Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
13
að kaupa myndbandaréttinn yfír
ákveðnum myndum, setja á þær
íslenzkan texta og selja síðan til
myndbandaleiga. Náðist með þess-
um hætti til breiðari hóps en áður
og er fleiri eignuðust myndbands-
tæki óx eftirspum hröðum skrefum.
Ýmsir sáu sér hag í þessum mark-
aði og myndbandaleigum flölgaði.
Á sama hátt leituðu fleiri aðilar
eftir réttindum til fjölföldunar og
dreifingar. Með þessum aukna
flölda dreifingaraðila jókst sam-
keppnin á milli þeirra og fóru þeir
að bjóða í einstakar myndir, hver á
móti öðrum, þannig að höfundar-
rétturinn utan frá hækkaði stórum
í verði. Leiddi þessi þróun aftur til
þess, að íslenzkir dreifingaraðilar
hækkuðu verðið til myndbandaleig-
anna og drógu jafnframt úr
framboði sínu vegna hins stóraukna
tilkostnaðar, sem var við framleiðsl-
una. Af þessum sökum og til að
standa í þeirri miklu samkeppni,
sem var komin á myndbandaleigu-
markaðinn, freistuðust margar
myndbandaleigur til að kaupa efni
að utan eins og þeir höfðu gert í
upphafí myndbandavæðingarinnar.
Markaðurinn mettaðist á árinu
1985, en árið 1986 fór verulega að
halla undan fæti hjá myndbanda-
leigum, sem náði hámarki með
opnun stöðvar 2 síðastliðið haust.
Hafa á undanförnum tveim árum
margar myndbandaleigur lagt upp
laupana og kemur sú aðgerð, sm
gerð var af lögreglunni hinn 22.
desember sl., til með að ýta veru-
lega undir þá þróun. Að sama skapi
hefur þrengst um hjá rétthöfum og
sumir þeirra hafa hætt alveg, en
aðrir dregið verulega úr útgáfum
sínum og snúið sér að öðrum og
arðbærari rekstri. Að því er virðist
er gullaldartíminn liðinn og stöðnun
og jafnvel baksveifla komin í mark-
aðinn. Eigi verður hjá öðru komist
en hugleiða þann möguleika, að
aðgerðir lögregiu séu svar framleið-
enda myndefnis við þessari þróun
mála. Meðan uppsveifla var rúmað-
ist allt efni innan markaðarins,
bæði það sem textað var og ótext-
að, en þegar til samdráttar kemur
á markaðinum grípa framleiðendur
til aðgerða til að viðhalda eftir-
spuminni. Þótt hér sé sett fram
einföld hagfræðiskýring virðist hún
hafa nokkuð til síns máls, þegar
litið er til þess, að forsvarsmenn
samtaka rétthafa hafa ekki dregið
í efa þau afskipti, sem þeir höfðu
af ákvörðun, undirbúningi og fram-
kvæmd aðgerðarinnar. Skýringin á
því, að til aðgerða er gripið nú, á
sér eflaust fleiri rætur. Geta verður
þó þess, að í embættismannakerfínu
hafa að undanförnu orðið töluverð-
ar mannabreytingar í stöðum, er
varða rannsókn brotamála. Hugs-
anlegt er, að skýringa megi leita í
þeim breytingum og öðru mati
hinna nýju manna á hagsmunum
almennings.
DÆLUR
úr ryðfríu stáli
• 1 og 3ja fasa.
• Til stýringar á
vatnsrennsli.
• Einstök gæði,
góð ending og
fágað útlit.
Lokaorð
Þó að gagnrýna megi á margan
hátt aðgerðir lögreglu í máli þessu,
bæði hvað varðar undirbúning
þeirra og framkvæmd, finnst mér
ekki ástæða til að fara nákvæmlega
ofan í þá hluti í þessari blaðagrein.
Hjá því verður þó ekki komizt að
vekja athygli á því, að ákveðin
hagsmunasamtök virðast hafa
stjómað aðgerðum lögreglunnar og
ráðið því, hvemig að málum skyldi
staðið. Þá er ámælisvert af hálfu
lögreglu, að hún skuli hafa farið inn
á myndbandaleigur og leitað þar í
hirslum og neitað að afla sér heim-
ilda til þeirra aðgerða hjá dómstól-
um. Staldra verður við og spyrja
hvað sé að gerast og velta fyrir sér
stöðu Islands á landakortinu.
Höfundur er lögfræðingur í
Reykjavík.
Áhugahópur um byggingu náttúrufræðihúss:
Maðurinn og fjaran
FARIÐ verður frá Norræna hús-
inu næstkomandi laugardag kl.
11.30, frá Náttúrugripasafninu
Hverfisgötu 116 (gegnt lögreglu-
stöðinni) kl. 11.40, frá Árbæjar-
safninu kl. 11.50 og frá
Varmárskóla kl. 12.00. Þeir sem
koma í bílinn við Varmárskóla
láti vita í síma 29822 milli kl.
14.00 og 17.00 í dag. Þá er hægt
að koma á eigin bílum á áfanga-
stað og slást í hópinn kl. 12.30.
Þátttaka í ferðinni kostar 300 kr.
en frítt fyrir börn i fylgd með
fullorðnum.
Komið verður til baka um kl.
16.00. Þetta er einstök ferð fyrir
alla fjölskylduna til að fræðast um
fjörulífverur. „Sýningarskrá" verður
afhent með ýmsum fróðleiksmolum,
s.s. nafnalista yfír þær plöntur og
dýr sem við gætum séð, nýtingu
fjörunnar fyrr og nú, fjörukrossgátu
o.fl. skemmtilegt fýrir börnin.
„Safnverðir" okkur til leiðsagnar
verða: Erlingur Hauksson sjávarlíf-
fræðingur, Ólafur Nielsen fugla-
fræðingur, Stefán Bergmann
líffræðingur, Vilhjálmur Þorsteins-
son fiskifræðingur og Þorvaldur Örn
Árnason líffræðingur.
Á áfangastað, Hjallasandi vestan
Brautarholts á Kjalamesi, verður
komið um kl. 12, eftir örstutta
göngu frá bílunum. Þar mun náttúr-
an sjálf útbúa gríðarstóran „sýning-
arbás“ fyrir okkur á mestu
stórstraumsijöru ársins (flóðhæð
verður 4,51 m og háfjara verður
rétt fyrir kl. 14.00). Við fræðumst
um lífríki fjörunnar, fáum að sjá
fjörudýr og þörunga sem aðeins
finnast við þessar sérstöku aðstæð-
ur, ýmsar fuglategundir og jafnvel
seli.
Til að minna á að í fyrirhugað
náttúrufræðihús verður gaman að
koma, bregðum við á leik að lokinni
fjöruskoðuninni og kveikjum fjöru-
bál úr rekaspýtum, msli og þangi.
Við tökum upp nestið okkar við
fjörubálið undir gítarleik. Allir fá
svo fallega hörpudiska að skilnaði.
(Frá Áhugahópi um byg-g-
ingu náttúrufrœöihúss)
ÍWWSV.. ;
Ifeý . '
É'" . ! .
líifigi
vinninguf'
i
Lottomu
gengur ií£i
ÞÁTTTÖmmTTUtiBR ÁVÍSUN A VINNING,
EF ÞÚ HEFUR VALIÐ RÉTTAR TÖLUff.
Éif
... •• ■ jt
í
m
m
. Wm
Æ
’mm
rjl|
Wfi!- % ’ 1
mm-------
—I
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER