Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 Morgunblaðið/Ámi Verkstæðishúsið sem nú er ónotað er á góðum stað, við aðalgötu og innkeyrslu í bæinn. Hólmara vantar bifvélavirkja Stykkishólmi. EINS og annarsstaðar á landinu fjölgar fólksbifreiðum í Stykkis- hólmi og nágrenni og auðvitað um leið vörubílum og öðrum vélknúnum tækjum. Frá árinu 1944 hefir alltaf verið hér bif- reiðaverkstæði og á timabili voru þau stundum tvö. Var yfirleitt nóg að gera og unnu við þessi störf stundum allt að tugur manna. Með aukinni tækni drógust þessi bifreiðaverkstæði saman og nú er svo komið að þetta bifreiðaverk- stæði sem síðast stóð upp úr varð af ýmsum ástæðum að hætta rekstri, gefast upp. Erfítt var sein- ustu árin að fá faglærða menn til að annast þjónustu og svo hitt að menn skiptu oft um starf, bæði komu og fóru. Það er bagalegt að hafa hér ekk- ert almennt bifreiðaverkstæði. Fyrirtækin hér hafa orðið að grípa til þess ráðs að hafa hvert um sig aðstöðu til að geta gert allra nauð- synlegustu viðgerðir við vélar, en sú þróun getur aldrei staðið til lengdar. Eins og áður er sagt, hætti Nýja- Bílaver hf. störfum á sl. ári vegna fjárhagsörðugleika og voru verk- stæði og vélar boðnar upp í haust og bauð útibú Búnaðarbankans í eignina og á hana nú. Það er vitað mál að bankinn verður að selja þessa eign og heldur fyrr en seinna og nú vantar bara starfsmann, góð- an í rekstri fyrirtækja og um leið í þjónustu, til að setja þessa starf- semi af stað á ný og mun bankinn gera sitt til að þetta megi takast. Viðgerðir fara nú mest fram í Reykjavík eða annars staðar, tals- verðan spöl frá Stykkishólmi. — Arni Minningaræður í messukaffi Jónshúsi. GÍSLI Sigurbjömsson forstjóri Elli- og hjúkmnarheimilisins Gmndar bauð öllum kirkjugest- um til kaffidrykkju í félags- heimilinu í Jónshúsi eftir íslensku guðsþjónustuna sl. sunnudag í Skt. Pálskirkju. Var Skreytum við öll tækifæri IMM.4. Reykjavikurvegi 60, *ími 53848. ^ Alfheimum 6, simi 33978. SE.ÓMI* HAFNARSTRÆT115. Skreytingar við hvert tækifæri. Opiðfrá kl. 09-21 alla daga nema sunnudaga frákl. 12-18. Sími21330. boðið til minningar um fjóra merka íslandsvini og íslendinga og var þeirra minnst í samsætinu. Dr. theol. Alfred Jörgensen, sem stofnaði De Samvirkende Menig- hedsplejer og flutti dóttursonur hans, Otto Norgaard cand. polyt. greinargott erindi um hinn merka kennimann og félagsmálafrömuð. Um prófessor Skúla Guðjónsson í Árósum talaði dóttir hans, Katla Skúladóttir Hannibal, og las m.a. hugljúfa bemskuminningu föður síns frá Vatnskoti í Hegranesi. Pró- fessor Skúli var mjög þekktur hér í landi sem læknaprófessor og fyrir brautryðjendastörf á sviði mengun- arvama og neyslurannsókna. Þannig vill til, að 25. janúar er ein- mitt dánardagur hans. Ekkja Skúla Guðjónssonar, frú Melita Guðjóns- son, og tvær aðrar dætur þeirra hjóna, Lóa Castenskjöld og Elín Mortensen ásamt tengdasyni, Jörg- en Hannibal, voru einnig viðstödd. Hinir tveir, sem minnst var við þetta tækifæri, voru prestamir séra Sigurbjöm Ástvaldur Gíslason í Ási og séra Finn Tuiinius, sem enn er á lífí háaldraður. Gat hann ekki tekið þátt í þessum minningardegi vegna hrumleika, en hann og kona hans, frú Ulla, sendu kveðjur á samkomuna. Sagði dótturdóttir séra Sigurbjöms frá afa sínum og séra Finni og las minningargrein séra Finns um vin sinn séra Sigur- bjöm, sem birtist í bókinni um hann, Afkastamikill mannvinur. Varð tietta hátíðisdagur hjá hinum mörgu slendingum, sem viðstaddir voru, og skal þeim þakkað, sem að stóðu. G.L.Ásg. „Lengi býr að fyrstu gerð“ eftirJóhönnu Eyþórsdóttur Mig langar til að fjalla hér um einn þátt uppeldis, sem er málupp- eldi, frá sjónarhóli fóstru. Að sjálf- sögðu mæli ég ekki fyrir munn allra fóstra. Ég hef ekki langa reynslu í starfí, en hef lengi haft áhuga_ á bamauppeldi og skólamálum. Ég vil að hugað sé meira að fyrirbyggj- andi aðgerðum, að byrgja branninn áður en bamið er dottið í hann. Uppeldisáætlunin Nýlega er komin út frá mennta- málaráðuneytinu Uppeldisáætlun fyrir dagvistarheimili. Hún er mjög góð að mörgu leyti og bætir úr brýnni þörf. En mér fínnst ekki nægileg áhersla lögð á máluppeldi í þessari áætlun. Töluvert er fjallað