Morgunblaðið - 30.01.1987, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
Afmæliskveðja:
Ólafur Þ. Stefáns
son frá Víðihóli
að taka á móti slíkum einstakling-
um. Nú mun vera að styttast í að
geðdeild fyrir unglinga verði opnuð,
þannig að þar skapast aðstaða tii
meðferðar fíkinna unglinga og
þeirra sem eiga við geðræna erfið-
leika að etja. Misnotendur þurfa
ekki á vistun að halda, stuttar
göngudeildarmeðferðir gefa mun
betri árangur á þeim hópi. Svo er
því við að bæta, að langflestir mis-
notendur þurfa ekki á neinni
meðferð að halda. Það er nefnilega
alvarlegur misskilningur, að þeir
sem byija að neyta ólöglegra vímu-
efna eigi litla von um að geta hætt
því. Misnotendur ólöglegra vímu-
efna og áfengis geta hætt neyslu
af sjálfsdáðum, og það að vera
misnotandi leiðir ekki sjálfkrafa til
fíkinnar neyslu. Besta dæmið um
slíkt eru niðurstöður athugunar sem
gerð var á hermönnum sem komu
heim til Bandaríkjanna frá
vígstöðvum í Víetnam. í Nam var
stór hópur hermanna sem neytti
vímuefna daglega. Fáir í þeim hópi
höfðu neytt áfengis daglega áður
en til Nam kom og innan við ‘/2%
þeirra hafði neytt ólöglegra vímu-
efna í Bandaríkjunum. Eftir
heimkomu voru það aðeins 7% dag-
legra neytenda sem héldu áfram
neyslu, 93% hópsins hætti neyslu
ólöglegra vímuefna án þess að fara
í meðferð. Eltikönnun á öllum hópn-
um sýnir að hlutfall þeirra sem eiga
við áfengisvandamál að etja er ekki
hærra en í hópi sem valinn var sam-
kvæmt tilviljunarreglum. Þessi
rannsókn gengur í berhögg við þá
trú manna að ef einstaklingur mis-
notar eina tegund vímugjafa
misnoti hann alla vímugjafa, og að
misnotendur vímugjafa þurfi á með-
ferð að halda. Þessi raimsókn er
sú umfangsmesta sem gerð hefur
verið á misnotendum ólöglegra
vímugjafa.
Flestir þeir unglingar sem koma
á meðferðarheimili í Bandaríkjun-
um og Kanada, vegna vandamála
tengdum ólöglegum vímuefnum,
hafa átt í verulegum erfiðleikum í
uppvexti. Skólaganga þessara ungl-
inga hefur oftast verið ein hörm-
ungasaga og samskipti við aðra
ijölskyldumeðlimi erfið. Félagsleg
og fjárhagsleg staða fjölskyldunnar
er ekki góð forspá um vímuefna-
neyslu unglinga. Hér á landi er
uppvaxtarsaga fíkinna unglinga
ekki ósvipuð því sem er í Banda-
ríkjunum og Kanada. Forvamir
ættu því að beinast að þeim vanda-
málum sem þau eiga við að etja í
uppvexti. Það er talsvert vitað um
einkenni áhættuhóps fíkinnar
neyslu. Þessi einkenni eru til staðar
frá unga aldri og því er hægt að
he§a forvarnaraðgerðir strax á for-
skólaaldri. Þessar forvarnir verða
að vera framkvæmdar af til þess
þjálfuðum einstaklingum. Það er
minna vitað um einkenni áhættu-
hóps misnotkunar, en við vitum að
fræðsla um skaðsemi efna dregur
ekki úr áhuga misnotenda á neyslu,
Sannleikurinn er sá, að hver
stofnun á sér djúpar rætur í þeim
jarðvegi, sem hún er sprottin úr.
Þannig á hver banki sinn hóp
innistæðueigenda, lántakenda og
starfsfólks, sem er annt um hag
sinnar stofnunar og vill að þeir
séu ekki fyrir borð bornir í slíkri
endurskipulagningu." Þessi um-
mæli eru enn í fullu gildi.
