Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987 25 lidtí unni staðan verða lagaflokkamir „An die feme Geliebte" eftir Beethoven og „Liederkreis" op. 39 eftir Schu- mann við ljóð Eichendorfs. Beethoven samdi tiltölulega lítið fyrir mannsröddina, þó að manns- röddin væri mjög svo vinsælt hljóðfæri í Vínarborg meðan hann bjó þar og starfaði og söngurinn drottnaði á margan hátt yfir ann- arri tónlist. En Beethoven fór aldrei troðnar leiðir. Þrátt fyrir snilligáfu sína átti Beethoven alla ævi í brös- um með að semja einfaldar, léttar melódíur af þeirri gerð, sem Mozart og Schubert hristu fram úr erminni fyrirhafnarlaust. En í ljóðabálknum „An die feme Geliebte" tókst undr- ið engu að síður, enda þótt ofurmen- nið skyggnist sums staðar í gegn, sérlega í píanóhlutanum, sem teng- ir einstök ljóð saman. Og sá háttur En að öllu samanlögðu þá er setta eftirtektarverð frumraun. var reyndar einkennandi fyrir Beet- hoven og er ekki mér vitanlega að flnna í ljóðaflokkum annarra róm- antískra tónskálda. Beethoven var í innsta eðli maður hins stóra, marg- brotna forms og Robert Schumann átti það sameiginlegt með honum að laðast fremur að öðmm hljóð- fæmm en mannsröddinni, a.m.k. framan af ævinni. Á þessu varð þó skyndileg breyting, þegar hann varð ástfanginn og gekk í hjóna- band árið 1840. Og það var eigin- konan Clara Wieck sem opnaði listræna æð sem Schumann gmnd- aði ekki sjálfan, að hann ætti til. En á fyréta hjónabandsári sínu samdi hann feiknin öll af ljóðum, sem almennt em talin meðal önd- vegisverka ljóðrænnar tónsköpunar og þar í flokki er ljóðabáikurinn „Liederkreis" op. 39, sem þó heyr- ist ef til vill sjaldnar í tónleikasölum en Dichterliebe, sem er þeirra þekktastur og vinsælastur meðal almennings. En snúum okkur nú aftur að Andreas Schmidt. Æviferill hans er stuttur, en hann hefur sannar- lega verið viðburðaríkur. Hann fæddist árið 1960 í Dusseldorf og lagði fyrst stund á píanóleik, orgel- leik og kirkjutónlist. Hann hóf söngnám árið 1978 hjá Ingeborg Reichelt í Dusseldorf og hélt áfram námi hjá Dietrich Fischer-Dieskau í Berlín. Hann lauk námi „cum laude" og vann strax fyrstu verð- laun í tveim stærstu söngkeppnum Þýzkalands árið 1982. Þar með hófst undraverður söngferill hans. Hann kom fyrst fram árið 1984 í ópemnni í Berlín og fékk þá þegar ráðningarsamning. En síðan hefur Andreas Schmidt sungið sem gestur við Qöldann allan af öðmm ópem- húsum, meðal annars við ópemmar í Hamborg, Munchen og Covent Garden í Lundúnum og hefur verið ráðinn til að syngja við Ríkisóper- una í Vínarborg á næstunni. Hann hefur verið vinsæll ein- söngvari með hljómsveitum og sungið með frægustu hljómsveitum heims eins og Fílharmoníuhljóm- sveit Berlínar, Vínarborgar, Lundúna, Academia di Santa Cecil- ia í Rómaborg, La Scala-óperannar í Mílanó og Fílharmoníuhljómsveit- arinnar í Israel og verið valinn til þess af hljómsveitarstjómm á borð við Carlo Maria Guilini, Sir Collin Davis, Wolfgang Sawallisch, Giu- seppe Sinopoli, Jesus Lopez Cobos og annarra af sömu stærðargráðu. Nú þegar hefur Andreas Schmidt komið fram í 17 Evrópulöndum, Suður-Ameríku, ísrael og Japan og hann hefur sungið inn á hijómplötur fyrir fyrirtækin Deutsche Grammo- phone, Philips og EMI, svo ekki sé minnst á allar upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. En Andreas Schmidt verður ekki einn á þessum tónleikum heldur kemur hann fram með píanóleikar- anum Thomas Palm. Thomas Paim stundaði tónlistamám í Köln hjá Astrid Schmidt-Neuhaus, Eckard Sellheim og Wilhelm Hecker. Að loknu einleikaraprófi sneri hann sér fyrst og fremst að kammertónlist