Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 3
3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
Morgunblaðið/RAX
Framkvæmdir ganga
glatt í blíðunni
Veðrið í janúarmánuði hefur leikið við íslendinga og verklegar fram-
kvæmdir, sem venjulega eru í Iágmarki á þessum árstima, hafa því
gengið vel. Þessa mynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins, Ragnar
Axelsson, af framkvæmdum við skolplögn í Sætúninu í Reykjavík.
Að sögn Inga Ú. Magnússonar, gatnamálastjóra, er þessi skolplögn
liður í þeirri ákvörðun borgarstjórnar að hreinsa strandlengjuna af
mengun af völdum skolps. Hafist var handa um framkvæmdir árið
1986. Dælustöðvar eiga að koma í Laugarnesi og við Ingólfsgarð,
sem dæla skolpinu 200-300 metra út, þar sem straumur tekur það
og flytur það burt. Gert er ráð fyrir að hægt verði að opna Sætúnið
að fullu fyrir bílaumferð í vor.
Ríkismatið fylgist
með gæðum fiskafla
RÍKISMAT sjávarafurða hefur nú ákveðið að leggja áherzlu á eftir-
lit með meðferð afla, bæði um borð í fiskiskipum, í fiskmóttökum
og við fiskflutninga milli staða. Samkvæmt lögum er Rikismatinu
ætlað að stuðla að bættum gæðum sjávarafla og mun það gert með
þessum hætti eftir að ferskfiskmat er komið úr höndum Rikismats-
ins til hagsmunaðilja sjálfra.
Halldór Ámason, fiskmatsstjóri,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að Ríkismatið gæti augljóslega ekki
farið sömu leiðir og áður til að sinna
hlutverki sínu eftir að ferskfískmat-
ið hefði verið fært til hagsmunaðilj-
anna. Áður hefði fískurinn verið
metin við hveija löndun en nú yrði
að fínna nýjar leiðir. Áherzlan yrði
Sveinborg
SI seldi
í Grimsby
TOGARINN Sveinborg frá Siglu-
firði er eina íslenzka fiskiskipið,
sem seiur bolfiskafla erlendis í
þessari viku. Hún seldi í Grimsby
í gær og fékk að meðaltali 55,24
krónur á kíló.
Sveinborgin var alls með 104,5
lestir og fékk alls fyrir þær 5,8
milljónir króna. Þar sem engin físk-
ur hefur verið á boðstólum ytra
þessa vikuna nema úr Sveinborg-
inni, var búizt við heldur hærra
verði. Ástæða þess, að svo reyndist
ekki, er sú, að brezku skipin hafa
verið að afla nokkuð vel í Hvítahaf-
inu og Norðursjónum og framboð
því nægilegt á fiskmörkuðunum.
lögð á meðferð afíans umborð í
fiskiskipum, við fískflutinga og
móttöku í fískvinnsluhúsum. Full-
trúar Ríkismatsins myndu því eftir
sem áður fylgjast með löndun afla
og kanna hvemig fískurinn væri
meðhöndlaður um borð. Hvemig
hann væri slægður, hvort hann
væri þveginn og þá hvemig, hvem-
ig aflinn væri ísaður og hvort
gengið væri frá honum í kassa, kör
eða stíur. Hugmyndin væri að
kanna þessa þætti við löndun en
ekki um borð í bátunum í veiðiferð-
um.
Einnig væri ætlunin að fylgjast
með hvernig gengið væri frá fískin-
um á fiskflutningabfla, hvort yfír-
breiðsla væri notuð og hvort of
þykkt lag af físki yrði sett á bflana.
Þá yrði einnig athugað hvemig
móttöku væri háttað hjá fisk-
vinnslustöðvunum. Jafnframt yrði
hitastig í fískinum kannað.
Ætlunin væri að kanna þessi mál
reglulega en ekki hverju sinni, sem
físki væri landað. Á þennan hátt
ætti að vera hægt að fá haldgott
yfirlit yfír meðferð aflans og hvort
gæðum hrakaði vegna óvandaðrar
meðferðar. Á sama hátt væri enn-
fremur ætlunin að benda á það, sem
vel væri gert, öðrum til fyrirmyndar
og þessi aðferð ætti að geta skilað
auknum gæðum. Ennfremur væri
ætlunin að gefa út fréttabréf hálfs-
mánaðarlega með upplýsingum um
meðferð aflans og kæmi það von-
andi að gagni.
V etrarvertíðin:
Góður þorskur í Breiðafirði
Misjafnir ufsaróðrar frá Grindavík og Þorlákshöfn
VETRARVERTÍÐIN virðist fara nokkuð vel af stað og þó afli sé
misjafn, einkum á ufsaveiðum, eru menn bjartsýnir á framhaldið.
Góður þorskafli hefur verið í Breiðafirðinum, bæði í net og á línu.
Segja menn þar þorskinn óvenjugóðan og netavertíðina byija óvenju-
vel. Þorskur er uppistaða aflans i Breiðafirðinum, en ufsi hjá bátum
frá Þorlákshöfn og Grindavik.
í vigtinni í Þorlákshöfn fengust
þær upplýsingar, að aflinn væri
misjafn eins og oftast í ufsanum.
Meðal afli í róðri væri 7 til 8 lestir,
en hæst hefðu menn komizt í um
29 lestir og ufsinn væri góður.
Menn væru „skrambi" bjartsýnir,
enda héfðu þeir verið að fá salt og
fiskvinnslan að komast í góðan
gang.
Svipaða sögu var að segja frá
Grindavík, nema þar voru menn að
fá enn meira í stærstu róðrunum.
Hafberg og Vörður hafa til dæmis
bæði fengið um 52 tonn í róðri en
svo hefur þetta verið niður í lítið
sem ekkert. Hins vegar hafa menn
áhyggjur af þorskleysi, 'sem þeir
segja að verði meira áberandi ár
frá ári.
Frá Ólafsvík hófust veiðar á línu
strax eftir verkfall og netaveiðar í
upphafi þessarar viku. Á línuna
hafa menn verið að fá 6 til 8 lestir
í róðri á 40 bala, mest óvenjustóran
og góðan þorsk. Netaveiðamar hafa
byijað óvenjuvel. Bátamir hafa ver-
ið með upp í 12 til 13 lestir í róðri
af vænum þorski, í kringum 5 kfló.
... SÆLGÆTI
jmod m Mm