Morgunblaðið - 05.02.1987, Síða 33

Morgunblaðið - 05.02.1987, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 33 Fyrirspurnir á Alþingi: Er verið að breyta starfi Aðalverktaka? Margs konar starfsemi fer fram á Reykjavíkurflugvelli, auk þjónustu við áætlunarflug um landið, m.a. flugskólar, og aðstaða fyrir einkaflug. Myndin er frá athafnasvæði Flugskóla Helga Jónssonar. Flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda: Stefnt að betri aðstöðu og auknu öryggi í innanlandsflugi - segir Matthías Bjarnason, samgönguráðherra Matthías Bjarnason, sam- gönguráðherra, mælti í gær í efri deild fyrir frumvarpi til laga um flugmálaáætlun [áætlun um framkvæmdir við flugbrautir, öryggistæki, tækjageymslur, flugskýli og flugstöðvar] og fjár- öflun til framkvæmda í flugmál- um. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Alþingi samþykki flugmálaá- ætlun (þingsályktun) til fjögurra ára, sem þó skal endurskoðuð eftir tvö ár. Verkefnum skal skipt í eftirtalda flokka: áætlun- arflugvellir I (flugvellir með 1800 m. flugbraut eða lengri), áætlunarflugvellir II (1200-1800 m. flugrein), áætlunarflugvellir III (800-1200 m.), aðrir flugvellir (styttri en 800 m.), flugleiðsögn og flugumferðarþjónusta (tæki og aðstaða til flugleiðsögu og flugumferðarstjórnar) - og önn- ur flugmálastarfsemi. Nefnd, sem ráðherra skipaði til að vinna að tillögugerð um framkvædir í flugmálum, telur að farþegum um flugvelli innanlands fjögli um rúm hundrað þúsund á tímabilinu 1985-1995, það er um 17% og í um 730 þúsund farþega. Ráðherra sagði að nefndin hafi gert áætlun um framkvæmdir á tíu ára tímabili og röðun framkvæmda. Áætlaður kostnaður er rúmar 2.000 m.kr. Nefndin tekur fram að þrjú verkefni geti verið svo stór í sniðum og mikilvæg af hagkvæmnis- eða öryggisástæðum, að þau falli ekki inn í röðun hennar. Nefnir hún flug- stöð í Reykjavík, flugbraut á Egilsstöðum og endurnýjun malbiks á flugbrautum í Reykjavík. Þessi verkefni eru tekin út sem „sérverk- efni“ í áætluninni. Gerð varaflug- vallar fyrir millilandaflug og endurbót á flugstjórnarmiðstöð eru ekki með í kostnaðarútreikningi nefndarinnar. Ráðherra sagði frumvarpið skipt- ast í tvo meginkafla. Sá fyrri fjalli um flugmálaáætlun en hinn síðari um fjáröflun til framkvæmdanna. Fjáröflum samkvaémt frumvarpinu verður með tvennum hætti: 1) Með tekjum af eldsneytis- og flugvalla- gjaldi, 2) Með framlagi úr ríkissjóði. Frumvarpið færir á einn stað ákvæði úr gjaldskrá fyrir afnot flugvalla og meginmál laga nr. 8/1976 um flugvallagjald með áorðnum breytingum. Ekki er á þessu stigi gert ráð fyrir hækkun eldsneytisgjalds eða flugvallar- gjalds í millilandaflugi. Frumvarpið gerir hinsvegar ráð fyrir því að flug- vallargjald innaanlands hækki úr kr. 18,- í kr. 100,-. Eldsneytisgjald verður innheimt á öllum flugvöllum landsins (eins og nú er það ekki innheimt á Keflavíkurflugvelli). Áætlunarflug milli Islands og N- Ameríku verður þó undanþegið gjaldinu. Ráðherra sagði orðrétt: „Frumvarpið er skýrt or skorin- ort. Tilgangur framlagningar þess er auðsær og að baki því liggur mikil vinna eljusamra manna, vinna, sem glöggt má virða og meta með lestri skýrslu þeirrar, sem frumvarpinu fylgir“. Stefnt er að því að bæta verulega aðstöðu og öryggi í innanlandsflugi. KARL Steinar Guðnason (A.-Rn.) hefur beint nokkrum spuming- um til utanríkisráðherra um verktakastarfsemi á Keflavíkur- flugvelli. Karl Steinar spyr, hvort ráðherra sé að beita sér fyrir verulegum breytingum á starfsháttum Is- lenskra aðalverktaka á flugvellin- um. Ef svo er, vill hann vita, hvaða breytingar hér eru á ferðinni. Þá spyr þingmaðurinn, hvort utanríkis- ráðherra muni tryggja starfsöryggi verkafólks, sem starfað hafi hjá íslenskum aðalverktökum eða, hvort það megi búast við uppsögn- um og atvinnuleysi í framhaldi af hugsanlegum breytingum. Karl Steinar spyr ennfremur, hvort ráðherra muni tryggja for- gang Suðumesjamanna til verktöku á heimaslóð eða, hvort stórfyrir- tækjum í Reykjavík verði falið að annast þau mál. Loks spyr þing- maðurinn, hvort það sé Verktaka- samband íslands sem sé að undirbúa hugsanlegar breytingar í samráði við utanríkisráðherra. Kristín S. Kvaran (S.