Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987 37 Minning: Karl A. Þorsteins ræðismaður Hinn 21. janúar andaðist tengda- faðir minn, Karl A. Þorsteins, á heímili sínu á Hagamel 12 hér í borg. Þegar Reykjavíkurborg hélt upp á 200 ára afmæli sitt í sumar, hélt Karl upp á 85 ára afmæli sitt, þar sem hann fæddist 18. ágúst 1901. Hann var ern og kátur fram undir það síðasta og gekk til vinnu sinnar í Eddu hf. þar til kallið kom- ið. Karl lauk stúdentsprófi árið 1921 og í tilefni af 65 ára stúdentsaf- mælinu í sumar bauð hann heim til sín þeim, sem enn voru lifandi og rólfærir af hans árgangi, og það var sannarlega gaman að fylgjast með því, hve hressilega þessir hálfní- ræðu heiðursmenn skemmtu sér við það tækifæri. En nú er hann allur og ekki þýðir að mögla; þetta er allra vegur. Og fáein þakklætis- og kveðjuorð hlýt ég að skrifa á þess- ari stundu. Það var mannbætandi að kynn- ast Karli, blanda við hann geði, fræðast af honum og rökræða við hann. Hann tók mér mjög vel sem tengdasyni og við urðum góðir vin- ir. Aldrei bar þar skugga á. Ekki vorum við Karl á sama kanti í pólitík, en oftast urðum við þó sammála í rökræðum okkar, þegar dýpra var kafað og tókst að skoða hlutina í víðara samhengi en út frá þröngu flokkspólitísku sjón- arhorni. Karl bjó yfir ríkri réttlætis- kennd og flæktist aldrei í smáatriðum. Það gerði hann stað- fastan og þolinmóðan. Aldrei heyrði ég Karl hallmæla nokkrum manni og mikið gerði hann sér far um að sýna skoðunum annarra sérstaka virðingu. Með sinni einstöku hógværð ávann hann sér virðingu og traust annarra manna. Æðstu heiðursmerki og við- urkenningar hlaut hann í fjórum þjóðlöndum. Eflaust er það heims- met að vera ræðismaður í 56 ár samfleytt, allavega er það íslands- met. Og heiðursfélagi var hann í sínu stéttarfélagi. Karli þótti ákaflega vænt um barnabörnin sín og dekraði við þau á þroskandi hátt. Þegar hann kom frá útlöndum hin síðari ár færði hann alltaf Eyrúnu, dóttur okkar Rögnu, einhvetja bók á spænsku, sem kveikti á jákvæðan hátt áhuga hennar fyrir málinu. Sjálfur var hann mjög mikill málamaður og víðlesinn. Hann hafði fullkomið vald á spænsku, en talaði líka ítölsku, portúgölsku og frönsku. Þar á ofan talaði hann reiprennandi ensku og þýsku auk Norðurlandamálanna. Vel fylgdist Karl með árangri nafna síns, Karls Þorsteins, á skákbraut- inni, og aldrei gat hann leynt hrifningu sinni yfir sigrum hins unga skákmeistara, sem er sonur Þórs og Dóru. Heimili Karls og Jóhönnu var ætíð hlýlegt og kærleiksríkt og mjög voru þau samstíga í ræktar- seminni við börn og barnabörn. Oft töluðu þau hjónin um þær ham- ingjustundir, er þau áttu með börnum sínum upp í sumarbústað fjölskyldunnar við Elliðavatn (Helluvatn). Þetta er stærðarbú- staður, sem Karl keypti árið 1938 af Hallgrími Túliníus, og þótt bú- staðurinn væri í strætisvagnafjar- lægð frá bænum, var flutt upp í hann á hverju vori, þegar skólum lauk. Saumavélin og annað hafur- task var tekið með og flutt upp eftir og ekki komið aftur í bæinn fyrr en skólar byijuðu að hausti. Fyrir börnin var þetta sælutíð sam- vista og gleði með foreldrum sínum, sumar eftir sumar, og fyrir foreldr- ana var þetta uppfylling draumanna um lífið sjálft. Oft var þarna gest- kvæmt og glatt á hjalla og mikill samgangur við fjölskyldu Magnúsar Jochumssonar, sem átti þarna bú- . stað við hliðina. Samheldni þeirra kjörsystkina, Karls og Helgu Þor- steins, var mikil og traust. Helga var líka upp í sumarbústað með sín börn á hveiju sumri og allt þetta fólk, stundum 12 manns, bjó þarna í óvenjulegu samlyndi sem ein fjöl- skylda. Ennþá heyrast hlátrasköll, þegar minnst er atvika frá þessum dýrðardögum. Þegar ég nú hugleiði, hvílíkur mannkostamaður Karl var og rifja upp bjartar minningar úr samferð okkar, ryðjast fram í hugann