Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
45
Jóhann færir læknum og lyúkrunarkonum á Landspítalanum sínar bestu þakkir og segir kvartanir
yfir þessu fólki ekki eiga við neitt að styðjast.
Smákveðja á deild
11G á Landspítalanum
Ég, undirritaður, veiktist og
þurfti að leggjast inn á Landspítal-
ann í tvær vikur og mig langar að
senda deild 11G fáeinar kveðjur.
Ekki síst vegna þess að ég hef séð
það í blöðunum að bæði karlar og
konur hafa kvartað undan bæði
læknum og hjúkrunarkonum. Ég
hefði ekki getað tekið mér penna f
hönd núna hefði ég ekki átt þetta
góða fólk að.
Þá er ótalinn sá hópur fólks sem
á þessu hjúkrunarfólki lífbjörg að
þakka. A 11G eru ekki aðeins góð-
ir læknar og hjúkrunarkonur heldur
eru þetta snillingar og ég sendi
þeim öllum hjartans þakklæti fyrir
góða lækningu og þjónustu.
Ef kokkamir tæðu sig eins vel í
sínu starfi og læknamir þá væri
maturinn góður, en hann er mjög
lélegur. Einnig er kaffíbrauðið sem
sent er upp til stórskammar. Það
er aldrei neitt nema kex og kringl-
ur. Úr þessu verður að bæta og það hjúkrunarkvenna með hjartans
strax, bæði með matinn og brauðið. þakklæti.
Kærar kveðjur til lækna og Jóhann Þórólfsson
Varþað þágott?
A sunnudagskvöldið kom ég mér
fyrir fyrir framan sjónvarpið til að
fylgjast með er fjallað skyldi um
leikrit Nínu Bjarkar, í þættinum
Geisla, svo sem tilkynnt hafði verið
í dagskrá.
Ég hafði ekki séð þetta leikverk
og hugsaði því gott til glóðarinnar
að heyra hvað sagt yrði með og
mót og geta ef til vill komist að
einhverri niðurstöðu um, hverskon-
ar verk þetta væri og hvers ég hefði
farið á mis. En margt fer öðmvísi
en ætlað er.
Á skerminum birtist dálítill hale-
lújahópur, sem einróma lét í ljós
undmn sína yfír hinum vanþrosk-
uðu sálum, sem ekki kynnu að
meta slíkt ágætis verk. En ég var
jafn fávís eftir sem áður. Þó komst
ég helst að þeirri niðurstöðu, að
sjónvarpið ætlaðist til að hlustendur
tryðu því að þeim hefði verið fluttur
góður og hollur nýársboðskapur og
því óþarft að vera að draga inn í
þáttinn einhveijar óánægjuraddir,
sem hefðu getað mglað áheyrendur
í ríminu og kannski vakið hjá þeim
einhveijar neikvæðar hugrenning-
ar.
Hver ætlar að taka í
hnakkadrambið á Stöð 2?
Kæri Velvakandi
Fimmtudaginn 15. janúar horfði
ég á kvölddagskrá Stöðvar 2. Bar
það til tíðinda að auglýsingu var
skellt inn í miðjan sjónvarpsþátt og
var sú auglýsing með ensku tali. I
fyrsta lagi er bannað að ijúfa dag-
skrá eftir að hafín er sýning á
sjónvarpsþáttum og í öðm lagi
segja lög að íslenskur texti eigi
skilyrðislaust að fylgja ef mælt er
á erlendu máli.
Það em til skýr lög um þessi
mál og lögin vom gróflega brotin
í þessu tilfelli. Auglýst var L’Oreal-
hárlitarefni sem heildsala Rolf
Johansen og co. flytur inn.
Ég spyr, er enginn sem fylgist
með því að Iögunum sé framfylgt?
Hvemig má koma í veg fyrir að
þetta endurtaki sig? Sættir mennta-
málaráðherra sig við að lög sem
hann lætur setja séu virt að vett-
ugi? Hver ætlar að taka í hnakka-
drambið á stjómendum Stöðvar 2?
5776-5771
En auðvitað hlýtur sjónvarpið að
vita hvað hlustendum er fyrir bestu
og þessvegna bældi ég niður von-
brigði mín.
Eg komst líka fljótt í gott skap,
því næst á eftir kom viðtal við þijá
rithöfunda, Steinunni Sigurðardótt-
ur, Thor Vilhjálmsson og Guðrúnu
Helgadóttur. Ég komst ekki hjá því
að brosa að hinni óduldu sjálfs-
ánægju tveggja hinna fyrstnefndu
og málgleði þeirra um eigið ágæti.
Þetta gekk svo langt að Guðrún,
sem annars er vel máli farin, átti
í erfiðleikum með að fá tækifæri
til að svara spyijandanum, hafði
reyndar orð á því sjálf og ekki að
ástæðulausu.
Já, það getur margt skemmtilegt
og athyglisvert skeð í ríkissjón-'
varpinu.
Fossvogsbúi
„í dögg frá Edens aldinreinum“
Heiðraði Velvakandi.
í ævisögu sinni, Dægradvöl, seg-
ir Benedikt Sveinbjamarson
Gröndal frá þvf, að hann muni eftir
Páli skálda, er svo var nefndur,
„ógeðslegum og luralegum". Og á
öðmm stað segir, að Páll þessi hafi
eitt sinn haft það sér til dundurs,
að snúa einum af Passíusálmum
séra Hallgríms Péturssonar upp á
Lúsa-Finn.
Þessar frásagnir koma mér (
hug, er ég leiði hugann að nýárs-
leikriti sjónvarpsins. Þar var ástin
milli karls og konu, sem á að vera
hrein og helg, færð yfir á stig Páls
skálda: Frá sálmum Hallgríms yfir
á Lúsa-Finn. Nú er komin önnur
öld en var, þegar Þorsteinn Erlings-
son kvað:
í dögg frá Edens aldinreinum
sjást aldrei nema tveggja spor.
Þakka birtingu, kveðja.
Þorgerður Jónsdóttir
Félagsvist
kl. 9.00
Gömlu dansarnir
kl. 10.30
★ Hljómsveitin Tíglar
★ Miáasala opnarkl. 8.30
★ Góð kvöldverðlaun
★ Stuð og stemmning á Gúttógleði
S.G.T.
Templarahöllin
Eiriksgötu 5 - Sími 20010
Staður allra sem vilja skemmta sér án áfengis.
Kaupskip hf.
Innflytjendur athugið!
M.s. Combi Alfa lestartil íslands í Aveiro, Portúgal, 3.-5. febrúar,
í Rotterdam 10. febrúar og í Esbjerg 12. febrúar.
Næsta lestun: Aveiro i 10. viku
Rotterdam i 10. viku
Esbjerg i 11. viku
Nánari upplýsingar i sirna 96-27035
Kaupskip hf.
Strandgötu 53, Akureyri,
sími 27035
AUGLÝSINGASTOFAN mask