-Rn.) hefur beint nokkmm spumingum til GUNNAR G. Schram (S.-Rn.), Pét- ur Sigurðsson (S.-Rvk.) og Eyjólf- ur Konráð Jónsson (S.-Nv.) hafa lagt fram á Alþingi tillögu, þar sem skorað er á ríkisstjórnina , að efna til ráðstefnu hér á landi um varnir gegn mengun við ísland og annars staðar í Norðaustur- Atiantshafi. Þingmennimir vilja, að á ráðstefn- unni verði sérstaklega fjallað um þá hættu, sem fiskstofnunum á þessu svæði er búin af völdum mengunar. Þeir vilja, að til ráðstefnunnar verði boðið fulltrúum allra þeirra ríkja, sem hlut eiga að máli og alþjóðastofnana, sem um þessi mál fjalla. I greinargerð tillögunnar er bent á, að mengun hafi farið mjög vax- andi á mörgum svæðum í Norðaust- ur-Atlantshafí. „Er nú svo komið, að slík mengun hefur þegar haft alvar- dómsmálaráðherra um fangelsis- mál. M.a. spyr þingmaðurinn, hver hafi verið heildarkostnaður ríkis- sjóðs við fangelsismál árin 1983-1985 og hvemig sá kostnaður skiptist. Þá er spurt, hve margir voru í fangelsum landsins á þessu tímabili og, hvort þörf sé á fleiri vistunarrýmum. Þá hafa þingmennirnir Sturla Böðvarsson (S.-Vl.) og Valdimar Indriðason (S.-Vl.) beint tveimur spumingum til sjávarútvegsráð- herra. Spurt er: 1) Hvað líður störfum kúfisknefndar? 2) Liggja fyrir niðurstöður nefndarinnar um markaðsmál, veiðar og vinnslu á kúfiski? _ AIMACI leg áhrif á vöxt og viðgang flskistofn- anna á þessum slóðum þannig að sums staðar horfír til algerrar ör- deyðu. Mengun og ofveiði hefur þegar haft veruleg áhrif á fískistofnana í Norðursjó með þeim afleiðingum að gripið hefur verið til þeirra ráðstafana að minnka veiðiheimildir á ýsustofn- inum þar um 37% og veiðiheimildir í þorskstofninn um 26%. Þá er al- kunna að selastofnamir í Eystrasalti og ýmsir fískstofnar eru í verulegri útrýmingarhættu vegna mengunar," segir orðrétt í greinargerðinni. Þingmennimir benda á, að þótt mengun hafsins sé mun minni eftir því sem norðar drégur sé þó ljóst, að hætta sé á vaxandi mengun innan efnahagslögsögu íslands, ef ekkert verði að gert. Það sýni þróunin í Norðursjó og Eystrasalti svo ekki verði um villst. Vilja ráðstefnu um mengunarvarnir Stjórnarfumvarp til vaxtalaga: Viðhaldið takmörkuðu vaxtafrelsi Lagaheimildir treystar og samræmdar í gær var lagt fram á Aiþingi stjórnarfrumvarp til vaxtalaga. Frumvarpið er í fimm köflum, sem fjalla um gildissvið, almenna vexti (samingsvexti), dráttar- vexti (vanskilavexti), refsiákvæði um okur, gildistöku, brottfallin lög og bráðabirgðaráðstafanir. „Eru m.a. gerðar ráðstafanir til þess, að öll opinber mál, sem höfðuð hafa verið til refsingar fyrir okur en ekki hafa hlotið endanlegan dóm fyrir gidlistöku þessara laga, verði rekin áfram fyrir dómstólum og hljóti þar efnisdóm, þrátt fyrir 2. málgrein almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Almennir vextir Þegar samið er um vexti af fjárkröfu en ekki tiltekin fjárhæð þeirra, „skulu vextir vera jafnháir vengu meðatali vaxta af almennum óbundnum sparisjóðsreikingum hjá viðskiptabönkum..." á þeim tíma, sem til skuldar var stofnað. Sé samið um breytilega vexti í samræmi við hæstu lögleyfða vexti eða hæstu vexti á markaði „skal miða við hæstu gildandi vexti af hliðstæðum lánum hjá viðskipta- bönkum...