Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
Kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum;
Tillagan rýfur sam-
stöðu Alþingis frá 1985
þyrfti og að ná til umferðar kjama-
kafbáta á N-Atlantshafí. Og lúta
marktæku eftirliti.
Einhliða yfírlýsing um kjam-
orkuvopnalaust svæði á Norður-
löndum, byggt á „tryggingu"
Sovétríkjanna, væri haldlítil, ef
nokkurs virði. Einhliða aðgerðir
norrænna ríkisstjóma geti beinlínis
haft neikvæð áhrif, t.d. þýtt fjölgun
kjamavopna í kafbátum á Atlants-
hafínu.
Ómerkilegur rógur
- sagði utanríkisráðherra - Heyrir til starf svettvangs
stj órnmálamanna - ekki embættismanna, sagði Jón Baldvin
Guðrun Agnarsdóttir, þingmaður Samtaka um kvennalista, fyrsti flutningsmaður tillögu um kjamorku-
vopnalaus Norðurlönd, og Kristín Halldórsdóttur, þingmaður sömu samtaka.
„Á fundum utanríkisráðherra
Norðurlanda hefi ég sérstaklega
gert grein fyrir þvi, sem fram
kom f ályktun Alþingis (23. mai
1985) um stefnu Islendinga í af-
vopnunarmálum, en þar er hvatt
tO þess „að könnuð verði sam-
staða um og grundvöllur fyrir
samningum um kjamorkuvopna-
laust svæði í Norður-Evrópu,
jafnt á landi, í lofti sem á hafinu
eða f því, - sem lið í samkomu-
Iagi til að draga úr vfghúnaði og
minnka spennu.... það er nái ekki
aðeins til Norðurlanda, sem allir
vita að eru kjamorkuvopnalaus.
Flestir hljóta að vera mér sam-
mála um, að þar er ver af stað
farið en heima setið, ef hafsvæð-
ið umhverfis Norðurlönd og
kjamavopnabúr f nágrenni
þeirra, m.a. Kolaskaga, verður
sleppt úr umfjöllun um þetta efni
á vettvangi norræns samstarfs.“
- Þannig komst Matthías Á Mat-
hiesen, utanríkisráðherra, að
orði, er þingsályktunartillaga
Guðrúnar Agnarsdóttur (Kl.-
Rvk.), Haraldar Ólafssonar
(F.-Rvk.) og Svavars Gestssonar
(Abl.-Rvk.) um skipan embættis-
mannanefndar til að fjalla um
kjamorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum kom til umræðu
á Alþingi f gær.
Kjaraorkuvopnalaust
svæði á Norðurlöndum
Guðrún Agnarsdóttir (Kl.-Rvk.)
gerði fyrst grein fyrir efni tillögunn-
ar, þ.e. að utanríkisráðherra beiti
sér fyrir því á fundi utanríkisráð-
herra Norðurlanda, að sett verði á
laggimar embættismannaneftid á
vegum Norðurlanda sem kanni
möguleika á og geri tillögur um
kjamorkuvopnalaust svæði á Norð-
urlöndum".
Guðrún vitnaði m.a. til skoðana-
kannana um viðhorf íslendinga til
öryggis- og utanríkismála, sem
gerð var 1983, og leiddi í ljós, að
86% þeirra sem tóku afstöðu vóru
fylgjandi hugmyndum um kjam-
orkuvopanalaus svæði. Hún vitnaði
ennfremur til áiyktunar Alþingis frá
1985 þar sem segir, að kanna beri
„samstöðu um og grundvöll fyrir
samningum um lqamorkuvopna-
laust svæði í N-Evrópu...“. Hún vék
og að norrænni þingmannanefnd,
sem rætt hafí hugmynd um kjam-
orkuvopnalaust svæði á Norður-
löndum og ráðagerð um skipan
- sérstakrar embættismannanefndar
í málið. Mikilvægt er, sagði þing-
maðurinn, að íslendingar eigi fulla
aðild að þessum viðræðum á öllum
stigum málsins, og að þeir verði
ekki viðskila við hinar Norðurlanda-
þjóðimar í þessu mikilvæga máli.
