Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
Chad:
Líbýumenn gera
loftárásir á Fada
N’Djamena, Chad, AP.
LYBÍUMENN gerðu harðar loftárásir á borgina Fada í norð-
austurhluta Chad í gær, að því er haft var eftir embættis-
mönnum Chadstjórnar. Stjórnarher Hissene Habre forseta
náði bænum á sitt vald fyrir fjórum vikum. Hvorki er vitað
um mannfall né tjón.
Líbýumenn höfðu yfir Fada frá
árinu 1983 til 2. janúar á þessu
ári. Þá gerði stjómarherinn árás
og kvaðst hafa fellt 800 Líbýu-
menn, tekið um hundrað til fanga
og komist yfir gnótt herbúnaðar.
Líbýumenn hafa reglulega gert
loftárásir á bæinn síðan. Talið er
að um átta til tíu þúsund líbýskir
hermenn séu í hemumda svæðinu,
sem er norðan sextándu breidd-
argráðu. Þar hafa Frakkar dregið
mörkin og sagt að þeir muni ekki
leyfa hemað Líbýumanna sunnan
hennar. Fjórtán hundmð franskir
hermenn eru í Chad.
Líbýumenn létu í október af
stuðningi við Goukouni Oueddei,
leiðtoga skæmliða. Um miðjan
desember hóf stjómin í Trípolí
sókn á hendur mönnum Goukoun-
is í Tibesti-ijöllum. Stjómarher
Chad hefur nú gengið til liðs við
þá.
Enn er barist í fjöllunum og
hefur stjómin í N’Djamena lýst
yfir hernaðarvinningum. Aftur á
móti hefur ekki fengið staðfest frá
óháðum aðilja hver staðan er í
átökunum.
Reuter
Hawke í Jerúsalem
Bob Hawke, forsætisráðherra Ástralíu, (t.v.) er nú í heimsókn í ísra-
el. Myndin er tekin að afloknum fundi hans með Yitzhak Shamir,
forsætisráðherra ísraels, (t.h.) í Jerúsalem. Hawke er kunnur stuðn-
ingsmaður viðv málstað ísraela en hins vegar hlaut hann hrós frá
Arabaleiðtogum þegar hann sagðist hlynntur stofnun sérstaks ríkis
Palestínumanna til að leysa deilur Araba og ísraela.
Síðasta lota viðræðna
um heri í Mið-Evrópu
ERLENT
V estur-Þýskaland:
Krefjast dóms
í máli
Lambsdorffs
Bonn. Reuter.
SAKSÓKNARAR í Bonn kröfð-
ust þess í gær, að Otto Lambs-
dorff, fyrrum efnahagsráðherra
í vestur-þýsku stjórninni, yrði
dæmdur i 15 mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir skattsvik.
Lambsdorff neyddist til að segja
af sér sem ráðherra í júní árið 1984
en þá voru hann og fyrirrennari
hans í embætti, Hans Friedrichs,
bomir þeim sökum að hafa fyrir
hönds síns flokks, Fijálsa demó-
krataflokksins, þegið fjórðung
milljónar dollara í mútur frá Flick-
fyrirtækinu.
Frjálsum demókrötum vegnaði
vel í kosningunum sl. sunnudag og
er búist við áframhaldandi sam-
stjóm þeirra og kristilegra demó-
krata. Eftir Lambsdorff er haft, að
þótt hann verði fundinn sekur um
skattsvik, muni það ekki hindra
hann í stjómmálalegum afskiptum.
Þrettán ár í Vín án árangurs
Vín, AP.
Atlantshafsbandalagið og Var-
sjárbandalagið hófu í gær enn
eina lotu f viðræðum um herafla
f Mið-Evrópu. Rætt hefur verið
um það f þrettán ár hvernig fækka
eigi í herjum í Mið-Evrópu og
hafa sendinefndir hvors tveggja
ekki komist að annarri niðurstöðu
en þeirri að eitthvað nýtt verði
að koma f stað hinna árangurs-
lausu viðræðna.
Samningaviðræðumar um að
koma á jafnvægi í heijum hvors
bandalags og hefja fækkun hófust
30. október 1973 og er elsti samn-
ingavettvangur austurs og vesturs
um hermál.
Fyrstu árin, sem viðræðumar fóru
fram, náðist samkomulag um leiðir
til að fækka í heijum Hollendinga,
Belga, Luxemborgara, Vestur-Þjóð-
veija, Austur-Þjóðveija, Pólveija og
Tékka. Undanfarin ár hafa viðræð-
umar, sem nitján ríki taka þátt í,
strandað á ágreiningi um gagn-
kvæmt eftirlit með fækkun í heijum
og hvemig tryggja skuli að fækkun
verði til frambúðar.
