Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987 Þolir íslenska þjóð- in annað bankamorð? eftirDr. Gunnlaug Þórðarson Vafalaust hafa fleirum en mér fundist það góðar fréttir, að stjóm Verzlunarbankans neitaði að taka þátt í því með stjóm Iðnaðarbankans að gleypa Utvegsbankann, eins og lagt hafði verið að bankanum að gera. Það er einnig von mín að ekki verði úr þeirri ráðagerð að Búnaðar- bankinn sameinist Útvegsbankan- um. Ástæður þessa eru margar og skal reynt að gera lítillega grein fyrir því frá almennu sjónarmiði. Enda þótt mér hafi ekki hlotnast sú lífsreynsla að vera bankastarfsmað- ur hvað þá heldur sérfræðingur í bankamálum, tei ég mér heimilt að leggja orð í belg. Sorgarsaga Islandsbanka Á sínum tíma var fyrirrennari Útvegsbankans, íslandsbanki, lagð- ur í rúst fyrst og fremst af pólitísk- um ástæðum og á þeim tímum brást Landsbankinn skyldum sínum sem íslenskur banki og þessi þýðingar- mikla peningastofnun, sem verið hafði lyftistöng íslensks þjóðfélags, var gerð gjaldþrota._ í gagnmerkri bók eftir prófessor Ólaf Bjömsson: „Saga íslandsbanka hf. og Út- vegsbanka íslands 1904-1980“, sem kom út 1981 má lesa hversu hörmulega fór um íslandsbanka. Þar segir prófessor Ólafur á einum stað: „Þó að löggjöfin (bankalögin frá 1927), eða þeir sem að henni stóðu, hafi án efa ætlast til þess, að um eðlilega samkeppni yrði að ræða milli bankanna tveggja, var þannig um hnútana búið, að Landsbankinn hefði öll ráð ís- landsbanka i hendi sér og gæti komið honum á kné hvenær sem honum þóknaðist." Síðar í fram- haldi af þessu segir prófessorinn: „Hann (landsbankinn) leit á ís- landsbanka fyrst og fremst sem keppinaut sinn, sem bæri að gera óskaðlegan svo fljótt sem tæki- færi gæfist. Þær kröggur Islands- banka, sem enduðu með lokun hans, hófust sem fyrr segir með því að Landsbankinn neitaði í okt. 1929 að endurkaupa víxla íslandsbanka vegna seðlainn- dráttarins, svo sem fyrir hafði verið mælt í bankalöggjöfinni." Seinna segir í sömu bók: „Þó að hin neikvæða afstaða Lands- bankans til íslandsbanka hafi án efa ráðið úrslitum um það hversu fór, þá kom vissulega fleira til.“ Hér mun prófessor Ólafur Bjöms- son hafa átt við þær pólitísku ofsóknir, sem bankinn varð fyrir. Það er engum vafa undirorpið að íslenska þjóðin hafí hagnast veru- lega á því að íslandsbanki var stofnaður, þar sem sjávarútvegurinn fékk frá útlöndum það fjármagn sem til þurfti, að útgerð er eins og kunn- ugt er einn áhættusamasti atvinnu- rekstur, sem þekkist. Útvegsbanki íslands stofnaður Afleiðing þess að íslandsbanki, sem var seðlabanki, var látinn fara á hausinn var mjög alvarleg fyrir íslensku þjóðina, hún var um langt skeið á eftir á svörtum lista í fjár- málaheiminum og hafði litla mögu- leika á lántökum erlendis allt fram yfir seinna stríð. Auk þess urðu margir athafnamenn fyrir tjóni. I framhaldi af því að Islandsbanki varð gjaldþrota var Útvegsbanki Is- lands stofnaður. Hann tók við hinu áhættusama hlutverki íslandsbanka að standa undir sjávarútveginum. Þau okkar, sem eru svo við aldur að muna fyrstu áratugina, sem Út- vegsbankinn starfaði, _ minnast bankastjóranna Ásgeirs Ásgeirsson- ar, Jóns Ólafssonar, Jóns Baldvins- sonar, en