Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 14
14______________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987_
Um forvamir, meðferð við
vímuefnaneyslu unglinga
eftir Sölvínu
Konráðs
Síðastliðið vor var sjónvarpað
heilmikillí dagskrá sem tengd var
stofnun foreldrafélags á vegum
SÁÁ. Markmið þessa félags skyldi
vera að vinna gegn neyslu unglinga
á vímuefnum. Þetta félag var síðan
formlega stofnað núna á haust-
dögum. Nokkru fyrir téða sjón-
varpsdagskrá hafði hópur manna
tekið sig saman og stofnað
Krýsuvíkursamtökin. Þessi samtök
ætluðu sér fyrst og fremst að koma
upp langtímameðferðarheimili fyrir
forfallna vímuefnaneytendur, sem
enn væru á unglingsaldri. Sem sagt,
það stóð mikið til. í Morgunblaðinu
var þó nýlega haft eftir einum af
forsvarsmönnum þessara samtaka,
sr. Birgi Ásgeirssyni, að fjárskortur
tefði franikvæmdir og að bráðlega
yrði gripið til fjáröflunar tii að koma
megi Krýsuvíkurskóla í það horf
að hefja megi fyrirhugaða starf-
semi.
Þrátt fyrir að myndarlega hafi
verið farið af stað hefur verið mjög
hljótt um þessa starfsemi. Nú eru
bráðum 10 ár síðan SÁÁ var stofn-
að. Það var á áratugi þrýstihóp-
anna, þá spruttu hvers kyns félög
og samtök sem höfðu mannbætur
að markmiði og höfðu þau oft hátt.
Þá skipti höfuðmáli að hafa hug-
sjón, þekking var aukaatriði.
Krýsuvíkursamtökin og foreldra-
félagið eru í anda gömlu þrýstihóp-
anna. Af hverju sem það nú er fer
minna fyrir þessum félögum en
SÁÁ hér áður fyrr.
Þurfum við langtíma-
meðf erðarstof nun?
Þegar forsvarsmenn Krýsuvíkur-
samtakanna komu fyrst fram í
fjölmiðlun með hugmyndir um
stofnun langtímameðferðarstofn-
unar, voru þeir spurðir um þörfina
á slíkri stofnun. Þeir svöruðu því
til að á bilinu 60 til 200 unglingar
þyrftu á slíkri meðferð að halda
strax. Á svipuðum tíma bárust þær
fréttir frá Sjúkrastöðinni Vogi að
um 300 til 500 kíló af hassi væru
notað hér á landi árlega og voru
þá ótalin öll þau ósköp af annarri
ólöglegri ólyfjan sem landsmenn
létu í sig með einum eða öðrum
hætti. í þessum ágiskunum eru
óvissumörkin rífleg svo ekki sé
meira sagt, og þessir aðilar hafa
ekki birt neinar athuganir þar sem
reynt hefur verið að fá nákvæmari
niðurstöður.
Höfundur þcssarar greinar ritaði
þrjár greinar í Morgunblaðið í nóv-
ember og desember 1985, þar sem
m.a. var dregið í efa að nokkur
marktækur árangur væri af þeirri
meðferð sem boðin væri á stofnun-
um SÁA við ofneyslu áfengis og
voru röksemdir fyrir þeim efasemd-
um reifaðar ítarlega. Það var
gagnrýnt að stofnanir SÁÁ fram-
kvæma ekki ítarlega greiningu á
þeim einstaklingum sem þangað
leita, þannig að ekki væri vitað
hversu hátt hlutfall innlagðra væru
fíknir neytendur. Þá var varað við
því að flokka misnotkun áfengis og
fíkn í áfengi sem sjúkdóm, þar sem
það ýtti aðeins undir umburðarlyndi
samfélagsins gagnvart neyslu
áfengis sem aftur leiddi síðan af
sér aukna misnotkun. Ennfremur
var gerð grein fyrir mismunandi
leiðum til að koma í veg fyrir ann-
ars vegar misnotkun og hins vegar
fíkn, þar sem ekki er um sambæri-
legt ástand að ræða.
