Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
HM á Ítalíu 1990:
Nítján milljörðum
króna eytt í
knattspyrnuvelli
Frá Brynju Tomer fróttaritara Morgunblaöslns á Italfu
Undirbúningur fyrir nœstu
heimsmeistarakeppni f knatt-
•* 'Spyrnu er þegar hafinn á Ítalíu,
en sem kunnugt er verftur keppt
í tólf helstu borgum landsins árið
1990. ítalska ríkisstjórnin til-
kynnti á blaðamannafundi í
síftustu viku aft hún léti tæplega
19 milljarða fslenskra króna (620
milljarða Ifra) f té til endurbóta
og bygginga á nýjum knatt-
spyrnuvöllum fyrir heimsmeist-
arakeppnina. Tveir nýir vellir
verða byggðir, f Tórfnó og Bari,
en f öðrum borgum verða gerðar
þær endurbætur sem nauðsyn-
iegar teljast. Komið hefur til tals
að reisa nýjan völl f Róm þar sem
úrslitaleikurinn fer fram, en enn
sem komið er hefur ekki verið
^►tekin ákvörðun f því efni.
Menn eiga von á að næsta
heimsmeistarakeppni í knatt-
spyrnu verði með þeim glæsile-
gustu, því ítalska ríkisstjórnin
hefur lagt töluverða áherslu á að
gengið verði eins vel frá málum
og kostur er. Alls leggur ítaiska
ríkið 19 milljarða íslenskra króna
til endurbóta og bygginga á knatt-
spyrnuvöllum þeirra tólf borga
sem um ræðir, en keppt verður í
eftirfarandi borgum:
Bari, þar sem byggður verður
' nýr 50.000 manna völlur.
Bologna, þar sem lítilsháttar
fagfæringar verða gerðar á gamla
vellinum.
Cagliari. Þar verður gamli völlur-
inn gerður upp að litlu leyti.
Flórens, þar sem töluverðar
endurbætur verða gerðar.
Genova, þar sem miklar endur-
bætur verða gerðar á gamla vellin-
um.
Mílanó. Enn hefur ekki verið
tekin ákvörðun um hvað gert verð-
ur í Mílanó. Margir Mílanó-búar
vilja gjarnan að nýr völlur verði
reistur þar, en það er talið mjög
ólíklegt. Líklegra er talið að gerðar
verði verulegar endurbætur á
- gamla vellinum.
Napólí. Þar hefur ekki heldur
verið tekin ákvörðun um hverjar
nauðsynlegar endurbætur eru, en
gamli S. Paolo-völlurinn telst eng-
an veginn til sóma í heimsmeist-
arakeppni.
Palermo. Gamli völlurinn verður
svo að segja endurbyggður.
Róm, þar sem úrslitaleikurinn
fer fram. Ekki hefur enn verið
ákveðið hvort gamli Ólympíuvöllur-
inn verður notaður eða hvort
byggður verður nýr og glæsilegur
völlur.
Tórínó. Þar verður byggður nýr
völlur.
Udine. Þar verða mjög litlar lag-
færingar gerðar á gamla vellinum,
sem er í nokkuð góðu ásigkomu-
Sex
reknir
útaf
ÞAÐ gekk mikið á f bikarleik ein-
um f knattspyrnu sem fram fór á
Spáni á miðvikudaginn. Sex leik-
. menn voru reknir af leikvelli og
þar af fimm úr öðru liðinu.
Það voru fimm leikmenn 3.
deildarliðsins Eldense sem voru
reknir af velli og einn úr Mallorca
Atletico, sem er í annari deild. Eld-
ense tapaði leiknum 1:3 eftir að
hafa haft 1:0 yfir í leikhléi.
lagi.
Verona. Þar verður völlurinn
stækkaður, auk þess sem gerðar
veröa verulegar endurbætur.
Þeir fjármunir sem ríkið leggur
til fyrir heimsmeistarakeppnina,
verða eingöngu notaðir í knatt-
spyrnuvellina sjálfa. Umhverfi
þeirra, bílastæði, vegir og annað
slíkt verða viðkomandi borgir að
sjá um og greiða allan kostnað af.
Að öllum líkindum bjóðast einka-
aðilar til að taka þátt í þeim
kostnaði, og verða þá stofnuð
hlutafélög þeirra og viðkomandi
borga. Borgarstjórar þeirra borga
sem um ræðir hafa þó komist að
samkomulagi um að hlutur einka-
aðila verði aldrei stærri en 49%.
Auk knattspyrnuvallanna verður
ýmislegt annað gert til að gera
heimsmeistarakeppnina 1990 sem
athyglisverðasta. Tækifærið verð-
ur notað til að kynna Ítalíu og
borgirnar sem keppt er í, og með-
al annars hafa verið fengnir
frægustu kvikmyndaleikstjórar ít-
alíu, Fellini, Scola og Zeffirelli, til
að gera 30 sekúndna myndir um
viðkomandi borgir. Áður en sjón-
varpsútsending leikjanna hefst,
verður hver borg kynnt með kvik-
myndum stóru meistaranna.
