Morgunblaðið - 30.01.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
9
ÆT
UTSALA
Karlmannaföt kr. 4.495,-
Stakirjakkar kr. 3.995,-
Terelynebuxur kr. 850,- 995,-1.095,- og 1.395,-
Gallabuxur 750,- og 795,-
o.m.fl. ódýrt. Andrés
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22. SÍMI 18250.
GETRAUNIR
Getraunakerfi
Tölvuþjónusta
Greiðslukort
knattspyrnudeild
Framheimilinu.
Virkadaga 13—14
Föstudaga 17—19
Laugardaga 9—13.30
LOTTÓ
Stakir seðlar
Kerfisseðlar
S^34792°9 Leiðbeiningar á staðnum
^ssima
1 uóNusia
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
ÍSLENSKRA GETRAUNA
Hér eru leikirnir!
Lefklr 24. janúar 1987 1 X 2
1 Coventry - West Ham 2 Luton - Leícester 3 Man. Unlted - Arsenal
4 Norwich - Chelsea 5 Oxtord - Wallord 6 Q.P.R. - Southampton
7 Sheff Wed. - Charlton 8 Tottenham - Aston Vdla 9 Wlmbledon - Mar,. C.ty
—
10 Birmineham - Stoke 11 Grlmsby -Ipswich 12 Oldþsm - Derby
Hringdu strax!
688-322
föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardaga kl. 9.00-13.30
Stefna Ólafs
Ólafi R. Grímssyni hef-
ur tekist að ná heims-
frægð meðal ákveðinna
liópa, sem tengjast um;
ræðum um heimsfrið. 1
störfum á alþjóðavett-
vangi hefur Ólafi tekist
frábærlega vel að draga
upp glæsilega mynd af
samtökum þingmanna,
sem fáum er ljóst, að
hvaða markmiðum
starfa. Þau eru fræg hér
á landi fyrir fundi sex
þjóðarleiðtoga úr fimm
heimsálfum. Ólafi er
ljóst, að hinn ytri umbún-
aður skiptir síst minna
máli en það, sem að baki
býr. Hefur hann nú valið
glæsilegar umbúðir til að
halda Alþýðubandalag-
inu á Reykjanesi á loft.
Blasa þær við lesendum
Þjóðviljans í heilsíðu
auglýsingum dag eftir
dag til að minna á fram-
boðslistann í Reykjanes-
Sördæmi, þar sem
lafur skipar annað sæti.
Eins og menn muna
ef til vill ákvað Ólafur
R. Grímsson að fara í
framboð í Reykjanes-
kjördæmi af þvi að hann
fann, að ekki var byr
fyrir hann i Reykjavík.
En þetta var ekki hið
eina, sem olli ákvörðun
Ólafs. Hann sá sér jafn-
framt þann leik á borði,
að á Reykjanesi gæti
hann notið sín án fyrir-
mæla frá Svavari Gests-
syni og fylgismönnum
hans, sem hafa tögl og
hagldir innan Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavik.
Ólafur ályktaði sem svo,
að hann gæti notað að-
stöðu sina á Reykjanesi
til að sýna fram á yfir-
burði sina á áróðursvett-
vangi og i skipulagsstörf-
um. Honum var kapps-
mál að sýna í verki, að
undir forystu Svavars
Gestssonar væri beitt úr-
eltum og gamaldags
vinnubrögðum í barátt-
unni við aðra flokka. Vill
Ólafur geta sýnt, að hann
sem formaður fram-
kvæmdastjómar flokks-
ins hafi ekki fengið að
njóta sin sem skyldi fyrir
ofriki Svavars og sam-
heija hans.
Þessi áform Ólafs R.
Grimssonar hafa gengið
KYNNINGAR
Hinn nýi stíll
Enginn sem lítur í Þjóðviljann kemst hjá því að taka eftir auglýs-
ingum Alþýðubandalagsins á Reykjanesi. Að vísu kunna ýmsir
að álíta að óathuguðu máli, að ekki sé verið að kynna frambjóð-
endur Alþýðubandalagsins á Reykjanesi heldur auglýsa glæsi-
fatnað eða kynna tískubúð. í Staksteinum er litið á þennan nýja
stíl hjá Alþýðubandalaginu á Reykjanesi í Ijósi stærra sam-
hengis og í tengslum við innanflokksátök í Alþýðubandalaginu.
eftir eins og hinar flenni-
stóru auglýsingar í
Þjóðviljanum sýna. Hann
hefur náð forskoti í inn-
anflokksátökunum; aug-
lýsingamar í flokksmál-
gagninu em ekki aðeins
áskortm til kjósenda, þær
em ögrun við Svavar
Gestsson og þau öfl, sem
Ólafur R. Grímsson telur
andstæð sér í Alþýðu-
bandalaginu. Er engu
líkara en Alþýðubanda-
lagið á Reykjanesi sé
orðið að sérstökum
flokki.
