Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987 Minning: BenediktS. Krístjánsson fv. bóndi Stóra-Múla Fæddur I. apríl 1895 Dáinn 22. janúar 1987 „Mínir vinir fara Ijöld feigðin þessa heimtar köld.“ H.J. Benedikt Sigurður Kristjánsson var fæddur að Lambanesi í Saurbæ þann 1. apríl 1895, sonur hjónanna Kristjáns Benjamínssonar, Jónsson- ar á Hróbjartsstöðum í Hnappadal og konu hans, Katrínar Markús- dóttur. Kona Kristjáns á Stóra- Múla var Hómfríður Benjamíns- dóttir Hjálmarssonar, Jónssonar frá Bólu í Skagafirði. Fyrstu árin bjuggu þau Kristján og Hólmfríður í Lambanesi en síðan á Saurhóli og Þurranesi þar til þau fluttu að Stóra-Múla árið 1904 er Torfi í Ólafsdal seldi þeim jörðina, Þu sparar með 'PeÞ- = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER sem áður var ein af þeim jörðum sem Ólafsdalsskólinn hafði til af- nota. Benedikt var þá 9 ára gamall og átti hann eftir það alla tíð heim- ili á Stóra-Múla. Saurbærinn er ein af fegurstu sveitum landsins, gi'asi gróin á milli hárra Qalla. Ágæt sveit og ágætis fólk, eins og Steinn Steinarr sagði. Stóri-Múli stendur hátt og þaðan er fagurt útsýni yfir sveitina og vestur yfir Gilsfjörð allt til Barma- hlíðar sem Jón Thoroddsen orti svo fallega um. Þarna ólst Benedikt upp og vandist ungur öllum heimilis- störfum. Hann hlaut í æsku almenna barnafræðslu, en auk þess var hann 2 vetur í Hjarðarholts- skóla hjá séra Ólafi Ólafssyni. Þaðan komu margir nemendur vel undirbúnir til að takast á við ný verkefni sem framtíðin bar í skauti sér. Þá komst Benedikt á unga aldri í kynni við Ólafsdalsheimilið, sem var annálað fyrirmyndar menning- arheimiii. Hann komst einnig í kynni við sjómennsku, þar sem hann var 2 vertíðir í Grindavík við sjóróðra. Saurbærinn og Saurbæingar voru að ýmsu leyti á undan öðrum, því þar blómstraði félagslífið. Söng- og leiklistin voru í hávegum hafðar hjá yngra sem eldra fólki og ung- mennafélagið starfaði mikið. Þótt starfsemi þessi hvíldi oft á herðum fárra manna, þá voru allir með þeg- ar á þurfti að halda. Benedikt á Stóra-Múla var framarlega í hópi ungra manna í sveitinni og tók mikinn þátt í félagslífinu. Hann var leikari góður og er mér hann minnisstæður bæði sem séra Sig- valdi í Manni og konu og sem Sigurður í Dal í Skugga Sveini. Þá var hann söngmaður góður og snjall ræðumaður, orðheppinn og rökvís. Þessi félagsstarfsemi var góður skóli fyrir yngri kynslóðina. Þar lærði hún að starfa og leysa ýmis vandamál sameiginlega og var því vel í stakk búin til að takast á við stærri verkefni þegar út í lífsbarátt- una kom. Á þessum árum voru flestir Saurbæingar fátækir af ver- aldarauði, en þeir voru hugsjónarík- ir, frjálslyndir og framfarasinnaðir. Árið 1921 hóf Benedikt búskap á Stóra-Múla og bjó hann þar í nær 40 ár er sonur hans, Ingiberg, tók við búi þar. Það var margt sem á móti blés í landbúnaði á þessum fyrstu bú- skaparárum Benedikts, ekki síður en mönnum finnst í dag. Það voru harðindaár frá 1918—1920 og í kjölfar þeirra kom gífurlegt verð- fall búsafurða og bændur sátu eftir með miklar skuldir og fengu lítið fyrir innleggið sem að mestu voru sauðfjárafurðir. Skuldirnar sem söfnuðust á þessum árum