Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
fólki og félagslíf allnokkurt. Mennt-
un var auðvitað af skomum
skammti, Benedikt fór þó, eftir
venjubundið bamaskólanám sem
lítið var, í skóla til sr. Ólafs Ólafs-
sonar í Hjarðarholti, þar sem hann
var tvo vetur. Menntunarmegin á
reikning sinn setti hann einnig að
hafa fengið að kynnast Torfa í Ól-
afsdal, dveljast hjá honum að
vorlagi og kynnast heimilislífi, bún-
aðarháttum og skólahaldi þessa
merka búnaðarfrömuðar, þau kynni
taldi hann sér ávallt til tekna.
Húsið Sjónarhóll, efst í brekk-
unni áður en rennt er niður í hinn
eiginlega Hafnarfjörð, stendur enn.
Þangað sótti ungur maður fæði og
húsnæði um það leyti sem gamla
Evrópa var að kveðja í hildarleik
fyrri heimsstyijaldar. Þá fóru ur:j/:r
menn hvaðanæva suður með sjó á
'Tr vertíð og Benedikt réri tvær vertíð-
ir á skútu frá Hafnarfirði og tvær
frá Hrauni í Grindavík. Oft komst
hann þar í hann krappan. Aðbúnað-
ur var slæmur, vosbúð mikil og
vinnuharka, en þetta varð nú
lífsstarfið margra ungra manna, en
ekki Benedikts. Hann var eini sonur
foreldra sinna og hann tekur við
búskap á Stóra Múla árið 1921.
Á þeim einu stundum brá fyrir
viðkvæmni í rödd gamla mannsins
er hann minntist fyrri konu sinnar
Ólafar, en hún dó úr tæringu eftir
10 ára hjónaband þeirra á útmánuð-
um árið 1931. Þau gáfust hvort
öðru 14. október 1921. Gíslína Ólöf
hét hún fullu nafni og var frá Þóru-
stöðum í Bitru. Þau Ólöf og
Benedikt eignuðust fjögur börn sem
eru í aldursröð: Kristján, kennari
og lengi borgarfulltrúi í Reykjavík.
Hann er kvæntur Svanlaugu Erm-
enreksdóttur og eiga þau fjögur
böm; Anna María, húsfreyja í Hafn-
arfirði og áður á Sveinsstöðum í
Klofningshreppi. Hún er gift Sigur-
jóni Sveinssyni og eru börn þciria
6; Ellert Ingiberg, bóndi á Stóra
Múla. Hann er kvæntur Halldóru
,, Guðbjartsdóttur og em börn þeirra
Benedikt, kennari í Reykjavík.
(ikvæntur.
Enn er hún Ijóslifandi fyrir hug-
skotssjónum okkar flestra hún
Vigfúsína Jónsdóttir sem við kvödd-
um hér frá kirkjunni fyrir réttum
fimm árum. Hún kom að Múla á
erfiðum tíma, skömmu eftir 'át Óla-
far og verður seinni kona Benedikts.
Þau giftast 23. september 1937.
Hún elur upp með honum börnin,
gengur þeim í móðurstað og gengur
til allra verka, bæði úti og inni,
alla tíð. Einstakur dugnaðarforkur
Vigfúsína, mikil búkona sem féll
aldrei verk úr hendi. Hún var frá
Þóroddsstöðum í Ölfusi. Hún lést
9. maí 1981 á 87. aldursári.
Ekki veit ég annað en að Bene-
dikt hafí búnast vel, en ckki er víst
að hann hefði orðið bóndi á öðmm
og auðugri tímum. Þá hefði hann
sjálfsagt farið um langskólaveg, til
þess hafði hann góðar gáfur. Vitan-
lega hefur búskapurinn verið erfið-
ur, en léttist þó þegar bömin uxu
úr grasi. Þá fór Benedikt enda að
taka virkari þátt í félagsstörfum.
Var í hreppsnefnd og sóknarnefnd.
Formaður kaupfélagsstjómar, bún-
aðarfélags og sjúkrasamlags um
árabil. Fylgdist alla tíð vel með þjóð-
málum og var mjög einlægur
stuðningsmaður Framsóknar-
flokksins, svo mjög, að reikulir
i afkomendur hans í annan lið urðu
að leyna ístöðuleysi sínu ef þeir
ætluðu að sleppa við ávítur hans.
Þá ferðaðist Benedikt allmikið, sótti
iækna og meðöl í Búðardal og að
Reykhólum, auk þess sem hann
gerðist sérlegur fylgdarmaður
sóknarpresta sinna, cinkum í erfíð-
um vetrai'ferðum þeirra milli
kirkna.
Enn stendur, þó farið sé að láta
á sjá, litla hvíta húsið á bakka
Hvolsár, niður undan Skriðulandi,
og hitt hef ég ókunnuga sem hafa
sérstaklega tekið eftir þessu lát-
i lausa húsi við árbakkann. Þetta hús
byggðu þau sér Benedikt og Vig-
fúsína er þau bmgðu búi 1959 og
nefndu Ármúla. Heilsan var enn
góð og árin á Ármúla urðu mörg
og ánægjuleg, en allt hefur sinn
tíma, og eftir að Benedikt hafði
verið þar einn um nokkur ár, varð
ekki undan því vikist að hann flytti,
‘■“þangað sem nærbýli við aðra var
meira. Hann var þá orðinn áttatíu
og sjö ára gamall, hafði búið á
Ármúla í rúma tvo áratugi og hann
sá ekki eftir vistaskiptum, því þó
að sveitin togaði fast, þá var hann
mjög félagslyndur maður og hafði
ánægju af því að umgangast fólk.
Á Minni Grund leið honum vel —
og hann var mjög sáttur við lífið
og tilveruna.
Hann afí minn hafði gaman af
því að skreppa á bæi, segja sögur,
ræða málin og taka úr kaffíbolla.
Margur stubbur fylgdi honum á
þeim ferðum, skyldur eða óskyldur,
því að þau Sína voru dugleg við að
taka börn í sveit og sinn þátt átti
hann í mótun þeirra peða sem hon-
um fylgdu, því að ekki var alltaf
þegjandi gengið. Hann sagði alla
tíð mikið af gamansögum, hins veg-
ar lagði hann ekki illt til nokkurs
manns og kaus að skipta um um-
ræðuefni yrði trauðla hjá því
komist. Á sama veg tók hann gjam-
an upp banskann fyrir menn, ef illt
umtal var iðkað í hans návist og
varð ég oftsinnis vitni að því. Hins
vegar var hann kerskinn og
stríðinn, ef því var að skipta, en fór
þannig með að hann aflaði sér ekki
óvináttu nokkurs manns. Hvort sem
það hefur verið af löngum kynnum
hans við presta, eða öðm, þá var
hann guðfræðingur góður, og er
óþarfí að bæta hér við „af alþýðu-
manni að vera“. Hann var mjög vel
heima í lykilatriðum kristindóms og
líkt og Tómas, efasemdamaður í
hvívetna. í guðfræðilegri umræðu
naut eðlislæg stríðni hans sín eink-
ar vel. Nýútskrifaðir guðfræðingar
í vinnu hjá Gísla á Grund vissu oft
ekki hvort þeir væru að koma eða
fara þegar hann byrjaði að rökræða
við þá um meyfæðinguna og aðrar
jrfirnáttúmlegar frásögur Biblíunn-
ar. Hann var raun- og rökhyggju-
maður í þessu sem öðm, og margur
verðandi prestur, ennþá blautur af
bók, fékk þama sína fyrstu brot-
lendingu. En þeir hændust að
honum, heimsóttu hann miklu oftar
en þurfti, enda gamli maðurinn
vanur prestum og umgekkst þá
stétt manna eins og sveitunga sína.
Benedikt á Stóra Múla upplifði á
einum mannsaldri Islandssögu alla
í hnotskum. Er hann fæðist em
atvinnuhættir og verklag lítt breytt
frá því sem verið hafði frá upphafí
íslands byggðar og hann deyr í fjöl-
breyttu samfélagi háþróaðrar
tækni. Hann fylgdist vel með meðan
hann var upp á sitt besta, sína
búskapartíð. Átti síðustu árin vélar
og tæki og tók allan sinn heyskap
af ræktuðu landi. En hann lét sér
fátt um fínnast á efri ámm og
þyrsti t.a.m. lítt í ferðalög önnur
en á þekktar slóðir. Hann var fyrst
og fremst maður fróðleiks og frá-
sagnalistar og í því var kannski
viss þversögn að hann sem átti svo
auðvelt með að draga upp glöggar
myndir af því sem hann sá og
heyrði skyldi lítt gefínn fyrir mikil
ferðalög. Hann flaug t.a.m. aðeins
einu sinni og þá í boði vinar síns
Sverris Þóroddssonar. Hann varð
ekki hræddur, þó fysti hann ekki
að endurtaka slíkar ferðir, þrátt
fyrir hvatningu á stundum.
Þó að skammlífí og lífsólán sé
alls ekki til vitnis um að Guð hafí
afneitað þér þá er langlífi og barna-
lán órækasti vottur um Guðs
blessun í þeirri lífsins bók sem nefnd
hefur verið Gamla Testamentið. Og
af hvomtveggju hafði Benedikt á
Stóra Múla nóg. Hann naut þess
lífsláns að sjá böm sín vaxa upp
og komast til þroska, sjá þeirra
böm komast nokkuð áleiðis og þess
að sjá bamabamabömin vaxa úr
grasi. Hann var orðinn allra karla
elstur og hélt prýðilega andlegu
atgervi. Hann fann hins vegar að
heilsan var að bila, fann að hveiju
dró og var fyllilega sáttur við það
að deyja.
Héðan leggur hann upp í sína
síðustu jarðbundnu ferð u<--tur í
Dali þar sem hugur hans var alla
tíð og líkaminn að undanskyldum
síðustu ámnum. Þar verður hann
jarðsunginn frá kirkjunni sinni,
Staðarhólskirkju, þar sem útsýni
er yfír alla þá sveit sem hann unni
svo mjög, þá sveit þar sem hann
sleit fyrst bamsskónum, lifði sín
manndómsár, og átti langa og far-
sæla ævi. Bæði hér og þar kveðja
hann ættingjar, sveitungar og vinir
með virðingu og söknuði. Blessuð
veri minning hans, alltaf og ævin-
lega.