hástig þeirra lýsingarorða, er eiga við um góðgjarna, fordómalausa og orð- vara menn. Ekkert hefði honum þó verið fjær skapi en að ég léti það allt á prent. Skal það því ekki gert, heldur rakin stuttlega nokkur atriði úr langri ævi hans. Karl A. Þorsteins fæddist á Bakkagerði á Borgarfirði eystra hinn 18. ágúst 1901, sonur hjón- anna Marenar Sigurðardóttur frá Gautlöndum og Eiríks Sigfússonar frá Skriðuklaustri. Foreldrum Karls varð níu barna auðið og hin átta hétu Jóhanna, Sigfríð, Þorlákur, Ásgeir, Sigurður, Sólveig Þóra, Kristján og Ásta. Eiríkur stundaði lengstum verslun svo og lítils háttar búskap og einnig var hann póstaf- greiðslumaður á Borgarfirði eystra. Þau Maren og Eiríkur komust vel af, þótt heimilið væri að sjálfsögðu þungt með þennan barnahóp. Karl ólst hins vegar ekki upp með foreldrum sínum, þar eð hann var gefínn þriggja vikna gamall. Er Ijómi vináttu og mannkærleika yfir þeirri sögu. Á Borgarfirði eystra var á þessum tíma Þorsteinn Jónsson og norsk kona hans Ragna Johansen að nafni. Þorsteinn hóf verslun og útgerð á Borgarfirði eystra árið 1893, þrítugur að aldri, og stundaði þann atvinnurekstur þar til hann fluttist til Seyðisfjarðar upp úr aldamótunum. Voru þær miklar vinkonur Maren og Ragna, en eiginmenn þeirra áttu viðskipti saman. Eitt sinn voru þær að gant- ast, Maren og Ragna, þegar Maren var ófrísk að Karli, en hann var fimmta barn hennar, og Ragna seg- ir: „Þú ættir nú að gefa mér það, sem þú berð undir belti, Maren.“ Það skal ég gera, sagði Maren og stóð við það. Þeim varð ekki barna auðið Rögnu og Þorsteini, og Karl var því kærkominn inn á heimili þeirra, en auk hans tóku þau tvö önnur börn til fósturs og uppeldis og ólst Karl upp með þeim kjörsystkinum sínum á hinu myndarlega og hlýja heimili Rögnu og Þorsteins. Annað þessara bama var Þorsteinn (f. 1905), sem hér í Reykjavík var þekktur undir nafninu Steini á Litlabíl, en hann er látinn, og hitt er Helga (f. 1914), sem er enn á lífi. Helga hefur sagt mér margar sögur frá þessu uppvaxtarheimili sínu, sem allar bera Íjósan vott þess, hve bamgóð og umhyggjusöm þau voru bæði Þorsteinn og Ragna. Karl bjó að þeim áhrifum alla ævi. Þessi kjörbörn eignuðust góða for- eldra í raun, og Karl og Helga tóku sér ættarnafnið Þorsteins. Karl var settur til mennta og fór til Akureyrar árið 1915 og settist þar í annan bekk Gagnfræðaskól- ans. Kom fljótlega í ljós, að hann var afburðanámsmaður. Tveim árum seinna eða 1917 fluttu þau Þorsteinn og Ragna frá Seyðisfirði til Reykjavíkur og því er það, að Karl kom suður og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1921. Þorsteinn Jónsson flutti á þessum tíma út fisk til Italíu og Spánar og hafði þá gjarnan leiguskip í förum fyrir sig. Hann hét Karli því, að hann skyldi fá að fara með einu leiguskipinu til Spánar að loknu stúdentsprófi, ef skipstjórinn vildi ábyrgjast strákinn, sem síðar reyndisLauðsótt.H mikilli-eftÍFvænt- ingu byijaði Karl að læra spænsku hjá presti nokkrum í Landakoti til undirbúnings Spánarferðinni. Þessi Spánarferð, sumarið 1921, sem stóð í rúma tvo mánuði, átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á Karl og hans ævidaga. Þarna urðu hans fyrstu og lifandi kynni af rómönsku málunum og þeirri menningu, sem átti hug hans og hjarta upp frá því. Það var eitthvað annað að ferð- ast til útlanda á þessum árum en nú á tímum. Nokkru áður en þetta gerðist, átti Þorsteinn leiguskip í förum, sem fórst í óveðri undan Spánarströndum og varð hann fyrir mjög miklu fjárhagslegu tjóni af því slysi. Þetta sama haust veiktist Ragna og dó hinn 18. október og syrgði Karl hana mjög. Skömmu eftir að Þorsteinn kom til Reykjavíkur 1917 stofnaði hann fyrirtækið ísólf hf., sem bæði stóð að útgerð og fiskútflutningi. Eftir stúdentsprófið og Spánarferðina tók