Morgunblaðið - 30.01.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 30.01.1987, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987 Egill Páls- son — Minning Fæddur 16. janúar 1923 Dáinn 22. janúar 1987 í dag verður til moldar borinn frá Háteigskirkju í Reykjavík ást- kær frændi minn, Egill Pálsson. Egill fæddist þann 16. janúar 1923 og var því nýorðinn 64 ára er hann lést þann 22. janúar sl. á Landakotsspítala. Egill bjó á Grettisgötu 20c ásamt konu sinni, Öldu Jóhannsdóttur, og alltaf var notalegt að koma til þeirra í hlýlega litla húsið á „Grettó" eins og við köllum það. Það er erfitt að kveðja mann eins og Egil sem ætíð var hress og kát- ur, en eins og hann sagði svo oft sjálfur, þá var hann bara 17 ára. Já, það ættu margir sem eru 17 ára í dag prísa sig sæla ef þeir væru jafnhressir og kátir og hann alltaf var. Ég minnist sérstaklega ferða okkar bæði á Laugarvatn og í Skorradalinn þar sem Egill var hrókur alls fagnaðar og ætíð tilbú- inn að „baka“ okkur hin í spila- mennsku. En nú skilur leiðir um stund og stórt skarð hefur myndast í fjöl- skyldu okkar sem erfitt verður að fylla. Elsku Alda mín. Þinn missir er mikill, en megi minningin um góðan mann verða þér og okkur hinum styrkur á þessari stund. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, sem sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Bryndís Garðarsdóttir Fallinn er að foldu mætur félagi og vinur, Egill Pálsson, Grettisgötu 20C í Reykjavík, 64 ára að aldri. Að kveðja vin sinn hinstu kveðju vekur manni söknuð og trega eink- um þegar manni finnst lát viðkom- andi ótímabært. En jafnframt vekur sú stund upp minningar sem tengj- ast samveru við hinn látna og lýsa sem dýrmætar perlur í sjóði minn- inganna. Þannig standa mér nú fyrir hugskotssjónum „árin sem aldrei gleymast", en svo kölluðum við Egill þau ár sem við vorum samskipa á varðskipunum Óðni og Ægi. Fátt tel ég ungum manni hollara en að fara til sjós og taka þar út þroska sinn, einkanlega þegar það gerist í samfylgd úrvals manna. En það var einmitt þannig sem kynni okkar Egils hófust fyrir hart- ær aldarfjórðungi er undirritaður fékk sig fluttan af varðbátnum Sæbjörgu yfir á þáverandi flagg- skip Landhelgisgæslunnar Óðin. Þar stóð þá Egill í forsvari á dekki ásamt vini sínum, Sigurði heitnum Sigurðssyni bátsmanni. Að vísu hafði ég kynnst Agli lítil- lega meðan ég var háseti á Maríu Júlíu, en þar hafði Egill hafíð sína sjómennsku. Bar hann því ávallt tryggð til þess skips síðan, sem birt- ist í því að hann kom gjaman í heimsókn þegar við vorum samtím- is í Reykjavík. Frá þeim tíma man ég að mér þótti Egill algjörlega hafínn yfir aldur og tíma og kom það berlega í ljós þegar ég var kominn yfír á Óðin að þrátt fyrir 20 ára aldurs- mun var hann sá félagi og vinur sem mér þótti standa mér næst. Þegar Sigurður bátsmaður fór í land til að gegna öðrum störfum hjá Landhelgisgæsiunni tók Egill við starfí hans og gegndi því með einstökum sóma allt til ársins 1969 þegar honum bauðst að sækja hið nýja flaggskip LHG Ægi og gerast síðan bátsmaður á því. Þau ár sem ég sigldi með Agli eru og verða hreint ógleymanleg ekki síst fyrir þann einstaka velvilja og vináttu sem hann sýndi þessum unga pilti sem oft á tíðum þóttist fullveðja sjómaður eftir veru sína á varðbátunum, en komst jafnharðan að því undir öruggri handleiðslu Egils að svo var ekki og enn var margt