Morgunblaðið - 05.02.1987, Page 44

Morgunblaðið - 05.02.1987, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 Erfiðasta spor kristindómsins Þegar hin kristna lífsskoðun náði tökum hér á Norðurlöndum var hefndin heilög skylda. Þá varð að ganga jafnvel út í opinn dauðann til þess að hefna fyrir sig, ættingja sína og vini, ef heiður þeirra virtist krenktur eða þeim gjört rangt til. Sama gilti um eigin móðganir og lítilsvirðingu. Alls skyldi hefnt og þannig hreinsað til, og var talið drengilegt. En frá mannlegu sjónarmiði séð var þetta ekki mjög erfitt, þótt það gæti verið svo. Hefnd er að eðli til sæt, eins þótt fara þurfi um hálfan eða allan heim- inn til að hefna sín. Blóðhefnd var bókstaflega í blóð runnin um þúsundir ára hjá mann- kyni jarðar, hundruð ættliða frá því mannsvitund vaknaði til mats á eigin hag, áliti og sjálfsvirðingu. Það er því vart hugsanleg meiri bylting í hugsunarhætti, þjóðháttum og menningu en boð kristins dóms um skilyrðislausa fyrirgefningu, þar sem hefndarhugur mátti hvergi nærri koma, hvað þá hefnd í fram- kvæmd. „Elskið óvini yðar“, var eitt fyrsta og æðsta boð Jesú, meistarans mikla frá Nazaret. Það er að segja: Komið fram við óvini, sem vinir væru. Og hann bætti við: „Biðjið fyrir þeim, sem ofsækja ykkur." Og hann sagði meira: „Slái einhver þig á hægri vanga, þá snúðu einnig hinum vinstri að honum. Þú skalt ekki rísa gegn mein- gjörðamanninum." Þetta voru erfíðar lífsreglur. Erfið- ustu spor æðstu hugsjónastefnu heims, kristninnar. Enda má segja, að enn sé mannkynið stutt komið á þessum vegum. Ennþá fáum við öll að læra, ekki utan að í orðum, því það er lítils virði, heldur í verki og sannleika hveija stund alla okkar ævidaga. Sumum finnst þetta líka fjarstæða, jafnvel hræðileg heimska. Þannig verði hið góða einskisvirt og vonzkan sett á valdastól. En samt getur enginn sannað þessi mótmæli, þar eð slík tilraun með fullkomna fyrirgefningu og bróðurhug hefur ekki ennþá verið framkvæmd til hlítar. Það er heldur ekki þar með sagt, að við eigum að slá undan fyr- ir hinu illa, sem við erum beitt. Páll postuli, sem flestum öðrum fremur skildi Jesú, boðskap hans og hugsjónir, segir: „Lát ekki hið illa yfirbuga þig, heldur sigra þú hið illa með góðu.“ Þama er leiðin skýrt afmörkuð. Þama er leiðin skýrt afmörkuð. Og þeir tiltölulega fáu einstaklingar og enn færri samfélög eða þjóðir, sem hafa prófað þessa æðstu og erfiðu aðferð kristins dóms í framkvæmd hafa svo sannarlega ekki tapað á því, hvorki efnislega né menningar- lega. Það mætti vafalaust sanna þetta með sögulegum staðreyndum. En til þess þyrfti heilar bækur. Spyija mætti: Var það ekki þrátt fyrir allt vorblær þessarar hugsjónar kærleik- ans, þessi hækkandi vorsól bræðra- lagsins, sem sigraði að vissu leyti rómverska ríkið, sem áður var eitt sterkasta og voldugasta veldi hem- aðar og hefnda mannkynssögunnar. Lítum þá nær og höidum okkur að hinu smáa í hversdagslegu lífi, sem verður ávallt sannasta og mark- tækasta efni til lærdóms. Mér kemur þá í hug dönsk vísa, sem ég hef aldr- ei séð á íslensku, þótt furðulegt megi teljast. Hún er á þessa leið: „Hvem du din fjende kalde ter, og altid skyr med grund, er ikke den som ondt dig gor, men den, som gor dig ond.“ Að efni til mundi hún þýða: „Sá, sem þú gætir nefnt í sannleika óvin þinn, og hefur alltaf ástæðu til að óttast, er ekld sá, sem gjörir þér illt, heldur sá sem gerir þig vondan — gerir þig að illmenni." Við þurfum ekki að kafa djúpt á bmnni vizkunnar til að komast að raun um, að jafnvel svonefndir vin- ir geta gert mann að verri og ómerkilegri manni og orðið þannig raunverulegir óvinir. Hins vegar getur það oft gerzt, að sumir svonefndir óvinir hafa orðið dýrmætir vinir óðar en varir, einmitt ef við sýnum þeim góðvild og skilning, gerum þeim greiða, launum illt með góðu. Eitt er ekki síður staðreynd, að sú aðferð gerir okkur sjálf, sem reynum hana í framkvæmd, aldrei að verri manneskjum. Aðferð Jesú, sem birtist bezt viðvíkjandi kvölurum og ofsælq'end- um, hefur ekki enn náð tökum né orðið tízka, jafnvel ekki í kirkju hans og hjá fylgjendum hans. Þess vegna eru margar „kristnar þjóðir" engin fyrirmynd á þessu sviði. Og þess vegna stendur veröldin öli á hengiflugi eyðingar, hinni mestu hættu af manna völdum, sem saga heimsins öll kann frá að greina. En fyrstu fylgjendur Jesú, hinir persónulegu vinir hans og aðdáend- ur, virtust hversdagslegt fólk rétt eins og við erum í dag, en gátu þó helgað sig þessari meginhugsjón