losnuðu menn ekki við næstu árin. Síðan kom heimskreppan upp úr 1930 svo ástandið var hörmulegt. Kreppu- lánasjóður og Afurðasölulögin 1935 björguðu miklu og sköpuðu bænd- um meira öryggi í búskap en áður þekktist. Það var bjartara framund- an, en þá komu sauðfjársjúkdómar sem ollu stórtjóni svo skipta varð um íjárstofn. Það var engin sæld að fást við þessi mál, en upp úr fyrri fjárskiptum árið 1947 fór að rofa til og bændur voru þá fljótir að tileinka sér nýjungar þær sem voru á boðstólum, vélar og tæki sem áður voru lítið þekkt hér á landi. Benedikt á Stóra-Múla kynntist þessum erfiðleikum öllum eins og aðrir bændur. Hann mundi vel tvenna tíma í búnaðarháttum og kunni að meta þær nýjungar og þá tækni sem rutt hefur sér rúms síðustu áratugina. Hann var maður ræktunar og framfara og byggði allt sitt á jörð sinni og rælrtaði mikið, svo hann þurfti ekki að heyja nema á ræktuðu landi sfðustu bú- skaparárin. Þetta votlendi sem áður var í Saurbænum er nú að mestu orðið að grasgefnum túnum og bústofn bændanna hefur margfald- ast og afurðir stóraukist. Samhliða búskapnum var Benedikt alla tíð mikið í félagsmálum, enda vel til þess fallinn. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd og var um skeið odd- viti. Hann vann að því m.a. að gefa þeim ábúendum sem voru leiguliðar á hreppsjiirðum kost á að kaupa þær og verða sjálfseignarbændur. Þá var hann lengi í stjórn Kaup- félags Saurbæinga og formaður stjórnar um skeið. Alllengi var hann formaður búnaðarfélags og fóður- birgðafélags og um skeið formaður sjúkrasamlags og í mörg ár sóknar- nefndarformaður. Margt fleira var honum falið sem eigi verður hér rakið. Benedikt var bókhneigður maður og víðlesinn, greindur vel og snjall ræðumaður og lét engan eiga hjá sér í orðasennum. Hann hafði skemmtilega frásagnarhæfi- leika og var hagmæltur vel. Hann var samvinnu- og félagshyggju- maður með ákveðnar skoðanir og fylgdi Framsóknarflokknum að málum. Fyrri kona Benedikts var Gíslína Ólöf Ólafsdóttir frá Þórustöðum í Bitru Magnússonar. Hún lést 39 ára 1931. Þeirra börn eru: Kristján Hólm, frv. borgarfulltrúi í Reykjavík, kvæntur Svanlaugu Ermenreksdóttur; Anna María, gift Siguijóni Sveinssyni í Hafnarfirði. Þau bjuggu lengi á Sveinstöðum í Dalasýslu; Ellert Ingiberg, bóndi Stóra-Múla, kvæntur Halldóru Guð- bjartsdóttur; Benedikt, kennari í Reykjavík. Öll eru systkinin mann- kosta fólk og þrátt fyrir erfiðar heimilisástæður hlutu þau góða menntun. Seinni kona Benedikts var Vig- fúsína Kristín Jónsdóttir frá Þóroddsstöðum í Ölfusi. Hún lést árið 1981. Þegar Benedikt og Vigfúsína hættu búskap byggðu þau yfir sig í landi Stóra-Múla og nefndu þau húsið Ármúla. Þar bjuggu þau í 2 áratugi. Síðustu árin dvaldi Bene- dikt á Minni-Grund í Reykjavík og var hann allt fram undir það síðasta við góða heilsu og hélt reisn sinni, þótt kominn væri á tíðræðisaldur- inn. Hann lést þann 22. janúar sl. í Landakotsspítala. Þegar ég lít yfír farinn veg þá hef ég margs að minnast og margt að þakka hinum látna. Ævistarfið var ekki alltaf létt, en það var sigr- ast á öllum erfiðleikum og byggt og búið giftusamlega í hendur kom- andi kynslóða. Ég þakka og flyt ættingjum