Morgunblaðið - 30.01.1987, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
Leyfið
sovésk-
um gyð-
ingum
að fara
- segirWieselí
bréf i til Gorbac-
hevs
BANDARÍSKI gyðingurinn Eli
Wiesel, sem hlaut friðarverðlaun
Nóbels árið 1985, hefur sent
Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sov-
étríkjanna bréf og skorað á hann
að leysa sovéska gyðinga úr
haldi. Bréfið birtist í dagblaðinu
The New York Times í gær.
„Vinir þeirra í vestri munu halda
áfram að grátbæna Sovétmenn þar
til þeir hafa allir sameinast fjöl-
skyldum sínum á nýjan leik,“
skrifaði Wiesel. „Ella værum við
ekki verðugir vináttu þessara hug-
rökku og þijósku manna.“
Wiesel tekur m.a. fyrir mál Idu
Nudel, sem verið hefur í útlegð í
Sovétríkjunum í fjögur ár fyrir „ill-
gimislega skemmdarfysn - hvað
sem það nú þýðir“, hebreskukenn-
arann Iosif Begun, sem sagður er
sitja í Chisopol-fangelsi, og Yuli
Edelsdhetin, sem er í þrælkunar-
búðum.
Þau eru meðal „þrjú þúsund and-
ófsmanna, sem drýgt hafa þá
„synd“ eina að vilja búa hjá fólki,
Evrópubandalagið:
Viðskiptastríði við
Bandaríkin afstýrt
Samið um kornsölu til Spánar
Elie Wiesel.
sem þeir unna, í stað fólks, sem
þeir óttast," sagði Wiesel.
Wiesel bendir á að hann hafi
hvatt Sovétmenn til að sleppa kjam-
eðlisfræðingnum Andrei Sakharov
þegar hann var í Sovétríkjunum á
síðasta ári og nú hafí hann fengið
að fara úr útlegð í Gorkí.
„Þér vomð svo vænn að hlusta
og nú er dr. Sakharov kominn aftur
til Moskvu. En hvað um hina vini
okkar?" spurði Wiesel Gorbachev í
bréfi sínu.
Samtök í Bandaríkjunum hafa
gefíð út bók þar sem taldir em upp
sovéskir gyðingar, sem þráfaldlega
hefur verið neitað um brottfarar-
leyfí. Bókin er 931 blaðsíða og þar
em nefndir 11.000 andófsmenn.
Hún hefur verið send til banda-
rískra þingmanna, embættismanna
og háskóla. Elie Wiesel ritar inn-
gang að bókinni. Þetta er sami listi
og bandarískir embættismenn af-
hentu Sovétmönnum á Reykjavík-
urfundinum sl. haust.
Brilssel, AP.
SAMNINGAMENN ríkja Evrópu-
bandalagsins og Bandaríkja-
stjórnar náðu í gær samkomulagi
um kornsölu til Spánar. Willy de
Clercq, aðalsamingamaður Evr-
ópubandalagsins, sagði að
Bandaríkjamönnum yrðu greidd-
ar bætur vegna þeirra viðskipta
sem þeir yrðu af. Ríkisstjórnir
Evrópubandalagsríkja eiga eftir
að staðfesta samninginn.
Samningurinn er til fjögurra ára
og mun ríkjum utan Evrópubanda-
lagsins verða heimilt að selja 2,3
milljónir tonna af komi til Spánar
og þar af mun eitt og hálft tonn
koma í hlut Bandaríkjamanna.
Komútflutningur Bandarílq'anna til
Spánar dróst mjög saman á síðasta
ári eftir að Spánvetjar fímmfölduðu
innflutningstolla í marsmánuði.
Tollahækkunin var sett sem skilyrði
fyrir inngöngu Spánar í Evrópu-
bandalagið. Bandaríkjastjóm
áætlar að tekjutap vegna þessa
nemi alls um 400 milljónum dala.