„Auðvitað erum við stoltir af því
að næsta heimsmeistarakeppni
verði haldin á Ítalíu," sagði Al-
berto, ungur ítalskur knattspyrnu-
áhugamaður, sem fréttaritari
ræddi við. „Ég held þó að (talir
leggi meira upp úr því að keppnin
fari vel fram og öllum öryggiskröf-
um verði fylgt út í ystu æsar, en
að hún verði einhvers konar
skrautsýning. Ég vona að við kom-
um til með að standa okkur vel
og að næsta heimsmeistarakeppni
verði landi okkar til sóma," sagði
ungi maðurinn íbygginn á svip.
• Stúlkurnar
Skallagríms.
MorgunblaðiðATheodór Kr. Þórðarson
taka á í skriðsundinu á Nýársmóti sunddeildar
Fjölmenni á Nýársmóti UMFS
Mikið um að vera í íþróttamiðstöðinni um helgina
Borgarnesi.
ÞAÐ VAR mikið um að vera hjá
Ungmennafálaginu Skallagrími í
íþróttahúsinu í Borgarnesi um
síðustu helgi. Sunddeild félags-
ins hélt þá opið „Nýársmót" þar
sem 125 keppendur mættu til
leiks frá 6 félögum. Og í hand-
boltanum fór fram 2. umferð
íslandsmótsins í 4. flokki þriðju
deildar karla.
í sundmótinu kepptu lið frá Sel-
fossi, Hveragerði og Þorlákshöfn
undir merki HSK og sigruðu þau í
5 greinum. Ungmennafélag Njarð-
víkur og Skallagrírnur sigruðu í 4
greinum, Kormákur, Hvamms-
HM á skíðum:
McKinney sigraði í
tvíkeppnissvigi
TAMARA McKinney frá Banda-
ríkjunum sigraði f tvfkeppnissvigi
kvenna á heimsmeistaramótinu í
Crans-Montana f gær. Hún fékk
besta tfmann f báðum umferðum,
en samanlagður tími hennar var
1.25,18, tæpri sekúndu betri en
hjá Vreni Schneider, Sviss, sem
hafnaði í 2. sæti.
McKinney fór fyrri ferðina á
42,56 og þá seinni á 42,62.
Schneider fór á 43,36 og 42,70
eða samanlagt 1.26,06. Erika
Hess, Sviss, varð þriðja á 1.26,17,
en hún var í 2. sæti eftir fyrri
umferð.
Brunkeppnin í alpatvíkeppninni
verður í dag og sagði McKinney
að Hess væri sigurstranglegust í
tvíkeppninni, en hún vonaðist engu
að síður að vinna til verðlauna.
McKinney hefur aðeins tekið þátt
í einni brunkeppni í vetur, og henn-
ar besti árangur í bruni hingað til
er 20. sæti. Hess hefur aftur á
móti staðið sig vel í bruni og er
því líklegt að hún verji titilinn.
Keppni í tvíkeppnisbruni karla
hefur enn verið frestað og fer fram
á sunnudaginn.
ÞRÓTTUR Reykjavík sigraði
HK f 1. deild karla í blaki um
sfðustu helgi, 3:2. Hrinurnar
enduðu þannig, HK talið á
undan: 12:15, 10:15, 16:14,
15:8, 6:15.
Víkingar unnu HSK frekar
létt, 15:3, 15:8 og 15:4.
í 1. deild kvenna sigraði VÍk-
ingur HK 3:0,15:1,15:5,15:12.
Þá voru leikir í bikarkeppni
karla, ÍSvann fyrst 2. lið Víkings
3:0 - 15:4, 15:2, 15:8 og síðan
Þrótt frá Neskaupstað 15:4,
15:7 og 15:13.
Hjá konunum var einnig
keppt í bikarnum og þar unnu
Þróttar HK-b 15:7, 15:5 og
15:8.
Evrópukeppni
landsliða:
Létt hjá
Ítalíu
Frá Sigurði Kr. Björnsoyni, fróttaritara
Morgunblaðsins f V-Þýskalandi.
ÍTALÍA átti ekki í erfiðleikum með
Mölu á laugardaginn f Evrópu-
keppni landsliða í knattspyrnu og
vann 5:0, en leikurinn fór fram í
Bergamo að viðstöddum 40 þús-
und áhorfendum.
Yfirburðir ítala voru miklir og
þeir léku mjög vel, en mótstaðan
var lítil sem engin. Bagni skoraði
fyrsta markið með skalla og Ber-
gomi bætti öðru við á 9. mínútu.
Síðan komu tvö mörk frá Altobelli
eftir einleik og Vialli skoraði fimmta
markið á síðustu mínútu fyrri hálf-
leiks.