Baldur Kristjánsson
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR,
Vitastfg 20,
Reykjavík,
andaðist i Landspítalanum að morgni 29. janúar.
ísleifur Ólafsson,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
t
Maðurinn minn,
HAFSTEINN MAGNÚSSON,
Krókatúni 13,
Akranesi,
lést 28. þessa mánaðar.
Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir.
t
Faðir minn og tengdafaðir,
SNORRI STEFÁNSSON,
fv. framkvœmdastjóri
Hlfðarhúsi,
Slgluflröl,
sem andaðist 23. janúar, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 31. janúar kl. 14.00.
Anna Snorradóttir,
Knútur Jónsson.
Lokað
Vegna útfarar KARLS A. ÞORSTEINS forstjóra verða
skrifstofur okkar lokaðar föstudaginn 30. janúar frá kl.
12.00.
Edda hf.,
Sundaborg.
HildurH. Þorfinns-
dóttir - Kveðjuorð
Okkur setti hljóð er við heyrðum
andlát þessarar kæru vinkonu okk-
ar.
Á slíkum stundum vakna margar
spumingar, hvers vegna? Af hverju?
En það eru margar spumingar
sem ekki fást svör við, þær em
geymdar í hendi okkar trúa Skap-
ara, sem öllu stýrir, ræður og allt
vald hefur á himni og jörðu.
Hulda, eins og við kölluðum
hana, var tíður gestur á heimili
okkar hjónanna, og urðum við þess
heiðurs aðnjótandi að kynnast henni
mjög náið síðustu æviár þessarar
góðu konu, og bar þar aldrei skugga
á.
Lífsreynslu sinni miðlaði hún
okkur sem yngri vomm, engan kala
eða beiskju var að fínna, allt skyldi
nota í þágu hins góða, eins og besta
móðir.
Hildur Hulda Þorfínnsdóttir átti
einlæga trú á Jesúm Krist, og það
var trúin sem hjálpaði henni að
horfast í augu við þann alvarlega
sjúkdóm sem hún bar, og aldrei var
farið í grafgötur með dýrmætu perl-
una, trúna. Allir sem þekktu Huldu
vissu hvar hún stóð gagnvart Frels-
ara sínum, Jesú Kristi.
Einnig lét hún ekki af að hjálpa
öðmm, hugga og uppörfa þótt sjálf
væri sárþjóð.
Hulda var í raun litríkur og stór-
brotinn persónuleiki, kveikti líf í
kringum sig, hvar sem hún fór,
vönduð og orðvör.
Nú kveðjum við Huldu hérna
megin grafar, en trúum því að við
fáum að hittast aftur á morgni
eilífðarinnar, leyst frá sorgum og
sjúkdómum þessa lífs.
Við geymum fagra minningu um
trúsystur okkar, og biðjum góðan
Guð að blessa og styrkja börnin
hennar og alla aðra ástvini í Jesú
nafni.
Þóra Björk og Lúðvík
t
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
KOLFINNU MAGNÚSDÓTTUR,
Halldórsstöðum,
Laxárdal,
fer fram frá Þverárkirkju laugardaginn 31. janúar kl. 14.00.
Magnús Þ. Torfason,
Hjálmar Torfason,
Ásgeir Torfason,
Guðrún Torfadóttir,
Sigíður Torfadóttir
Sigríður Þórðardóttir,
Unnur Pótursdóttir,
Hrafnhildur Ólafsdóttir,
Andrós Magnússon,
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KARLA. ÞORSTEINS,
ræðismaður,
Hagamel 12, Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 30. janúar kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Kvennadeild Rauða krossins.
Jóhanna Þorsteins,
Þór Þorsteins, Dóra Egilson,
Hildur Karlsdóttir, Elrfkur Haraldsson,
Ragna M. Þorsteins, Ingi R. Helgason,
Karl J. Þorsteins,
börn og barnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐBJARTUR GUÐBJARTSSON,
Bjarmalandi, Grindavfk,
verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 31. janúar
kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á byggingu
heimilis aldraðra í Grindavík.
Danheiður Danfelsdóttir,
Sólveig Guðbjartsdóttir, Agnar Guðmundsson,
Ólafur Guðbjartsson, Anna Kjartansdóttir,
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, systur og mágkonu,
RÖGNU LÁRU RAGNARSDÓTTUR,
Álftamýri 24.
Áslaug Kristjánsdóttir,
Jónína Ragnarsdóttir,
Ólafur Þór Ragnarsson,
Jón P. Ragnarsson,
Sveinn H. Ragnarsson,
Erla S. Ragnarsdóttir,
Guðlaug Ragnarsdóttir.
Halldóra Ragnarsdóttir,
Ragnar Lárus Kristjánsson,
Gunnar P. ívarsson,
Jóhanna Jensdóttir,
Sigrfður Ingvarsdóttir,
Halldóra Elfasdóttir,