Hafði ríkisstjóm Ronalds Reagan
Bandaríkjaforseta samþykkt að
setja 200 prósent toll á ýmsar inn-
fluttar vörur frá Evrópubandalags-
ríkjum í mótmælaskyni við
tollahækkanir þeirra. Akvörðun
Bandaríkjastjómar átti að taka gildi
á miðnætti í gær. Ríki Evrópu-
bandalagsins höfðu hótað svipuðum
aðgerðum og viðskiptastríð virtist
Evrópubandalagið:
Matgjafir til þess að
minnka umframbirgðir
KULDAKASTIÐ í Evrópu að
undanfömu hefur haft ýmsar
afleiðingar i för með sér. Það
hefur t. d. knúið ráðherranefnd
Evrópubandalagsins (EB) til að
taka upp það ráð, sem er í senn
það dýrasta en um leið það vin-
sælasta til að losna við nokkuð
af hinum miklu umframbirgð-
um bandalagsins af matvælum.
Ráðið er einfaldlega að gefa
þau til hinna fátæku. Fram til
marzloka hyggst bandalagið
veija, sem nemur nær 2,2 mill-
jörðum ísl. kr., til að gefa
efnalitlu, öldraðu fólki og fólki,
sem mátt hefur Iíða sérstaklega
vegna kuldanna, ókeypis kost á
smjöri, nautakjöti, sykri, hveiti,
osti, fiski, ávöxtum og olífuolíu.
Verða öU þessi matvæli tekin
af umframbirgðum EB.
Þetta er í fyrsta sinn, sem ráð-
herranefndin tekur ákvörðun um
að gefa slík matvæli algerlega
endurgjaldslaust. Til þessa hafa
alltaf verið valdar ódýrari leiðir,
enda þótt þær hafí ekki reynzt
jafn vinsælar út á við. Sem dæmi
má nefna matvæli, sem seld hafa
verið niðurgreidd til Rússa eða
seld aftur niðurgreidd til bænda
í skepnufóður. Gjafaleiðin er einn-
ig kostnaðarmeiri en aðrar leiðir,
sem EB hefur farið til að örva
neyzluna. Af þeim má nefna m.
a. þá aðferð að selja smjör á niður-
settu verði fyrir jólin. Þegar til
lengdar lætur kann gjafaleiðin þó
að reynazt sízt verri kostur.
Sú aðferð að selja ódýrt smjör
fyrir jólin hefur nefnilega lítil
áhrif í þá átt að örva smjömeyzl-
una. Fólk fyllir bara frystikistur
Matgjafir af umframbirgðum Evrópubandalagsins eiga einkum
að koma heimilislausu og blásnauðu fólki í aðildarlöndum banda-
lagsins til góða. Mynd þessi var tekin í neðanjarðarjárabrautarstöð
í París fyrir skömmu, er kuldarair voru hvað mestir í Frakkl-
andi og sýnir heimilislaust fólk, sem þangað hefur leitað skjóls
undan kuldunum.
sínar og þarf því ekki að kaupa
smjör síðar. Með því að gefa smjör
og önnur matvæli, er unnt að
tryggja, að þau lendi hjá því fólki,
sem nauðsynlega þarfnast þeirra
en hefði kannski enga getu til að
kaupa þau. Með þessu ætti því
að vera tryggt, að umframbirgð-
imar minnkuðu í raun og vem.
Sá árangur, sem fæst af þess-
um gjafaáformum, á eftir að ráða
miklu um það, hvort þau verði
tekin upp almennt til þess að
minnka umframbirgðir EB og það
þrátt fyrír þau auknu útgjöld, sem
þeim hljóta að fylgja.
Framkvæmdaráð EB hefur
mælt með því, að þessi leið verði
farin. Það em samt ekki allir inn-
an EB, sem fagna þessu skyndi-
lega örlæti. Sú hámarksfjárhæð,
sem veitt skal í þessu skyni, var
ákveðin af fulltrúum Breta og
Vestur-tjóðveija, sem héldu því
fram, að fjárhæðin færi úr bönd-
um, ef engin takmörk yrðu sett.