og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur mínar og konu minnar. Blessuð sé minning Benedikts Kristjánssonar. Ásgeir Bjarnason, Ásgarði. Það er hlýtt inní herberginu og óþarflega þungt loft eins og gjarnan er hjá gömlu fólki og gamli maður- inn sem þar býr tekur þér opnum örmum í þau fáu skipti sem þú lítur inn og þú ert um stund leiddur inn í heim samræðulistar og einstæðrar frásagnargáfu. Gamli maðurinn spyr tíðinda, en samtalið þróast fljótlega upp í það að hann fer að segja þér frá. Hann sýnir þér þakk- arkveðju frá ungum þjóðháttafræð- ingi sem hafði beðið hann urr að útlista forn vinnubrögð við heyskap inn á segulband, og úr því urðu átta vélritaðar síður segir gamli maðurinn, og þurfti ekki að hnika til orði, hvað þá setningu. Og ég veit að hann mælir þar rétt. Frá- sagnagáfa hans var einstök, at- burðir liðu fram skýrt og skilmerkilega, án vafninga eða aukaatriða. í návist hans ertu stig- inn inn í annan heim sem ofurvald nútíma hi aða og fjölmiðlunar hefur ekki náð að setja mark sitt á, enda er gamli maðurinn sem andspænis þér mundar tóbaksklútinn og kryddar mál sitt spaugilegum at- hugasemdum og kímni fæddur^ þegar enn eru tæp fimm ár eftir af öldinni sem leið, orðinn 23ja ára þegar Frostaveturinn mikli gengur yfir 1918, og nær sestur í helgan stein fyrir meira en aldarfjórðungi, þegar barnabörn hans, fyrir utan þau allra elstu, fara að muna hann fyrst. Saurbær í Dalasýslu var þétt- býlli en nú er, þó fátækari væri, þegar Benedikt Sigurður Kristjáns- son fæddist fyrir tæpum níutíu og tveimur árum. Faðir hans, Kristján Benjamínsson frá Hrófbjargarstöð- um, hafði um skeið verið vinnu- og lausamaður í Saurbænum og árið 1894 ræðst hann sem vinnumaður að Lambanesi til Benjamíns Hjálm- arssonar Jónssonar frá Bólu og dóttur hans Hólmfríðar. Segja má að þá fari lukkuhjól þeirra beggja að snúast, því að þau Kristján og Hólmfríður fella hugi saman og ganga í hjónaband og taka við bús- forráðum í Lambanesi. Þar fæðist Benedikt 1. apríl 1895. Skömmu síðar taka þau Kristján og Hólm- fríður Saurhól á leigu en ótrygg er vist leiguliðans og þaðan verða þau að fara eftir sex ára dvöl, flytja til eins árs í mikið þröngbýli að Þurra-. nesi, en síðan kaupa þau jörðina Stóra Múla 1904 af Torfa í Ólafs- dal. Þá er Benedikt 9 ára. Þar eiga þau heimili síðan Kristján og Hóltn fríður ásamt Benedikt og dætrun sínum fimm, en af þeim er nú að- eins Karólína á lífi. Það var á honum að heyra að gott hefði verið að alast upp í Saur- bænum í byijun aldar, þó að fátækt væri þar vissulega mikil eins og annars staðar á landinu. En þegar fyrstu árum aldarinnar sleppti fór Ungmennafélagshreyfingin að blása mönnum í bijóst trú á landið og framtíðina. Þéttbýlt var og fjöl- mennt á bæjunum og mikið af ungu 4WDSKUTBÍLL Sá fyrsti frá Japan meö sítengt aldrif, sem hægt er aö læsa. O Stööug spyrna á öll hjöl. O Engin skipting milli fram- og afturhjóla. O Viðbragö og vinnsla ísérflokki. O Mikiö burðarþol. O Nýtískulegt og stílhreint útlit. HEKLA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 skabíll peirra, ekki iáta ófærðina tefja sig!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.