Morgunblaðið - 05.02.1987, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 05.02.1987, Qupperneq 60
STERKTKOKT V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. þátt í stækkun „VIÐ fengnm það svar frá for- svarsmönnum Alusuisse á fundi í gær að þeir myndu ekki standa að stækkun álversins í Straumsvík. Hinsvegar var rætt um hugsanlega möguleika á sam- starfi ef nýir aðilar eru tilbúnir til að fjármagna stækkun álvers- ins og ljóst er að Alusuisse er reiðubúið til sliks samstarfs," sagði Albert Guðmundsson, iðn- aðarráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Albert sagði að nú þegar ljóst væri að endanlegt svar Alusuisse lægi fyrir, væri næsta skref íslensku nefndarinnar að finna er- lenda Qármagnsaðila þar sem engir peningar væru til á íslandi. Fulltrú- ar Alusuisse báru fyrir sig að álmarkaðurinn í heiminum stæði höllum fæti og álverksmiðpum hefði víða verið lokað. Sendineftid á vegum íslenskra stjómvalda hélt utan til Sviss í fyrradag til viðræðna við fulltrúa Alusuisse um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík og var um að ræða framhaldsviðræður sem ákveðnar voru á síðasta viðræðu- fundi þessara aðila í nóvember sl. Leitað verður að þriðja aðila til samstarfs Álverið í Straumsví] Alusuisse vill ekkitaka Morgunblaðið/Snorri Snorrason Sigltinn til Grindavíkur Innsiglingin til Grindavíkur getur verið ógnvænleg í vondum til hafnar. Skúmur GK-22 strandaði sem kunnugt er í innsigling- veðrum og má ekki mikið út af bregða svo ekki fari illa. Þessi unni sl. þriðjudag eftir að bilun hafði orðið í stýri. í gærmorgun mynd var tekin í vikunni er Þorsteinn Gíslason GK-2 var að koma náðist Skúmur á flot og segir frá því í máli og myndum á bls 34. Farmannadeilan: Enginn sameigin- legur fundur í viku 17 undanþágubeiðnir hjá Sj ómannafélaginu, 7 óafgreiddar ísland vann Flugleiðamótið ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik tryggði sér sigur í Flugleiða- mótinu í handknattleik í gærkvöldi er það vann Svisslendinga 17:15 S síðasta leik mótsins. Sjá bls. 59. ENGINN fundur var þjá ríkis- sáttasemjara í farmannadeilunni I gær og hafa deiluaðilar ekki hist formlega á fundi frá þvi á fimmtudaginn í síðustu viku er miðlunartillaga ríkissáttasemj- ara var felld af báðum aðilum. Deiluaðilar hafa rætt við rikis- sáttasemjara hvorir í sínu lagi Ihuga að senda Sigl- fírðing í loðnufrystmgu Kom að landi með verðmætasta farm íslensks fiskiskips Siglufirði. FRYSTITOGARINN Siglfirðing- ur er kominn til hafnar á Siglu- firði með verðmætasta afla islensks fiskiskips til þessa. Verð- mæti aflans er 31,2 miljjónir kr. en eldra metið átti Akureyrin sem landaði fiski að verðmæti 30,1 milljón kr. i ágúst siðastliðn- um. Siglfírðingur kom til hafnar á mánudag, en í gær var ekki byijað að landa úr honum. Afli togarans ^r allur frystur um borð, en hann er 190 tonn af frystum flökum og 60 tonn af heilfrystum físki. Afla- verðmæti Siglfírðings á síðasta ári var 112 milljónir kr. alls. Eigendur Siglfírðings eru nú að huga að því að senda skipið á loðnu- miðin til að frysta loðnu um borð. Loðnan yrði þá keypt beint frá loðnuskipunum og dælt um borð í Siglfirðing, annaðhvort úr lestum skipanna eða nótum. Ástæða þessa er meðal annars sú, að Siglfírðingur er á sóknarmarki og þarf að hætta bolfiskveiðum í um 20 daga eftir þennan túr. í gær var danskt flutningaskip að landa 1.400 tonnum af loðnu- mjöli hjá Sfldarverksmiðjum ríkis- ins. Mun ekki af veita þar sem farið var að þrengjast um hjá verksmiðj- unni. Þijú eða fjögur loðnuskip voru væntanleg til Siglufjarðar í gær. Eftir að þau hafa tekið olíu fer að verða lítið eftir fyrir togarana. Matthías og búist er við að af sameiginleg- um fundi geti orðið fljótlega. Sjómannafélag Reykjavíkur veitti í gær undanþágu fyrir olíu- skipin Kyndil og Stapafell til að dreifa olíu um landið. Leggja þau af stað í dag. Birgir Björgvinsson formaður undanþágunefndarinnar sagði að nefndin hefði fengið 17 undanþágubeiðnir til þessa og hefði þegar afgreitt 10 þeirra jákvætt. Ekki yrði tekin ákvörðun um hvort orðið yrði við hinum fyrr en eftir næsta samningafund deiluaðila. Meðal undanþágubeiðna sem liggja óafgreiddar eru óskir um útflutning á mjöli, saltfíski, frystum físki til Grimsby og saitsfld. Birgir sagði að nefndin hefði ekki fengið beiðni um undanþágu til útflutnings á steinull. „Ástandið fer versnandi dag frá degi hjá útflutningsfyrirtækjun- um,“ sagði Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. Hann sagði að einnig væru að verða vandræði hjá iðnrek- endum vegna hráefnisskorts, en ekki vissi hann um bein dæmi þess að framleiðsla væri að stöðvast þess vegna. Magnús Tryggvason framkvæmdastjóri Ora sagði að farið væri að styttast í vandræði hjá fyrirtækinu vegna hráefnis- skorts. Sagðist hann vita af feng- inni reynslu að vandræða gætti mest eftir að verkfallið leystist því það tæki sinn tíma fyrir skipin að komast út og heim aftur. í gær var fundur mest allan dag- inn hjá ríkissáttasemjara með Sleipni, félagi hópferða- og lang- ferðabflstjóra, og viðsemjendum. Sleipnir hefur boðað verkfall 9. og 10. febrúar. Félag starfsfólks í hús- gagnaiðnaði var einnig á fundi hjá ríkissáttasemjara og hefur nýr fundur verið boðaður á föstudaginn kl. 13. Sama dag verður fundur með Vélstjórafélagi Suðumesja og viðsemjendum, en félagið hefur boðað verkfall frá 8. febrúar. Siglufjörður: Skjöídur með Þor- lák helga 1 togi Siglufirði. ^ RÆKJUBÁTURINN Þorlákur helgi SI fékk i skrúfuna djúpt út af Sléttunni f gærkvöldi. Rækju- togarinn Skjöldur SI 101 tók hann í tog og er með hann á leið f land. Bátamir, sem báðir eru frá Siglu- fírði, eru væntanlegir hingað í dag. Þorlákur helgi er 146 tonn að stærð og Skjöldur 203 tonn. Matthías

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.