Vitað er, að ýmsir ráðherrar í
aðildarlöndum EB em óánægðir
með, að framkvæmdaráðið skyldi
binda hendur þeirra í þessu máli.
Þeir halda því fram, að með því
að tengja fyrstu matgjafaáætlun
bandalagsins við fómarlömb kuld-
anna, verði þeim gert ókleift að
segja nei og þar með hafí þeir
ekkert tækifæri haft til þess að
ræða kosti og galla þessarar áætl-
unar.
(Heimild: The Economist)
í uppsiglingu.
Bandarískir embættismenn, sem
ekki vildu láta nafns síns getið,
lýstu í gær yfir ánægju með samn-
inginn, sögðu hann sanngjaman og
í ágætu samræmi við kröfur stjóm-
arinnar. Sérfræðingar sögðu í gær
að gengið hefði verið til móts við
kröfur Bandaríkjastjómar og töldu
víst að áhrifamikil ríki innan Evr-
ópubandalagsins, einkum Bretland
og Vestur-Þýskaland, myndu leggja
hart að öðrum aðildarríkjum að
leggja blessun sína yfir samninginn.
Framkvæmdanefnd Evrópubanda-
lagsins hvatti til þess í gær að mál
þetta yrði til lykta leitt hið fyrsta.
Stöðuhækkun
þriggja manna
styrkir Gorbachev
Moskvu, AP.
MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi
Sovétríkjanna, hefur styrkt sig í
sessi með því að tryggja þremur
mönnum, sem talið er að fylgi
honum að málum, stöðuhækkun,
að því er haft var eftir vestrænum
fréttaskýrendum í gær.
Miðstjóm sovéska kommúnista-
flokksins tilkynnti í gær að Alexander
Yakovlev, Nikolai Slyunkov og Ana-
toly Lukyanov hlytu há embætti. Þar
með hafa tveir af hvetjum þremur
mönnum, sem sitja í stjómmálaráðinu
og miðstjóminni, verið skipaðir í
embætti síðan Gorbachev komst til
valda í mars 1985.
Yakovlev er ötulastur þeirra
þriggja í stuðningi við endurbóta-
stefnu Gorbachevs á sviði félags- og
efnahagsmála. Hann var sendiherra
í Kanada, settist næst í embætti áróð-
ursmeistara flokksins í júlí 1985 og
á flokksþingi í mars í fyrra var hann
skipaður ritari miðstjómarinnar. A
miðvikudag var hann skipaður full-
trúi í stjómmálaráðinu án atkvæðis-
réttar.
Yakovlev kynntist Gorbachev þeg-
ar hann kom til Kanada árið 1983.
Gorbachev var þá ekki orðinn leiðtogi
Sovétríkjanna en heimurinn fékk í
heimsókn þessari nasasjón af því sem
koma skyldi í Kreml. Mánuði síðar
var Yakovlev kvaddur aftur til
Moskvu og tók hann þá fyrri stöðu
sína í áróðursdeildinni.
Yakovlev hefur síðan fylgt Gorb-
achev á ferðum hans og var hann í
fylgdarliði leiðtogans á Genfarfundin-
um og Reykjavíkurfundinum. Hlut-
verk hans í að móta stefnuna í
menningarmálum og fá listamenn til
fylkja liði um hana er viegamikið.
Slyunkov var skipaður ritari á mið-
vikudag og er hann annar fulltrúinn,
sém situr í stjómmálaráðinu án at-
kvæðisréttar. Slyunkov hefur klifrað
hratt upp metorðastigann í Sovétríkj-
unum, fyrst undir forystu Yuris
Andropov og síðar í valdatíð Gorb-
achevs. Ekki er enn ljóst hvaða
skyldum Slyunkov mun hafa að
gegna, en hann fékk orð á sig fyrir
að vera hagsýnn tæknikrati þegar
hann starfaði í skipulagningarstofn-
un Sovétríkjanna um tíu ára skeið.