elskunnar í kenningum hans. Þeir lögðu, ef svo mætti segja, sem hin- ir fyrstu kristnu menn, til orrustu við eitt helzta, stærsta og magnað- asta herveldi heims, rómverska ríkið án allra vopna. Aðeins með drenglund og dáðir hins fyrirgef- andi kærleika í hjörtum, hugum og höndum. Það varð sigrandi afl, sem hvorki varð bugað né til reiði reitt með ofsóknum, pyntingum né fyrir- litningu. Enginn kann frá því að greina, að nokkur þeirra hafi hefnt sín eða slegið þann er sló þá. Þeir virtust reiðubúnir að láta líf sitt fyrir þá hugsjón meistara síns að kenna öðrum að fyrirgefa. Og hvað varð? Þeir lögðu nær óafvitandi her- veldið mikla að fótum sér, á vald sinnar fjarstæðu hugsjónar friðar og frelsis. En því miður varð sigurinn, vald- ið, þeim verri og meiri hætta en ofsóknir og hættur höfðu verið áð- ur. Þessi sigur og valdið f höndum gat gjört þá vonda, stolta og steig- urláta. Það höfðu óvinimir, hermenn og valdhafar, ekki getað gjört. Þeir gjörðu þeim illt, en sá vandi og voði jók þeim vizku og kraft. Sama gjörðist síðar á öðrum slóð- um, þegar kristnin lagði undir sig Norðurlönd. Víkingamir lutu í lægra haldi með allan sinn ofstopa og yfirgang. Meira að segja á svo heilagan hátt, að vart munu nú í veröld allri kristnar þjóðir, sem bet- ur hafa lært boðin um fyrirgefn- ingu, góðvild og bræðralag, en niðjar þeirra nú. Þótt margt sé ólært ennþá. En á ofurveldi hins illa: Haturs, valds, hefnda og hermdarverka vinnur ekkert nema hljóðlátt afl hins góða, Ifkt og vorgeislar á vetr- arríki. Auðvitað er hugsanlegt að góð- vild og hljóðlát andstaða eins og Við vöndum til veislunnar Tökum að okkur aö annast fermingar og brúðkaups- veislur, árshátíðir, þorrablót og hvers kyns annan mannfagnað. Utvegum vistlega og skemmtilega sali eða sendum í heimahús, eftir því sem óskað er. VEITINGAIÍÚSIÐ sýnd hefur verið af hinum beztu fylgjendum Jesú, og fáir hafa borið þau vopn betur en Gandhi og móð- ir Theresa, séu veikbyggð vopn gegn villu og öfgum í trúmálum og stjómmálum, með öllum þeirra blekkingum. En sigrar nokkuð jafnvel jökul- veldi jarðar annað en sólargeislam- ir? Sigrar gæzku og göfgi hafa nú hin síðustu ár verið sönn sigur- ganga innan hinna mörgu og ólíku deilda kirkjunnar, sem nú mætast með gleðisöng í musterum jarðar, en áttu áður fátt annað en andúð og misskilning hver í annars garð. Flest byggt á fávizku, þröngsýni, hroka og bókstafsblindu. Sólar- geislar sannleikans hafa nú sigrazt þar á mörgum klakaböndum. Bezt þurfum við að muna og megum aldrei gleyma, að hið illa heitir aldr- ei heilt og ákveðið sérstökum nöfnum lfkt og: Nazismi, fasismi, kommúnismi og kapítalismi. Allt þetta er fyrst og fremst mótað og myndað í okkar eigin vitund og vild og getur fært í fjötra til að hindra vorsins völd til vaxtar og starfa á vegum guðsríkis: Friðar, frelsis ogbræðralags, ef það blindar fjöld- ann. Því skyldi lært og æft að stíga hin erfiðu heillaspor undir yfirskrift allra landa og allra þjóða að sameig- inlegu takmarki: Elskið, umberið, fyrirgefið. Það er satt að segja mannkynsins eina framtíðarvon, sem felst í þess- um orðum. Suðurnesiadeild H.F.Í.: Bráða- þjónustu verði hald- ið áfram AÐALFUNDUR Suðurnesja- deildar Hjúkrunarfræðinga- félags íslands, haldinn í Keflavík þann lS.janúar, lýsir yfir áhyggjum sínum vegna stefnu heilbrigðisráðuneytis- ins sem mun leiða til þess að þjónusta Sjúkrahúss Keflavík- urlæknishéraðs mun dragast verulega saman, seins og seg- ir í ályktun félagsins. Þar segir að ljóst sé að bráða- sjúklingar og fæðandi konur muni þurfa að leita til Reykjavíkur, þar sem bráðaþjónusta verði ekki veitt frá kl. 8 á laugardögum til kl. 8 á mánudagsmorgnum. Þá harmar fundurinn þá stefnubreytingu sem orðið hefur varðandi uppbyggingu sjúkrahússins, þar sem horfið er frá þeirri stefnu að Suðurnesja- menn eigi að vera sjálfum sér nógir á sem flestum sviðum heilbrigðis- þjónustunnar. Stefna ráðuneytis- ins miði í gagnstæða átt, þar sem miðað sé við að sjúkrahúsið verði rekið sem dagspítali án bráðaþjón- ustu. Ibúar á Suðurnesjum voru um síðustu áramót 14.315. Samkvæmt stöðlum um sjúkra- rýmisþörf, þyrfti Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs að hafa 80-100 rúm, en er nú aðeins með rými fyrir 32 sjúklinga. Skorar fundurinn á viðkomandi aðila og þingmenn kjördæmisins að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stefnumörkun frá 1973 verði framfylgt. Cterkurog k-/ hagkvæmur augiýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.