Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987 Glettur Nú er illt í efni. Trén í garðinum að springa út og enn hávetur. Glettur náttúrunnar hafa líka áhrif á mannfólkið létta sporin um auðar göt- umar þar sem grænir grasdeplar milda grámóskuna. Því miður eru símastaur- arnir hans Tómasar nú úr köldu stáli og gagnast því ekki lengur skáldunum en hugarflugið ræður samt ferð sem fyrr. Þannig var greinilega vpr í huga gestanna er mættu í þáttinn I takt við tímann er var að þessu sinni varpað frá hinu nýja og glæsilega húsi Versl- unarskóla lslands. Kátínan ósvikin og næsta ólík hinni þvinguðu stemmningu er þáttarstjóramir píndu fram í Blá- fjallaþættinum en sömu menn sátu hér við stjómvölinn, þau Ásdís Loftsdóttir, Ólafur Hauksson og Ásthildur E. Bern- harðsdóttir. Þó fannst mér sem fyrr að þátturinn hefði mátt vera ögn lengri og svolítið fjölbreyttari o þó máski er best að hætta hverjum leik þá hæst hann stendur. Annars bar ekki bara gamanmál á góma í Verslóþættinum, þar var og tekið á hinum alvarlegri málum svo sem baráttunni gegn eyðni. Ólafur Hauks- son kvaddi þijá myndamemendur úr Versló uppá sviðið og svo náttúrulega lækni er fræddi áhorfendur um sjúk- dómsvamir. Endaði spjallið á því að krökkunum var afhentur hinn marg- frægi smokkur er senn slær þorskinn út í hinni daglegu umræðu. Segiði svo að áróðurinn geti ekki umsnúið hugar- farinu og það nánast á augabragði. En auðvitað er tilefnið hér óvenju alvar- legt, bráðsmitandi og bráðdrepandi kynsjúkdómur. Á hitt ber að líta að máski hafa menn stundum farið offari í þessu viðkvæma máli. Hef ég hér í huga hið margfræga smokkaball í Breiðholti er Ólafur minntist á. Hin helgu vé kynlífsins eru nú einu sinni í heiðri höfð í samfélagi voru og ég skil vel að séra Guðmundi Sveinssyni skóla- meistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti er ber mikinn metnað fyrir hönd síns skóla hafi ofboðið atgangur sjónvarps- manna þá fréttist af smokkaballinu. Fréttamenn sjónvarps voru ekki jafn fljótir á vettvang þegar þessi stærsti framhaldsskóli landsins átti 10 ára af- mæli á dögunum. En fréttamenn eru nú einu sinni í stöðugri leit að æsifrétt- um og áhorfendur sitja spenntir við skerminn. AÖ norÖan Ég hef ekki haft mikið færi á að fjalla um RÚVAKIÐ að undanfömu en það er bara svo mikið um að vera, eink- um á sjónvarpssviðinu, að það vill stundum dragast úr hömlu að fjalla um suma dagskrárliði útvarpsins er stranda þar með á minnismiðunum likt og úrelt fiskiskip í Qöruborði Úrelding- arsjóðs. En nú vil ég nota þær fáu línur sem eftir eru til að fjalla um athyglis- verðan útvarpsþátt er berst að norðan frá RÚVAKINU á þriðjudögum klukk- an 15:20 og neftit: Landpósturinn. Segir þar frá starfsemi svæðisútvarps Akureyrar og nágrennis. Er upplagt til dæmis fyrir brottflutta Akureyringa að leggja eyrun við Landpóstinum að ekki sé talað um þá Reykvíkinga er hafa gleymt fslandi. Amar Bjömsson stýrði Landpóstin- um að þessu sinni og heyrði ég ekki betur en að hann hefði af mörgu að taka ekki síður en þáttarstjórar hér syðra. Þannig mættu söngvarar á stað- inn og sungu rússneska tregasöngva, unglingaútvarp Akureyrar sem er á laugardögum var kynnt og svo má ekki gleyma manni vikunnar þar nyrðra en sá var enginn annar en Þráinn Þóris- son skólastjóri, einn af „Sturlungum" þeirra norðanmanna. Heyrðist mér sá maður ekki síður vígreifur en Sverrir menntamálaráðherra og var býsna fróðlegt að heyra viðhorf hans til okkar sunnanmanna, einkum þeirra er hafa hingað til verið hvað flínkastir við að fara fram úr fjárlögum og hæla sér sumir af í blöðum. Er bilið milli okkar sunnanmanna og landsbyggðarfólks ef til vill að breikka svo mjög að krafta- karlar sjá sér hag í að segja sig úr lögum við reykvfska miðstjómarvaldið eða eiga hér aðeins við ummæli kunn- ingja míns: Ólafur, það sem höfðingj- amir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Rás 1: Samhljómur ^■■■1 Eftir fréttalest- n03 ur klukkan ellefu í morgun hefst þátturinn Samhljöm- ur í umsjón Sigurðar Einarssonar. í þættinum verður haldið áfram kynningu á hinu byltingarkennda verki Jo- hanns Sebastians Bachs, „Das wohltemperierte Klavier“, sem staðið hefur í Samhljómi verður Jo- hann Sebastian Bach í hávegum hafður. yfir undanfama föstudaga. Verk þetta breytti öllum hugmyndum manna um hvemig stilla skyldi hljóm- borð, svo