Sovétmenn hvöttu vestræn ríki til
að samþykkja að hætta viðræðunum
I samningalotunni, sem lauk 4. des-
ember, og gera aðra tilraun. Vestræn
ríki kváðust þá vilja ljúka viðræðun-
um með samkomulagi og Carrington
lávarður, framkvæmdastjóri NATO,
sakaði Sovétmenn um að reyna að
grafa undan viðræðunum.
Bandaríkjamenn og bandamenn
þeirra hafa síðan tekið aðra afstöðu.
Warren Zimmermann, sendiherra
Bandaríkjanna, sagði á mánudag að
Atlantshafsbandalagið ætlaði að
biðja Varsjárbandalagið um að sam-
höfuðstöðvum aðskilnaðarsinna
tamíla á austurhluta Srí Lanka á
sitt vald. Að sögn talsmanns
stjórnarinnar féllu 33 menn í
heiftarlegum bardögum.
Að sögn talsmannsins felldu lög-
reglumenn 21 tamíla eftir að höfuð-
stöðvar þeirra í Kokkadicholai um
240 kílómetra austur af Colombo
höfðu verið umkringdar.
Aðskilnaðarsinnar sprengdu bryn-
varðan bíl í loft upp og létust níu
lögreglumenn. Þrír til viðbótar féllu
í bardögum við skæruliðana. Tamíl-
arnir fóru halloka í bardaganum og
lögðu á flótta. Vitað er að margir
þeirra særðust alvarlega auk þess
sem fréttir herma að ótiltekinn fjöldi
óbreyttra borgara hafí látið lífíð.
þykkja hætta viðræðunum í Vín og
hefjast handa á nýjan leik. Að sögn
Zimmermanns vill Atlantshafs-
bandalagið að þau 35 ríki, sem sitja
ráðstefnuna 5 Vín um Helsinki-sátt-
málann, taki þátt í nýjum viðræðum
um fækkun og jafnvægi í heijum í
Mið-Evrópu.
Talsmaður stjómarinnar sagði að
skotfæri og sprengjur hefðu fundist
í stöðvum aðskilnaðarsinna auk
skýrslna um menn, sem tamflar
höfðu tekið af lífí. Lögreglumenn
fundu einnig búnað til útvarpssend-
inga.
Talið er að 4.500 manns hafí falið
á Sri Lanka frá því átök blossuðu
þar upp árið 1983 og 100.000 manns
hafa flúið til Suður-Indlands.
Noregur:
Mikill vöxtur
í Norsk Data
Sri Lanka:
33 falla í hörð-
um bardögum
Colombo, Reuter.
SÉRSVEITIR lögreglu náðu í gær
Andrei Sakharov á
kjamorkuráðstefnu
Vestrænir vísindamenn
meðal þátttakenda
SOVÉSKI andófsmaðurinn og nóbelsverðlaunahafinn
Andrei Sakharov mun taka þátt í kjarnorkuráðstefnu, sem
haldin verður í Moskvu í næsta mánuði. Er það fyrsta
alþjóðlega ráðstefnan um árabil, þar sem hann er meðal
þátttakenda.
Á ráðstefnunni, sem 15
þekktir vísindamenn frá jafn-
mörgum löndum efna til, verður
Úallað um vandamál í tengslum
við kjamorku.
Meðal forgöngumanna ráð-
stefnunnar er varaformaður
Sovésku vísindaakademíunnar,
Jevgenej Velikhov, sem þekktur
er fyrir fijálslyndislegar skoð-
anir og tengsl við vísindamenn
í öðrum löndum.
Ráðstefnan verður haldin 14.
og 15. febrúar nk., og hefur
Mikhaii Gorbachev Sovétleið-
togi fallist á að hitta vísinda-
mennina, 250 að tölu, daginn
eftir að ráðstefnuhaldinu lýkur,
og ræða kjamorkumál.
Tilgangurinn með ráðstefn-
Andrei Sakharov
unni er að Qalla um niðurskurð
kjamorkuvopna og öryggismál
í Evrópu. Einnig verður rætt
um geimvamaáætlun Banda-
ríkjamanna.
Hagnaður jókst um
29% og pantanir um 51%
Ósló. Reuter.
HAGNAÐUR norska tölvufyrir-
tækisins Norsk Data jókst á
síðastliðnu ári um 29% og pant-
anir um 51%. Kom þetta fram í
yfirlýsingu frá fyrirtækinu en
forsvarsmenn þess segjast
ákveðnir i að draga úr yfirráðum
risanna IBM og Digitals.
