Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
„Laekn\r\nn þ'inn vilL giftast mír.
ef þtlj skyldirekki hafo. þo&
TM Reg. U.S. Pat. Off,—all rlghts reserved
©1986 Los Angeles Times Syndlcate
Hrikalegt. Svona
lífsreyndir og þó aðeins
fimm ára.
7?^OW6K/'*W"
HÖGNI HREKKVÍSI
/, HÆ- Vie> SKELFiSKARAJIR ERV/Vt ljl/ffengií?
,• PAG."
Itrekuð fyrirspurn til Vík-
veija um skipulag ferðamála
Ósköp var að sjá hvemig þú,
Víkverji góður, vékst þér undan að
svara einni lítilli fyrirspum frá
áhugamanni um ferðamál í dálki
þínum 7. des. sl. Þú segir að áhuga-
maðurinn hafí fært rök fyrir því hvers
vegna honum fínnist að ríkið eigi að
láta meira til sín taka á sviði ferða-
mála. Þetta er alls ekki hægt að lesa
úr orðum áhugamannsins eins og þau
birtust í dálki Velvakanda 14. og 18.
nóv. sl. Þvert á móti varpar áhuga-
maðurinn fram þeirri spumingu hvort
ekki væri hreinlegra til verks gengið
ef þeir sem em á móti ríkisrekstri í
ferðamannaþjónustu beittu sér fyrir
breytingu á þeim kafla laganna sem
kveða á um Fríhafnargjaldið. Og mér
er spum: Hvert á að snúa sér þegar
alþingismenn setja lög sem aldrei er
farið eftir? Það er staðreynd að við
endurskoðun ferðamálalaganna árið
1985 ræddu alþingismenn ekki einu
orði um árviss vanskil ríkissjóðs til
Ferðamálaráðs. Það er þó kjami
málsins. Né heldur ræddu þeir þá
breytingu að lögbinda hveijir eigi
sæti í framkvæmdastjórn ráðsins.
Víkveiji góður, þú svaraðir aldrei
spumingunni sem varpað var til þín.
Mig langar að fylgja fyrirspuminni
eftir og beina henni til þín aftur:
Hver á að þínu mati að kosta upp-
byggingu á ferðamannastöðum
sem ekki standa undir sér sjálfir?
Er þá sérstaklega átt við uppbygg-
ingu og rekstur á hreinlætisaðstöðu
og gönguleiðum, t.d. merkingu og
viðhald á aksturs- og gönguleiðum,
útgáfu leiðbeiningabæklinga og fleira
í þeim dúr.
Þetta er mikilvægur þáttur í ferða-
þjónustunni sem margir gleyma
þegar þeir ræða um skipulag og upp-
byggingu ferðaþjónustu. Nú er t.d.
að koma út á vegum Ferðamálaráðs
nýr litprentaður og myndskreyttur
landkynningarbæklingur um ísland,
en vegna peningaskorts er ekki hægt
að endurútgefa tvílitan bækling um
umhverfís- og öryggismál, þar sem
eru leiðbeiningar til ferðamanna um
ferðir í óbyggðum íslands. Óvíða í
heiminum er ferðamönnum í jafn-
ríkum mæli og hér á landi stefnt á
ferðamannastaði sem í raun mætti
flokka sem slysagildrur og hættu-
svæði, a.m.k. fyrir almenna ferða-
menn sem eru vanari marmaragólfum
í höllum og söfnum eða baðströndum
erlendis. Hér á landi er þeim stefnt
á hverasvæði, hraunsprungur, íshella,
jökuljaðra og klettabrúnir.
Ég hef heilmikið velt fyrir mér
hvernig koma mætti umhverfís- og
öryggismálum ferðamanna í betra
horf hér á landi, en ekki fundið lausn
miðað við gildandi ferðamálalög. Skv.
þeim lögum sem alþingismenn okkar
hafa sett ber Ferðamálaráði að sjá
um uppbyggingu ferðamannastaða
(ásamt landkynningu), en vegna van-
efna ríkissjóðs var ekki hægt að veija
einni einustu krónu til þeirra verkefna
á árinu 1986. Nú hefiir þú, Víkveiji
góður, lýst þig andvígan ríkisafskipt-
um þ.e. að ríkið (Ferðamálaráð) eigi
að skipta sér af uppbyggingu ferða-
mannastaða. Þá fínnst mér liggja
beinast við að þeir sem eru sama sinn-
is beiti sér fyrir breytingu á lögunum.
En hver ætti þá að sinna þessu brýna
verkefni að þínum dómi, Víkveiji?
Sú staðreynd blasir við víða um
land að á löngum vegaköflum er eng-
in hreinlætisaðstaða fyrir ferðamenn
og þurfa gestir okkar (sem og inn-
lendir ferðamenn) að leita undir
moldarbörð og í skurði meðfram veg-
um, ef svo ber undir og hvemig sem
viðrar. Á fáeinum stöðum í óbyggðum
hefur Ferðamálaráð (skv. landslög-
um) greitt kostnað við uppsetningu
og hreinsun á kömrum, sem liggja
tugi km frá byggð. Sökum vanskila
ríkissjóðs við Ferðamálaráð blasir við
að ekki verði hægt að greiða fyrir
þessa sorphirðu á þessu ári og segir
það sig sjálft hvemig aðkoman verð-
ur verði hreinsun hætt. Mér fínnst
þetta alvörumál og langar því í fullri
alvöru að mega leita ráða hjá þér,
Víkveiji góður, þú sem hefiir svo
ákveðnar skoðaðir á skipulagi ferða-
mála og gætir lumað á lausn sem
aðrir hafa ekki komið auga á.
Finnst þér t.d. að sveitarfélögin
ættu að koma upp og standa undir
kostnaði við salemi og merkingar
aksturs- og gönguleiða í óbyggðum?