þó öllum öðrum fremur Helga Guðmundsson, sem með styrkri stjóm tókst að leiða bankann til þeirrar virðingar og velvildar, sem hann hefur notið meðal almennings. Helgi Guðmundsson var systurdótt- ursonur Gríms Thomsen skálds stóð mér fyrir sjónum sem heimsborgari og víðsýnn menningarmaður, sem Dr. Gunnlaugur Þórðarson „Svo virðist sem Seðla- bankinn hafi yfirtekið óvildarhlutverk Lands- bankans með því að vilja Útvegsbankann feigan. Þannig eru fjoldamorg ar fra þvi að fyrst komu fram raddir hjá Seðlabank- anum að bankarnir væru allt of margir.“ ekki fór í pólitískt manngreinarálit og var þess vegna af sumum talinn allrauður. Hann var tvímælalaust með höndina á slagæð íslensku þjóð- arinnar og þorði og varð að taka áhættu. Æskudraumur og lífsreynsla Það er einn af æskudraumum mínum að leggja í útgerð eða verða útgerðarmaður. Tvisvar reyndi ég þetta lítillega. í fyrra sinnið tókst, byijunin vel og það svo að meðeig- endur mínir vildu fá að leysa hlut minn til sín, sem var auðsótt mál. I seinna sinnið tókst hörmulega til og hefði getað riðið mér að fullu, ef Ólafur Helgason bankastjóri (sonur Helga Guðmundssonar) hefði ekki bent mér á að hætta áður en keyrði um þverbak; þessum unga banka- stjóra bar engin skylda til þessa, en hann sýndi með afskiptum sínum hversu hæfur bankamaður hann er og treystandi til að leiða Útvegs- bankann í gegnum örðugleika, ef hann fær tækifæri til. Bankinn tap- aði engu á þessari útgerð minni, en við sem stóðum að henni urðum fyr- ir alvarlegu áfalli. Ófyrirsjáanleg atvik eins og t.d. aflabrestur gat haft alvarlegar af- leiðingar fyrir bankastarfsemi sem Útvegsbankans. Auðvitað hefur bankinn fengið skelli af mönnum, sem létu freistast af útgerð líkt og ég og þá orðið fyrir tjóni, þó hann hafi sloppið í mínu tilfelli. Seðlabankinn yf irtók hlutverk Landsbankans Svo virðist sem Seðlabankinn hafí yfírtekið óvildarhlutverk Lands- bankans með því að vilja Útvegs- bankann feigan. Þannig eru ijöldamörg ár frá því að fyrst komu fram raddir hjá Seðlabankanum að bankamir væru allt of margir. Satt að segja er þetta mjög vafasöm skoð- un og á síst við gagnvart Útvegs- Reiðhöll og vax- andi hestamennska eftir Gísla B. Bjömsson Svo virðist sem það hafí farið fram hjá ýmsum eða þeir ekki tek- ið það alvarlega, að til stæði að byggja mannvirki í Víðidal í Reykjavík sem kallað hefur verið Reiðhöll. í tengslum við umræður á Alþingi sem tengdust Qárlögum 1987 og framlagi, sem hljóðar upp á 2 milljónir króna til byggingar reiðhailar, hafa nokkrir fulltrúar flölmiðla og einnig nokkrir þing- menn opinberað sambandsleysi sitt. Reiðhöli er enginn brandari, hvorki af kynferðislegum toga né öðrum. Þörf fyrir reiðhöll er til stað- ar, alveg eins og önnur íþrótta-, kennsiu- og æfingahús. Reiðhöll á sama rétt til þess íjár, sem til er í þjóðfélaginu og margir aðrir þættir sem tengjast atvinnulífí og tóm- stundaiðju. Það er talað um að verið sé að „henda" peningum í reiðhöll á með- an niðurskurður eigi sér stað í heilbrigðismálum. Við hestamenn tökum þetta ekki til okkar. Það er allt í lagi að menn viti að Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra er hiuthafí í Reiðhöllinni hf. og m.a. er