Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 7
a
7
í K V Ö L D
Kl. 21:05 GEIMÁLFURINN
(Alf). Bandarískur framhalds-
myndaflokkur. Alfer furðuvera
úrgeimnum sem brotlendir
geimfari sínu isvefnbæ i
Hollywood. Kl. 23:35 SKÁLD
(Author Author). Bandarisk
biómynd frá árinu 1982. Aðal-
hlutverk Al Pacino, Dyan
Cannon og Tuesday Weld. Vin-
sælt leikritaskáld lendir i
hjónaskilnaði rétt fyrir frum-
sýningu á nýju leikverki.
Á NÆSTUNNI
Laugardagur
Kl. 20:45
STJARNA.
(Star).
Bandarísk bió-
mynd með Julie
Andrews, Ric-
hard Grenna,
Michael Craig
og Daniel Mas-
sey í aðalhlut-
verkum.
Myndin fjallar um lif og frama
söngstjörnunnar Gertrude Law-
rence. LaugardagurKÍ. 09:00
BARNAEFNI. LUKKUKRÚTTIN,
STUBBARNIR, PENELÓPA
PUNTUDRÓS OG HERRA T.
UNGLINGAMYND: VÆNG-
FÁKURINN (The Winged Colt).
Frændi Charles, sem er ungur
strákur, var staðgengill ikúreka-
myndum. Charles heimsækir
frænda sinn og hyggst læra af
honum listina.
Auf’lýsendur hafid samhand rid
stöóina sem Jyrst isima 673030
I__ykil inn fœrÖ
þú h já
Hei m i lis t œkj um
1
Heimilistæki hf
S:62 12 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
Fræðsla um alnæmi þýðingarmest,
en lögregluaðgerðir stoða ekki
- segir Ólafur
Olafsson,
landlæknir
LJÓST er að þeir einstaklingar
hérlendis sem haldnir eru al-
næmissmiti eru mjög tregir til
þess að koma til mótefnamælinga
af sjálfsdáðun ef þeir eru ein-
kennalausir. Frá því að mælingar
hófust hafa um 1.500 manns ver-
ið mótefnamældir. Af þeim 30
einstaklingum, sem greinst hafa
með mótefni eru einungis sjö sem
komið hafa af sjálfsdáðun og
komu þeir á árinu 1985. Aðrir
hafa greinst vegna einkenna af
völdum veirunnar eða skimunar.
Þetta kom meðal annars fram á
blaðamannafundi er haldinn var í
gær hjá landlækni. Mótefnamæl-
ingar gegn alnæmisveiru hófust
hérlendis í nóvemberbytjun 1985
og hefur öllum þeim sem telja sig
geta verið smitaða af alnæmisveir-
unni verið gefinn kostur á mótefna-
mælingu. Til þess að fá frekari
upplýsingar hefur verið bent á sérs-
takt símanúmer, 622280, sem hægt
er að leita til og er það auglýst í
dagbókum dagblaðanna á degi
hverjum. Einnig hefur verið lögð
áhersla á að hægt sé að hafa sam-
band við heilsugæslulækna og
sérfræðinga á sviði smitsjúkdóma
og ónæmisfræði á Borgarspítala og
Landspítala.
Próf þau sem notuð eru til mót-
efnamælinga eru örugg en þó ekki
100% nákvæm, að sögn Bjargar
Rafnar, veirufræðings. Þau nýtast
vel í þeim hópi manna þar sem
búast má við að smit geti verið til
staðar, til dæmis meðal homma,
fíkniefnaneytenda, vændiskvenna
og fjöllyndra einstaklinga þar sem
fjöldi sýktra einstaklinga er mestur.
Hafin er leit að smiti hjá ýmsum
hópum í þjóðfélaginu svo sem blóð-
gjöfum, fíkniefnasjúklingum og
föngum. Einnig hefur verið mælst
til mótefnamælingar hjá öllum sem
Morgunblaðið/Júlfus
Frá blaðamannafundi er haldinn var á vegum landlæknisembættisins í gær. Frá vinstri: Hans Beck
læknanemi, Vilborg Ingólfsdóttir deildarstjóri landlæknisembættinu, Björg Rafnar veirufræðingur,
Kristján Erlendsson ónæmisfræðingur, Ólafur Ólafsson landlæknir og Guðjón Magmisson aðstoðarland-
læknir.
leita læknis vegna kynsjúkdóma,
hjá ófrískum konum og þeim sem
gangast undir fóstureyðingu.
Landlæknisembættið telur að
ekki sé tímabært að skylda alla
íslendinga á ákveðnu aldursbili til
þess að koma í mótefnamælingu.
Árangurinn yrði í engu samræmi
við þann kostnað og fyrirhöfn sem
því mundi fylgja og gæti jafnvel
skapað falskt öryggi vegna eðlis
sjúkdómsins. Á vegum Farsótta-
nefndar ríkisins hefur þetta mál
verið mikið til umræðu og eru menn
þar sömu skoðunar. Erlend heil-
brigðisyfirvöld hafa hvergi mælt
með slíkri aðgerð. Landlæknisem-
bættið vill eftir sem áður hvetja
alla þá er hafa einhveija ástæðu til
að ætla að þeir geti verið smitaðir
að koma í mótefnamælingu.
Ólafur Ólafsson, landlæknir,
sagði að fræðsla væri þýðingarmest
í baráttunni við alnæmi, en það
þýddi alls ekki að skylda einn né
neinn til mælingar auk þess seni
slík lög myndu seint ná fram að
ganga á Alþingi. Það þyrfti þá að
mótefnamæla alla þjóðina oftar en
einu sinni eða með vissu millibili
því fólk gæti smitast, jafnt sem
áður, daginn eftir mælingu og því
væri hættan sú sama þótt öll þjóðin
yrði einu sinni mótefnamæld.
Ólafur sagði að ýmislegt væri á
döfinni hvað varðaði fræðslu til að
vekja fólk til umhugsunar um þenn-
an vágest og voru 5 milljónir veittar
úr ríkissjóði til baráttunnar gegn
eyðni. Verið er að fullvinna „dægur-
lag um alnæmi og smokka," eins
og aðstoðarlandlæknir komst að
orði. Lagið er eftir Valgeir Guðjóns-
son og mun Bubbi Morthens syngja
það. Síðan verður gert myndband
við lagið. Verið er að setja upp
kerfisbundna vinnustaðafræðslu,
sem hjúkrunarnemar munu annast,
og hefst hún væntanlega um miðjan
febrúar. Fjórir sérfróðir menn um
alnæmi hafa farið í öll kjördæmi
landsins og kynnt héraðslæknum
og fræðslustjórum herferðina. Þá
er búið að dreifa fjölda myndbanda
og skyggna á allar heilsugæslu-
stöðvar landsins. Fyrirhugað er að
útbúa þijár tegundir veggmynda.
Gert hefur verið sérstakt merki til
að auðkenna þá sölustaði sem selja
smokka.
Létturog lipur
í bænum!
Eyöir næstum
engu!
Þægilegur i snattið'
hægt að leggja
. hvar sem er! .
Iburðarmikill, vandaður
. ogfallegur! j
BILABORG HF
Smiðshöfða 23sími 681299
266
þusund kronum
Skutlan frá Lancia kostar nú frá aðeins