Starfsfólk Búnaðarbankans hef-
ur að undanförnu orðið áþreifanlega
•vart við ugg og ótta viðskiptamanna
bankans vegna umræðu um fyrir-
hugaðar aðgerðir stjórnvalda
gagnvart Búnaðarbankanum. Eins
og fyrr segir er ekki sjálfgefið að
nýr banki njóti viðskipta allra þeirra
sem nú hafa viðskipti við Búnaðar-
banka og þá er hollt að minnast
þess að sparifé fólks er hvorki eign
banka né ríkissjóðs.
Vandi Útvegsbankans er mikill
og starfsfólk Búnaðarbankans hef-
ur mikla samúð með starfsmönnum
þar, en vandinn er miklu stærri en
svo að hægt sé að ætla einum banka
að leysa hann ásamt ríkissjóði.
Finna verður aðrar og betri leiðir
en að steypa þessum tveim bönkum
saman með þeim hætti sem nú er
til umræðu.
hún hefur frekar aukið forvitni
þessa hóps um neyslu ef eitthvað
er. Tíu ára starf SÁÁ hefur ekki
haft þau áhrif að draga úr misnotk-
un áfengis og ólöglegra vímugjafa
hér á landi. En það hefur hins veg-
ar gerst að áfengisdrykkja verður
æ algengari meðal yngri aldurs-
hópa. Þeir unglingar sem misnota
aðra vímugjafa en áfengi, eða eru
fíknir eiga sögu um talsverða
áfengisneyslu áður en þeir byijuðu
að neyta annarra vímuefna. En það
má ekki gleyma því að það er mjög
lágt hlutfall þjóðarinnar sem þarf
á vistun að halda til þess að hætta
skaðlegri notkun sennilega um 1%
allra vímuefnaneytenda og stór
hluti þess hóps hefur átt við geð-
ræna og/eða sálræna erfiðleika að
stríða áður en neysla vímuefna
hófst.
Því hefur verið haldið fram að
áfengisvandamálinu og þá ekki
síður neyslu unglinga á ólöglegum
vímugjöfum hér á landi megi líkja
við sóttfaraldur. En þetta er mjög
líklega ímyndun. Allt það sem mik-
ið fer fyrir í almennri umræðu hefur
þá náttúru að margfaldast í hugum
manna.
Til þess að við íslendingar getum
farið að vinna í þessum málum af
skynsemi er nauðsynlegt að sett
verði fram opinber stefnumótun um
hvernig mæta skuli vandamálum
tengdum misnotkun og fíkn. Þessi
opinbera stefnumótun á ekki að
draga dám af þeim úreltu hug-
myndum sem byggt er á í dag,
heldur á hún að byggja á staðreynd-
um sem rannsóknir leiða í ljós um
þessi mál. Það þarf að færa alla
framkvæmd úr höndum sjálfskip-
aðra ráðamanna í þessum málum
til stofnana innan heilbrigðiskerfis-
ins.
Höfundur er ráðgefandi silfræð-
ingur.
Bjóöum nánast allar
stærðir rafmótora frá
EOF í Danmörku.
EOF rafmótorar eru í
háum gæðaflokki og á
hagkvæmu verði.
Ræöió við okkur um
rafmótora.
= HEÐINN =
SELJAVEGI 2, SÍMI 24260
Þegar mér barst til eyrna að Óli
frá Víðihóli væri að verða sjötugur
vaknaði ég upp við þá hugsun hvað
tíminn er fljótur að hlaupa frá
manni.
Ég kynntist Óla ekki fyrr en
1958 eða 59. Við vorum bæði sjúkl-
ingar í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri, og sjúklingar sem hafa
fótavist hafa ekki annað að gera
en sitja á setustofunni og ræða
heimsmálin, bæði stór og smá.
Þar ræddum við Óli marga hluti
og þar kynntist ég sönnum Islend-
ingi. Bjartsýni, lífsgleði og baráttu-
hugur voru honum í blóð borin.
Hann var ákveðinn í að láta sér
batna fljótt og halda áfram í þeirri
hörðu lífsbaráttu, sem fjölskyldu-
menn þurftu að heyja þá, ekki síður
en nú. Honum tókst þetta fljótt og
vel, og þó hann hafi kannski ekki
náð fulíkomlega fyrri heilsu, þá
hélt hann baráttunni ótrauður
áfram með aðstoð sinnar góðu og
duglegu konu. Þau Kristín hafa
komið sínum fimm barna hópi vel
til manns, en börn þeirra eru: Þór-
unn Guðlaug, búsett á Egilsstöðum,
Gunnlaugur Oddsen, bóndi á
Grímsstöðum á Fjöllum, Oktavía
Halldóra, býr á Egilsstöðum,
Margrét Pála, fóstra í Reykjavík,
og Stefán Sigurður, nemi við Há-
skóla íslands. Þetta er allt áberandi
duglegt og vel gert fólk, sem alltaf
er boðið og búið að vera í farar-
broddi, þar sem taka þarf til starfa
af dugnaði og framsýni.