Samstaða sem ekki má
ijúfa
Matthías Á. Mathiesen, utanríks-
ráðherra, greindi frá því að á fundi
utanríkisráðherra Norðurlanda í
ágúst sl., hafí skrifstofustjórum
ráðuneytanna verið falið að athuga,
hvort grundvöllur væri fyrir stofnun
sérstakrar nefndar háttsettra em-
bættismanna í þetta mál, en stefnt
væri að því að taka afstöðu a ráð-
herrafundi, er haldinn yrði í
Reykjavík í marzmánuði nk.
Ráðherra kvaðst hafa gert ut-
anríkisráðherrum annarra Norður-
landa grein fyrir þeim þingvilja, sem
kom fram í þingsályktun 1985.
Kjamaatriði þeirrar þingsályktunar
hafí verið könnun á samstöðu um
og grundvelli fyrir samningum um
kjamorkuvopnalaust svæði í Norð-
ur-Evrópu, er nái til Norðurlanda,
sem þegar em kjamorkuvopnalaus,
og grannaríkja, þar sem kjamavopn
væru til staðar, svo sem á Kola-
skaga, og síðast en ekki sízt
hafsvæða, sem tengjast norrænum
hagsmunum. Þessa viljayfírlýsingu
Alþingis met ég, sagði ráðherra,
sem forsendu fyrir umræðu af okk-
ar hálfu varðandi þetta mál.
Ráðherra sagðist gera utanríkis-
málanefnd grein fyrir framvindu
þessa máls, sem nú væri að unnið
til undirbúnings fundi utanríkisráð-
herra Norðurlanda. Með tilvísun til
þess, sem ég hefí nú sagt, sagði
ráðherra efnislega, væri samþykkt
þeirrar tillögu, sem hér er rædd, til
þess að ijúfa þá samstöðu sem
náðist um þetta mál á Alþingi í
mai 1985.
Sovézk „trygging“
haldlaus
Jón Baldvin Hannibalsson (A,-
Rvk.) sagði sjálfsagt að taka þátt
í störfum þingmannanefndar til
könnunar á þessu máli, sem gæti
verið afdrifaríkt fyrir íslenzka ut-
anríkshagsmuni. Hinsvegar væri
það vafasamara, hvort setja ætti
embættismannanefnd í það. Hér
væri hápólitískt mál til umfjöllunar,
sem félli frekar í verkahring stjórn:
málamanna en embættismanna. í
annan stað væri öryggismálum
Norðurlanda fyrir komið með mis-
munandi hætti. Tvö væru hlutlaus,
en byggðu öryggsvamir á eigin
herstyrk. Þrjú væru aðilar að Atl-
antshafsbandalaginu. Eðli máls
samkvæmt væri aðildarríkjum að
Atlantshafsbandalaginu skylt . að
hafa samráð við bandalagsríki sín
um mál, er snertu sameiginlega
öryggishagsmuni. Rétt væri að
Danmörk, Noregur og ísland ræddu
þessa hugmynd fyrst sín í milli og
innan Atlantshafsbandalagsins.
Jón sagði að forsendan fyrir
ályktun Alþingis í mai 1985 hafí
verið hugmynd um kjamaorku-
vopnalaust svæði, sem hafí verið
skilgreint landfræðilega sem Norð-
ur-Evrópa, allt frá Grænlandi til
Úralfjalla, og spannaði kjama-
vopnabann Jafnt á landi, í lofti sem
og á hafínu eða í því“. Af þessu
geti augljóslega ekki orðið nema til
komi samkomulagsvilja beggja
hemaðarbandalaga í þessum heims-
hluta. Þetta þýðir, sagði hann, að
Sovétríkin, sem eru eina ríkið í
okkar heimshluta, sem beinir
kjamavopnum gegn Norðurlöndum,
verða að vinna að því að fjarlægja
kjamavopn frá Eystrasalti og frá
Kolaskaga, samhliða því sem Vest-
urveldin gerðu slíkt hið sama af
meginlandi Evrópu. Þetta bann
Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.)
sagði afstöðu Jóns Baldvins
Hannibalssonar allt aðra en for-
manna annarra jafnaðarmanna-
flokka á Norðurlöndum. Jón
Baldvin vildi ekki fjalla um þetta
mál á samstarfsvettvangi Norður-
landa fyrr en Atlantshafsbanda-
lagsríkin þijú í hópi Norðurlanda
hefðu rætt málið sín í milli - og
innan Atlantshafsbandalagsins.