sem sembal, harpsikord og píanó, en með þessari aðferð er hljómborðið „temprað" eða jafnstillt þannig að í raun er það falskt, en á svo listi- legan máta að enginn tekur eftir því. Tónlistin er flutt af hljómdiski (leysidiski, CD) og er það Friedrich Gulda sem leikur á píanó. Má full- yrða að hljómgæði í útvarpi verði ekki betri og er sér- stök ástæða til þess að vekja athygli tónelskra á því. Þennan dag kemur einn- ig gítarleikarinn Sveinn Eyþórsson í heimsókn og mun hann leika nokkur lög í beinni útsendingu, auk þess sem hann mun segja lítillega frá sjálfum sér. Sveinn stundar gítarnám í Barcelona á Spáni, en hélt nýlega tónleika í Norræna húsinu. Loks verður leikið meira af tónlist eftir Bach, en í þetta sinn er það danski harmónikkuleikarinn Mog- ens Ellegárd sem flytur og er í því tilefni flutt viðtal sem Sigurður átti við hann síðastliðið sumar, en þá kom Ellegárd hingað til lands. UTVARP © FOSTUDAGUR 30.janúar 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 7.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Erlingur Sigurðarson talar um dag- legt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. 9.03Morgunstund barnanna: „Hanna Dóra" eftir Stefán Jónsson Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les (20). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesiðúrforustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ljáðu mér eyra. Um- sjón: Málfríöur Sigurðar- dóttir. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Einarsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Móðir Theresa" eftir Desmond Doig. Gylfi Pálsson les þýð- ingu sína (3). 14.30 Nýtt undir nálinni. Elin Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómplötum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Lesið úr forustugreinum laridsmálablaða. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregmr. 16.20 Barnaútvarpið. Stjórn- endur: Kristín Helgadóttir og Vernharður Linnet. 17.00 Fréttir. 17.03 Síðdegistónleikar. a. Hergöngulag eftir Franz Schubert. Walter og Beatrice Klien leika fjórhent á pianó. 17.40 Torgiö — Menningar- mál Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá morgni sem Erlingur Sigurð- arson flytur. 19.40 Þingmál Vktli Rúnar Halldórsson sér um þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Valtýr Björn Valtýsson kynn- ir. 20.40 Kvöldvaka. a. Úr Mimisbrunni. Þáttur íslenskunema við Háskóla SJÓNVARP ■Q. T? FÖSTUDAGUR 30. janúar 18.00 Nilli Hólmgeirsson (Nils Holmgersson) Nýr flokkur — fyrsti þáttur Þýskur teiknimyndaflokkur gerður eftir kunnri barna- sögu eftir kunnri barnasögu eftir Selmu Lagerlöf um ævintýraferð drenghnokka í gæsahópi. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaöur Örn Árnason. 18.25 Stundin okkar — Endur- sýning Endursýndur þáttur frá 25. janúar. 19.00 Á döfinni 19.10 Þingsjá 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Spítalalíf (M*A*S*H) Sautjándi þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur sem gerist á neyðar- sjúkrastöð bandaríska hersins í Kóreustríðinu. Að- alhlutverk: Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnaö Atriði úrþáttum á liðnu ári. 21.10 Mike Hammer Nýr flokkur — Fyrsti þáttur Bandarískur sakamála- myndaflokkur gerður eftir sögum Mickey Spillane um einkaspæjarann Mike Hammer. Aðalhlutverk Stacy Keach. Þýðandi Stefán Jökulsson. 22.00 Kastljós — Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ólína Þor- varðardóttir. 22.35 Seinni fréttir 22.40 Rósaflúr (The Rose Tattoo) Bandarísk bíómynd frá árinu 1955, gerð eftir samnefndu leikriti eftir Tennessee Will- iams. Leikstjóri Daniel Mann. Aðalhlutverk Anna Magnani og Burt Lancaster. Ekkja af sikileyskum ættum harmar mjög eiginmann sinn sem ekki hefur þó ver- ið við eina fjölina felldur. Þá kynnist hún vörubílstjóra nokkrum, sem minnir um margt á hinn látna ástvin, en á ýmsu gengur í sam- bandi þeirra. Þýðandi Þorsteinn Helga- son. 00.40 Dagskrárlok. 0 (t STÖÐ2 FÖSTUDAGUR 30. janúar § 17.00 Undir áhrifum (Under the Influence). Ný sjón- varpskvikmynd frá CBS sjónvarpsstöðinni. Kvik- mynd um tortímingaráhrif þau er alkóhólismi foreldra hefur á börn og fjölskyldulif. Eftir að hafa horft framhjá vandamálinu um árabil verða fjögur uppkomin börn að horfast í augu við stað- reyndir. Aðalhlutverk er leikiö af Andy Griffith. End- ursýning. § 18.30 Myndrokk. 