Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
Morgunblaðið/Rax
Edward Derwinsky (t.h) ásamt Matthíasi Á. Mathiesen utanríkisráð-
herra á blaðamannafundi i Ráðherrabústaðnum.
„ísland verður ekki for-
dæmi til eftirbreytni“
- sagði Derwinsky um samninginn við Bandaríkin um
flutninga fyrir varnarliðið
EDWARD Derwinsky, aðstoðar-
maður utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, segir að útboð á
flutningum til vamarliðsins á
Keflavíkurflugvelli verði til-
kynnt og auglýst í bandarískum
dagblöðum annað hvort í dag eða
í síðasta lagi á mánudag. Verður
að sækja um útboðsgögn innan
þijátiu daga frá því að auglýst
er. Derwinsky kom hingað til
Iands i gær á leið til Banda-
ríkjanna frá París og ræddi við
Matthías Á. Mathiesen utanríkis-
ráðherra.
Derwinsky sagði að útboðið hefði
átt að ganga hraðar fyrir sig, „en
þegar snjóar í Washington er lokað
hjá ríkisstjóminni og nú hafa fjórir
vinnudagar glatast vegna fannferg-
is,“ sagði hann.
Derwinsky sagði að samkomu-
lagið myndi ekki hafa áhrif á
flutninga til herstöðva Bandaríkja-
manna í öðrum löndum: „ísland
hefur sérstöðu og verður ekki for-
dæmi til eftirbreytni."
Derwinsky kvaðst hafa komið
hingað til að ræða um samninginn,
sem íslendingar og Bandaríkja-
menn gerðu um aðflutning matvæla
til vamarliðsins, en hann leiddi
bandarísku samninganefndina í
málinu.
„Það er alltaf auðveldara að
skoða mál eftir á. Ég tel að sam-
komulagið sé báðum í hag og hvorir
tveggja geti vel við unað. Utanríkis-
ráðherra íslands var bæði ákveðinn
og hagsýnn í viðræðum um flutn-
ingana og sama má segja um
forvera hans,“ sagði Derwinsky.
Hann kvaðst hafa komið hingað
til að fullvissa sig um að hvert at-
riði varðandi samninginn hefði verið
brotið til mergjar. Derwinsky ræddi
í gær við Matthías Á. Mathiesen.
Að hans sögn var þó ekki aðeins
rætt um aðflutninga til hersins á
Keflavíkurflugvelli.
Fiskveiðasj óður:
Lán tíl kaupa á
21 skipiogbáti
•\í IT
F *.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
htti veður
Akureyri 4 skýjaó
Reykjavlk 3 úrk.fgr.
Bergen -5 aiskýjaö
Helsinki -18 léttskýjað
Jan Mayen —6 skýjað
Kaupmannah. -12 renningur
Narasarssuaq -13 lóttskýjað
Nuuk —5 skýjað
Osló -13 léttskýjað
Stokkhóimur -16 lóttskýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Algarve 13 rígning
Amsterdam 1 heiðskfrt
Aþena vantar
Barcelona vantar
Beriln -7 renningur
Chicago -2 alskýjað
Glasgow 1 mistur
Feneyjar 7 Iðttskýjað
Frankfurt -2 skýjað
Hamborg —8 snjóél
Las Palmas vantar
London 4 mistur
LosAngeles 10 léttskýjað
Lúxemborg -2 skýjað
Madrld vantar
Malaga 14 alskýjað
Mallorca vantar
Mlami 10 þokumóða
Montreal -7 snjókoma
NewYork -4 alskýjað
Paria 1 léttskýjað
Róm 16 alskýjað
Vín -2 rennlngur
Washlngton -7 mlstur
Winnipeg -4 snjókoma
Kaupverð samtals 1,5 milljarður
FISKVEIÐASJÓÐUR hefur sam-
þykkt lánveitingar til kaupa eða
smíða á 21 skipi eða báti samtals
3.400 brúttólestir að stærð frá
því í febrúar í fyrra. Kaupverð
þessara skipa og báta er um 1,5
miUjjarður króna, en lánveiting
sjóðsins er 60 til 65% af kaup-
verði.