Vandræði
Svavars
Svavar Gestsson er að
ljúka ferli sinum sem
formaður Alþýðubanda-
lagsins. Hann á ekki
aðeins undir högg að
sækja inn á við í flokkn-
um heldur einnig út á
við. Má segja, að ekki
hafi beinlínis andað hlýju
til Svavars, þegar hann
svaraði hlustendum
Bylgjunnar i síina á mið-
vikudagskvöldið. Menn
miimtu hann á óráðsíuna,
þegar Alþýðubandalagið
var síðast í stjóra, vand-
ræði húsbyggjenda eftir
að Svavar var félags-
málaráðherra og and-
stöðu Svavars og flokks
Iians við afnám einka-
réttar rikisins á útvarpi.
Svavar viðurkenndi að í
útvarpsmálum hefði
hann gert mistök.
Þá var Svavar spurður
um auglýsingaherferð
Alþýðubandalagsins á
Reylganesi. Fór flokks-
formaðurinn viðurkenn-
ingarorðum um dugnað
Ólafs R. Grimssonar en
bætti við, að Alþýðu-
bandalagið væri „tregt"
til að „stiga tryllta" popp-
pólitík og það væri einnig
„tregt til að kasta sér út
i Ámundastíl" í pólitisk-
um slag. Með orðinu
„Amundastill“ visar
Svavar til baráttuað-
ferða Jóns Baldvins
Hannibalssonar. Hefur
réttilega verið vakið máls
á því, að Ólafur R.
Grímsson fetar mjög i
spor Amunda með aug-
lýsingum sínum. Orð
Svavars bentu eindregið
til þess, að hann væri
siður en svo kampakátur
yfir auglýsingum Ólafs,
þótt hann léti sig hafa
það eins og jafnan áður
að hrósa Óláfi f sama
mund og hann sendi hon-
um „pilluna".
Um það hafa verið rit-
aðar lærðar stjómmála-
greinar í Þjóðviljann, að
af klæðaburði fólks megi
ráða stjómmálaskoðanir
þess. Hefur sú skoðun átt
miklu fylgi að fagna ■
blaðinu til þessa, að
klæðaburður eins og sá,
sem kynntur er í auglýs-
ingum Alþýðubandalags-
ins á Reykjanesi, stingi í
stúf við grundvallar-
stefnu flokksins og
samrýmist ekki hinni
réttu lifsskoðun flokks-
rnanna. Engir vom
hneykslaðri á sinum tima
en Þjóðviljamenn, að út
skyldi gefið tímarit undir
heitinu Lúxus hér á landi;
nafngiftin ein var talin
nægja til að ritið væri
óalandi og ófeijandi.
Auglýsingar Alþýðu-
bandalagsins á Reykja-
nesi em i lúxus-stil — þær
eiga að skapa sömu
imynd hjá hinum al-
menna „neytanda" og
nafngiftin Lúxus á tíma-
ritinu forðum daga. Segi
menn svo að flokkar geti
ekki forframast!
Blaðburóarfólk
óskast!
AUSTURBÆR VESTURBÆR
Þingholtsstræti o.fl. Einarsnes
Laugavegur frá 32-80 Aragata o.fl.
Hverfisgata frá 4-62 o.fl.
Afmæliskveðja til Gylfa Þ. Gíslasonar
í tilefni af sjötugsafmæli Gylfa Þ. Gíslasonar 7. febrúar nk. verður
gefið út afmælisrit með úrvali úr verkum hans. Nöfn áskrifenda að
verkinu verða birt í sérstakri skrá fremst í bókinni (Tabula gratulator-
ia). Ósk um áskrift þarf að hafa borist Almenna bókafélaginu fyrir
næstkomandi mánudag. Almenna bókafélagið,
Austurstræti 18,
sími 25544.
Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að bók Gylfa Þ. Gíslasonar HAG-
SÆLD, TÍMI OG HAMINGJA og pantar hér með-----eintök. Verð til áskrifenda
er 1.950.- krónur.
Nafn: ____________________________________ Nafnnúmer: ______________
Heimilisfang: --.— ----------------------------- Sími: -------------
Greiðslumáti:
□ Ávfsun
□ Vísa nr.--------------------------Gildistími_____________________
□ Eurocard nr_______________________Gildistimi_____________________
Undirskrift