19.00 Teiknimynd. Furðubúarnir (Wuzzles). 19.30 Fréttir. 20.00 Dynasty. Banda- rískur framhaldsmynda- flokkur. 20.45 Um víða veröld. Fréttaskýringarþáttur í um- sjá Helgu Guðrúnar Jo- hnson. [ kvöld fjallar hún um kynþáttavandamál í Banda- ríkjunum; bandaríska sjón- varpsþáttinn „Amerika", sem fjallar um hernám Sov- étmanna á Bandaríkjunum; og veöurfarsbreytingar ( Evrópu. § 21.05 Geimálfurinn (Alf) Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Alf heitir furðuvera úr geimnum sem brotlendir geimfari sínu í svefnbæ í Hollywood ofan á bílskúr Tannerfjölskyld- unnar og er tekinn inn í fjölskylduna. Þarf ekki að spyrja að þvi: heimilislífiö breytist og hver uppákoman rekur aðra. § 21.30 Stjörnustríö (Star Wars). Bandarísk kvikmynd frá 1977 með Mark Hamill, Harrison Ford, Carrie, Fis- her og Alec Guinness í aðalhlutverkum. Leikstjóri er George Lucas. Myndin greinir frá baráttu Loga geimgengils og vina hans í baráttunni við Svart- höfða hinn illa sem stöðugt ógnar lifi þeirra. § 23.35 Benny Hill Breskur gamanþáttur. § 24.00 Skáld (Author, Auth- or). Bandarisk bíómynd frá 1982 með Al Pacino, Dyan Cannon og Tuesday Weld í aöalhlutverkum. Vinsælt leikritaskáld lendir í hjónaskilnaöi rétt fyrir frum- sýningu á nýju leikverki. Hann neyðist þvi til að takast á við hin fjölbreytileg- ustu fjölskylduvandamál um leið og hann leggur síðustu hönd á verkið. Leikstjóri er Arthur Hiller. § 01.50 Myndrokk. 03.00 Dagskrárlok. (slands. Tímaritið Framsókn (1895—1901). Ragheiður Margrét Guðmundsdóttir tók saman. b. Gömul saga um síma. Vilhjálmur Hjálmarsson flyt- ur þriðja og siðasta hluta frásögu sinnar. c. Maríufiskurinn. Úlfar Þor- steinsson les úr Rauð- skinnu, safni séra Jóns Thorarensen. 21.30 Sígild dægurlög. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.00 Andvaka Þáttur í umsjá Pálma Matt- híassonar. (Frá Akureyri.) 24.00 Fréttir. 00.10 Næturstund í dúr og moll með Knúti R. Magn- ússyni. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarps á rás 2 til kl. 03.00. FOSTUDAGUR 30. janúar 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meðal efnis: Óskalög hlust- enda á landsbyggðinni, getraun og fleira. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Gunnlaugs Sigfús- sonar. 13.00 Bót i máli. Margrét Blöndal les bréf frá hlust- endum og kynnir óskalög þeirra. 15.00 Sprettur. Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvað er á seyði um helgina. 17.00 Fjör á föstudegi með Bjarna Degi Jónssyni. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin — Andrea Jónsdóttir. 23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ást- valdssyni. 03.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRI 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Föstudagsrabb. Inga Eydal rabbar við hlustendur og les kveðjur frá þeim, leikur létta tónlist og greinir frá helstu viðburðum helgarinnar. 989 BYLGJAN FOSTUDAGUR 30.janúar 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blööin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Föstu- dagspoppið allsráðandi, bein lina til hlustenda, af- mæliskveðjur, kveðjur til brúðhjóna og matarupp- skriftir. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með þvi sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Flóamarkaðurinn er á dag- skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—16.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar síðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson i Reykjavík siðdegis. Þægileg tónlist hjá Hallgrími, hann lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk ið sem kemur við sögu. Fréttirkl. 18.00. 19.00—22.00 Þorsteinn J. Vil hjálmsson. Þorsteinn leikur tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvað næturlifið hefur upp á að bjóða. 22.00—03.00 Jón Axel Ólafs son. Þessi síhressi nátt hrafn Bylgjunnar heldur uppi helgarstuöi með góðri tónlist. Spennandi leikur með góðum verðlaunum. 03.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gísla son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint i háttinn og hina sem fara snemma fætur. ALFA Kristtleg útvarpsstöð. FM 102,9 FÖSTUDAGUR 30. janúar 13.00—16.00 Tónlistarþáttur 22.00—24.00 Fagnaðarerind- ið flutt i tali og tónum. Þáttur sérstaklega ætlaður ensku mælandi fólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.