Sú tegund meðferðar sem stund-
uð er á stofnunum SÁÁ hefur gefið
bestan árangur á hvítum banda-
rískum millistéttarkörlum sem þótt
hafa of ölkærir, miðað við drykkju-
venjur millistéttarinnar. Árangur
þessarar meðferðar á unglinga sem
hafa skaðað sig á ólöglegum vímu-
efnum er ekki marktækur. Þá hefur
líka verið sýnt fram á skaðsemi
þessarar meðferðar á ýmsa hópa
(Schachter 1980 og 1982). Sjúkra-
samlagið greiðir dvöl þeirra sem
fara í meðferð á vegum SAA. Á
meðan fólk er sjálfrátt um það hvort
xara skuli í meðferð er hætta á því
að á þessar stofnanir fari fólk sem
raunverulega þarf ekki á meðferð
að halda. Það er því sjálfsögð krafa
skattborgara að þeir fái að vita
hversu margir þeirra sem fara í
meðferð við „alkóhólisma" greinast
sem fíknir neytendur áfengis og
annarra vímugjafa og eigi því raun-
verulegt erindi á meðferðarstofnun.
Áður en samþykktar eru tillögur
um stcfnun þjónustustofnana af
einhverju tagi, er skynsamlegt að
athuga hvort þörf er á slíkri stofn-
un. Það verður ekki séð að þeir
aðilar sem standa að stofnun
Krýsuvíkurheimilisins hafi gert það.
Engin athugun, hversu illa sem hún
er unnin, gefur óvissumörk að þeirri
stærðargráðu sem þeir hafa sett
fram. Það veit enginn hversu marg-
ir unglingar hér á landi eru illa
farnir af neyslu áfengis og annarra
vímuefna. Það er heldur ekki vitað
hve mikils magns af hassi eða ann-
arra vímuefna er neytt hér árlega,
né hversu stórs hluta efnanna er
neytt af unglingum. Þá er einnig
skynsamlegt að athuga, hvers kon-
ar árangurs ber að vænta af þeirri
þjónustu sem stofnunin á að veita.
Það eru samdóma niðurstöður ratm-
sókna á árangri hefðbundinnar
meðferðar (með hefðbundinni með-
ferð er átt við þá tegund meðferðar,
sem boðið er uppá á stofnunum
SÁÁ) á umtöluðum hópi, þ.e. ungl-
ingum, að skammtímameðferð skili
ekki marktækum árangri og að
langtímameðferð bæti þar ekkert
um.
Til hvers eru forvarnir?
Meginmarkmiðið með stofnun
foreldrafélagsins voru forvarnir.
Því miður hefur ekki sést neitt bita-
stætt um það hvernig á að fram-
kvæma þessar forvarnir. En
þýðingar á fræðsluefni fyrir börn,
foreldra og kennara mun vera í
vinnslu. Enn einu sinni á að þýða
oní landslýð fræðsluefni og sjálf-
sagt verður það staðfært líka.
Þegar skipuleggja á forvarnir
verður fyrst og fremst að huga að
því við hveiju þær eru og til hvaða
hóps skal höfðað. Á undanfömum
árum hefur verið vísað til fræðslu
sem algildrar forvarnaraðgerðar.
Fræðsla getur verið liður í forvörn-
um og haft jákvæð áhrif, en það
fer talsvert eftir því hvert vanda-
málið er sem verið er að beijast
gegn. Fræðsla sem eini liðurinn í
forvörnum í baráttu við vímuefna-
neyslu, löglega jafnt sem ólöglega,
hefur í besta falli engin áhrif. Rangt
fram sett „fræðsja" getur haft
skaðleg áhrif. SÁÁ og þeir hópar
sem starfa á sama grundvelli, hafa
talað um fræðslu og forvarnir sem
eitt og hið sama; en það er vill-
andi. Þá virðist skilgreining á
forvörnum oftast vera heldur óljós
í umræðu þessara manna og ekki
er gerður greinarmunur á íhlutun
með meðferð að markmiði annars
vegar og forvörnum hins vegar.
Forvarnir miða að því að fækka í
áhættuhópum. Meðferð miðar að
því að fækka í hópum sem þegar
hafa einkennin.
