Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
21
Bretland:
Atvinnuleysi er
unnt að útrýma
- segir Thatcher forsætisráðherra
MARGARET Thatcher, forsætis-
ráðherra Bretlands, kvaðst í gær
vera sannfærð um að sá dagur
myndi koma að atvinnuleysi yrði
útrýmt og allir þeir sem vildu
gætu fengið atvinnu. Ummæii
forsætisráðherrans vöktu at-
hygli því ráðamenn á Vesturlönd-
um hafa ekki látið frá sér viðlika
yfirlýsingu árum saman.
því Thatcher korrist til valda í Bret-
iandi fyrir tæpum átta árum. Nú
er níundi hver vinnufær maður at-
vinnulaus í Bretlandi og almenning-
ur Iýtur á það sem algilt lögmál
að einhveijir komi alltaf til með að
vera án atvinnu.
Talsmenn Verkamannaflokksins
sökuðu Thatcher í gær um ómerki-
lega kosningabrellu og sögðu
ummæli hennar með öllu óraunhæf.
Verkamannaflokkurinn hefur heitið
því að skapa eina milljón nýrra
starfa á tveimur árum ef flokkurinn
kemst í ríkisstjóm. Atvinnuleysi
hefur farið minnkandi undanfama
fimm mánuði og Thatcher kveðst
treysta á að tækniframfarir muni
skapa ný störf. Skoðanakannanir
sýna hins vegar að íhaldsflokkurinn
hefur þó nokkuð forskot fram jrfír
Verkamannaflokkinn þrátt fyrir
atvinnuleysið, sem mun verða eitt
mesta hitamál næstu kosninga.
Richard Layard, sem starfar við
London School of Economics, sagði
í gær að Thatcher myndi ekki tak-
ast að útrýma atvinnuleysi án þess
að breyta stefnu stjómar sinnar.
Kvaðst hann fagna ummælum
hennar en bætti við að ekki væri
ljóst hvemig Thatcher hyggst ná
þessu markmiði.
GATT-ríki:
Samið um fyrir-
komulag viðræðna
Genf, Reuter.
FULLTRÚAR þeirra 92 ríkja
sem eiga aðild að GATT-sam-
komulaginu um tolla og viðskipti
komust í gær að samkomulagi
um fyrirkomulag viðræðna
næstu fjögur árin.
Þessi lota viðræðnanna hófst í
Punta del Este í Uruguay í septem-
ber á síðasta ári og fjallar um leiðir
til að auka frelsi í viðskiptum á 14
mismunandi sviðum. Viðræðumar
taka jafnt til framleiðslugreina sem
þjónustuiðnaðar.
Bandaríkjamenn og ríki Evrópu-
bandalagsins hefur greint á um
hvort hraða beri sérstaklega við-
ræðum um niðurgreiðslur í land-
búnaði. Fulltrúar Bandaríkjastjóm-
ar viija að þessi málaflokkur verði
ræddur strax og auðið er og hafa
lagt til að samningaviðræður hefjist
árið 1988. Þetta hafa ríki Evrópu-
bandalagsins ekki getað samþykkt,
aðallega vegna þrýstings frá Frökk-
um. Samkvæmt samkomulaginu
sem gert var í gær munu í ár hefj-
ast viðræður um rót vandans auk
þess sem fulltrúamir hyggjast skil-
greina beinar og óbeinar niður-
greiðslur á landbúnaðarafurðum.
Að þessu starfi loknu munu hinar
eiginlegu samningaviðræður hefj-
ast.
Aþjóðasamband blaðaútgefenda:
Ritstjóri frá Chile
fær frelsisverðlaun
Istanbul, Reuter.
JUAN Pablo Cardeneas, ritstjóri
tímaritsins Analisis, sem gefið
er út í Chile, hlaut í gær sérstök
frelsisverðlaun Alþjóðasam-
bands blaðaútgefenda. Verðlaun
þessi nefnast „Gullni penninn“.
Tilkynnt var um veitingu verð-
launana í gær að afloknum tveggja
daga fundi samtakanna í Istanbul.