um söng og tónlist og gildi þess að byija snemma að örva tónnæmi bama. Það er vissulega mjög mikil- vægt, en jafnframt þarf að kenna rétta öndun og framburð. Þetta þarf allt að haldast í hendur ef góður árangur á að nást. Allt yrði þetta gert að leik, að sjálfsögðu. Böm hafa sjálf mikinn áhuga á allskonar hljóðum. Þau gera oft til- raunir með hljóð og njóta þess að láta heyrast í sér (því hærra, því betra). Þess vegna er mjög auðvelt að vekja áhuga þeirra á að mynda hljóðin rétt, og það fínnst mér að eigi að gera á dagvistarheimilum. Til er mjög hentugt hjálpargagn með myndum af hveiju hljóði fyrir sig, sérhljóðum og samhljóðum, Hljóðstöðumyndir Jóns Júl. Þor- steinssonar. Böm era mjög hrifin af myndum og era fljót að læra með aðstoð þeirra. Vantar meiri þjálfun í að koma fram Nauðsynlegt er að byija snemma að þjálfa böm í framburði. Einnig þurfa þau að byija sem fyrst að koma fram fyrir aðra og tala, syngja, leika og fleira. Þá verður það sjálfsagður og eðlilegur hlutur og ekkert vandamál síðar á ævinni. Ég veit um margt fólk, sem hefur margt að miðla öðram og langar til að tjá sig opinberlega. Þetta fólk mundi samt ekki vilja vinna sér það til lífs að standa upp á fundi og segja svo mikið sem nafnið sitt. Eitthvað er um það núorðið að framhaldsskólar séu með ræðunám- skeið og ræðukeppnir. Það er bara of seint að byija ekki fyrr en þá. Mér sýnist nú vera lögð megin- áhersla á það á þessum ræðunám- skeiðum að þjálfa unglingana í að tala þvert um hug sér. Það er sjálf- sagt ágætis þjálfun fyrir pólitíkina, eins og hún er í dag. Góður undirbúningur fyrir skólann nauðsynlegur Ef böm koma vel undirbúin í skólann, bæði andlega og líkam- lega, og era vel talandi, með góðan orðaforða era þau mjög fljót að til- einka sér lestur. Jafnvel geta þau verið orðin læs 5—6 ára eða yngri án þess að vera beinlínis kennt það. Þau uppgötva sjálf hvemig hljóðin tengjast saman og það verð- ur skemmtilegur leikur að lesa. Þannig á allt nám að vera. Ef áhug- inn er fyrir hendi er gaman að læra og námið gengur miklu betur, það vitum við öll. Of langur tími í lestrarnámi Nú hugsa eflaust sumir. Eiga fóstrar þá að kenna bömunum að lesa? Era þær ekki að taka fram fyrir hendumar á kennuram, að ganga á rétt þeirra? Nei, alls ekki. Þetta er ekki lestrarkennsla, heldur undirbúningur undir allt nám. Hann felst í mörgu, m.a. er hreyfiþroskinn Jóhanna Eyþórsdóttir „Foreldrar, fóstrur og kennarar verða að sam- einast um að byggja grunninn betur. Ekki bíða eftir því að vanda- málin hrannist upp og fá þá sérkennara og sérfræðinga til að bjarga málunum.“ mjög mikilvægur í þessu sambandi. En líka er mjög gott að bömin séu búin að fá þjálfun í réttum fram- burði á öllum hljóðunum. Æskileg- ast fyndist mér auðvitað að böm kæmu læs eða næstum læs í skól- ann. Alltof langur tími fer oft í lestrarkennslu, allt upp í 3—4 ár, stundum lengri. Hægt er að kenna flestum bömum sem era vel undir- búin að lesa á nokkram mánuðum, af góðum kennara, helst sérmennt- uðum í lestrarkennslu. Ef lestrar- kennarar hefðu almennt sérmennt- un þyrfti varla svona marga sérkennara og talkennara og nú er raunin. Þegar bömin era orðin læs er hægt að snúa sér að öðra námi, því eins og allir vita felst nám að miklu leyti í lestri námsbóka. Mér fínnst of litlar kröfur gerðar til yngri skólabama, 6—10 ára. Einnig er ekki nógu mikil áhersla Smábátahöfnin sem er í byggingu á Fáskrúðsfirði. Morgunbiaðið/Aibert Kemp Fáskrúðsfjörður: Unnið við smábátahöfn Fáskrúðsfirði. Á FÁSKRÚÐSFIRÐI er unnið af fullum krafti við byggingu smá- bátahafnar en bygging hennar hefur verið mikið áhugamál smá- bátaeigenda hér á staðnum. Mikil fjölgun opinna báta hefur orðið hér, sérstaklega á síðasta ári. Nú fyrst sér fyrir endann á þessu verki, því í fjárlögum ríkisins eru áætlaðar 2,6 milljónir kr. til þess. Unnið verður fyrir rúmar 3 milljón- ir á árinu með framlagi hafnarsjóðs. Þessa dagana er unnið að útkeyrslu garða og er gert ráð fyrir að því verki ljúki fyrir miðjan febrúar. Þá er eftir að dýpka höfnina og ganga frá flotabryggjum. Er þess vænst að vinnu við höfnina verði lokið í vor. - Albert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.