Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
5
Skákmótið
í Wijk-aan-Zee:
Helgi tapaði
í 11. umferð
Wijk-aan-Zee.
HELGI Ólafsson tapaði í gær
skák sinni við Viktor Korchnoi í
elleftu umferð skákmótsins í
Wijk-aan-Zee í Hollandi og er nú
í 7.-9. sæti ásamt Ljubojevic frá
Júgóslaviu. í dag verður tefld
tólfta og næstsiðasta umferðin.
Oðrum viðureignum í 11. um-
ferðinni lauk þannig, að Andersson
vann Zapata, Short vann Ljubojevic
og jafntefli varð í skákum þeirra
Sosonkos og Van der Sterren, Gut-
mans og Hulaks, Miles og Van der
Wiel og Nogueiras og Flear. Þegar
tveimur umferðum var ólokið var
staðan þessi: Short 8,5 v., Korchnoi
7 v., Andersson 7 v., Nogueiras 6,5
v. og biðskák, Miles 6,5 v., Sosonko
6 v., Ljubojevic, Helgi og Zapata 5
v., Van der Wiel og Van der Sterr-
en 4,5 v., Hulak og Flear 4 v. og
Gutman rekur lestina með 2,5 v.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Vestmannaeyjar:
Góður gestur
í kurteisis-
heimsókn
Vestmannaeyjum.
ÞESSI rjúpa, feit og pattaraleg
í sínum hvíta vetrarbúningi, hef-
ur verið í einskonar kurteisis-
heimsókn í Vestmannaeyjum
síðustu vikurnar. Rjúpur eru
ekki algengir gestir í Eyjum en
þær tylla sér þó alltaf öðru
hverju niður á Heimaey.
Þessi kom hingað fyrir allnokkru
síðan í hópi með nokkrum öðrum.
Hún er nú ein eftir, hinar hafa flest-
ar fundist dauðar og hálfétnar,
sennilega af einhveijum ránfugli.
Enda hvítar ijúpur illa varðar fyrir
illfyglinu á auðri jörð í þeirri veð-
urblíðu sem yfir hefur gengið.
Það hefur ekki verið að sjá neitt
fararsnið á ijúpunni þessari, hún
er hin sprækasta og hefur haft úr
nógu að moða í beijalynginu vestur
í Hrauni. Hún var og hin spakasta
þegar Sigurgeir Jónasson var að
sniglast í kringum hana með tól sín
og tæki.
-hkj.
.. Morgunblaðið/Einar Falur
Okumenn, sem hafa trassað bifreiðaskoðun, mega nú eiga von á
að koma að bifreiðum sinum númeralausum, því lögreglan er á
ferðinni með klippurnar.
Trassarnir teknir úr umferð
ÖKUMENN, sem trössuðu að láta
skoða bifreiðar sínar á síðasta
ári geta átt von á löggæslumönn-
um með klippur næstu daga.
Lögreglan i Reykjavík og Bif-
reiðaeftirlit rikisins hafa að
venju tekið höndum saman og
klippa númeraplötur af óskoðuð-
um bifreiðum hvar sem til þeirra
næst.
Magnús Einarsson, aðstoðaryflr-
lögregluþjónn, sagði að talið væri
að um 2000 bifreiðar væru enn
óskoðaðar frá því á síðasta ári.
„Þessa tölu verður þó að taka með
nokkrum fyrirvara, því við færslur
í tölvukerfi bifreiðaeftirlitsins getur
alltaf einhveiju skeikað. En nú eru
lögreglan og bifreiðaeftirlitsmenn
að reyna að finna þessa bíla og
taka af þeim númeraplötumar.
Undanfama daga höfum við rekist
á bfla sem leitað hefur verið að
ámm saman og jafnvel allt frá ár-
inu 1983. Okkur miðar ágætlega,
þó enn séu á annað þúsund bílar
ófundnir."
Magnús sagði að nú væm um
fímmtíu þúsund ökutæki skráð í
Reykjavík og því væri ljóst að lítill
hluti sinnti ekki þeirri skyldu að
láta skoða bifreiðar sínar. „Þetta
er samt of stór hluti, því þama leyn-
ast mestu trassamir, það verður
að segjast eins og er. Það er mest
gleymsku um að kenna, því megnið
að bflunum hefur verið í skoðunar-
hæfu ástandi og tryggingariðgjöld
greidd í flestum tilvikum. Innan um
leynast þó alltaf bflar sem em stór-
hættulegir í umferðinni og hafa
ekki getað fengið skoðun."
NI55AN
SUNNY
SIGURHÁTÍÐ
Sunny er glæsilegasti sigur Nissan til þessa, enda hefur
Sunny fengið stórkostlegar móttökur um allan heim.
Sunny 4ra dyra
Sunny 5 dyra
Munum sýna Sunny, flestar gerðir, um helg-
ina á ísafirði og í Reykjavík laugardag og
sunnudag kl. 14—17.
Reykjavík: Ingvar Helgason hf. Rauðageröi.
Munum bjóða ykkur uppá heitt kaffi og
kökur.
Sunny 3ja dyra
ísafirði: Við Hótel ísafjörð. Okkar menn
verða auðvitað á staðnum.
Dæmi úr Sunny verðlista okkar:
Nissan Sunny H/B LX1.0,5 dyra, 4 gíra ............... 340.000
NissanSunnyH/BLX1.3,5dyra,5g(ra ..................... 365.000
Nissan Sunny H/B SLX 1.5,3dyra, Sgira ............... 395.000
NissanSunny H/B SLX 1.5,5dyra, Sglra ................ 400.000
NissanSunny H/BSLX1.5,3dyra,5gíra, m/vökvastýri ..... 413.000
NissanSunnyH/BSLX1.5, Bdyra, 5gfra, m/vökvastýri .... 416.000
Nissan Sunny H/B SLX 1.5,5 dyra, sjálfsk.............. 430.000
NissanSunny H/B1.5,5dyra, sjálfsk., m/vökvastýri .... 444.000
Nissan Sunny Sedan LX1.3,5 dyra, 5 gíra ................ 362.000
Nissan Sunny Sedan SLX 1.5,4dyra, 5gíra ................ 396.000
Nissan Sunny SedanSLX 1.5,4dyra, 5gíra m/vökvastýri .... 413.000
NissanSunnySedanSLX1.5,4 dyra, sjálfskiptur ............ 426.000
Nissan Sunny Sedan SLX 1.5,4 dyra, sjálfskiptur, m/vökvast. ... 440.000
Nissan Sunny Wagon LX 1.5,5gíra ........................ 433.000
Nissan Sunny Coupe LX1.5,5 gíra ........................ 432.000
Nissan Sunny Coupe SLX1.5,5 gíra ....................... 467.000
TÖKUM FLESTA NOTAÐA BÍLA UPP í NÝJA
INGVAR HELGASON HF.
Rauðagerði, sími 33560.