Sú fræðsla sem er hér á mark-
aðnum er annars vegar um skað-
semi efna og hins vegar um
meðferð. Ef beina á þessari fræðslu
til þeirra sem eru fíknir neytendur
er verið að bera í bakkafullan læk-
Sölvína Konráðs
„Fræðsla getur verið
liður í forvörnum og
haft jákvæð áhrif, en
það fer talsvert eftir
því hvert vandamálið
er sem verið er að berj-
ast gegn, Fræðsla sem
eini liðurinn í forvörn-
um í baráttu við
vímuefnaneyslu, lög-
lega jafnt sem ólöglega,
hefur í besta falli engin
áhrif. Rangt fram sett
„fræðsla“ getur haft
skaðlegáhrif."
inn. Það vita allir sem hafa stundað
meðferð á þessum hópi að þessir
einstaklingar eru sérfræðingar um
efnin, áhrifin, skaðlegar afleiðingar
neyslunnar og vita það sem vita
þarf um „meðferð". Misnotendur
og þeir einstaklingar sem eru að
byija að fikta með vímuefni eða eru
í nánu samneyti við neytendur vita
hvert skal fara til að fá þessa
fræðslu, ef þeim fínnst skorta á
þekkinguna. (Misnotendur vímu-
gjafa eru þeir einstaklingar sem
valda truflun og skaða á umhverf-
inu þegar þeir ei-u undir áhrifum,
fíknir eru þeir sem haldnir eru þrá-
hyggju og/eða áráttu tengdri
neyslu.)
Foreldrar þessara unglinga eru
ekki alltaf mjög vel að sér um ein-
kennin af áhrifum hinna ýmsu efna,
en þeir gera sér fulla grein fyrir
hættulegum afleiðingum neyslunn-
ar. Þessir foreldrar vita líka að
ýmsir erfiðleikar voru í lífi unglings-
ins áður en vímuefnin komu inní
myndina. Sá hópur sem ekki er
áhættuhópur hefur engan áhuga á
vímuefnum. Til hvers á að eyða fé
í að fræða þann hóp? Það er ekki
á allra færi að setja fram fræðslu
þannig að markmiðið náist. Til-
gangurinn með fræðslu er sá að
hafa áhrif á viðhorf fólks til þess
sem óæskilegt er talið eða skaðlegt.
Félagssálfræðin rannsakar m.a.
viðhorf, viðhorfabreytingar og áhrif
áróðurs. Það er aðeins á færi sér-
fræðinga sem hafa þekkingu á
viðhorfum og viðhorfabreytingum
að setja fram fræðslu sem þátt í
forvörnum. En það skal enn ítrekað
að fræðslan ein og sér er ekki
nægjanleg til þess að fækka í
áhættuhóp, aðrar aðgerðir þurfa
einnig að koma til. Það má heldur
ekki gleyma því að forvamir sem
miða að fækkun í áhættuhópi mis-
notenda valda ekki fækkun í
áhættuhópi fíkinna, því að þessir
tveir hópar eru mjög ólíkir.
Hveijir eiga að
stunda meðferð:
lærðir eða leikir?
Ýmsir forráðamenn SÁÁ hafa
látið hafa það eftir sér að þeir þurfi
ekki á sérfræðingum að halda.
Þetta er mikið ábyrgðarleysi. Nú í
vetur sendi dr. Arnór Hannibalsson,
formaður Sálfræðingafélags ís-
lands, út varnaðarorð fyrir hönd
félagsins. Þessi varnaðarorð brýna
fyrir fólki að gæta vandlega að
menntun og sérhæfni þeirra sem
bjóða þjónustu í nafni sálfræðinnar.
SÁA býður fólki uppá meðferð við
sjúkdómi, sem þeir segja mjög
hættulegan og leiði til dauða, sé
ekkert gert i málinu. Sé þetta rétt
er því meiri ástæða til að gera kröf-
ur til þess að einungis fólk með
viðeigandi sérmenntun starfí á
þessum vettvangi.
Ef litið er á þann hóp sem ætluð
er meðferð á fyrirhuguðu Krýsuvík-
urheimili er það hópur sem þarf á
meðferð geðlækna og sálfræðinga
að halda. Þeir unglingar sem verða
fíknir neytendur eiga við geðræn
og/eða sálræn vandamál að etja.
Það er ekki á færi hugsjónamanna
að stunda meðferð á slíkum hópi.
Afleiðingar neyslu hinna ýmsu ólög-
legu vímugjafa eru mishættulegar;
þannig eru t.d. miklar líkur á því
að neysla amfetamíns leiði til lang-
varandi geðveiki. Meðferðarstofn-
anir SÁA eru ekki í stakk búnar
Starfsfólk Búnaðarbankans:
Finna verður aðra og betri
leið en að steypa saman Bún-
aðarbanka og Utvegsbanka
HÉR fer á eftir í heild ályktun,
sem samþykkt var á fundi starfs-
manna Búnaðarbankans 26. þ.m.
og greinargerð fyrir henni.
