AK 1.350 lestir og Erling KE 650. Síðdegis á fímmtudag höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Dagfari ÞH 520, Guðmundur VE 910, Ljós- fari RE 540 og Húnaröst AR 600 lestir. Ljósfari hefur nánast lokið kvóta sínum, á eftir 76 lestir. Ráðsfundur hjá Málfreyjum RÁÐSFUNDUR verður haldinn hjá III. ráði Landssamtaka Mál- freyja á íslandi laugardaginn 31. janúar. Fundurinn verður í Gerðubergi, Breiðholti. Skráning hefst kl. 10.00 f.h. og fundurinn verður settur ld. 11.00 f.h. Fund- urinn er öllum opinn. Ráðstefna um f er ðaþj ónustu í Hveragerði FERÐAMÁLANEFND Hvera- gerðishrepps hefur ákveðið að gangast fyrir ráðstefnu um hvernig ferðaþjónusta tengist uppbyggingu Hveragerðis og hvaða möguleika Hveragerði getur haft út úr ferðaþjón- ustunni. Ráðstefnan verður laugardaginn 31. janúar í Hótel Ljósbrá kl. 10.30. Að loknu matarhléi munu vinnuhóp- ar starfa í Gagnfræðaskólanum, en ráðstefnunni lýkur svo að loknu kaffíhléi í Hótel Ljósbrá með um- ræðum um niðurstöður vinnuhópa. Viðfangsefni vinnuhópanna verð- ur: gisting—veitingar, íþróttir— afþreying—heilsurækt, garðrækt, ráðstefnur, verslun—smáiðnaður, menning og samgöngur—umhverf- ismál. Ráðstefnan er öllum opin. Hljómsveitin MAO, húshljómsveit veitingahússins Evrópu: Sigurður Hrafn Guðmundsson, Haukur Vagnsson, Magnús Á. Sigurðsson, Olaf Forberg og Ástvaldur Traustason. MAO í Evrópu HLJÓMSVEITIN MAO (Meðal annarra orða) hefur verið ráðin húshljómsveit í veitingahúsinu Evrópu, Borgartúni 32. Lagaval hljómsveitarinnar er fjölbreytt. Allt frá gömlu dönsunum upp í það nýjasta hverju sinni. Hljómsveitina skipa fímm ungir en þaulreyndir menn sem allir eru tón- listarmenntaðir, þar af fjórir úr tónlistarskóla FÍH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.