“. Kröfur um skaðabætur skulu bera vexti frá og með þeim degi, er hið bótaskylda atvik átti sér stað, og „skulu þeir nema vegnu meðal- tali vaxta af almennum óbundnum sparisjóðsreikningum hjá viðskipta- bönkum..." á þeim tíma er atvikið átti sér stað. Viðskiptabönkum ber án tafar að tilkynna Seðlabanka um öll vax- takjör og breytingar á þeim í því íormi er krafíst verður. Seðlabanki skal fyrir lok mánaðar birta í Lög- birtingarblaði í aðgengilegu formi öll almenn vaxtakjör hvers við- skiptabanka og sparisjóðanna sameiginlega svo og vegið meðatal þeirra. Dráttarvextir Dráttarvextir af fjárkröfum í íslenzkum gjaldmiðli skulu ákveðnir af Seðlabanka íslands sem ársvext- ir „með þeim hætti, að hlutfallið milli dráttarvaxta, að viðbættri tölunni 100, og ávöxtunar nýrra almennra útlána samkvæmt 2. málsgrein þessarar greinar, að við- bættri tölunni 100, sé á bilinu 1,05 til 1,10. Seðlabanki íslands skal mánað- arlega reikna vegið maðaltal ársvöxtunar á nýjum almennum útlánum hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum og birta meðaltal þetta í Lögbirtingarblaði ásamt dráttar- vöxtum, samkvæmt 1. mgr. og skulu þeir dráttarvextir gilda næsta mánuðinn, eða unz næsta tilkynn- ing er birt í Lögbirtingarblaði. Viðskiptaráðherra setur, að feng- um tillögum Seðlabanka íslands, nánari reglur um grundvöll og út- reikning meðalávöxtunar og drátt- arvaxta, samkvæmt grein þess- ari...“ Dráttarvextir af löglegum íjár- kröfum í erlendum gjaldmiðlum skulu ákveðnir af Seðlabanka ís- lands sem ársvextir „með þeim hætti, að hlutfallið milli dráttar- vaxta, að viðbættri tölunni 100, og meðalvaxta viðkomandi gjaldmiðils á innlendum gjaldeyrisreikingum í viðskiptabönkum og spari sjóðum, að viðbættri tölunni 100, sé á bilun 1,05 til 1,10“. Þá er kveðið á í frumvarpinu að áfallnir dráttarvextir skuli lagðir við höfuðstól skuldar og nýir drátt- arvextir reiknaðir af samanlagri Qárhæð, ef vanskil standa lengur en 12 mánuði. Aldrei skal reikna slíka vaxtavexti oftar en á 12 mán- aða fresti. Ákvæði til bráðabirgða Ákvæði til bráðabirgða eru þijú: I:Refsiákvæði 2. málsgreinar 6. greinar laga nr. 58/1960, um bann við okri, dráttarvexti o.fl., skal halda gildu sínu um þau opinber mál, sem ríkissaksóknari hefur höfðað til refsingar samkvæmt ákvæði þessu og ekki hafa hlotið fullnaðardóm við gildistöku laga þessara. II: Nú segir í lánssamningi, gerð- um fyrir gildistöku laga þessara, að við vanskil reiknist hæstu lög- leyfðu dráttarvextir, eins og þeir eru á hveijum tíma, og skulu þá dráttarvextir þessir fara eftir 10. gr. laga þessara. - Komi fram í lánssamningi um verðtryggt lán, gerðum fyrir gildistöku laga þess- ara, að verðtrygging skuli haldast, ef greiðsludráttur verður, skal regla 16. greinar laga þessara gilda allt að einu um lánssamning þennan („Þegar greiða skal dráttarvexti samkvæmt lögum þessum, skulu almennir vextir, verðbætur eða ann- að umsamið álag falla niður“). III: Nu segir í lánssamningi, gerðum fyrir gildistöku laga þess- ara, að vextir af láni fram af gjalddaga skuli vera breytilegir í samræmi við hæstu lögleyfða vexti á hveijum tíma, og skulu þá vextir af þessum lánum eftir gildistöku laganna verða jafnháir vegnu með- altali vaxta af hliðstæðum lánum hjá viðskiptabönkum og sparisjóð- um, eins og þeir eru á hveijum tíma. Forsendur frumvarps- ins í greinargerð með frumvarpinu segir að það taki mið af eftirfar- andi forsendum: (1) AÐ viðhalda því takmarkaða vaxtafrelsi, sem íslendingar búa nú við eftir þróun síðustu ára til aukins vaxtafrelsins. (2) AÐ treysta og samræma lagaheimildir um ákvörðun vaxta, refsiábyrgð og viðurlög við okri. (3) AÐ tryggja upplýsingar um öll almenn vaxtakjör hjá viðskipta- bönkum og sparisjópum og reglu- lega birtingu þeirra í Lögbirtingar- blaði á sem aðgengilegastan hátt. (4) AÐ gera vaxtareglur þannig úr garði, að þær verði einfaldari og meðfærilegri í framkvæmd en gildandi reglur, m.a. í dómsmálum. (5) AÐ tryggja efnisleg málalok í þeim okurmálum, sem enh eru til meðferðar fyrir dómstólum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.