Ályktunin hefur verið afhent við-
skiptaráðherra og formönnum
þingflokka:
ÁLYKTUN
Fundur starfsmanna Búnaðar-
bankans haldinn 26. janúar 1987
lýsir harðri andstöðu sinni gegn
hugmyndum stjómvalda um sam-
einingfii Búnaðarbanka og Útvegs-
banka.
Fundurinn telur það mikla skamm-
sýni af stjórnvöldum að ætla að
leggja niður blómlegt og vel rekið
fyrirtæki og nota eigið fé til þess
að leysa vanda fyrirtækis sem kom-
ið er í þrot.
Starfsfólk Búnaðarbankans ótt-
ast að nýr banki, sem reistur væri
á grunni Búnaðarbanka og Útvegs-
banka, yrði veikari stofnun en
Búnaðarbankinn er í dag. Með því
er hagsmunum starfsfólks og við-
skiptamanna bankans stefnt í
hættu. Fundurinn leggur því
áherslu á að Búnaðarbankinn haldi
núverandi rekstrarformi svo að
hvorki komi til uppsagna starfsfólks
né að starfsöryggi þess sé ógnað á
annan hátt.
Þá bendir fundurinn á að í kjara-
samningum bankamanna eru skýr
ákvæði um að haft sé samráð við
starfsmannafélag og/eða SÍB ef um
skipulagsbreytingar banka sé að
ræða. Greina skal frá fyrirhuguðum
breytingum strax á byijunarstigi.
Starfsfólk Búnaðarbankans
skorar á stjómvöld að leita annara
leiða til að mæta vanda Útvegs-
bankans.
GREINARGERÐ
Búnaðarbankinn hefur eflst stöð-
ugt og áunnið sér þann sess í
þjóðfélaginu að vera talinn traustur
banki. Búnaðarbankinn hefur áunn-
ið sér traust viðskiptabanka sinna
erlendis þann tíma sem hann hefur
starfað sem gjaldeyrisbanki. Slíkt
traust byggist að hluta til á þeirri
staðreynd að Búnaðarbankinn hef-
ur ríkisábyrgð á bak við sig, én
ekki síður vegna stöðu bankans og
starfsfólks hans. En nú skal refsa
stjórnendum og starfsfólki bankans
fyrir vel unnin störf og skynsamleg-
an rekstur með því að leggja hann
niður.
í umræðunni um samruna Út-
vegsbanka, Iðanarbanka og Versl-
unarbanka kom fram að stjómvöld
hugðust leggja fram 900 milljónir
til styrktar Útvegsbankanum.
Reikna má með svipuðu framlagi
af ríkisins hálfu ef um sameiningu
Búnaðarbanka og Útvegsbanka
yrði að ræða. Miðað við þær upplýs-
ingar sem hafa komið fram er full
ástæða til að ætla að slík upphæð
nægi hvergi. Athyglisvert er að
skoða ummæli formanns bankaráðs
Verslunarbankans eftir að athugun
hafði farið fram á hugsanlegri sam-
einingu þessara þriggja banka, en
þar segir orðrétt: „Hins vegar var
það mat okkar á útistandandi
lánum Útvegsbankans og öðrum
veigamiklum atriðum þess eðlis
að útilokað var að leggja fjár-
muni hluthafa bankans, hags-
muni viðskiptamanna og
starfsfólks, í hættu með þátttöku
í fyrirhugaðri bankasamsteypu."
Það er umhugsunarvert að með
ráðagerðum stjómvalda um sam-
runa Búnaðarbanka og Útvegs-
banka hika þau ekki við að „hætta
hagsmunum viðskiptamanna og
starfsfólks" Búnaðarbankans.
Segja má að þessi staða hefði ekki
komið upp hefði Búnaðarbankinn
ekki verið jafnvel rekinn og raun
ber vitni. Það er harður kostur að
vera refsað fyrir það sem vel er
gert og í raun eru umræddar hug-
myndir stjómvalda vanhugsaðar.
í áliti bankamálanefndar frá
1973 segir: „Samruni bankastofn-
ana og einföldun fjármálakerfis-
ins er stefna sem framkvæma
verður með fullri gát og á hæfi-
lega löngum tima. í þessu efni
verður að eiga sér stað þróun
fremur en bylting, ef ekki eiga
að koma upp alvarleg vandræði
og andstaða, sem gera mundi
allar slíkar fyrirætlanir að engu.
:i