og ljóðaundirleik. Hann hefur verið undirleikari á námskeiðum Max Rostals í Bem og Köln og í ljóða- deild Fischer-Dieskaus í Berlín. Thomas Palm hefur kennt píanóleik við Robert Schumann Institut í Dusseldorf frá árinu 1983 jafn- framt tónleikahaldi. Hann hefur verið styrkþegi „Deutscher Musik- rat“ frá 1978 og unnið til alþjóð- legra verðlauna, sem hafa opnað honum leiðir til * tónleikahalds í mörgum Evré^blöndum ög Austur- löndum Qær. Heimsókn Andreasar Schmidt til íslands eigum við því að þakka, að á námsárum sínum varð hann ein- lægur'vinur hjónanna Ingu Rósar Ingólfsdóttur sellóleikara og Harðar Áskelssonar orgelleikara og svo sterk er sú vinátta, að hún hefur einnig færst yfír á land og þjóð. Fyrir þá sök gefst íslendingum nú kostur á að hlýða á frábæran lista- mann, sem tónleikahús og ópemhús samtímans beijast um og færri eiga aðgang að en vilja. ERLENDUM VETTVANGI Eftir TOM ARMS Albanía opn- ast í hálfa gátt Dyrum Albaníu var vandlega lokað á hinn vestræna heim í lok sfðari heimsstyrjaldarinnar þegar stalínistinn og andspymufor- inginn Enver Hoxha leiddi kommúnista til valda og lýsti þetta smáríki í útjaðri Evrópu „alþýðulýðveldi“. Næst var dymnum lokað á Júgóslava sem höfðu áhuga á að Albanir tileinkuðu sér hug- myndir Josip Broz Tito um myndun bandalags Balkanríkja. Þá fylgdu Sovétríkin næst þegar Nikita Khmschev fordæmdi Josef Stalín á flokksþinginu í Moskvu árið 1956. Nýr leiðtogi mætir and- stöðu Þegar vinátta Sovétríkjanna og Kína fór að kólna, styrktust tengslin milli Tirana og Peking - þar til ráðamenn í Tirana skelltu einnig dymnum á Kína, aðallega vegna bættra samskipta Banda- ríkjamanna og Kínveija. Að baki utanríkisstefnu Alb- aníu, sem oft var útlistuð í harðorðum yfírlýsingum, stóð ein- valdurinn Hoxha. Hann lézt 1985 og við tók Ramiz Alia. Frá því AJia tók við stjómartaumunum hefur hann verið að fíkra sig inn á brautir til að taka á ný upp samband við umheiminn. Þær til- raunir hans hafa mætt andstöðu gömlu Stalínistanna sem vilja halda Albaníu einangraðri frá er- lendum áhrifum er raskað gætu jafnvægi í landinu. Fimmta flokksþingið, sem hald- ið var í nóvember í fyrra, var jafnframt það fyrsta sem boðað var til eftir lát Hoxha og valda- töku Alia í Flokki verkalýðsins (en svo nefnist kommúnistaflokkur landsins). Flokksþingið var því einnig fýrsti opinberi mælikvaið- inn á áhrif Alia gegn Stalínistun- um. Til að tryggja völd sín varð Alia að gera tvennt. í fyrsta lagi að tryggja stuðningsmönnum sínum þau þijú sæti sem laus vom í stjómmálaráði flokksins (politbiiro). Og í öðm lagi varð hann að ná stuðningi Nexhmije Hoxha, ekkju leiðtogans látna. Svo virðist sem honum hafí tekizt hvort tveggja. Þeir sem til þeklg'a segja alla þijá nýju fulltrúana í stjómmála- ráðinu fylgismenn Alia. Foto Cami er félagi Alia frá fomu fari. Þeir ólust upp saman. Prokop Murra vamarmálaráðherra á Alia emb- ætti sitt að þakka, og Besnik Bekpeshi er aðstoðar forsætisráð- herra, og starfar því undir nánum stuðningsmanni Alia, Adil Carcani forsætisráðherra. Enn þýðingarmeiri var trúlega afstaða Nexhmije Hoxha, sem er 71 árs. Talið var fyrir flokks- þingið að Nexhmije væri baráttu- tákn gömlu Stalínistanna í andstöðunni gegn Alia. Eftir lát eiginmannsins tók Nexhmije sæti í miðstjóminni og í stjóm Stofnun- ar Marx-Leniniskra fræða í Tirana, og snemma árs f fyrra var hún skipuð stjómarformaður Al- bönsku alþýðufylkingarinnar, en þeirri stoftiun er ætlað að afla stefnu flokksins fylgis meðal óflokksbundinna landsmanna. Getgátur vom uppi um að Nexhmije ætlaði sjálf í framboð í eitt lausa sætið í