Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLA.ÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
11
ar og ætti hér að vera 913 viku-
stundir en ekki 1.190. Hér er því
farið 30,34% fram úr kvóta, fram
úr því hlutfalli sem öðrum umdæm-
um er skammtað.
* í almennu kennslunni gerir fjár-
málaskrifstofa ráðuneytisins
tillögu til fjárlaga um 9,34%
hækkun á milli ára. Það þýðir
að fyrirmæli ríkisstjómarinnar
eru að engu höfð og farið 15,11%
fram yfir heimildir. Hér er um
að ræða 2.239 vikustundir eða
75 stöðugildi.
* Sérkennsla er samþykkt skv.
reglugerð en skorin verulega nið-
ur í flestum öðrum umdæmum.
Hér er um að ræða nær 1.500
vikustundir eða 50—60 stöðugildi
fyrir utan ríkisstofnanir í um-
dæminu.
* Stuðningskennsla er aukin um
277 vikust. umfram kvóta og eru
það 9—10 stöðugildi eða álíka
stundafjöldi og nemur niður-
skurði fjármálaskrifstofu á
sérkennslu í N.eystra, — lög-
boðinni sérkennslu skv. reglugerð
sem er viðurkennd í tillögum
skrifstofunnar vegna Reykjavík-
urumdæmis!
Spyija má hvort hér sé allt með
felldu.
Höfundur er fyrrverandi fræðslu-
stjóri í Norðurlandsumdæmi
eystra.
En það er þegar kominn flotgalli
á skipverja um borð í einum báti
Eyjaflotans. Báturinn heitir Freyja
Ve. og skipveijinn er aðein einn,
Adólf Magnússon. Adólf er gamal-
þekktur sjósóknari í Eyjum. Hann
verður 65 ára gamall 12. febrúar
næstkomandi og hefur lengst af
róið hjá öðrum, en eignaðist sinn
eigin bát fyrir nokkrum árum og
rær nú einn.
Það voru eiginkona Adólfs og
böm hans sem keyptu búninginn
og gáfu honum í afmælisgjöf. Adólf
ákvað strax að prófa gripinn,
Vestmannaeyjar:
Fyrsti flotgallinn í Eyjabát
Adólf skellti sér í sjóinn í nýja
gallanum.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Adólf Magnússon klæðist flotbúningnum. Sonur hans, Kristján, og
dótturdóttir, Maria Þórsdóttir, veita honum aðstoð.
Vestmannaeyjum.
FLOTBÚNINGAR hafa verið
mikið til umræðu upp á síðkastið
um öryggismál sjómanna. Út-
vegsbændafélag Vestmannaeyja
hafði ákveðið að leita tilboða í
björgunar- og flotbúninga á alla
sjómenn Eyjaflotans, sem munu
vera milli 400 og 500 talsins. En
eftir að Landssamband íslenskra
útvegsmanna ákvað slíkt útboð
fyrir allan landsflotann, var
ákveðið að taka þátt í því. Sjó-
menn á fiskiskipaflotanum eru
taldir vera um 5.000.
klæddist honum um borð í bátnum
við Bæjarbryggjuna og skellti sér
svo umyrðalaust í sjóinn. Var hann
mjög ánægður með reynsluna af
búningnum.
-hkj.
lundabaggar, svínasulta, rófu-
stappa, harðfiskur og smjör.
Enginn verður svikinn af þessum
þjóðlega mat, sem fæst í lausri vigt
eftir þínu eigin vali.
Þú færð þorramatinn í SS
búðunum.
Þorramaturinn frá SS er úrvals
góðgæti: sviðakjammar, hangikjöt,
hrútspungar, hákarl, <súr hvalur,
bringukollur, lifrapylsa, blóðmör,