ólært. Sem húsbóndi á dekki var Egill einkar laginn við að ná því besta út úr mönnum sínum og lærði ég margt af honum, sérstaklega þann tíma sem ég var dagmaður og sem slíkur mun tengdari honum en væri ég á vöktum. Það sem ég þar lærði hefur fylgt mér æ síðan og frekar verið talið til kosta minna en lasta. Vertu trúr yfír litlu eru einkunn- arorð sem svo sannarlega mátti heimfæra upp á Egil Pálsson, ekk- ert verkefni var það lítið né ómerkilegt að því bæri ekki að sinna af kostgæfni og alúð að minnsta kosti voru það þær kröfur sem hann gerði til okkar hásetanna. Þessu mátti alls staðar sjá stað, í um- gengni við verkfæri, við hreingern- ingar og málningarvinnu, alls staðar sama snyrtimennskan og reglusemin. Þetta eru kostir hins góða bátsmanns, sem samfara mild- um en ákveðnum aga fá hlutina til að ganga snuðrulaust fyrir sig. Góður bátsmaður er einn af þeim meginhornsteinum sem góð skips- höfn byggir á. Eftir að Egill hætti sjómennsku í ársbyijun 1973 starfaði hann ásamt undirrituðum hjá Almanna- vömum ríkisins um nokkurra mánaða skeið og var það sem áð- ur, þar reyndist hann traustur og áreiðanlegur mitt í stærsta verkefni almannavama, Vestmannaeyjagos- inu. Eftir það var hann skráður sem hjálparliði í stjómstöð Almanna- vama ríkisins og tók sem slíkur þátt í fyölmörgum æfíngum og verk- efnum. Fyrir þau störf er nú þakkað. Að loknu starfí hjá Almanna- vömum hóf Egill störf hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar og starfaði þar allt til þess að hann nú fyrr í vetur varð að gangast undir aðgerð sem tengdist þeim sjúkdómi sem að lokum lagði þennan mæta mann að velli. Minning’: Fæddur 3. september 1929 Dáinn 20. janúar 1987 Sigurður Olgeirsson, eða Dinni, eins og okkur var tamast að kalla hann, varð bráðkvaddur þann 20. þ.m. Hann var sonur hjónanna 01- geirs Sigurðssonar, húsasmíða- meistara, sem lést 1958, og konu hans Hólmfríðar Sigurðardóttur, sem nú sér á eftir syni sínum. Sigurður lauk námi í rennismíði árið 1951 og úr Vélstjóraskóla ís- lands árið 1958. Vélstjóri var hann á skipum um árabil, síðast á ms. Lagarfossi Eimskipafélagsins. Vegna veikinda er hann átti við að stríða var honum ekki aftur- kvæmt á sjóinn, en hin síðari ár vann hann meira af vilja en getu við rennismíði í hlutastarfi hjá Véla- verkstæði Einars Guðfinnssonar. Dinni var sérstaklega samvisku- samur maður. Svo nákvæmur og vandvirkur þótti hann við renni- smíðina, að í hendur hans voru ekki sett önnur stykki en þau sem vel skyldi vanda. Hann var óve- fengjanlega listasmiður. Svo langt sem ég man hafði Dinni Eftir liðlega þijátíu ára dygga þjónustu hjá Landhelgisgæslunni mætir þessi góði maður ekki oftar til vinnu og er þar skarð fyrir skildi. Hin síðari ár fækkaði hinum eig- inlegu samverustundum nokkuð, en engu breytti það um vináttu og væntumþykju, maður gat alltaf fundið Egil úti á flugvelli, sem gerð- ist sem betur fer alloft. En nú er komið að þáttaskilum, minn ágæti vinur er ekki lengur á þeim stað sem maður var vanur að fínna hann, heldur hefur hann nú flutt sig yfír móðuna miklu, þar sem honum verður örugglega búin góð vist, slíkur sem hann var í umgengni sinni við menn og málleysingja hér á jörð. Að lokum þakka ég öðlingnum Agli fyrir samfylgdina og öll þau góðu ár sem við áttum saman, jafn- framt þvi sem ég bið almáttugan guð að styrkja eiginkonu hans og ástvini alla í þeirra sorg. Minning hans lifír. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og al|t.“ (Vald. Briem) Hafþór Fyrir rúmri viku andaðist í Landakotsspítala einn af elstu og traustustu starfsmönnum Land- helgisgæslunnar eftir erfiða baráttu við innvortis sjúkdóm, sem að lok- um dró hann til dauða. Féll þar hugprúður drengur um aldur fram. mikinn áhuga á mannkynssögu, og hin síðari ár áskotnaðist honum af litlum efnum vænlegt safn bóka um það efni. Hann var óvenju minnug- ur á ártöl atburða, enda nægði mér að spyija hann um þá atburði heimssögunar er mig fysti að vita, ég kom ekki að tómum kofunum þar. Þá voru ýmsar tæknibækur honum hugleiknar, einkum þó þær er lutu að menntun hans. Þó Dinni væri með eindæmum hlédrægur maður hafði hann ákveðnar skoðanir á margvísleg- ustu málefnum, og lét þær óspart í Ijós í þröngum hópi. Hann var sánnur ,jafnaðarmaður“, vildi deila gæðum lands og sjávar jafnt á milli manna, fannst lítið til koma um ríkidæmi, en hafði fulla samúð með öllum þeim er minna máttu sín. Veikinda sinna vegna var ævi Sigurðar bróður míns enginn dans á rósum, hann átti þó því láni að fagna að halda heimili með móður okkar, hann kvæntist aldrei. Hann flutti aldrei úr föðurhúsum. Nú þegar ég sit hér einskis megn- ugur við að skrifa þessi fátæklegu orð vil ég þakka mínum kæra bróð- Egill var sonur Páls Jónssonar, sem var háseti á varðskipunum á árum síðari heimsstyijaldarinnar og lifir enn í minningu elstu yfírmanna Landhelgisgæzlunnar sem hinn síungi, trausti og prúði „Palli gamli" en Egill fetaði dyggilega í fótspor hans. Réðst hanif ungui* til Landhelgisgæslunnar, um það leyti er faðir hans dó, og starfaði þar æ síðan þar til yfír lauk, en þá höfðu þeir fegðar unnið þar óslitið í um hálfrar aldar skeið við „orðstír sem aldrei deyr“. Frá 1948 og allt fram til ársins 1973 var Egill síðan háseti á hinum ýmsu varðskipum, en eftir þau 25 ár á sjónum tók hann við alhliða eftirlitsstarfí við fluggæsluna á Reykjavíkurflugvelli, þar sem hann var til dauðadags. Egill var frábær starfsmaður að hveiju sem hann gekk og því mjög eftirsóttur af öllum sem til hans þekktu. Áhugi hans og vinnugleði, sem og meðfædd prúðmennska og hjálpsemi við hvem sem var, gerðu hann að ómetanlegum liðsmanni við hin fjölþættu störf, sem Landhelgis- gæslan innir af hendi. Góð sjó- mennska var honum í blóð borin, orðum og athöfnum mátti treysta, og kjarkur hans og æðruleysi brást aldrei. Við, sem áttum því láni að fagna að njóta samvista við þennan lífsglaða, bjartsýna og trausta vin, munum sakna hans mjög, er sárast- ur mun þó missirinn verða konu hans og öðrum ástvinum, sem ég vil votta mína dýpstu samúð. Pétur Sigurðsson ur samfylgdina, og ekki síður fyrir þá umhyggju sem hann ávallt bar fyrir bömum mínum. Þeim eru ætíð í fersku minni heimsóknirnar á Langholtsveginn, sem voru að sjálf- sögðu tíðar, einkum þó er þau voru yngri, þá var það fastur liður hjá Dinna að stinga einhveiju í lítinn lófa. „Aðgát skal höfð í nærveru sál- ar,“ segir skáldjöfurinn í kvæði sínu Einræður Starkaðar, ég vil skilja þessi fáu orð, sem segja svo mikið, til handa þeim sem eftir lifa, ég veit að þau voru í anda hugsjóna bróður míns og eru öllum holl til eftirbreytni. Við Milla og börnin sendum hinstu kveðju frá jörðu hér, megi Guð almáttugur leiða Dinna um alla eilífð. Einar Olgeirsson Sigurður Olgeirs- son - vélsljóri _________Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Haf