Morgunblaðið - 05.02.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 05.02.1987, Síða 28
28______ Bretland MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 Stjórnin neitar afskiptum af lögregluaðgerðunum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. I sérstökum umræðum í neðri málstofu breska þingsins sl. þriðjudag neituðu forsætisráð- herrann, Margaret Thatcher, og innanríkisráðherrann, Douglas Hurd, að hafa fyrirskipað að- gerðir lögreglunnar gegn BBC eða komið nálægt þeim að öðru leyti. Stjórnarandstaðan sakaði stjórnina um vanhæfni, hefndar- hug og valdafíkn. Mikill órói var í þinginu og leiðtogarnir mjög æstir. Douglas Hurd sagði í einhverjum áköfustu umræðum á þessu þingi, að enginn ráðherra hefði reynt að hafa áhrif á rannsóknina og enginn þeirra hefði vitað fyrirfram um að- gerðir lögreglunnar gegn BBC. Hann sagði, að stjómarandstaðan hefði ekki nein rök eða gögn, sem sýndu fram á afskipti forsætisráð- herrans. Hann upplýsti, að haft hefði verið samband við Alan Prot- heroe, aðstoðarútvarpsstjóra BBC, og hann spurður, hvort hann væri reiðubúinn að afhenda spólumar með þáttunum fimm í þáttaröðinni „Secret Society", sem deilan stend- ur um. Protheroe neitaði að gera það vegna hugsanlegra brota á höfundarrétti og ráðlagði lögregl- unni að leita til dómstóla. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sakaði Thatcher um að bijóta niður lög og reglur í landinu og virðingu fyrir lögregl- unni með því að siga henni á BBC. „Af hveiju er hún ekki nógu stór í sniðum til að viðurkenna, að hún er að reyna að dylja eigin vanhæfni með þessu óréttlæti?“ bætti hann við. Thatcher svaraði því til, að Kinnock hefði fallist á, að hér væri um þjóðaröryggi að ræða og þess vegna ætti hann líka að skilja, að lögreglunni væri heimilt að grafast fyrir um það, hvemig upplýsingum hefði verið lekið til fréttamanna. Þess í stað réðist hann enn einu „sinni á mannorð lögreglunnar. Tillaga stjómarandstöðunnar um vítur á stjórnina vegna meðferðar þessa máls var felld 351 atkvæði gegn 220. Bretland: Göng undir Erma- NEÐRI málstofa breska þingsins samþykkti í gær frumvarp um að leggja göng undir Ermasund. Frumvarpið verður nú tekið til umfjöllunar í lávarðadeildinni. Fmmvarpið var samþykkt með 94 atkvæðum atkvæðum gegn 22. David Mitchell aðstoðarsamgöngu- ráðherra fagnaði þessum úrslitum og sagði andstæðinga fmmvarpsins vera „lítilla sæva, lítilla sanda“. Sagði hann göngin vera metnaðar- fyllstu mannvirkjasmíði í sögu Evrópu. Fyrirtækið „Eurotunnel", sem er í eigu breskra og franskra aðilja, hyggst he§a sölu á hlutabréfum til almennings fyrir 750 milljónir sterl- ingspunda í júlímánuði. Fullbúin munu göngin kosta 2,3 milljarða punda og áætlar fyrirtækið að verk- inu verði lokið árið 1993. Ekki em allir á eitt sáttir um ágæti þeirra. Umhverfisvemdar- sinnar telja að smíði þeirra muni valda hinum mestu náttúmspjöllum og er talið að sjónarmið þeirra njóti nokkurs fylgis í lávarðadeildinni. Er því spáð hörðum deilum þegar fmmvarpið kemur til afgreiðslu. Að auki munu göngin hafa í för með sér tekjumissi fyrir íbúa í Suð- ur-Englandi þar eð margir þeirra hafa haft atvinnu af feijusam- göngum yfir Ermasund. Ríkis- stjómin telur á hinn bóginn að göngin muni reynast lyftistöng fyr- ir efnahagslífíð. Thatcher forsætis- ráðherra hefur lýst því yfir að göngin verði ekki byggð fyrir opin- bert fé heldur verði „Eurotunnel" að afla peninganna af eigin ramm- leik. Þær raddir hafa heyrst að þetta verkefni muni reynast fyrir- tækinu ofviða þar eð peningamenn í London hafa sýnt því takmarkaðan áhuga. NlDlSlV N|U N I N og félagar í 15 stórhljómsveit m.a. þeir Davi holomew, Hert esty, Lee Allen hinir. BROADWAY Ath. Nú er hver síðastur til að sjá súperstjörnuna DOMING í Broadway í kvöld. Ath. Uppselt í mat á laugardag og kappinn fer heim á sunnudag. fats og félagar slógo ^ mál manna að aldrei fyrr svo sannarlega í gegn í skemmti.egir og þá. Fats og fólag- hafi tónleikar á Island, venöjafn fjorug 9 koma þe.r aftur. ar tóku miklu ástfóstn við land og þ)QO ó______ Fats Domino á Suðurnesjum __bunlHuerður: Miða .., __ Giæsileaur kvöldverður: ts Domino og hljómsveit han Rækjukokteill jnu halda hljómleika i Stapa, Gijáðurhamborgarhryggur arðvík, föstudaginn 6. februar. Sérfy triffié Miða- og borða- pantanir daglega í Stapa kl. 19—21 ísíma 92-2526 BCmiDWAy Reuter Símavandræði Mikið fannfergi í New-Hampshire-fylki í Bandaríkjunum hefur bakað íbúum þar ýmis vandræði. Meg Bradley frá bænum Con- cord hefur víst sjaldan þurft að leggja á sig aðrar eins teygjur til að hringja i síma og þegar hún fór i símaklefa á götu um helgina. Kóreska þotan sem Rússar skutu niður: Flugfélagið dæmt til að borga bætur Seoul, Reuter. DÓMSTÓLL í Suður-Kóreu dæmdi flugfélagið Korean Air Lines (KAL) á þriðjudag til að greiða ættingjum eins þeirra 269 manna, sem fórust er sovézk orrustuþota skaut þotu félagsins niður, skaðabætur. KAL var dæmt til að greiða ætt- ingjum háskólaprófessorsins Oh Jong-ju 56.000 dollara bætur. Krafa ættingjanna hljóðaði upp á 222 milljónir dollara. Dómstóllinn tók bótakröfuna til greina en féllst ekki á upphæðina. Fjölskyldur þeirra, sem fórust með þotunni, sem Sovétmenn skutu niður 1. september 1983, standa í málaferlum heima og erlendis. Sov- étmenn hafa neitað að greiða skaðabætur og hafa þeir haldið því fram að þotan, sem var af gerðinni Boeing-747, hafi verið í njósnaflugi fyrir Bandaríkjamenn. Hún var á leið frá Alaska til Seoul og var skotin niður yfir Sakhalineyju er hún villtist útaf venjulegri flugleið. Flutningabílnum var ekið yfir á ranga akbraut og beint framan á áætlunarbifreiðina. Danska vörubílstjóranum haldið í Júgóslavíu Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. STJÓRNVÖLD í Júgóslaviu hafa danska langflutningabílsins, sem lagt bann við því, að bílstjóra lenti í árekstri við áætlunarbif-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.