verið að byggja þessa reiðhöll fyrir þá, það er oft mikiivægur liður í læknismeðferð og endurþjálfun að lamaðir og fatlaðir stundi hesta- mennsku. Það er rétt að framlög til margra nauðsynjaþátta í heilbrigðismálum eru of lítil, en ýmsir aðrir fara með góðan feng frá borði fjárveitinga- nefndar og Alþingis. Hvað á til dæmis að borga fyrir hönnun nýs húss Alþingis á fjárlögum þessa og næsta árs og er þó til staðar ágæt- is þinghús og mörg önnur hús á þess vegum sem sóma sér í sínu umhverfí. Það er ekkert óeðlilegt við það að reiðhöll fái bæði hlutafé, lánað fé og framlög frá ýmsum opinberum aðilum og sjóðum sem tengjast bændum og héstamönnum. Þó hér sé að hluta til um íþróttamannvirki að ræða nýtur byggingin ekki þeirra framlaga sem gilda um framlög ríkis- og bæjarfélaga til íþrótta- mannvirkja. Á meðan önnur íþróttamannvirki fá fjárveitingu, sem hljóðar upp á 40% af bygging- arkostnaði, fær reiðhöllin með þessu framlagi 4% af áætluðum kostnaði eða tíu sinnum minna. Hestamenn hafa borgað skatta og skyldur til þjóðfélagsins sem aðrir, en til þessa dags lítið sem ekkert tekið úr sameiginlegum sjóð- um. í mörg ár höfum við sem hestamennsku stundum borgað há- an skatt í fóðurbæti sem runnið hefur til ríkisins, inn í kjamfóður- sjóð. í þann sjóð hafa runnið ófáar milljónir frá „þéttbýlishestamönn- um“ einum. Einnig borgum við skatta og skyldur af hesthúsum eins og um íbúðarhús væri að ræða. (Hesthús hér í Reykjavík eru í sama skatt- flokki og íbúðarhús A 0,421%.) Að auki er lagður á okkur sér- stakur aukavatnsskattur. Á Búnaðarþingi 1983 var sam- þykkt tillaga um stofnun reiðskóla, en forsenda hans er bygging reið- hallar. Undirbúningsnefnd var sett á fót í janúar 1984 og félagið Reið- höllin hf. formlega stoftiað 12. janúar 1985. Þessi félagasamtök bænda og hestamanna hafa sett sér það verk- efni að byggja mannvirki sem gæti sameinað kennslu, þjálfun, sýning- ar og sölu á hestum, auk margrar annarrar starfsemi sem gæfí mögu- ieika á tekjum til reksturs hússins eins og vörusýninga, stórfunda og skemmtana. Nú þegar er búið að leigja húsið undir landbúnaðarsýn- ingu, sem halda á í sumar í tilefni 150 ára afmælis bændasamtakanna og við væntum þess að íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Hestamannafélagið Fákur geti not- að húsið strax í sumar að einhverju leyti fyrir reiðskóla fyrir böm. Hlutverk reiðhallar er margþætt. Þörf er á reiðkennslu eins og hverri annarri kennsiu, meira að segja vaxandi þörf. Þýðing hestamennsku sem atvinnugreinar er vaxandi, einnig sem tómstundaiðju. Mikilvægi hrossaræktarinnar nú á tímum brejrtinga í búskaparhátt- um er mjög vaxandi. Markaður fyrir góð hross bæði hér og erlendis er mikill og verðið fer hækkandi. Að- staða til að sýna og selja hross mun stórbatna með tilkomu hússins. í nýlegri könnun sem gerð var í Reykjavík á áhugamálum yfír 1000 unglinga í 7., 8. og 9. bekk kemur í ljós að 12,8% unglinga telja hesta- mennsku fyrsta eða annað áhuga- svið sitt og það í keppni við íþróttir, mjmdbönd, kvikmyndahús og dans o.fl. 16,2% þessara unglinga fara reglulega á hestbak. Þúsundir manna stunda hesta- mennsku sem eina aðaltómstunda- iðju sína og aðrar þúsundir dreymir um þann dag, þegar aðstæður, kjarkur, þekking og efni leyfa þeim þessa iðju. f reiðhöllinni er ætlun að sameina marga starfsþætti. Húsið á að geta verið í notkun frá morgni og langt fram á kvöld flesta daga ársins. Eftirspum eftir því Gísli B. Björnsson „Það er ekkert óeðli- legt við það að reiðhöll fái bæði hlutafé, lánað fé og- framlög frá ýms- um opinberum aðilum og sjóðum sem tengjast bændum og hestamönn- um.