í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem
framleiðir 16- og 32 bita tölvur,
sagði, að hagnaður fyrir skatta
hefði á árinu 1986 verið 468 millj-
ónir nkr. en 364 millj. 1985.
Aasmund Slogedal, markaðsstjóri,
sagði á freítamannafundi, að upp-
gangur fyrirtækisins hefði verið
mjög mikill í Evrópu og einkum í
Bretlandi þar sem nýjar pantanir
jukust um helming í fyrra.
Fyrr í vikunni kynnti Norsk Data
ND-5000-tölvumar en með þeim
ætlar fyrirtækið að auka hlutdeild
' sína á markaði fyrir samtengd upp-
lýsingakerfi. Er þeim stefnt til
höfuðs sambærilegum tölvum frá
IBM og Digital.
Síkar í lífs-
tíðarfang-elsi
Montreal, Kanada. AP.
TVEIR Síkar, búsettir í Mont-
real í Kanada, voru á miðviku-
dag dæmdir í lífstíðarfangelsi
fyrir áform um að sprengja í
loft upp flugvél er leggja átti
af stað frá flugvelli í Banda-
ríkjunum í maímánuði sl. Ekki
hefur verið gefíð upp hvaða
flugvél var um að ræða, en dóm-
arinn sagði, að fómarlömbin
hefðu orðið mörg hundmð ef
ráðagerðin hefði heppnast.
Ekki hefur enn verið upplýst
hveijir vom valdir að spreng-
ingu um borð í flugvél frá
indverska flugfélaginu, Air Ind-
ia, sem sprakk í loft upp við
strönd írlands í júni 1985, á leið
frá Toronto í Kanada til Bombay
á Indlandi. 329 manns vom um
borð og fórast þeir allir. Fullvíst
er talið að um skemmdarverk
hafí verið að ræða.
Átök
í Perú
Liraa, Perú. AP.
TALSMAÐUR herráðs P.erú til-
kynnti á miðvikudag, að
hermenn hefðu fellt 21 skæm-
liða í átökum í síðustu viku, í
§alllendi rúmlega 400 km fyrir
suðaustan höfuðborgina, Lima,
þar sem skæmliðar maóista
hafa látið mjög til sín taka und-
anfarin ár. Róstursamt hefur
verið í Perú að undanfömu og
em herlög í gildi á verstu óróa-
svæðunum.
íkveikja ekki
sprengjutilræði
Port Elizabeth, Suður-Afríku.
HVÍTUR Suður-Afríkubúi, Val-
ence Watson, var í gær fundinn
sekur um íkveikju og fjársvik,
fyrir rétti í borginni Port Eliza-
beth í Suður-Afríku. Watson
neitaði að hafa kveikt í húsi sínu
til þess að fá tryggingarfé og
sagði að hægri sinnaðir öfga-
menn hefðu varpað eldsprengju
að húsinu. Hann og bræður hans
vöktu mikla athygli snemma á
síðasta áratug, er þeir sögðu sig
úr „ragby" liði hvítra manna og
hófu aö leika með liði svartra
manna.
Verkföll í
Rotterdam
Rotterdam, Hollandi. Reuter.
Skyndiverkföll hafnarverka-
manna í Rotterdam undanfama
11 daga hafa kostað 1,5 milljón-
ir gyllina (tæplega 30 milljónir
ísl.kr.) að sögn samtaka vinnu-
veitenda við höfnina. Em
verkamennimir að mótmæla því
að áætlað er að segja 800 þeirra
upp störfum á næstunni. Tals-
maður vinnuveitenda sagði að
28 skipum hefði verið beint til
annarra Evrópuhafna síðan 19.
jan. sl. Talsmaður samtaka
verkamanna sagði í gær að
verkalýðsfélög í Belgíu og Vest-
ur-Þýskalandi myndu ekki vinna
við skip er vísað hefði verið frá
Rotterdam.
Jákvæður
viðskipta-
jöfnuður
Wiesbaden, Vestur-Þýskalandi.
JÁKVÆÐUR viðskiptajöfnuður
Vestur-Þýskalands við útlönd,
var á síðasta ári um 112,2 millj-
arðar marka (2.356,2 milljarðar
ísl.kr.) sem var 52% aukning frá
árinu 1985. Er talið að lækkað
olíuverð hafí átt ríkan þátt í
þessari aukningu. Efnahagssér-
fræðingar segja líklegt að á
næstunni muni draga úr útflutn-
ingi á vestur-þýskum vömm þar
sem hækkað gengi marksins
gerir þær dýrari en áður.