Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚ.AR 1987
bankanum, sem gegnt hefur
mikilvægasta hlutverkinu í íslensku
atvinnulífí. Einnig má minna á að
fyrir örfáum árum voru í Banda-
ríkjum Ameríku 13 bankar á móti
hveijum 7 hjá okkur. Vafalaust hef-
ur hinn mikli fjöldi banka í Banda-
ríkjunum átt sinn þátt í því hve
efnahagsþróun hjá þeim hefiir verið
ör.
Seðlabankinn setti fljótlega reglur
um skyldu bankanna um bindingu
fjár í Seðlabankanum og færi útláns-
fé fram úr tiltekinni fjárhæð, skyldu
svokallaðir refsivextir lagðir á. Eng-
inn banki mun hafa verið jafn hart
leikinn af hálfu Seðlabankans og
Útvegsbankinn og að ég best veit
munu refsivextir þessir hafa numið
80% ársv. langtímum saman og jafn-
vel verið miklu hrikalegri um skeið,
en útreikningur á þeim mun vera
flókið reikningsdæmi.
Sú saga er ekki seld dýrari en
hún var keypt að Albert Guðmunds-
syni hafí tekist í bankaráðsfor-
mennsku sinni að fá þessa lánsfjár-
bindingu lækkaða eða endurgreidda
að einhveiju leyti og nýju bankalög-
in hafí verið ásteytingarsteinn milli
Ucvegsbankans og Seðlabanka.
Eitt af því, sem Útvegsbankanum
hefur verið fundið mest til foráttu
er hið svokallaða Hafskipsmál.
Óvönduð fjölmiðlastarfsemi átti sinn
megin þátt í því hve illa fór og hve
tjón Útvegsbankans varð miklu
meira en orðið hefði, ef málin hefðu
verið leyst í kyrrþey. Það væri verð-
ugt verkefni fyrir heiðarlega rann-
sóknarblaðamennsku að kanna
rætur þeirrar ofsóknarherferðar,
sem hafín var á forráðamenn Haf-
skips. — Hveijir vildu Hafskip feigt?
Sá tvískinnungur hefur lengi ríkt
gagnvart Útvegsbankanum, að sum-
ir pólitíkusar hafa öðrum fremur
ásakað stjórn hans fyrir að hafa
ekki rekið hann á hreinum hagnað-
argrundvelli og því hafí t.d. Haf-
skipsmálið verið gróf mistök. Hins
vegar koma svo þessir sömu pólitík-
usar á bak við tjöldin og óska
aukinnar lánafyrirgreiðslu við eitt
eða annað útgerðarfyrirtæki eða
fískvinnslustöð til þess að ekki komi
til atvinnuleysis í viðkomandi byggð-
arlagi.
Dæmi um ofsóknir
á hendur
IJtveg’sbankanum
Fýrir nokkru mátti lesa það í blöð-
um, að staða Útvegsbankans væri
miklu verri en ætla mætti, ef tekið
væri tillit til lífeyrisskuldbindinga.
Auðvitað má stilla dæminu þannig
upp, en þá myndi koma í ljós að
staða ríkissjóðs væri verst vegna
lífeyrisskuldbindinga. Segja mætti
mér og að staða Seðlabankans með
allt sitt starfslið væri orðin erfíð, ef
þetta yrði reiknað út á sama hátt.
Það er styttra síðan lesa mátti í
blöðum að í viðskiptareikningum
Útvegsbankans væru 63 fyrirtæki
með 20 milljón króna skuld eða
meira, auk Hafskips, meðan það
væru aðeins 11 í Verslunarbankan-
um og 23 í Iðnaðarbankanum.
Fróðlegt væri að fá að vita hvemig
staðan er í Landsbankanum og hver
væri þar hæstur á skuldalistanum.
Þessar tölur tala sínu máli um það
hvaða kvaðir Útvegsbankinn hefur
mátt axla og eru nánast í eðlilegu
samhengi við skyldur hans sem
banka atvinnuveganna, en ekki fyrst
og fremst sem fjárvörslustofnun eins
og flestar hinar lánastofnanirnar.
Því má Útvegsbankinn
ekki þjóna áfram
hlutverki sínu?
Mér er ómögulegt að sjá neinn
kost við það að Útvegsbar.kinn verði
sameinaður öðrum bönkum. Að mínu
mati ber Seðlabankanum að skila
aftur vemlegum hluta þeirra miklu
refsivaxta, sem teknir hafa verið af
Útvegsbankanum síðustu 3 áratugi.
Það sem á vantar til endurreisnar
fjárhag hans ætti ríkissjóður að
leggja fram.
Utvegsbankinn er ríkisbanki og
hefur því yfírburði yfír hlutafjár-
banka, þannig að þeir sem eiga
viðskipti við hann em ömggir um
að glata ekki fé sínu, en það á ekki
við um hlutafjárbankana. Útvegs-
bankinn er vegna stöðu sinnar fær
um að styðja við bakið á þýðingar-
miklum fyrirtækjum fyrir þjóðina
með lánum og ábyrgðum, í miklu
meira mæli en hlutafjárbankamir.
Svo er óvíst að nokkur vilji leggja
hlutafé í nýjan sameinaðan banka,
sem reistur væri á rústum Útvegs-
bankans. Álit íslensku þjóðarinnar
mun og spillast út á við, ef það skeð-
ur öðm sinni að svo mikilvægur
atvinnurekstrarbanki er lagður nið-
ur.