Heimamenn tóku lífinu með ró
í seinni hálfleik og mörkin urðu
ekki fleiri. Giannini og Dossena
voru sterkir á miðjunni og Alto-
belli síógnandi frammi. Ítalía er
með fullt hús eftir þrjá leiki í keppn-
inni.
tanga, og ÍA sigruðu í 3 greinum
og UBK sigraði í 1 grein. Að sögn
Ingimundar Ingimundarsonar,
þjálfara sunddeildar Skallagríms,
voru sett 14 Borgarnesmet á mót-
inu. Sagði Ingimundur að móts-
haldið hefði gengið mjög vel fyrir
sig enda hefði verið unnin mikil
undirbúningsvinna af hálfu sund-
deildarinnar. Ólíkt hjá öðrum
deildum Skallagríms hefur sund-
deildinni tekist að virkja foreldra
og velunnara til starfa. Enda hefur
hlaupið mikið líf í sunddeildina á
síðustu árum og vinna foreldrar
þar mikið starf við allan undirbún-
ing móta, mótshaldið og við
keppnisferðir.
í íslandsmótinu í handboitanum
urðu úrslit þannig að Selfoss vann
alla sina leiki og fer því upp í 2.
deild ásamt Þór frá Vestmannaeyj-
um, FH og UBK halda áfram í 3.
deild en Skailagrímur og ÍBK falla
niður í 4. deild. Að sögn Rúnars
Viktorssonar, formanns hand-
boltadeildar Skallagríms, er deildin
með lið í 4. og 5. flokki í íslands-
mótinu að þessu sinni. Sagði
Rúnar að 5. flokki gengi mjög vel
en herslumuninn vantaði á að 4.
flokkur næði nógu vel saman, en
þar væru margir góðir einstakling-
ar sem ættu framtíðina fyrir sér.
Sagði Rúnar ennfremur að deildin
bæri kannski merki þess að það
vantaði foreldra og eldri félaga til
starfa. „Það er mikið starf í kring-
um þetta og það hvílir á of fáum,"
sagði Rúnar.
Þá gerðist það einnig um síð-
ustu helgi að á móti sem haldið
var á Akranesi voru þau Birgir Örn
Birgisson og Sigríður Geirsdóttir
valin í unglingalandsliðið í bad-
minton. Þau Birgir Örn og Sigríður
eru bæði í badmintondeild Skalla-
gríms í Borgarnesi. TKÞ
Golfhermirinn:
Innanhússgolfmót
KYLFINGAR geta nú farið að und-
irbúa sig fyrir golfmót ársins því
í byrjun febrúar fer fram fyrsta
golfmótið innandyra sem haldið
er hér á landi og verður að sjálf-
sögðu keppt í golfherminum í
Öskjuhlíð.
Golfhermirinn hefur verið rekinn
í tengslum við keilusalinn í
Öskjuhlíð í vetur og nú hafa forr-
áðamenn fyrirtækisins ákveðið að
halda fyrsta golfmótið í herminum.
Mótið hefst laugardaginn 7. febrú-
ar klukkan 9 árdegis og verður það
tvíþætt.
Helgina 7. og 8. febrúar verður
leikinn 18 holu höggleikur á Pebble
Beach með fullri forgjöf. Að henni
lokinn komast þeir átta kylfingar,
sem hafa best brutto-skor, áfram
í holukeppni, sem leikinn verður
laugardaginn 14. febrúar og hefst
einnig klukkan 9 árdegis. I holu-
keppninni veður leikið án forgjafar.
Þátttökugjald verður það sama
og var í opnum mótum í sumar,
eða 600 krónur, og rétt er að taka
fram að menn greiða aðeins þátt-
tökugjaldið, ekkert leigugjald. Þeir
sem hug hafa á að vera með í
mótinu skulu hafa samband við
afgreiðslu Öskjuhlíðar í síma
621599 fyrir klukkan 17 fimmtu-
daginn 5. febrúar en þá verður
dregið um rásröð.
Þeir sem ætla sér að vera með
verða að vera fljótir til því tak-
marka verður þátttakendafjölda
við 50 og er reiknað með að allir
frekstu kylfingar landsins mæti til
leiks. Pebble Beach völlurinn verð-
ur í golfherminum fram yfir mót
þannig að menn geta æft sig þar.
Burkinshaw tekur
við Sporting
KEITH Burkinshaw, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Tottenham, tekur
við stjórninni hjá portúgalska lið-
inu Sporting í næsta mánuði.
Hann skrifaði undir tveggja og
hálfs árs samning í gær, en
Manuel Jose var rekinn fyrr í
mánuðinum vegna slælegrar
frammistöðu liðsins í deildinni.
,Ég er mjög ánægður með að
taka við einu besta liði Evrópu,"
sagði Burkinshaw, sem er 51 árs
og hefur þjálfað í Bahrain undan-
farin tvö ár, en hann leiddi Spurs
til sigurs í ensku bikarkeppninni
1981 og 1982 og í Evrópukeppni
félagsliða 1984.