í febrúar á síðasta ári tóku gildi
nýjar reglur um lánveitingar Fisk-
veiðasjóðs. Þær miðast við að
sjóðurinn láni 60% af kaupverði
skipa við nýsmíði eða kaup að utan
ög 65% af kaupverði við nýsmíði
innan lands. Sjóðurinn hefur heim-
ild til lánveitinga í smáum stíl vegna
kaupa á notuðum skipum innan
lands, en sú heimild hefur ekki verið
nýtt.
Umsóknarfrestur vegna lána
Fiskveiðasjóðs á þessu ári er runn-
inn út. Nokkuð barst af umsóknum,
bæði vegna nýsmíði og skipakaupa
að utan. Nánari upplýsingar liggja
enn ekki fyrir.
Skoðanakönnun SKÁIS:
Hlutur Stöðvar
2 hefur aukist
í NÝRRI skoðanakönnun sem
SKÁÍS, Skoðanakannanir á ís-
landi, hefur gert fyrir Stöð 2
kemur í ljós 35-70% er horft á
fréttir Stöðvar 2 miðað við
60-70%, sem horfa á fréttir RUV.
Hlutur Stöðvar 2 hefur aukist
síðustu vikur.
Könnunin var framkvæmd dag-
ana 22. til 26. janúar og náði hún
til Reykjavíkur, Reykjanesumdæm-
is og Akraneskaupstaðar. Úrtakið
miðast við heimili, en á umræddu
svæði eru um 54.000 heimili. Úr-
takið var 3.138 heimili eða um 5,8%
heimilanna á þessu svæði. Könnun-
in var gerð kl. 19.00 til 21.00 dag
hvem, en þá er dagskrá Stöðvar 2
opin. Dagskrá Stöðvar 2 kl. 19.00
til 19.30 virðist njóta meiri vinsælda
en dagskrá RUV þann sama tíma,
en þá er bamaefni á skjánum hjá
Stöð 2.
Af dagskrárliðum beggja sjón-
varpsstöðvanna er mest horft á
fréttir, en ætla má að tveir þriðju
hlutar þeirra, sem horfa á fréttir
RUV, horfi á fréttir Stöðvar 2.
Meira var horft á innlenda þætti á
Stöð 2 svo sem um Hófí á sunnu-
dag og sifjaspell og ofbeldi á
mánudag heldur en það efni sem
þá var á boðstólum hjá ríkissjón-
varpi.
Á fimmtudagskvöldum þegar
aðeins Stöð 2 sendir út dagskrá er
horfun á bilinu 40-70%. RUV hefur
vinninginn hvað varðar horfun á
eftirmiðdögum um helgar og kom
í ljós að á laugardeginum 24. jan-
úar, horfðu rúmlega 30% á dagskrá
RUV á meðan 20% vom stillt á
Stöð 2. Daginn eftir, sunnudaginn
25. janúar, horfðu um 23% á eftir-
miðdagsefni RUV á meðan Stöð 2
hafði 15% horfun.
í könnuninni kom fram að hlut-
fall þeirra sem stilltu einhvem tíma
'kvöldsins á hvora stöðina um sig
var Stöð 2 með 61,3% og RUV með
77%.
Samkomulag á Vestfjörðum:
Fundir um samn-
ingana um helgina
SAMKOMULAG tókst á Vest-
fjörðum í fyrrinótt um nýja
kjarasamninga fyrir landverka-
fólk og verða samningarnir
bomir undir atkvæði I aðildarfé-
lögum Alþýðusambands Vest-
fjarða (ASV) um helgina.
ASV er ekki aðili að samningum
ASÍ og VSÍ, sem gerðir voru f des-
ember, en samningurinn er grund-
vallaður á þeim samningi. Til
viðbótar ákvæðum sem þar eru,
kemur 2% starfsaldurshækkun á
grunnlaun eftir 5 ára starf í fisk-
vinnslu, 3% eftir 10 ára starf og
5% eftir 15 ára starf f fiskvinnslu
hjá sama vinnuveitanda. Samning-
urinn gildir frá og með þessarf viku,
en ein greiðsla kemur á laun í stað
afturvirkni, 3.600 krónur auk or-
lofs. Námskeiðsálag verður 1.500
krónur í stað 1.300 króna, sem eru
f ASÍ/VSÍ-samningunum og premía
verður óskert 0,75 í stað 0,6 í samn-
ingum ASÍ og VSÍ.