Karl virkan þátt í þeim atvinnu- rekstri, er Þorsteinn hafði með höndum, og unnu þeir saman allt til ársins 1930, er Þorsteinn andað- ist. Ennfremur stofnuðu þeir feðgar ásamt fleiri aðilum annað fyrirtæki 1926, sem bar heitið Karl Thor- steins & Co. hf., og er það nú starfrækt eftir langt hlé af yngsta syni Karls, Karli Jóhanni. Karl fór til Ítalíu, Spánar og Portúgals í markaðsleit fýrir íslenskan fisk og ' stofnaði þar til viðskiptasambanda. Ennfremur fór hann til Suður- Ameríku í sömu erindagerðum: einkum til Argentínu og Brasilíu. I einni slíkri ferð árið 1923 réði hann sig á búgarð í Argentínu til að full- numa sig í spænskunni og dvaldist þar un nokkurra mánaða skeið. Á þessum árum var Axel Túliníus ræðismaður Portúgala á íslandi en árið 1928 varð Karl vararæðismað- ur. Tveimur árum seinna, 1930, varð síðan Karl ræðismaður Portú- gala hér og sinnti hann því trúnað- arstarfi þar til hann sagði því lausu 10 dögum fyrir andlát sitt í janúar 1987, eða í rúmlega 56 ár. Með tilkomu Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda varð Karl eins og aðrir kaupmenn á ís- landi að leggja fiskútflutning og reynslu sína í þeim efnum á hill- una. Til þess á hinn bóginn að hagnýta sér sem best viðskiptasam- bönd sín og þekkingu á erlendum mörkuðum stofnaði Karl með ýms- um öðrum mönnum árið 1933 innflutningsfyrirtækið Eddu hf. og rekstur þessa fyrirtækis varð aðal- viðfangsefni Karls og ævistarf hans í rúm 50 ár. Smám saman keypti hann hlut annarra í fyrirtækinu og það varð í raun fjölskyldufyrirtæki. Elsti sonur Karls, Þór, starfaði lengi með föður sínum í Eddu hf. og stýr- ir því fyrirtæki nú. Karl setti metnað sinn í að reka fyrirtækið á heiðvirðan hátt, var skilamaður hinn mesti og naut mikillar virðing- ar viðskiptamanna sem og starfs- bræðra. Karl Þorsteins var óhemju vinnu- samur maður og vandvirkur og lét sér aldrei falla verk úr hendi. Hann sinnti einnig félagsmálum á farsæl- an hátt. Hann átti sæti í stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna og var þar formaður um skeið og kjör- inn heiðursfélagi þess 1971. Kom hann oft fram gagnvart stjórnvöld- um sem fulltrúi stórkaupmanna og fór þá ekki fram hjá mönnum, , hversu hreinskiptinn Karl var og _ hlutlægur í allri málefnaafstöðu. Þótt ekki sé hér rakin frekar starfssaga Karls verður ekki hjá því komist að geta hér frumkvæðis Karls og útsjónarsemi hans í sam- bandi við löndunarbann Breta árið 1952 og það viðskiptastríð, sem sigldi í kjölfarið. Auðvitað var það ætlunin hjá bresku ríkisstjórninni með löndunarbanninu að svelta okkur til hlýðni og undanláts í land- helgisáformum okkar, þott það þyki máske gróft sagt í minningargrein. Að sjálfsögðu urðu íslendingar að bregðast við á réttan hátt og það gerðum við með því að leita eftir öðrum mörkuðum fyrir íslenskan fisk. Austur-Evrópuþjóðirnar reyndust þá fúsar til að kaupa af okkur fisk, og það má vel rifja hér upp þá sögulegu staðreynd, að Austur-Evrópulöndin keyptu af ís- lendingum á næstu árum allan þann fisk, sem við veiddum og gátum ekki selt annars staðar. Löndunar- bann Breta rann út í sandinn. En að sjálfsögðu vildu þessar þjóðir ekki kaupa af okkur fiskinn nema við keyptum af þeim vörur í staðinn. Á þessu var pólitískur skilningur hér og efnt var til jafn- virðiskaupa við Austur-Evrópu. Nú reið á, að til væru á íslandi áræðn- ir innflytjendur, sem gætu tekið upp vörukaup frá þessum löndum til að nýta stöðuna, sem upp var komin. Karl Þorsteins lét ekki á sér standa, heldur fór strax til Austur-Þýska- lands, Tékkóslóvakíu og Ungveija- lands og samdi við framleiðendur þar um stórfelld vörukaup. Sérstök vandamál sköpuðust varðandi Austur-Þýskaland, þar sem íslensk stjórnvöld af tillitssemi við Vestur-Þýskaland tóku ekki upp stjómmálasamband við Austur- Þýskaland