Ólafur Þorsteinn er fæddur 30.
janúar 1917 að Sauðanesi á Langa-
nesi. Hann er annar í röðinni af 11
systkina hópi og er á unglingsárum
þegar móðirin fellur frá, sem segir
sína sögu. Það þarf kjark og hörku
til að standast slíkt áfall.
Ólafur varð búfræðingur frá
Hvanneyri 1937 og kom fyrst á
Fjöllin sem barnakennari.
í Möðrudal kynntist hann konu
sinni, Kristínu Gunnlaugsdóttur,
fósturdóttur Jóns og Þórunnar í
Möðrudal. Búskap hófu þau hjón
fyrst í Möðrudal, en bjuggu síðan
á Víðihóli, sem þau keyptu.
Að búa á Hólsfjöllum er ólíkt
öllum öðrum stöðum á landinu. Þar
er um það eitt að ræða að duga.
Þó fallegt sé þar á sumrin getur
verið þar einmanalegt og fábreyti-
legt að vetrinum, en þá gefst tími
til að lesa og njóta góðra bók-
mennta og ég varð áþreifanlega vör
við það í Sjúkrahúsi Ákureyrar forð-
um, þegar við ræddumst við, hversu
víðlesinn Óli var. Eins naut hið sjálf-
stæða íslendingseðli sín vel á
eignaijörð á Hólsfjöllum.
Árið 1965 brugðu þau hjón búi
og fluttu til Akureyrar og hafa átt
þar heima síðan. Þar er alltaf opið
hús fyrir vini og kunningja og þeir
eru margir. Kristín, sem var alin
upp við hina landsfrægu gestrisni
í Möðrudal, hefur haldið henni
áfram við hlið manns síns, sem allt-
af er hrókur alls fagnaðar.
Ég óska Ólafi til hamingju með
áfangann og óska þeim hjónum allr-
ar blessunar.
Guðrún Aðalsteinsdóttir
ARNARHÓLL
□ □ □□□□□
/ tilefni
afþorranum býdur Arnarhóll matargestum sinum upp ti f’læsilegt fis'ki-
hladbord i húdeginu fyrir adeins kr. 695.-
-------------------- SÚPA: ------------------------------
Fiskisúpa.
1
--------------------- SILD:----------------------
Mctrinerud-, krye/e/-. karrý-, piparróletr-. Jógúrt- og steikt.
-------------------SALÖT: -----------------------
Rtvkju-, Ut.xci- <>g kartöflu.
-------------------- PATÉ:-----------------------
Si/unga-. rauósprcttu- og kctrfa.
------------------ GRAFIÐ: ----------------------
Kttrfi, ýsct oy hlúUinya.
--------------- HARÐFISKUR: ---------------------
Hertiir, hctrinn, steinhitur, ý'sa, Uióa, hausar.
------------------ HÁKARL: ----------------------
Skyrhákctr/ og g/erhcikctr/.
------------------ SÚRMETI:----------------------
Hrogn. lifur, rengi. gellu.su/ta, hörpuske//'i.skur.
/angreióur, rcvk juniosse og ýsuhausar.
----------------- KJÖTMETI: ---------------------
Svió. hangikjöt. reyktur lunc/i og hva/kjöt.
------------------ MEÐLÆTI: ---------------------
Karte'iflustappa. rófuniauk. ka/c/ar sósur og sm jör.
------------------- BRAUD:-----------------------
Laufahrauó, rúghrauö. hónc/ahrctuö, sveitahrauö.
,i/a korna hrauö, svart og /jóst pönnuhrauö.
--------------------- ATH.-----------------------
Koniaksstofan er tilvalinn staður fyrir
allt nd 50 marina hópa sem vilja snæda
saman þorra fiskinn á kvöldin.
Pantió timanlega i sima / <V<V.1.