“ íþrótta- og æfíngahúsnæði sem til er er mikii og hart baríst um hvem tíma. Ef hestamenn nýta húsið ekki að fullu eru margir aðrir um hituna. Brandarar um reiðhöll bæði frá hestamönnum sem öðmm em ekki lengur sniðugir. Þið standið frammi fyrir þeirri staðreynd að húsið er að rísa 3000 m2 að gmnnfleti og 26737 m8 eða 30 sinnum stærra að flatarmáli en venjuleg íbúð. Keppnis eða æfíngavöllurinn sjálfur er 1600 m2. Þegar sýningar á vellinum standa yfír mun höllin rúma um þúsund manns í sæti á áhorfendapöllum og um þijú þús- und manns alls ef sýningarsvæðið sjálft er notað. Hér er því ekki um að ræða neina smábyggingu heldur stórhýsi. Hugsunin er og hefur ve- rið að hér sé um að ræða vandað mannvirki sem hafí margþætta möguleika, ekki bara einhveija smá „reiðskemmu", og auðvitað kostar þetta mikla peninga. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur (TBR) er að reisa sambærilegt mannvirki, sem er 2/a af stærð reiðhaliar. Við höfum upplýsingar um áætlanir og verð á öðrum íþróttasölum. Verð þessara húsa pr. rúmmetra eða fer- metra er sambærilegt. Þetta eru bæði dýr og ódýr hús, dýr vegna mikillar stærðar sinnar, en ódýr pr. hvem m2 eða m8 og við vitum líka að í samanburði við iðnaðarhúsnæði er áætlaður byggingarkostnaður í góðu samræmi. Það sýnir dugnað og samstöðu hestamanna og bænda og samtaka þeirra, að það skuli þegar vera búið að safna hlutafjárloforðum fyrir um 20 millj. króna. Ennþá geta menn bæst í hóp hluthafa. Lokaátakið til að koma húsinu upp þannig að þar megi hefja starf- semi stendur nú yfír, vinnu við hönnun, jarðvegsskipti, grunn, lagnir, sökkla, festingar fyrir límtré og steypa plötu er lokið. Límtrés- grindin á að rísa í mars og klæðn- ingu á að vera lokið í maí. Þótt takast megi að ljúka þessum áfanga eru ýmsir stórir verkþættir innan og utanhúss sem bíða síns tíma, má þar nefna t.d. aðstöðu fyrir bóklega kennslu, fundi og veiting- ar. Frágangur á búningsklefum og annarri aðstöðu fyrir starfsmenn og gesti verður með bráðabirgða- sniði. Hesthús bíður síðarí tíma og frá- gangur á umhverfí mun taka sinn tíma. Er það einskær tiiviljun, að í flest skipti sem maður þykist þekkja til mála og lendir í því að þingmenn og fulltrúar fjölmiðla fara að íjalla um málið, fyllist maður vandlæt- ingu yfír rugli og þekkingarskorti? í þessu máli hefur ekki verið margt sagt, en því miður of mikil vanþekk- ing látin í ljós. Hestamenn, alþingismenn, blaðamenn og aðrir sem áhuga hafíð; allar upplýsingar um þessa byggingu og notkun hennar eru til staðar hjá skrifstofu Reiðhallarinn- ar hf., Bændahöilinni, Reykjavík, sími 19200 (237). Höfundur er teiknari ogkennari í myndlist. Hann erfuUtrúi Lands- sambands hestamanna ístjóm Reiðballarinnar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.