í alyktuninni sagði að Cardenas
hlyti verðlaunin í ár fyrir „þrotlausa
baráttu hans fyrir lýðræði og skoð-
anafrelsi". Ennfremur sagði að
samtökin vildu með þessu vekja
athygli á þeim þrengingum sem
Qölmargir blaðamenn og útgefend-
ur þyrftu að líða í Chile. Að auki
voru verðlaunin veitt til heiðurs
minningu Jose Carrasco Tapia,
fyrrum ritstjóra Analisis sem var
myrtur í september á síðasta ári.
Juan Pablo Cardenas mun líklega
veita verðlaununum viðtöku á fer-
tugasta þingi alþjóðasambandsins,
sem haldið verður í Helsinki í maí-
mánuði..
Gengi gjaldmiðla
London. AP.
DOLLARINN hækkaði nokk-
uð I verði í gær og var það
rakið til orðróms um, að full-
trúar fimm helstu iðnríkjanna
mundu brátt koma saman til
að ræða um gengismálin og
hvernig unnt er að koma á
auknum stöðugleika.
. Gjaldeyrissalar segja, að risið
á dollarnum hafi hækkað þegar
fréttir bárust um, að fulltrúar
Fimm ríkjahópsins, Banda-
ríkjanna, Vestur-Þýskalands,
Bretlands, Frakklands og Jap-
ans, mundu koma saman bráð-
lega, hugsanlega 7. febrúar nk.,
til að ræða gengismálin. í gær-
kvöld var fengust 152 japönsk
jen fyrir dollarann en 151,20 í
fyrrakvöld. Fyrir pundið fengust
í gær 1,5370 dollarar en 1,5470
í fyrradag. Gagnvart öðrum
gjaldmiðlum var staðan þessi:
1,7905 v-þýsk mörk (1,4865).
1,5035 sv. fr. (1,4865).
5,9555 fr. fr. (5,9150).
2,0150 holl. gyll. (2,0005).
1.272,50 ít. lír. (1.264,00).
1,3395 kan. doll. (1,3360).
Fyrir gullúnsuna fengust í
gær 409,50 dollarar í gær en
408,80 deginum áður.
John Whitehead, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í gær viðræður í Varsjá
Orzechowski, utanríkisráðherra Póllands. Líklegt er talið, að Bandaríkjastjóm aflétti brátt refsiaðgerð-
um gegn pólsku stjóminni.
Pólland:
Af léttir Bandaríkja-
stjórn refsiaðgerðum?
Varsjá. AP, Reuter.
HÁTTSETTIR, bandarískir og
pólskir embættismenn áttu í gær
fund með sér í Varsjá, þann
fyrsta síðan Samstaða var bæld
niður með herlögum.
John Whitehead, aðstoðarut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
kom í gær í opinbera heimsókn til
Póllands og átti þá um daginn við-
ræður Marian Orzechowski, pólsk-
an starfsbróður sinn. Búist er við,
að viðræðumar geti leitt til þess,
að Bandaríkjastjóm afnemi gildandi
refsiaðgerðir gegn pólsku stjóminni
og að samskiptum ríkjanna verði
komið í eðlilegt horf.
Fyrirhugað var, að Whitehead
hitti að máli Wojciech Jaruzelski,
leiðtoga kommúnistaflokksins, og
Jozef Glemp, kardinála, en í til-
kynningu, sem gefín var út í
Washington, sagði, að tilgangur
heimsóknarinnar væri að kanna
ástandið í Póllandi og hvort tími
væri kominn til að aflétta refsiað-
gerðum. Þá mun Whitehead einnig
ræða við andófsmenn f landinu.
Talið er víst, að ándófsmenn og
fulltrúar kaþólsku kirkjunnar muni
hvetja Bandaríkjamenn til að af-
létta refsiaðgerðunum vegna þess
hvemig komið er efnahagsástand-
inu í landinu. Þrátt fyrir nokkum
bata síðustu árin em þjóðartekjur
Pólveija 5% minni nú en þær vom
árið 1979 og erlendar skuldir em
komnar í tæpa 34 milljarða dollara.
Zbigniew Messner, forsætisráð-
herra, sagði í fyrradag, að nokkrar
verðhækkanir væm nauðsynlegar á
þessu ári til bæta afkomu ríkissjóðs.
VINNUSKYRTUR
399.-
HERRANÆRBUXUR
3 í pakka 299,-
IÞRÓTT ASOKKAR
3 í pakka 299.-
Ajgnabli<