stjómmálaráðinu og ef hún næði kjöri yrði það mikill ósigur fyrir Ália. Þegar til kom var hún ekki boðin fram, og það sem meira var, hún stóð upp og lýsti opinberlega yfír stuðningi við nýju ráðamennina. Alia tryggir sig í sessi Ekkert af þessu þýðir að verið sé að afskrifa Enver Hoxha í Al- baníu, né að vestrænir ferðamenn og McDonalds skyndibitastaðir fari að flæða yfír Albaníu. Hver ræðumaðurinn á fætur öðmm lagði sig fram á flokksþinginu við að lofsyngja stefnu Hoxha og lýsa yfír áframhaldandi stuðningi við hana, þeirra á meðal Alia. Reyndar bendir ýmislegt til að það hafí verið Hoxha sjálfur sem átti hugmyndina að þeim breyt- ingum sem er nú að koma í framkvæmd. Eftir vinslitin við Kína árið 1976 sýndu Albanir áhuga á að koma á viðskiptasamböndum við tiltekin lönd í Vestur-Evrópu, að- allega Austurríki, Frakkland, Vestur- Þýzkaland og Ítalíu. Árið 1980 var um skeið unnið að því að bæta sambúðina við Júgó- slavíu, en þar býr talsverður fjöldi fóiks af albönskum ættum, og árið 1984 vom teknar upp samn- ingaviðræður við Grikki. Nú er talið að Hoxha hafí átt fmmkvæðið að þessum þreifing- um í samræmi við tillögur Alia, sem þá var forseti landsins, og Carcani forsætisráðherra. Þeir mætti harðri andstöðu frá Mehm- et Shehu, þáverandi forsætisráð- herra. í desember 1981 var opinberlega tilkynnt að hann hefði framið sjálfsmorð, en tíu mánuð- um síðar fordæmdi Hoxha hann og sagði hann hafa verið einn hættulegasta svikara og Qand- mann Albanfu. Þetta varð til þess að margir töldu trúlegast að stalínistinn Shehu hefði verið tek- inn af lífi eftir valdabaráttu við Alia og Carcani. Breytingar í anda Hoxha? í kjölfar láts Shehu vék Hoxha mörgum stuðningsmanna hans í röðum gömlu stalínistanna úr embættum. Flokksþingið gekk svo frá brottrekstri þeirra Stalín- ista sem eftir vom. Nú em Alia allir vegir færir til að reka göt í stáltjaldið sem umlukið hefur Albaníu og koma með tillögur um umbætur á gamla flokkskerfinu. Hve langt og hve hratthannfererennóvíst. lfyrra bar hann fram tillögu sem fól í sér heimild fyrir samyrkjubændur að rækta einnig eigin smáskika. En þá var staða hans enn ótrygg, og í meðfomm miðstjómarinnar varð tillaga hans svo útþynnt að þegar hún hafði loks fengið mála- myndasamþykkt þingsins var hún orðin gagnslaus. En Alia hefur náð nokkmm árangri. Honum hefur tekizt að knýja fram breytingar á forgangs- rétti mála er varða vamir lands- ins. Herskylda hefur verið lækkuð f tvö ár, og dregið var úr útgjöld- um til vamarmála í fyrra. Alia er einnig að reyna að fá fram jákvæða gagnrýni f opin- bemm umræðum. Skömmu fyrir flokksþingið birti málgagn flokks- ins gagnrýni á miðstýringarkerfíð og áætlunarbúskapinn, og benti á að margur undirstöðuiðnaðurinn hefði verið ófær um að fylgja áætlunum um framleiðsluaukn- ingu. I ræðu sinni á flokksþinginu lagði Alia áherzlu á að Albanir yrðu að bæta afköst iðnaðarins og auka viðskiptasambönd við umheiminn. Það er vissulega þörf á hvomtveggja ef landið á ekki áfram að vera það fátækasta f Evrópu. Meðal mánaðartekjur á mann í Albaníu em sem svarar kr. 3.600. Jafnvel þótt vestrænar neysluvörur væm á boðstólnum hefðu landsmenn ekki ráð á að kaupa þær. Til að unnt verði að bæta efna- haginn og lífskjörin þarf erlendan tækjabúnað og aðstoð. En það hefur einnig f för með sér að- streymi erlendra fagmanna og verzlunarmanna. Og þvf fylgir að dymar að Albaníu opnast, þó ekki sé nema í hálfa gátt eða svo. Höfundur er blaðamaður þjá brezka blaðinu The Observer. munameosiruarmenii ræoast vio undir tré 1 Tirana, höfuðborg Albaníu. Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.