Nú er þetta ekki sú tegund þjónustu
sem gefur af sér hagnað og því ekk-
ert sérstakt áhugamál hjá neinum,
hvorki sveitarfélagi né landeiganda.
Við getum auðvitað hugsað okkur
að ferðaskrifstofueigendur greiddu
kostnaðinn, en það er ekki svo ein-
falt, því að stór hluti ferðamanna
ferðast ekki á vegum ferðaskrifstof-
anna. Þá getum við líka hugsað okkur
að ferðamennimir sjálfir greiddu fyr-
ir þessa þjónustu það sem hún kostar
(þ.e. uppsetningu og hreinsun sal-
ema, merkingu gönguleiðanna o.s.
frv.). En er það virkilega það sem
við viljum, að selja gestum okkar
aðgang að kömrum og göngustígum
í óbyggðum og selja þeim ábendingar
(bæklinga) um það hvað ber að var-
ast þegar ferðast er um óbyggðir
íslands? Ég bíð í ofvæni eftir að heyra
álit þitt, Víkveiji góður.
Slys á mönnum í höfnum inni em mjög tíð. Oft má rekja orsakir til
lélegs frágangs hafnarmannvirkja og björgunartækja.
Fylgist með lýsingu á bryggjum og umhirðu björgunar- og öryggis-
tækja. Athugið einkum þau sem ætluð em til að ná mönnum úr sjó.
Að uppgöngustigar nái vel niður fyrir yfírborð sjávar og að þeir séu
auðkenndir sem best, svo ætla megi að stigamir sjáist af manni sem
fellur í sjóinn.
Undirbúningur og íhugun þín geta ráðið úrslitum um björgun.
Víkverji skrifar
Með tilkomu Stöðvar 2 virðist
svo sem talsverð breyting hafí
orðið á íslenzkum auglýsingamark-
aði. Eins og getið var fyrr í vikunni
hér í Víkveijadálki, auglýsti Stöð 2
í Morgunblaðinu og var hluti aug-
lýsingarinnar birtur á ensku,
aðalfyrirsögn hennar var ekki
íslenzkuð eins og venja hefur verið
í fjölmiðlum. Þá birtist og á Stöð 2
auglýsing frá Rolf Johansen, þar
sem ung stúlka fer með talsvert
langan texta á ensku. Þessi texti
var ekki íslenzkaður fyrst í stað,
en síðan var ráðin á því bót og nú
birtist texti neðst á skjánum, sem
skýrir hvað stúlkan er að segja.
Er það vel, þótt betur hafi mátt
gera, þ.e.a.s. að setja íslenzkt tal
inn á myndina.
En það hafa átt sér stað fleiri
breytingar. Allt frá því er sjónvarp
hófst fyrir rúmum 20 ámm hefur
það verið ófrávíkjanleg regla að
slíta ekki sundur dagskrá eða þætti
með því að troða inn í þá miðja
auglýsingum. Þetta hefur Víkveija
þótt afskaplega góð regla og þessi
siður er afskaplega hvimleiður t.d.
í Bandaríkjunum, en þaðan mun
hann líklegast vera ættaður. Þetta
hefur Stöð 2 nú tekið upp í ótmfl-
aða hluta dagskrár sinnar. Er
vonandi að stöðin láti af þessum
ósið og ennfremur að ríkissjón-
varpið taki ekki upp á þessu og
standi fast fyrir í að halda þeirri
auglýsingahefð, sem skapazt hefur
í íslenzku sjónvarpi.
xxx
Athygliverð og sjaldgæf sjón var
að sjá Hallgrímskirkjuturn og
háhýsin í Laugarásnum skaga upp
úr þéttri þokubreiðunni í ríkissjón-
varpsfréttunum á þriðjudagskvöld-
ið. Þetta óvenjulega veðurfar í
janúarmánuði getur þó haft ófyrir-
sjáanlegar og alvarlegar afleiðingar
fyrir gróður næsta sumar, því að
sum tré, sem em ekki íslenzk að
uppruma, gætu farið illa út úr
kuldakasti nú eftir að þau em farin
að bmma. Gróður þessi veit greini-
lega ekki sitt ijúkandi ráð og heldur
að komið sé vor, þótt enn grúfi að
mestu yfír skammdegið, sem er þó
svartast að baki.
En ein er sú tijátegund, sem
ekki lætur gabbast og það er birk-
ið. Þetta er rammíslenzk trjáteg-
und, sem verið hefur hér frá
ómunatíð og lifað af ísaldir. Víkveiji
velti þessu fýrir sér fyrir mörgum
ámm, hvernig á því stæði að birkið
léti aldrei á sér kræla, fyrr en kom-
ið væri fram á vor, sama hvernig
áraði. Hákon Bjamason, fyrmm
skógræktarstjóri leysti gátuna fyrir
Víkveija og sagði að það væri sólar-
hæðin, sem réði bmmtíma birkisins.
Það sýndi ekki lífsmark, fyrr en
sólin væri komin í álveðna hæð.
Því er það, að flytji menn birki-
hríslur norður, sem ættaðar em á
Suðurlandi og öfugt, er munur á
bmmtíma þessara tijáa. Tvær birki-
hríslur stóðu hlið við hlið í garði
og nutu nákvæmlega sömu skil-
yrða, en önnur bmmaði ávallt viku
til 10 dögum fyrr en hin. Ástæðan
er, að önnur er norðlenzk, en hin
sunnlenzk. Sólarhæðin í átthögum
þeirra er ekki hin sama. Þannig em
undur náttúmnnar, oft óskiljanleg
leikmönnum, en þegar leitað er til
kunnáttumanna, koma svör, sem
virðast ofur eðlileg.