fyrr en mörgum árum seinna, enda þótt Austur-Þjóðveijar vildu kaupa af okkur mikið magn af fiski. Þá kom’ aftur krókur á móti bragði af hálfu íslendinga. Sérstakt vöruskiptafélag var stofn- að á íslandi, sem seldi allan fiskinn til Austur-Þýskalands og keypti all- ar vömrnar þaðan á móti og dreifði þeim til stórkaupmanna hérlendis. Ríkisstjórnir beggja þýsku ríkjanna gátu samþykkt þetta fyrirkomulag en með þessu móti gátum við hag- nýtt okkur þann markað, sem gafst í Austur-Þýskalandi. Ég tel á engan hallað, þótt ég fullyrði, að Karl Þorsteins hafi verið einn af forkólf- um og burðarásum þessa vöm- skiptafélags, sem skipar sérkenni- legan sess í hagsögu okkar. Aðilarnir að þessu félagi voru Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samband íslenskra samvinnufélaga og Félag íslenskra stórkaupmanna. Var Karl ætíð fulltrúi stórkaup- manna í stjórn vömskiptafélagsins og oft formaður stjórnarinnar. ís- lenska vömskiptafélagið starfaði í rúma tvo áratugi, eða þar til stjóm- málasamband var upp tekið við Austur-Þýskaland. Sem áður segir vann Karl störf sín hávaðalaust enda var hann maður hlédrægur og hógvær, þótt hann væri kappsfullur og atorku- samur. Dugnaður hans og ósér- plægni fór ekki fram hjá forustumönnum þeirra þjóða, sem hann átti mest samskipti við. Auk heiðursmerkja frá Ítalíu og Búlg- aríu og stórriddarakross frá Portú- gal hlaut hann tvisvar æðsta heiðursmerki Verslunarráðs Tékkó- slóvakíu, að ótalinni þeirri viður- kenningu, sem Rauði krossinn í Portúgal sæmdi hann vegna starfa hans í þágu portúgalskra skipbrots- manna á íslandi. Otalinn er enn einn þáttur í starfsævi Karls Þorsteins en það er frímerkjasöfnun hags. Áratugum saman var hann ákafur frímerkja- safnari og var að fást við frímerki fram á síðustu stund. Hann var ötull stuðningsmaður Félags frímerkjasafnara og hlaut oft viður- kenningar fyrir helstu söfnin, sem sýnd voru á frímerkjasýningunr* hér. Synir hans báðir sinntu þessu með honum. Hinn 24. október 1931 kvæntist Karl Jóhönnu, dóttur Sigurhans járnsmiðs Hannessonar og fyrri konu hans Magneu Einarsdóttur. Karli og Jóhönnu varð fjögurra barna auðið, sem öll eru á lífi; Þór kvæntur Dóru Egilson, Hildur gift Eiríki Haraldssyni og Ragna Magnea gift Inga R. Helgasyni og Karl Jóhann, sem er ókvæntur. Þungur harmur er kveðinn að Jóhönnu og börnunum. Minningin um géiðan dreng, elskulegan eigin- mann og umhyggjusaman föður veitir þeim styrk. Ingi R. Helgason Fáum auðnast að halda fullri reisn og starfsorku fram yfir 85 ára aldur. Þessarar gæfu varð tengdafaðir minn, Karl Þorsteins, aðnjótandi. Þegar hann hvarf frá vinnu síðasta daginn sem hann lifði var hann léttur í spori og léttur í lund og sýndi ekkert fararsnið á sér. Hann hafði óbrigðult minn,i, fylgdist með atburðum líðandi stundar heima og erlendis og lagði mat á menn og málefni, sem byggði á langri reynslu, vitsmunum og skarpskyggni. Hann var að visso leyti fulltrúi gamalla viðhorfa og honum var það síst að skapi að láta berast með straumnum. En það vai ekki síst þess vegna sem hann ávann sér virðingu og traust hvar sem hann kom og hvoit sem hann spjallaði við barnabörnin sín eða ræddi við sendimenn erlendra ríkja. Hann var ávallt hinn trausti klett- ur, sem allir gátu reitt sig á. Og þrátt fyrir söknuðinn, sem nístir á þessari stundu, er það okkur eftirlif- endum mikil huggun að honum var hlíft við að brotna í bylnum stóra, heldur gekk hann út af vettvangi lífsins í fullri reisn, léttur í spori og léttur í skapi, og þannig mur. ég ætíð minnast hans. Ég var alla tíð stolt af tengdaföð- ur mínum, þótti gott að standa við hlið hans og öllum þótti okkur óskaplega vænt um hann. Dóra Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. TTTTr—T7TTTTTT rrrr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.