Hitt ber að hafa í huga að þótt
rás viðburða í heimsviðskiptum hafi
leitt til þess að bankastjórum Út-
vegsbankans hafí orðið á mistök um
rekstur hans í einstaka málum, að
það þurfí endilega að þýða að rétt
sé að slátra mjólkurkúnni, þótt fjósa-
maðurinn hafí blóðmjólkað hana.
Mér er nær að halda, að fjósamað-
ur, sem einu sinni hefur brennt sig
á slíku soði, sýni mjólkurkúnni meiri
aðgát í framtíðinni.
Hvar eru vinir
Útvégsbankans?
Nú hlýtur sú spuming að brenna
á vömm almennings: Em allir þeir
atvinnurekendur, smáframleiðendur
og einstaklingar sem eiga Útvegs-
bankanum skuld að gjalda beint og
óbeint eða a.m.k. gott upp að inna,
orðnir sannfærðir um, að það sé ein-
hvers konar náttúmlögmál að banka
þessum hljóti að vera illa stjórnað,
þannig að hann sé ekki setjandi á
vetur og því þýðingarlaust að tala
máli hans? Hvað segja allir skjól-
stæðingar hans fyrr og síðar? Halda
þeir virkilega að þeir séu með öllu
áhrifalausir? Spyija má þessa sömu
skjólstæðinga Útvegsbankans, sem
margir hveijir stunda þýðingarmik-
inn atvinnurekstur fyrir þjóðarbúið:
Er það rétt stjóm á málefnum ríkis-
ins að taka þessa stofnun frá ykkur
og vísa ykkur á nýjan stað, þar sem
enginn þekkir ykkur né þarfir ykk-
ar, þó að stjórnendum hennar hafí
orðið á mistök?
Á það hefur verið bent hve mörg
skipafélög hafa staðið höllum fæti
undanfarin ár víðs vegar um heim
pg það aftur bitnað á fjölda banka.
I því sambandi er mér minnisstætt
hið alvarlega gjaldþrotamál norska
skipakonungsins Hilmars Refsten,
sem hafði nærri riðið Hambros-
bankanum í London að fullu. Mig
hefur löngum furðað á því hvers
vegna íslenskir fjölmiðlar sögðu ekki
meira frá þessu máli á sínum tíma.
E.t.v. hefur tillitssemi við einn aðal-
viðskiptabanka Íslands valdið því,
en þetta var mjög umtalað hneykslis-
mál.
Undanfarna daga hefur undirrit-
aður rætt við fijölda fólks um mál
Útvegsbankans og niðurstaðan hef-
ur verið sú, að hann nýtur enn
mikils álits meðal almennings og
fáir sjá nokkur rök til þess að honum
verði fórnað. Fróðlegt væri að kanna
á hefðbundinn hátt hver afstaða al-
mennings er til málefna Útvegs-
bankans. Það hefur komið fram að
Útvegsbankinn veitti hæstu innláns-
vexti sl. ár.
Það er blátt áfram ótrúlegt hvem-
ig Útvegsbankanum hefur tekist að
halda sjó í öllum þeim andróðri, sem
hann hefur mætt síðustu misseri en
það sýnir hið mikla traust er þjóðin
ber til hans. Spuming er aftur á
móti hvemig honum tekst að halda
þeim erlendu bankaviðskiptum, sem
byggð hafa verið upp á farsælan
hátt undanfarna áratugi.
Fyrir mér, er svarið einfalt: Is-
lenska þjóðin þolir illa að vegið sé í
sama knérunn og gert var við Is-
landsbanka og Útvegsbankinn
lagður niður.
Að endingu þetta: Fyrir mér vak-
ir sá draumur að íslenska ríkið geti
gefið Útvegsbankanum nýtt líf með
því að taka upp samstarf og hleypa
erlendum banka- inn á starfssvið
hans, það gæti orðið mjög þýðing-
armikið fyrir uppbyggingu efna-
hagslífs okkar og öllum til blessunar.
Höfundur er hœstsréttarlögmað■
ur.
Þorragleði
í Safnaðar-
heimili
Neskirkju
NÆSTKOMANDI laugardag, 31.
janúar, verður efnt til þorragleði
í „Félagsstarfi aldraðra". Boðið
verður upp á hlaðborð með hefð-
bundnum þorramat og rjúkandi
slátri og saltkjöti. Hefst samveran
kl. þrjú eins og venjulega með
vandaðri skemmtidagsskrá. Sýnd
verður kvikmynd sem Skaftfell-
ingafélagið lét gera og sýnir fólk
að starfi í gamalli baðstofu. Sr.
Hannes Guðmundsson í Fellsmúla
fer með gamanmál og Dóra
Reyndal syngur einsöng. Þá verð-
ur mikill fjöldasöngur og farið í
hringleiki við harmoníkuundirleik
Reynis Jónassonar.
Þátttakendur skrái sig hjá
kirkjuverði kl. 5—6 sem veitir all-
ar nánari upplýsingar.
Frank M. Halldórsson
“wáíSSPSi£»* *
-SSSSfSS
s&SSSS?
nu>SS5SSL
STENDUR AÐEINS I EINA VIKU
FALKANS
LAUGAVEGI 24
SUÐURLANDSBRAUT8
S — 685149