Hann byggði afstöðu sína á sjónar-
miðum haukanna í höfuðborg
Bandaríkjanna.
Það er ómerkilegur rógur, sagði
Svavar, sem fram kemur í álitsgerð
þingflokks Alþýðuflokksins, að
hugmyndin um yfírlýst kjamorku-
vopnaiaust svæði á Norðurlöndum,
sé aðeins byggð á sovézkri trygg-
ingu. Auðvitað þarf víðtækari
tiyggingu, sagði þingmaðurinn.
Svavar lét að því liggja að hugs-
anlega myndi utanríkisráðherra
haftia aðild að norrænni embættis-
mannanefnd, er um þetta mál ætti
að Ijálla, í skjóli þingmeirihluta
íhalds og krata, þess nýja viðreisn-
armeirihluta, sem orðið gæti til um
þetta mál.
Fjörugar umræður
Fleiri þingmenn tók til máls í
þessarri umræðu: Birgir ísleifur
Gunnarsson (S.-Rvk.), Eyjólfur
Konráð Jónsson formaður utanrfk-
ismálanefndar (S.-Nv.) og Gunnar
G. Sehram (S.-Rn.), auk þess sem
áður nefndir þingmenn, sumir
hveijir, tóku oftar ein einu sinni til
máls.
Birgir ísleifur og Eyjólfur Konráð
vöktu athygli á því að Alþingi hefði
með samhljóða þingsályktun mótað
afstöðu til afvopnunarmála. Vilji
þings og þjóðar lægi skýr fyrir.
Þeir ræddu og þingmannafund í
Kaupmannahöfn, sem íjallað hafí
um þessi mál. Loks áréttuðu þeir
að mál þetta væri í umfjöllun ut-
anríksmálaráðherra og utanríkis-
málanefndar Alþingis.
Gunnar G. Schram sagði öll Noð-
urlöndin kjamorkuvopnalaus. Þau
hafí að auki lýst því yfír, að það
yrði þau til frambúðar. Alþingi ís-
lendinga hafí markað skýlausa
stefnu, í þingsályktun, um afvopn-
unarmál, og afstöðu til kjamorku-
vopnalausra svæða. Það þjónaði
ekki öryggishagsmunum okkar að
stuðla að ágreiningi, inn á við og
út á við, um þetta eftii.
Skammstafanir í stjórnmálafréttum
í stjórnmálafréttum MorgunblaAsins eru
þessar skammstafanir notaðar.
Fyrir flokka: Fyrir kjördæmi:
A.: Alþýðuflokkur Rvk.: Reykjavík
Abl.: Alþýðubandalag VI.: Vesturland
Bj.: Bandalagjafnaðarmanna Vf.: Vestfirðir
F.: Framsóknarflokkur Nv.: Norðurland vestra
Kl.: Kvennalisti Ne.: Norðurland eystra
Kf.: Kvennaframboð Al.: Austurland
S.: Sjálfstæðisflokkur Sl.: Suðurland
* - - , Rn.: Reykjanes
Alþingi:
Þriðjungnr
fjarverandi
Þegar fundur var settur í un, eflingu atvinnu og byggðar í
Sameinuðu þingi í gær höfðu sveitum, landkynningu að loknum
tuttugu þingmenn, þriðjungur leiðtogafundi, menntastofnun á
þingheims, fjarvistarleyfi. sviði matvælaiðnaðar, tryggingar-
Nokkrir þingmenn eru erlendis sjóð loðdýraræktar og eflingu
vegna undirbúnings þings fiskeldis.
Norðurlandaráðs og vegna
funda hjá Evrópuráði. Aðrir Megintími fundarins fór í um-
vóru utanbæjar, ýmissa erinda. ræðu um tillögu Guðrúnar
Einn hafði veikindafjarvistir. Agnarsdóttur o.fl. um aðild að
Umræðu lauk um sex tillögur norrænni embættismannanefnd,
til þingsályktunar og var vísað til er fjalli um kjamorkuvopnalaust
nefnda. Tillögumar fjalla um: svæði á Norðurlöndum. Sjá frá-
landgræðslu- og landvemdaráætl- sögn hér á síðunni.