Hann var áður forstjóri dráttarvéla-
verksmiðjunnar í Minsk, sem rómuð
er um allan heim fyrir vandaða fram-
leiðslu.
Opinberar yfírlýsingar Slyunkovs
em íhaldsamari en Gorbachevs og
fréttaskýrendur hafa velt því fyrir sér
hvort leiðtoginn hafí þurft að miðla
málum til að friðþægja afturhalds-
samari öfl í stjómmálaráðinu. Sly-
unkov tekur aftur á móti í sama
streng og Gorbachev. Hann vill auka
framleiðni og beijast á móti spillingu.
Lukyanov hefur ekki verið jafn
mikið í sviðsljósini og hinir tveir, en
talið er að leiðir hans og Gorbachevs
hafí fyrst legið saman fyrir 35 ámm.
Þá vom þeir stúdentar við lagadeild
háskólans í Moskvu.
Andstaða við Gorba-
chev til umfjöllunar
- í sovésku vikuriti
Moskvu, AP.
MIKHAIL Gorbachev, Ieiðtogi
Sovétrilganna, lýsti í gær yfir
ánægju með niðurstöður mið-
stjóraarfundarins, sem lauk á
miðvikudag. Hann sló þó varnagla
og sagði að nú þyrfti að hrinda
þeim ákvörðunum, sem teknar
voru á fundinum, í framkvæmd f
flokknum öllum.
Sovéskur stjómmálaskýrandi bar í
gær saman andstöðu við endurbóta-
stefnu Mikhails Gorbachevs og þau
öfl sem kæft hafa fyrri tilraunir til
að koma á breytingum í Sovétríkjun-
um.
Alexander Bovin skrifaði grein í
vikuritið Novoye Vremya og sagði
að sama gerð „íhaldssamra sovéskra
sósíalista" væri andvíg Gorbachev og
hefði gert vonir fólks um nýja tíma
að engu þegar Josef Stalín einræðis-
herra var fordæmdur árið 1956.
Bovin, sem er áhrifamikill stjóm-
málaskýrandi í Sovétríkjunum, sagði
einnig að afturhaldsöfl hefðu staðið
í vegi fyrir herferð fyrir auknu frelsi
árið 1965. Alexander Kosygin var
þá forsætisráðherra og var hann
hvatamaður að herferðinni.
Bovin kvaðst í greininni ekki geta
varist þeirri tilfínningu að völd aftur-
haldsaflanna væm vanmetin.
Áróðursmenn kommúnistaflokks-
ins nota orðið „róttækni" um
markmið Gorbachevs, en Bovin geng-
ur lengra og líkir stefnu nýja leið-
togans við við hina frægu leyniræðu
Khrushchevs um Stalín á 20. flokks-
þinginu árið 1956.
„Og þá fylgdist kynslóð mín og ég
með í forundran, þjáningu og skynj-
aði með fyrirlitningu eigin umkomu-
leysi. Og við sáum hugmyndimar,
sem fram komu á þessum sögulega
fundi verða að engu í kviksyndi
skriffínnskunnar. Khrushchev, sem
bauð veijendum persónudýrkunar-
innar á Stalín byrginn, leyfði brátt
og ýttu undir dýrkun á sjálfum sér.
Leonid Brezhnev, sem óvefengjan-
lega var gæddur heilbrigðri skyn-
semi, lét viðggangast að sér yrði
breytt í minnisvarða um sjálfan sig,“
skrifaði Bovin.
Grein Bovins birtist degi eftir að
miðstjómarfundi kommúnistaflokks-
ins lauk í Moskvu og segja vestrænir
fréttaskýrendur að það bendi til þess
að stefna Gorbachevs hafí vakið
umtalsverðar deilur í flokknum.