narfjarðar Sl. mánudag, 27. janúar, lauk Mitchell-tvímenningi félagsins og urðu endanleg úrslit eftirfarandi: Ólafur — Björn 1178 Bjöm - Björgvin 1170 Sverrir — Ólafur 1166 Bjarni — Magnús 1164 Einar — Sigurður 1154 Kristján — Ingvar 1147 Nk. mánudag hefst einmennings- keppnin og eru allir spilarar, bæði reyndir og óreyndir, velkomnir. Spilað er í Iþróttahúsinu v/Strand- götu og hefst spilamennskan kl. 19.30, stundvíslega. Frá Hjónaklúbbnum Nú er sex umferðum af níu lokið í Butler-tvímenningnum og er staða efstu para þannig: Erla Siguijónsdóttir — Kristmundur Þorsteinsson 88 Ásthildur Sigurgísladóttir - Lárus Amórsson 86 Kristín Guðbjömsdóttir - Björn Arnórsson 84 Ólöf Jónsdóttir - Gísli Hafliðason 82 Ólafía Þórðardóttir - Jón J. Sigurðsson 81 Sigríður Jónsdóttir — Steingrímur Þórisson 81 Kristín Þórðardóttir - Gunnar Þorkelsson 81 Svava Ásgeirsdóttir - Þorvaldur Matthíasson 74 Ámína Guðlaugsdóttir — Bragi Erlendsson 74 Meðalskor 60 stig. Bridsfélag kvenna Eftir 6 umferðir (3 kvöld) í aðal- sveitakeppni félagsins er staða efstu sveita þessi: Sveit “ Gunnþórunnar Erlingsd. 137 “ Guðrúnar Bergþórsd. 134 “ Öldu Hansen 116 “ Aldísar Schram 105 “ Sigrúnar Pétursdóttur 103 “ Gerðar í sberg 101 “ Höllu Ólafsdóttur 100 “ Guðrúnar Halldórsson 92 Næstu tvær umferðir verða spil- aðar næsta mánudag. Spilað er í Borgartúni 9. Bridsfélag- Tálknafjarðar Þriggja kvölda hraðsveitakeppni félagsins lauk með sigri sveitar Ævars Jónassonar, en með honum vom: Hón H. Gíslason, Guðlaug Friðriksdóttir og Steinberg Ríkharðsson. Röð efstu sveita varð annars: Sveit “ Ævars Jónassonar 1661 “ Björns Sveinssonar 1553 “ Brynjars Olgeirssonar 1487 Annan mánudag hefst svo aðal- sveitakeppni félagsins. Allt spila- áhugafólk velkomið. Bridshátíð 1987 Eins og fram hefur komið í frétt- um verður Bridshátíð 1987, sem haldin verður á Loftleiðum 13.—16. febrúar nk., geysiöflugt mót. Til leiks hefur verið boðið heimsfræg- um spilurum frá Italíu, USÁ, Kanada, Asíu og Danmörku. Að auki koma keppendur frá Svíþjóð, Noregi og Grænlandi. Alls yfir 20 pör. Bridshátíðinni er tvískipt, ann- ars vegar tvímenningsboðmót og Opna Flugleiðamótið sem er sveita- keppni og er öllu spilaáhugafólki heimil þátttaka meðan húsrúm leyf- ir. íslensku þátttakendurnir í tvímenningskeppnina verða valdir eftir helgi. Um leið og ljóst er hveij- ir hafa verið tilnefndir til að spila í tvímenningnum vill bridshátíðar- nefnd leggja áherslu á að viðkom- andi pör komi keppnisgjaldinu, kr. 6.000 pr. par, til BSÍ, í síðasta lagi fimmtudaginn 12. febrúar. Sé því ekki sinnt lítur nefndin þannig á að parið ætli ekki að nýta sér rétt- inn til keppni, og varapar verður kallað inn. Þetta er nauðsynlegt framkvæmdaatriði. Um leið vill nefndin minna alla keppendur á notkun kerfiskorta á Bridshátíð. Þeirra verður krafist. Pörum í tvímenningskeppninni verður væntanlega fyölgað úr 44 í 48 pör. Hátt í 70 pör sóttu um þátttöku, þannig að ljóst er að ansi margir „sitja" eftir. í Opna Flug- leiðamótinu hafa tæplega 30 sveitir skráð sig til leiks, en skráningar- frestur rennur út þriðjudaginn 10. febrúar nk. Keppnisgjald pr. sveit, er aðeins kr. 7.500. Spilað verður um gullstig í hveijum leik í Flug- leiðamótinu. Allar nánari upplýs- ingar eru veittar á skrifstofu BSÍ, Sigtúni 9, í síma 91-689360.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.